Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KROFUR VR VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur, góðu heilli, valið þá leið, að leggja fram launakröfur, sem við fyrstu sýn virðast ekki munu kollvarpa þeim efnahags- lega stöðugleika, sem hér ríkir, auk þess sem ætla má, að krónutöluhækkun til umbjóðenda gerði það að verkum, að þeir sem lökustu kjaranna njóta, uppskæru mestar kjara- bæturnar. Að meðaltali gera kröfur VR ráð fyrir að laun félags- manna hækki um 8,29%, í þremur áföngum, á næstu tveim- ur árum. Farið er fram á mesta hækkun til handa þeim sem taka laun samkvæmt lægstu launatöxtum, eða um 11.300 krónur á mánuði. Krónutalan fer síðan stiglækk- andi, að 90 þúsund króna launastiginu og er sú sama, eða 6.400 eftir það. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir hér í blaðinu í gær, að það sé hans trú að útfærsla VR geti orðið fyrir- mynd fyrir launabreytingar í landinu á næstu mánuðum. Kröfurnar miði að því að raska ekki stöðugleikanum í efna- hagsmálum og að launþegar nái að feta sig frá láglauna- töxtum. Fyrstu viðbrögð VSÍ voru jákvæð. Framkvæmdastjóri VSÍ segir m.a. í Morgunblaðinu í gær: „Verzlunarmennirn- ir koma með til muna nákvæmari útfærslu á sínum hug- myndum. Þeir leggja til grundvallar, að samkeppnisstöð- unni verði ekki raskað.“ Þetta vekur vonir um að hér verði ekki endilega langvarandi, hörð og skaðleg átök á vinnu- markaði, eins og margt hefur bent til að undanförnu, að kynni að vera nánast óhjákvæmilegt. Hins vegar kemur í ljós, þegar kröfur Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur eru skoðaðar, að gera þarf vissar breyting- ar á þeim til þess að markmiðum um stöðugleika í efnahags- lífinu verði náð. Ef þær kaupbreytingar, sem VR leggur til leggjast á taxtakaup hjá þeim og öðrum, er fyrirsjáan- legt að raunverulegar launahækkanir verða langt umfram það, sem atvinnulífið þolir. Öðru máli gegnir hins vegar, ef þær kaupbreytingar, sem felast í tillögum VR, koma til viðbótar greiddum launum. Þá er líklegt að raunhækkun launa verði nær því, sem þjóðarbúskapurinn getur staðið undir. Með slíkri breytingu eiga kröfur VR að geta orðið grundvöllur nýrra kjarasamninga, sem tryggja áframhald- andi stöðugleika í atvinnu- og efnahagslífi. SAMKEPPNII BIFREIÐASKOÐUN NÝTT bifreiðaskoðunarfyrirtæki, Aðalskoðun hf. í Hafn- arfirði, hefur starfsemi í dag, en einkaréttur Bifreiða- skoðunar íslands hf. til aðalskoðunar bifreiða var afnuminn fyrir rúmu ári. Nokkur samkeppni hefur ríkt í endurskoðun bíla undanfarin ár. Aðalskoðun hf. hyggst keppa við Bifreiðaskoðun, bjóða betri þjónustu og 6% lægra verð. Því ber að fagna og má búast við að neytendur njóti góðs af samkeppninni. Hins vegar er langt frá því að hinu nýja fyrirtæki séu sköpuð eðlileg samkeppnisskilyrði. Samkeppnisráð vakti á síðasta ári athygli á því að mikil eiginfjármyndun hefði átt sér stað hjá Bifreiðaskoðun íslands í skjóli einkaleyfisvernd- ar. Þetta telur ráðið að raski samkeppnisstöðu hugsanlegra keppinauta Bifreiðaskoðunar. Þá benti samkeppnisráð á að það hlyti að teljast óeðli- legt að ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins væri stjórn- arformaður Bifreiðaskoðunar, þar sem slíkt hlyti að vekja tortryggni hjá keppinautunum. Eignarhald á Bifreiðaskoðun íslands, þar sem ríkið á 50% hlut, vekur jafnframt að mati sarnkeppnisráðs upp spurningar um það hvort þessi stóri eigandi beini viðskiptum sínum