Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ - + Jón Björnsson prentari var fæddur á Bræðra- borgarstíg 12 í Reykjavík 21. ág- úst 1930. Hann lést á Landspítalanum 5. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sveinsdóttir frá Hálsi i Eyrarsveit, f. 3. september 1904, d. 10. janúar 1959, og Björn G. Jónsson kaupmað- ur, framkvæmda- sljóri Tónlistarfélagsins í Reylq'avik, f. 30. apríl 1899, d. 26. júlí 1970. Jón hóf nám í Víkingsprenti 1946 og lauk þar námi. Stofnaði prentsmiðju 1955 og hefur starfrækt hana siðan. Bræður Jóns voru Sveinn, kaup- maður og forseti ÍSÍ, f. 10. októ- ber 1928 d. 16. september 1991, VIÐ fráfall bróður míns kemur upp í hugann fjölmargt frá þeim árum sem við áttum saman. Ekki síst æskuárin á bemskuheimilinu á Bræðraborgarstígnum þar sem við nutum ástúðar góðra foreldra. Þar vom Jón og Sveinn bróðir okkar stóm bræðumir, en ég sá litli. Þrátt fyrir nokkum aldursmun var alla tíð náið og gott samband á milli okkar enda var Jón ekki aðeins bróðir held- ur einnig traustur og skemmtilegur vinur sem mikill missir er að. Að lokinni almennri skólagöngu hóf Jón prentnám í Víkingsprenti. Fljótlega að því námi loknu setti hann upp eigin prentsmiðju sem hann starfrækti til dauðadags. Jón þótti góður fagmaður, var af gamla skólanum og hélst vel á viðskipta- vinum sínum. Jón hafði alla tíð mikinn áhuga makl Ragnheiður Thorsteinsson, og Guðmundur, aðstoð- ar póst- og síma- málastjóri, f. 23. júní. 1942, maki Þor- björg Kjartansdótt- ir. Jón kvæntist 19. júlí 1958 Eyrúnu Ilöllu Guðbjörns- dóttur frá Arakoti á Skeiðum. Eignuðust þau tvær dætur, Ingibjörgu, f. 7. ág- úst 1967 og Dagnýju Sigurbjörgu, f. 28. september 1968, maki Magnús Jóhannsson, f. 26. nóvember 1960, og eiga þau tvö börn, Jón Gauta, f. 22. mars 1991 og Bríeti, f. 27. nóvember 1992. Sonur með Ragnheiði Kr. Viggósdóttur, Gísli Viggó, f. 27. apríl 1956. Jón Björnsson verð- ur jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. á íþróttum. Hann var KR-ingur, enda Vesturbæingur, iðkaði knatt- spyrnu með félaginu á sínum yngri árum og var alla tíð eindreginn stuðningsmaður félagsins. Hann var einnig góður bridsspilari og spilaði keppnisbrids með félögum sínum með góðum árangri. Með árunum, þegar ijölskyldan stækkaði, dró úr því eins og gengur og gerist og önnur verkefni og áhugamál tóku við. Síðari ár spilaði hann þó í Krummaklúbbnum. Jón eignaðist góða eiginkonu og með henni tvær dætur sem alla tíð voru foreldrum sínum ekki bara til mikillar gleði heldur reyndust þeim stoð og stytta í veikindum Jóns. Síð- ar kom tengdasonurinn og bama- bömin tvö sem áttu líka sinn þátt í að létta Jóni veikindin. Auk þess á Jón son frá því fyrir hjónaband. MINNINGAR Jón hafði létta og góða lund sem ég hygg að hafi hjálpað honum mikið. Það hlýtur þó að hafa verið erfítt á miðju síðasta ári að fá þá vitneskju að hann væri haldinn ólæknandi sjúkdómi, sáma sjúkdómi og nýverið hafði lagt Svein bróður okkar að velli. Jón kvartaði þó aldrei, en var mjög þakklátur því hjúkmnarfólki sem annaðist hann í veikindum hans og hafði margoft á orði hve góða hjúkmn hann fengi. Fyrir það er þakkað hér. Konu hans, dætmm, tengdasyni og barnabömum bið ég blessunar. Bróður mínum bið ég fararheilla. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Björnsson Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhomi. (Tómas Guðmundsson) Kynni mín af Jóni hófust fyrir tæpum fímm ámm þegar Dagný dóttir hans kynnti mig sem unnusta sinn. Kvíði minn var óttalaus því hann kom fram við mig eins og við hefðum þekkst lengi. Jón fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum sig, jafnt innanlands sem utan svo aldrei skorti okkur um- ræðuefni og oft bar hann saman gamla og nýja tíma. Hann var hreinn og beinn í sínum skoðunum á málefnum og fólki. Varla leið sá dagur að hann kæmi ekki við hjá okkur á leið sinni heim úr prentinu til að fylgjast með bama- bömunum sem voru hans líf og yndi. „Amma Halla og afi Jón,“ skríkti í bömunum er þau bar að garði. Margt var til skemmtunar gert og er óhætt að segja að Bríet og Jón Gauti væm augasteinar hans. Jón greindist með ólæknandi sjúkdóm og hafði það mikil áhrif á hann og hans nánustu. Veikindin lét hann þó ekki á sig fá og var hann í prentinu alveg fram undir það síð-. asta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sárt munum við sakna þín, afi og tengdapabbi. Elsku Halla, Ingibjörg og Dagný, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorginni. Magnús Jóhannsson. Elskulegur mágur okkar Jón Björnsson er látinn. Minningarnar rifjast upp ein af annarri, frá því hann kom fyrst í sveitina sumarið 1956 með elstu systur okkar. Hann var glaðsinna og félagslyndur mað- ur, hafði gaman af að taka til hend- inni við bústörfin og skreppa á hestbak með föður okkar. Jón og Halla byijuðu sinn búskap á Bám- götu 40 og var það okkur sem ann- að heimili þegar við komum til Reykjavíkur þar sem við nutum gestrisni og góðvildar hans og syst- ur okkar. Mikil hamingja var á heimilinu þegar dæturnar fæddust og fengum við að taka þátt í þeirri gleði með þeim. Arin Iiðu og þau fluttu af Bám- götunni í Breiðholtið. Fækkaði þá ferðunum í kaffi hjá Höllu og Jóni þegar þau vom ekki lengur í mið- bænum. Bamabömin komu í heim- inn og veittu þau Jóni mikla lífsfyll- ingu. Á vordögum 1994 kenndi Jón sér meins sem reyndist ólæknandi. Ekki var það þó í anda Jóns að gefast upp eða bera sig illa. Áfram var haldið til vinnu eftir því sem kraftar leyfðu og stundum meira en það. Á jóladag vomm við saman í boði. Jón var þá orðinn sárlasinn, en þó var stutt í bros hjá honum og ekki var hann að barma sér, bara svolítið þreyttur. Að morgni 5. janúar var hann allur. Við kveðjum Jón Björnsson með söknuði og þakklæti og sendum Höllu og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóns Björns- sonar. Þórlaug, Áslaug og Guðrún. Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns og svila Jóns Björnssonar prentara. Við kynntumst fyrir allmörgum áram er hann bjó að Bárugötu 40 ( og ég var að venja komur mínar þangað í húsið en mágkonur hans, þá ólofaðar, höfðu á leigu íbúð á efri hæð. Þessar heimsóknir leiddu síðan af sér nánari fjölskyldutengsl og meiri vináttu okkar í milli. Jón bjó lengst af í Vesturbænum, eða þar til hann tók upp á því að flytja í Breiðholtið. Ekki er ég viss < um að hann hafí aðlagast að öllu leyti því umhverfi sem er í úthverf- unum, a.m.k. flutti hann prentsmiðj- ( una bara hálfa leið eða inn á Lauga- veg og fylgdist áfram óvenjulega vel með gengi KR í knattspymunni. Hann starfaði alla tíð sem prent- ari. Þrátt fyrir að þrekið væri farið að dvína undir hið síðasta var hann að störfum eins og kraftar leyfðu, enda alla tíð unnið mikið. Mér verður alltaf minnisstæðast ( sú létta lund sem hann hafði og glaðværðin sem alltaf var yfir hon- um enda alls staðar mikill aufúsu- < gestur. Hann ræktaði fjölskyldu- tengslin vel og hafði mjög gaman af að hitta allan þann fjölda vina og kunningja sem hann átti og taka þátt í umræðum um landsins gagn og nauðsynjar manna á meðal og aldrei átti hann nógu sterk orð til að lýsa ánægju sinni með veiting- arnar sem á borðum vom og hæfni ( gestgjafanna til matar og brauð- gerðar enda sjálfur mjög gestrisinn og jjóður heim að sækja. 1 Ahugamálin voru mörg, hann hafði gaman af að fylgjast með íþróttum, sérstaklega knattspyrn- JON BJORNSSON + Sigríður Sig- urðardóttir fæddist í Hólakoti á Höfðaströnd 20. desember 1916. Hún lést í Borgar- spítalanum 4. jan- úar sl. Foreldrar hennar voru Sig- urður Sigurðsson bóndi í Hólakoti, f. 1873, d. 1918, og Soffía Jóhanns- dóttir kona hans f. 1882, d. 1945. Syst- ur hennar voru Kristín Þuríður, f. 1912, d. 1978, Álfheiður, f. 1914, d. 1981, og Svava Guð- björg, f. 1915, d. 1991. Að föður sínum látnum ólst Sigríður upp lyá fósturforeldr- um sínum, Sigmundi Sig- tryggssyni og Margréti Er- lendsdóttur, sem bjuggu í Hólakoti og síðar á Siglufirði. Fóstursystkini hennar eru sr. Erlendur Sigmundsson, Hulda Sigmundsdóttir (nú látin) og VORIÐ 1911 hófu búskap í Hóla- koti á Höfðaströnd hjónin Sigurður Sigurðsson frá Hofí í sömu sveit og Soffía Jóhannsdóttir frá Mýra- koti einnig í sömu sveit. Um þau hjón hefur verið sagt að hann hafí verið góður drengur og gegn bú- höldur en hún fjölhæf og myndarleg til húsmóðurstarfa. Þau vom vel undir búskap búin enda höfðu þau öðlast þroska til að takast á við baráttu lífsins sem í þá daga var oft hörð og miskunnarlaus. Sigurð- ur hafði þá fyrir skömmu eignast jörðina en þá var ekki algengt að ung hjón bytjuðu búskap sinn á eignaijörð. Allt lék í lyndi í lífí þessarar fjöl- skyldu þar til haustið 1917 að hús- Kristín Rögnvalds- dóttir. Hinn 21. júlí 1951 giftist Sigríður Krisljáni Kristjáns- syni húsasmíða- meistara frá Hamri í Hörðudal, f. 6. sept- ember 1911. Kristján lést 9. apríl 1958. Börn þeirra eru Soff- ía, f. 4. júlí 1952, maki Sigurður Helgason. Dætur þeirra eru Álfheiður og Helga Guðrún. Ólafía Katrín, f. 2. ágúst 1953, maki Einar Marin- ósson, börn þeirra eru Margrét Soffía, Krislján Andri og Katr- ín Edda. Dóttir Ólafíu og Hann- esar Oddssonar er Sigríður Björk. Kristján Sigurður, f. 24. nóvember 1955, maki Jóna Björg Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Kristín