fremur til Bifreiðaskoð- unar en keppinauta hennar. Þegar Bifreiðaskoðun íslands var breytt í hlutaféiag árið 1988 var markmiðið að spara og hagræða í ríkisrekstr- inum, en gamla Bifreiðaeftirlitið hafði verið baggi á ríkis- sjóði. Nú er þessu markmiði náð. Tvö önnur markmið, sem ríkisvaldið ætti að tryggja, þ.e. jöfn samkeppnisskilyrði fyrirtækja og virk samkeppni, sem skilar neytendum kjara- bótum, eru hins vegar ekki tryggð með núverandi fyrir- komulagi. Stjórnvöld hljóta því að huga að því að bregðast við áðurnefndri gagnrýni og skapa eðlileg samkeppnisskilyrði í bifreiðaskoðun. Eðlilegast er að ríkið selji hlut sinn í Bif- reiðaskoðun íslands. GERVIHNATTAÖLD ÞRÁTT FYRIR bann íranskra stjórnvalda við gervihnattasjónvarpi munu án efa margir íranir taka gervihnattasjónvarp fram yfir rikisfjölmiðilinn. ifta Ahrif af himnum L EITARFLUGVELARNAR sveimuðu yfir Teheran í íran í síðustu viku í leit að nýjustu ógninni við íslömsku byltinguna. A jörðu niðri sveipuðu borgarbúar netum og dúkum í felulitum yfír hlutina sem stjórnin er svo ósátt við. Klerkastjórnin hefur áður sagt myndbandstökuvélum og myndbandstækjum stríð á hendur en hefur nú snúið sér að gervihnattasjón- varpi. íranska þingið hefur samþykkt bann við því að eiga gervihnattadiska til að koma í veg fyrir þau áhrif sem sjónvarpsefnið kann að hafa á hinn almenna borgara. Eigendur gervihnattadiska hafa um einn mánuð til þess að taka þá niður. Byltingarvörðurinn fylgist með úr lofti og af láði, reiðubúinn að framfylgja banninu. Fáir eiga hins vegar von á því að það hafi einhver áhrif þegar til lengri tíma er litið, írönsk yfirvöld hafa ekki getað fylgt eftir banninu við myndbandstækjunum og gervi- hnattaþróunin er einfaldlega óstöðv- andi. Gagngerar breytingar Stjórnvöld geta lokað landamærum sínum, lokað fyrir símtöl til útlanda, brennt bækur og komið í veg fyrir dreifingu erlendra dagblaða. Þau geta hins vegar ekki komið í veg fyrir send- ingar um gervihnetti, nema þeir sem stjórna dagskrá sjónvarpsstöðvanna gangi í lið með þeim. Ástæðan er sú að til þess að trufla útsendingar um gervihnött þarf að trufla sendingar á mun fleiri tíðnisviðum en t.d. ef um útvarpssending- ar er að ræða. Til þess þarf svo flókinn tækjabún- að að það er talið nær ómögulegt. _________ Óttinn við áhrif gervi- hnattasjónvarpsins er skiljanlegur. Konfúsíus, Múhameð og Marx hafa hingað til haft mest áhrif á hugsunar- hátt Asíubúa en nú koma fjölmiðlajöf- urinn Rupert Murdoch og starfsbræð-. ur hans í þeirra stað, senda efni sem mun ýta undir gagngerar breytingar í fjölmennustu álfu heims. Móttökudiskar setja nú þegar svip sinn á Ho Chin Minh-borg í Víetnam, eitt af síðustu vígjum kommúnismans. Og í frumskóginum á landamærum Tælands og Búrma geta skæruliðarn- ir stillt á alheimsþjónustu BBC, þó að þeir hafi hvorki síma, símbréf né telex. ofan Gervihnattasjónvarpið hefur valdið byltingu í þróun- arríkjum. Einræðisstjórnir reyna að spyrna við fótum en ekkert virðist hafa við tækniframförunum. Tæknin ber sigurorð af reglugerðum íbúar smáþorps á Indlandi rífast hástöfum um ágæti hinna ýmsu sjampótegunda sem þeir hafa séð auglýstar í gervihnattasjónvarpi, þrátt fyrir að þeir hafí ekki aðgang að rennandi vatni. „Þetta er frábært. Þetta hefur aldr- ei áður verið gert; að bjóða upp á óhlutdrægar, ábyrgar fréttasending- ar, lausar við tilfinningahita, á arab- ísku,“ segir Charles Richards, yfir- maður fréttaþjónustu BBC fyrir Mið- Austurlönd sem nýlega hóf göngu sína. Mismikil hrifning Ekki er víst að hinir ýmsu konung- ar, emírar, lífstíðarforsetar og aðrir leiðtogar séu eins ánægðir með fram- tak BBC og þau áhrif sem óritskoðaðar fréttir hafa á þegna þeirra. Fréttir af atburðum líð- andi stundar kunna að _________ höfða meira til fólks en yfirvöld kunna að meta og kvikmyndir og tónlistarmyndbönd ná til þeirra sem ekki hugnast fréttir. Þá er einnig ástæða fyrir einvalda til að hafa áhyggjur af því að gervi- hnattatæknin gerir útlendingum ekki aðeins kleift að senda fréttir og Ma- donnu-myndbönd til lokaðra landa, heldur einnig fréttir frá þeim. Nýjasta dæmið um þetta er frétta- flutningurinn af eyðileggingu og dauða almennra borgara og barn- ungra hermanna í Grosní í Tsjetsjníu, sem kann að varða veginn að falli Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta. Fréttasendingar þaðan eru sönnun þess að flytja má fréttir frá guðsvoluð- ustu og afskekktustu stöðum heims. „Það sem nú á sér stað í Grosní er sönnun þess að Rússar hafa ekki átt- að sig á möguleikum hinnar nýju tækni og að þeir hafa enga stjórn á henni,“ segir Nik Gowing, fréttastjóri hjá Rás 4 í Bretlandi, en hann hefur rannsakað áhrif tækninnar. Margþætt áhrif Það sem verra er, ástandið getur aðeins versnað fyrir þá valdhafa sem vilja koma í veg fyrir að neikvæðar myndir berist frá landi þeirra og séu svo sendar þangað aftur í fréttatím- um. Rússar geta ekki eða vilja ekki gera stóran gervihnattadisk, sem not- aður er til að senda hryllingsmyndir frá Tsjetsjníu, óvirkan. Ekki mun langur tími líða þar til hægt verður að senda myndir um símalín- ur, sem gerir yfirvöldum nær ómögulegt að stöðva þær. Áhrif gervihnattasjónvarpsins eru ekki aðeins pólitísk og siðferðileg, það kann einnig að verða til þess að yfir- völd neyðist til að bæta eigið sjón- varpsefni og fréttaflutning. Þeim verður nauðugur einn kostur að sýna efni sem höfðar til fleiri. Dæmi um þetta er íranskur brandari um mann sem hringir á sjónvarpsverkstæði. „Getið þið hjálpað mér? Það er klerk- ur fastur í sjónvarpinu mínu og ég get ekki losnað við hann!“ Þegar rætt er um áhrif gervihnatta- sjónvarps má ekki einblína á pólitísk áhrif. Geysilega mikið er í húfi fyrir þá sem komast fyrstir inn á þann gríðarlega stóra auglýsingamarkað sem Asía er. Miklu máli skiptir að hafa í huga hver markaðurinn er. AfTF-sjónvarps- stöðin gætir þess að sýna ekki Asíubú- um öll þau myndbönd sem sjálfsögð þykja í Evrópu. Jafnvel fjölmiðlajöfur- inn Rupert Murdoch, sem á stærstu sjónvarpsstöðina sem sendir um gervi- hnött til Asíu, fer afar varlega á þeim markaði, þrátt fyrir að hann sé þekkt- ur fyrir baráttuanda en ekki var- færni. „Þegar allt kemur til alls mun tæknin bera sigurorð af stjórnmála- mönnum og reglugerðum. Það gerðist í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Við sjáum það eiga sér stað um allan heim,“ segir hann kokhraustur. Ritskoðaðar gervihnattaútsendingar Asíubúum tókst hins vegar það sem öllum öðrum hefur mistekist, að gera Murdoch, svarinn óvin ríkisafskipta, að besta vini ríkisstjórna. Murdoch hefur náð samningum við kínversk yfírvöld um nokkurs konar ritskoðun efnisins. Fjölmiðlaveldi hans sendir út á fjórum opnum rásum auk einnar stöðvar sem ruglar útsendingar sínar. Þeir sem eiga diska verða að láta skrá þá eða láta fjarlægja þá. Þetta er gert til þess að vernda Kínveija gegn „hnignandi