Birna, Sig- urður Pétur og Ólafur Birgir. Útför Sigríðar fer fram frá Dómkirkjunni í dag. bóndinn fór að fínna fyrir veikind- um. Veturinn sem í hönd fór var einn sá harðasti í manna minnum og lá hafís fyrir öllu Norðurlandi. Þá hefur oft verið kalt í litla bæn- um, en hvort sem það hefur haft sín áhrif eða ekki þá andaðist Sig- urður þá um vorið eða nánar tiltek- ið hinn 12. apríl 1918. Ein stóð þá ekkjan eftir með dætumar fjórar á aldrinum eins til sex ára. Uppgjöf var orð sem Soff- ía móðir þeirra forðaðist að nefna. Hún varð þó að selja jörðina og voru kaupendur hjónin Sigmundur Sigtryggsson og Margrét Erlends- dóttir. Þau byggðu nýtt hús á jörð- inni en Soffía bjó áfram með dætr- um sínum í litla bænum. En þeim vom sköpuð þau örlög að skilja. Möguleikar hinnar einstæðu móður til að hafa dætumar hjá sér brugð- ust, enda hið félagslega kerfí í ís- lensku þjóðfélagi í bersku. Soffía fann þeim öllum góð heim- ili. Sjálf tók hún Álfheiði með sér í vist til bróður síns, Einars í Mýrar- koti, sem þá nýlega hafði misst konu sína. Kristín fór að Bæ á Höfðaströnd en Svava að Arnar- stöðum í sömu sveit. En Sigríður litla varð eftir í Hólakoti því þau Sigmundur og Margrét tóku hana í fóstur. Með henni ólust upp börn þeirra hjóna, Hulda og Erlendur, og önnur fósturdóttir þeirra, Kristín Rögnvaldsdóttir. Þessi ráðstöfun Soffíu reyndist Sigríði dóttur hennar hið mesta lán. Hún ólst upp í góðu atlæti hjá þess- um ágætis hjónum sem í raun gengu henni í foreldra stað. I næsta nágrenni var móðir hennar alltaf, fyrst í Mýrarkoti og á Hofsósi en síðar á Siglufírði, en þangað fluttu þær mæðgur um svipað leyti þegar Sigríður var sextán ára. Af bréfum sem til eru frá Soffíu til Sigríðar dóttur sinnar má sjá, að milli þeirra hefur ætíð verið mjog ástúðlegt samband. í minningunni talaði Sigríður alltaf af sömu hlýju um móður sína og fósturforeldra, systur sínar og fóstursystkini. Þegar Sigríður hafði aldur til fór hún að vinna við ýmis störf sem mörg hver reyndust henni hagnýt síðar. Einn vetur var hún við hús- mæðranám á Laugarvatni. Árið 1946 fluttist Sigríður til Reykja- víkur. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Kristjáni Kristjánssyni húsasmíðameistara. Hann var af góðu fólki kominn í Dölum vestur, en foreldrar hans voru hjónin Kristíán Guðmundsson frá Dunk og Olafía Katrín Hansdóttir frá Gautastöðum í Hörðudal. Þau giftu sig 21. júlí 1951 og hófu búskap á Blómvallagötu lOa en það hús hafði Kristján byggt í félagi við frændfólk sitt. Þau bjuggu saman í hamingju- sömu hjónabandi í tæp sjö ár og eignuðust á þeim tíma þijú mann- vænleg börn. Þá barði sorgin öðm sinni að dyram hjá Sigríði. í þetta sinn var það eiginmaðurinn sem burt var kallaður. Hann lést úr krabbameini hinn 9. apríl 1958. Eftir stóð hún ekkja eins og móðir hennar forðum með börnin sín þijú á aldrinum þriggja til sex ára. Nú tók við erfíður kafli í lífi Sig- ríðar sem hún helgaði að fullu og öllu börnunum sínum. Þá komu ýmsir hæfíleikar í ljós sem ávallt síðan hafa fegrað þessa góðu konu. Af óbilandi kjarki og áræði tókst