hugmyndafræði og borgaralegum lífsstíl". Murdoch ákvað að hætta að sjónvarpa BBC vegna harðra deilna þeirra við kín- versk yfirvöld, sem voru ævareið yfír umfjöllun BBC um Tíbet, vinnubúðir Kínveija og einkalíf Maós formanns. CNN er því eina fréttastöðin sem Kínvetjar ná og til þess að hafa not af henni verða menn að kunna ensku. Yfirvöld hafa skipað hótelum og öðr- um þeim sem hafa gervihnattadiska að aftengja þá þegar von er á óþægi- legri umfjöllun, svo sem í tilefni þess að fimm ár voru fyrir skömmu liðin frá atburðunum á Torgi hins himn- eska friðar. Murdoch á nú í frekari viðræðum við kínversk stjórnvöld um áskriftarsjónvarp sem þau geta tekið úr sambandi ef þeim fellur ekki tiltekið efni og gefur Murdoch einkarétt á aðgangi að kerfinu. Vilji aðrir komast inn á sjónvarpskerfið verð- ur það að vera í gegnum hans fyrir- tæki. Þarna liggur hundurinn grafinn. Fjölmiðajöfrar framtíðarinnar hafa ekki sömu markmið og eigendur blaða hér áður fyrr. Tilgangurinn er að ekki að hafa áhrif og beijast fyrir réttlæti heldur gróðavon. Hætt er við að með því að kynna íbúum þróunar- landanna menningu iðnríkja í formi skyndifæðu sé verið að koma á nýrri tegund þrældóms. í stað þess að fylgja venjum og hefðum þjóða sinna verði menn ofurseldir lífsháttum Vestur- Ianda. Byggt á: The Daily Telegraph „Það er klerk- ur fastur í sjónvarpinu" FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 2T Kjarakröfur verkalýðsfélaga að líta dagsins ljós Alþýðusamband Vestfjarða „Flóa- bandalagið" Landssamband verslunarmanna Kennara- / félögin LAUNALIÐUR Lánskjaravísitala LAUNABÆTUR SKATTAMÁL Aðrar stjórn- valdsaðgerðir SERMAL Almenn launahækkun 7% á alla kaupliði. Mánaðaiiaun hækki að lágmarki um 10 þús. kr. Breytt reiknilíkan vísitöl- unnar svo hækkun launa valdi ekki margfeldis- áhrifum á vísitöluna. Desemberuppbót verði 20.349 kr. fyrir fullt starf og orlofsuppbót verði 8.000 kr. Skattleysismörk hækki í 60.655 kr. og tekju- skattsprósenta lækki verulega. Jöfnun orkuverðs og átak ti! að auka atvinnu. Atvinnuréttindi fisk- verkafólks, breytingar á löndunarsamningum o.ft. Allir iaunaflokkar hækki um 10.000 kr. Lægsti taxti verði 50.000 kr. Lánskjaravísitalan verði afnumin. Til vara að miðað verði við framfærsluvísitölu. Starfsaldurshækkunum hraðað, tilfærslur úr lægri í hærri launaflokka o.fl. Hækkun skattleysis- marka. Skattgreiðandi nýti persónuafslátt maka að fullu. Átak við skuldbreytingar í húsnæðiskerfinu. Sérstakt átak til að auka atvinnu. Ymis mál varðandi lönd- unarsamninga, olíu- stöðvarsamninga, samn- inga hlaðmanna o.fl. Launahækkanir í 3 á- föngum. Samanlögð meðaltalshækkun á 2 ára samningstíma 8,29% Tenging launavísitölu við lánskjaravísitölu verði afnumin. Breytingar á röðun I launaflokka, laun hækki um 4 launaflokka í áföngum og endurskoðun starfsheitaröðunar. Metið til um 25% launahækkunar. Skattar á launþega verði ekki hækkaðir, ef svig- rúm skapast þá verði þeir lækkaðir. Lán í húsbréfakerfinu verði lengd í 35 ár. Efna- hagsbati verði notaður til að fjölga störfum. Krafa um starfsgreina- samning, breytingar á skilgreindum vinnutíma, hvíldartima, orlofi o.fl. Áhersla á breytta skilgreiningu á vinnutíma og kennsluskyldu í tengslum við umbætur í menntamálum. Samiðn Starfsmannaf. ríkisstofnana Félag íslenskra símamanna Starfsmanna- félagið Sókn Starfsmanna- félag Reykjavíkur Verkalýðsfélag Húsavíkur Verkalýðs- félagið Eining Rafiðnaðar- samband íslands Félag íslenskra leikskólakennara Ákv. kröfur ómótaðar en vilja fella niður lægstu taxta og færa kauptaxta að greiddu kaupi. Lánskjaravisitalan verði endurskoðuð eða afnumin. Orlofs- og desember- uppbót verði hækkuð. Lækkun skatta af launatekjum, Afnám tvisköttunar á lífeyri. Atak í atvinnumálum, hækkun atvinnuleysis- bóta, vextir verði lækkaðir. Kjarasamningar aðildar- félaga samræmdir, samið verði um afkasta- hvetjandi launakerfi o.fl. Allir launaflokkar hækki um 9.000 kr. Lægstu launaflokkar felldir niður. Lánskjaravísitalan verði endurskoðuð svo breyt- ingar á launum hafi ekki áhrif á hana. Skattleysismörk verði að jafngildi sömu og 1988 og felld verði niður tvísköttun á lífeyrissjóðsgreiðslum. Kjör atvinnulausra verði bætt og velferðarkerfið ekki skert. Starfsmat verði tekið upp og ný röðun I launaflokka Þrepahækkanir ráðist af starfs- og/eða Irfaldri. Allir launataxtar hækki um 10.000 kr. og lægstu launaflokkar felldir niður. Lánskjaravisitalan verði endurskoðuð. Starfsmenn fái 13. mánuðinn greiddan. Skattleysismörk hækki og verði að jafngildi sömuog1988. Allir launaflokkar hækki um 10.000 kr. Öll grunnlaun hækki um 10.000 kr. Sérstök áhersla á hækkun lægstu launa og tryggingu kaupmáttar. Breyting á kjörum og vinnutíma vaktavinnu- fólkso.fl. Launaþrepahækkanir ákvarðist af Iff- og /eða starfsaldri o.fl. Lífaldursnegla gildi í öllum launaflokkum, endur- skoðun á röðun í launaflokka, átak i starfsmennt- un, endurskoðun á reglum um réttindi og skyldur verði lokið áður en gengið verður frá kjarasamningi. Kaupmáttur launa aukinn verulega, ekki sett fram ákveðin tala um lág- markslaun. Tengsl launa við láns- kjaravisitölu verði afnumin. Desemberuppbót hækki í 13.000 kr. og oriofs- uppbót í 12.000. Launa- uppbót hækki verulega. Skattleysismörk hækki í 74 þús. Tvísköttun lífeyris verði afnumin. Fjár- magnstekjuskatti komið á Vextir lækkaðir og láns- timi tengdur. Aukið fjár- magn í atvinnuskapandi verkefni. Aukin starfsfræðsla fyrir ófaglærða, kauptrygg- ingarsamningur fiskvinnslufólks o.fl. Lægstu laun hækkuð og kaupmáttur tryggður. Hærri launabætur til hinna lægst launuðu. Lánskjaravísitala verði afnumin. Orlofsuppbót og desemberuppbót verði hækkaðar. Skattleysismörk verði hækkuð, tvísköttun á lífeyri afnumin, ónýttur persónuafsláttur maka yfirfæranlegur að fullu. Veikindaréttur betur tryggður og dögum vegna veikinda bama verði fjólgað. Almenn launakrafa sett fram í tengslum við viðræður milli landssambanda. Lægstu laun verði ekki undir 80.000 kr. Launaflokkar samræmdir og neðstu 3-4 launaflokkar felldir niður. Breytt skilgrein- ing launaflokka og krafa um stjómunar- álögur og álag á viðkomandi launaflokka. Kröfur á hendur stjómvöldum settar fram í viðræðum milli landssambanda. Ymis réttindi haldist við gjaldþnot eða sam- drátt í fyrirtækjum, kröfur um réttindi til að sækja námskeið, aðgerðir vegna undirverk- takastarfsemi, útköll verði 4 timar o.fl. Starfsheitaröðun verði endurskoðuð. Launað námsleyfi 19 mánuði eftir 12 ára starf og endurskoðun varðandi þátttöku f námskeiðum, viðvera á vinnustað styttist eftir 50 ára aldur, stofnaður verði vísindasjóður, aukið framlag í starfsmenntunarsjóð o.fl. Áhersla á krónutölu- hækkun lægstu launa KJARAKRÖFUR verkalýðsfélaga og landssambanda þeirra vegna komandi kjarasamninga líta nú dagsins ljós hver á fætur annarri en kjarasamning- ar nánast allra stéttarfélaga í landinu urðu laus- ir