hún á við þessi örlög. Að sjálfsögðu átti hún ýmsa góða að sem réttu henni hjálparhönd eins og til dæm- is þegar hún lenti í umferðarslysi sem leiddi til þriggja mánaða dvalar á sjúkrahúsi. Hún stundaði ýmsa vinnu, oft erfiða, en síðustu 25 árin á Elliheimilinu Gmnd. Vinnutíminn var oft langur og var ekki lokið þó heim væri komið. Þá tók við, auk umönnunar barnanna, pijóna- og saumaskapur og kom sér þá vel það sem hún hafði numið í þeim efnum. Móðurhlutverki sínu skilaði hún því á aðdáunarverðan hátt. Sigríður var trúrækin kona og hefur trú hennar áreiðanlega'veitt henni styrk á erfíðum tímum. En Sigríður átti að sjálfsögðu sínar gleðistundir. Hún var ákaflega glaðleg að eðlisfari og naut þess að vera með góðu fólki. Hún hafði auk þess yndi af ferðalögum og fór m.a. þrisvar sinnum í sólarlanda- ferðir. Sigríður hætti að vinna á Grand fyrir rúmum tveimur ámm og keypti sér þá íbúð í Hrafnhólum 2. Nærvera hennar var kærkomin okkur öllum, ekki síst dætrum okk- ar Soffíu sem hændust mjög að henni eins og reyndar öll barna- bömin. Síðastliðið sumar var ljóst að Sigríður var með hjartasjúkdóm, það slæman, að aðgerðar var þörf. Var hún ákveðin 11. janúar. Heilsu hennar fór hrakandi en samt hélt hún upp á afmæli sitt hinn 20. des- ember sl. eins og venja var til og tók þátt í jólahátíð með fjölskyldu sinni. En þrekið var búið. Hún and- aðist á Borgarspítalanum hinn 4. janúar sl. Sigríðar tengdamóður minnar er sárt saknað af öllum sem til hennar þekktu. Hin geislandi góðvild sem frá henni streymdi hefur bætt okk- ur öll. Dýpstur er söknuðurinn börn- unum hennar og barnabörnum sem vonuðust til að mega njóta hennar mikið lengur. Við biðjum góðan Guð að blessa minningu hennar með þakklæti fyr- ir allt það góða sem hún gaf okkur. Sigurður Helgason. Elsku mamma. Það er sár til- hugsun að sjá þig aldrei aftur. Þú sem varst svo óumræðilega sterk. Þú sem varst búin að upplifa svo margt um ævina, bæði gleði og sorg. Þú sem misstir föður þinn á unga aldri og móðir þín varð að senda þig í fóstur. Þú varst fóstmð af góðu fólki sem reyndist þér vel. Þú sást á eftir móður þinni um þrí- tugt. Þú giftist góðum manni og eignaðist þijú börn á fjórum árum. Og eftir sjö ára hjónaband varst þú orðin ekkja með þijú lítil börn. En þú varst sterk og lést ekki bug- ast og kvartaðir aldrei. Þú fórst að vinna til að sjá fyrir okkur bömun- um þínum, komst heim í hádeginu til að gefa okkur að borða og fórst síðan aftur í vinnu. Þegar ég hugsa til baka þá fínnst mér sem þú hafir eingöngu hugsað um velferð okkar. Þú settir okkur reglur og við virtum þær. Og síðan veittir þú okkur frelsi, frelsi til að fljúga og skoða heiminn. En við vissum að þú vakt- ir þó þú segðir ekki neitt. Þú sýnd- ir okkur traust. Aldrei hækkaðir þú róminn. Þegar dóttir mín, nafna þín, fæddist og við héldum áfram að búa í sama húsi og þú, þá veittir þú mér stuðning og aðstoð við upp- eldi hennar. í tíu ár var hún undir þínum vemdarvæng og naut um- hyggju þinnar, sem hélt síðan áfram SIGRÍÐUR SIG URÐARDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.