um áramót. Fram að þessu hefur kjarasamn- ingagerðin farið fram á vettvangi einstakra stétt- arfélaga eða landssambanda en viðræður hafa einkum snúist um sérmál einstakra félaga við viðsemjendur. Hins vegar hefur sú skoðun verið ráðandi að viðræður um sameiginleg mál, sér- staklega þau sem snúi að stjórnvöldum, fari fram á vettvangi landssambanda eða heildarsamtak- anna. Félögin eru mjög mislangt komin við frágang kjarakrafna sinna og þær sem komnar eru fram eru um margt ólíkar þótt samstaða virðist um nokkur stór mál. Flest félög vilja breyta lánskjaravísitölu Það virðist vera sameiginlegt með þeim kröf- um sem fram hafa komið að sérstök áhersla er lögð á hækkun lægstu launa og að kaupmáttur þeirra launa sem samið verði um verði tryggð- ur. Mörg félög hafa sett fram kröfu um krónu- töluhækkun launa í stað krafna um prósentu- hækkanir og er krafan um 10.000 kr. hækkun mjög áberandi. Einnig virðast flest félög sam- mála um að gera verði breytingar á lánskjara- vísitölunni þótt útfærslurnar séu mismunandi. Verkalýðsfélögin sem standa að Alþýðusam- bandi Vestfjarða og Verslunarmannafélögin riðu. á vaðið á almenna vinnumarkaðinum við kynn- ingu á heildstæðri kröfugerð. Kröfur þessara aðila voru kynntar viðsemjendunum í vikunni og í kjölfarið lögðu svo Dagsbrún, Hlíf og Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, „Flóabanda- lagið“, fram sameiginlega kröfugerð. Samið verði til eins eða tveggja ára ASV vill almenna launahækkun upp á 7% og að mánaðarlaun hækki að lágmarki um 10. 000 kr. Verslunarmenn vilja launahækkanir í þremur áföngum samtals 6.400 kr. á tveggja ára samn- ingstíma og að laun undir -90.000 kr. hækki sérstaklega. Verkalýðsfélögin þrjú vilja 10.000 kr. hækkun allra launataxta en eru einnig með kröfu um 50.000 kr. lágmarkslaun og hækkanir allra launaflokka til samræmis vi það, auk starfs- aldurshækkana og fleiri breytinga. Kennarafé- lögin hafa krafist breytinga á launaflokkum sem báðir samningsaðilar hafa metið til 25% hækkun- ar. Ýmis önnur félög sem sett hafa fram ákveðn- ar kröfur um launahækkanir krefjast einnig breytinga á launaflokkum og starfsaldurshækk- ana, en ekki er vitað hvað sú breyting þýðir til viðbótar beinum launakröfum þeirra. Kröfugerð verslunarmanna miðast við að gerð- ur verði samningur til tveggja ára en fæst verka^i* lýðsfélög hafa lýst jafn ákveðið til hversu langs tíma skuli samið. Formaður Hlífar hefur sagst vilja semja til 8-12 mánaða og í kröfugerð Verkalýðsfélags Húsavíkur er krafist samnings til eins ár. „Aríðandi er að samið verði fyrir kosningar í vor. Verkafólk getur ekki beðið leng- ur eftir því að fá lagfæringu á sínum kjörum. Eðlilegt er að samið verði til skamms tíma þar sem ekki er vitað hvaða ríkisstjóm verður við völd eftir kosningar,“ segir í kröfugerð félagsins. Sameiginleg mál á borð heildarsamtaka í þeim samanburði sem hér birtist eru tekin saman nokkur helstu atriði í kröfugerð félaga opinberra starfsnianna og innan ASÍ sem blaðinu er kunnugt um. í mörgum tilfellum hafa forystu- menn einstakra félaga tekið undir kröfur sem' fram hafa komið á hendur stjórnvöldum en vilj- að að samið verði um þau í gegnum landssam- bönd eða á vettvangi heildarsamtakanna, og því er þeirra ekki getið í kröfugerð viðkomandi fé- laga. Jafnframt hafa talsmenn ýmissa félaga sagst vilja bíða með að setja fram ákveðnar töl- ur um launahækkanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.