Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 31 unni, og þar vorum við samstiga, en einnig var hann áhugamaður um brids og vel liðtækur í þeirri grein. Þegar komið er að leiðarlokum er efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt þess kost að kynnast Jóni Björnssyni og ferðast með horium nokkurn spöl í gegnum lífið. Elsku Halla, Ingibjörg og Dagný, við biðjum allar góðar vættir að styrkja ykkur í sorginni og ég votta bróður, tengdasyni og öðrum ætt- ingjum mína dýpstu samúð. Einar Matthíasson. Jón Björnsson prentari, vinur okkar hjóna, er látinn. Hver var hann? Hann var sannur Vesturbæingur, en þann titil báru þeir einir er áttu þar fæðingarheimili. Hann ólst þar upp, þar til hann flutti sig um set að Bárugötu 40, þar sem hann rak litla prentstofu í kjallaranum, en bjó á hæðinni fyrir ofan. Fyrir 15 árum flutti hann prentstofuna í stærra húsnæði og þau hjónin í nýtt hús- næði í Breiðholti með dætur sínar Ingibjörgu og Dagnýju. Jón var KR-ingur frá barnæsku, æfði og spilaði „fótbolta“ í yngri flokkum, eins og flestir strákar gerðu á þeim árum. Þegar KR fékk úthlutað fé- lagssvæði sínu við Kaplaskjólsveg, þá voru það ófáar stundirnar, sem hann lagði af mörkum við uppbygg- ingu á svæðinu. Jón var sjálfstæðisflokksmaður alla tíð og auðvitað í Verði þar sem hann fylgdist vel með málefnum er vörðuðu Reykjavíkurborg. Hann var Gunnarsmaður í flokknum og fylgdi honum að flestum málum. Jóni kynnist ég fyrst að ráði, þegar hann og þrír vinir hans setja saman briddssveit, sem alla tíð var aidrei nefnd öðru nafni en KR-sveitin. Þeir spiluðu vel á annan tug ára hjá_BR og voru oft í fremstu röð. Árið 1966 ákváðum við hjónin tvenn að fara saman á heimsmeist- aramótið í knattspymu, sem haldið eftir að við fluttum úr húsinu góða við Blómvallagötu. Þú hélst áfram að vinna þar til þú varst komin á 76. aldursár. Þér þótti í raun leitt að hætta. Þér leiddist að sitja auð- | um höndum, en þá fórst þú að pijóna á barnabörnin. Þegar upp kom hugmynd að fiytja, eftir 45 ár í sama húsinu, þá ákvaðst þú að flytja. Þú pakkaðir niður áður en við hin gátum snúið okkur við. Og þú eignaðist svalir sem þig dreymdi alltaf um. Og nú voru önnur barna- börn í húsinu, dætur Soffíu systur, I sem nutu umhyggju þinnar dags daglega. Og ég gat gengið til þín I með litlu börnin mín sem þú aldrei | vildir hasta á þótt þau snertu hlut- ina þína. Og þú gast gengið til mín og strauað þvottinn minn. En þá fór hjartað að veikjast og það hefti þína för. Þú þráðir að verða heilbrigð, því þú vildir gera svo margt. Þú sagðir líka sjálf að það ætti ekki við manneskju með þína skapgerð að vera ekki hraust- | ari. Þú fékkst ekki bata því kallið < kom of fljótt. Það er sárt til þess | að vita að barnabörnin níu fá þín ekki notið lengur, þú sem alltaf hafðir nóg pláss í hjarta þínu fyrir þau. En kannski er þetta eigin- girni. Við vitum að nú hefur þú fengið bata í annarri tilvist og nú líður þér vel. Elsku mamma við munum öll sakna þín. | Þín dóttir, Ólafía. I Elsku amma. Það er svo erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að koma til þín, fá kökur og mjóik og spjalla. Allt frá því að ég fæddist hefur þú verið nálægt mér. Ég man eftir því þegar ég hljóp niður til þín og við horfðum saman saman á Tomma og Jenna, og þeg- g ar ég og mamma komum til þín og á borðuðum soðinn fisk og hlustuðum á kvöldfréttir í útvarpinu. Síðan I fluttum við úr húsinu og alla leið upp í Breiðholt. Þrátt fyrir langa var á Englandi, hann KR-ingurinn og ég Valsarinn. Þessi ferð tók þijár vikur og urðu kynni okkar nánari eftir það við fjölskyldu hans. Mikið þótti okkur þetta góð ferð, að fá að sjá bestu knattspyrnu þess tíma og minntust við oft á það er árin liðu. Já, árin liðu og Jón starfaði alla tíð við sína litlu prentstofu, svo til alltaf einn og hafði nóg að gera og ég held að hann hafi aldrei misst viðskiptamann, sem einu sinni var kominn í viðskipti. Hann prentaði fyrir fyrirtæki er ég starfa við í meira en þijátíu ár og aldrei brást loforð sem hann gaf. Nú á síðasta sumri fór hann að finna fyrir veikindum sínum, fór á sjúkrahús og að liðinni skoðun og aðgerð fékk hann að vita að lítið væri hægt að gera til bata, aðeins létta honum með lyfjum sem hann ætti ólifað. Hann fór að vinna aftur og fékk sér prentara til aðstoðar, því þol hans hafði minnkað. Einhverntíma eftir það hringdi ég í hann og spurði hvernig hann væri nýi prentarinn. „Hann er KR-ingur,“ svaraði Jón. Svarið var skýrt. Síðan ég fékk þetta svar hef ég notað það. Ef ég er spurður um ein- hvern sem ég veit að er Valsmaður, þá er mitt fyrsta svar úr smiðju Jóns: „Hann er Valsmaður." Þessi síðasta jólahátíð varð hon- um erfiður tími, því eftir að hafa lagt á sig mikla vinnu fyrir jólin lagðist hann á sjúkrahús á annan dag jóla og fáum dögum síðar var hann allur eftir þunga legu. Einlægur, orðheldinn, trúr, er hægj; að segja með sanni um Jón Björnsson. Sannur Vesturbæingur og KR-ingur. Heimilið var hans kastali, þar sem hann var umvafínn hlýju Höllu og dætranna Ingibjörgu og Dagnýju. Við Eyja sendum fjölskyldu hans og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Far heill vinur. Agnar Jörgensson. leið á milli okkar slitnaði aldrei sá strengur sem var á milli okkar. Þessi strengur styrktist þegar ég fór að vinna með þér í þvottahúsinu á Elliheimilinu Grund og þegar þú hættir að vinna þá spurðir þú mig frétta. Og alltaf gátum við spjallað um Elliheimilið. Síðan kom að því að þú fluttir upp í Breiðholt. Þá gat ég gengið yfir til þín. Síðasta vor var ég hjá þér þegar ég las fyrir prófin, þá vildir þú allt fyrir mig gera. Lánað- ir mér eldhúsborðið, lækkaðir út- varpið, eldaðir og helltir upp á kaffi. Það sem er mér þó minnis- stæðast frá þessum tíma eru sam- ræðurnar sem við áttum yfir matn- um og kaffinu. Þú sagðir mér frá afa og mömmu og systkinum henn- ar, ýmislegt sem ég hafði aldrei vitað. Elsku amma. Ég á svo margar minningar um þig sem munu aldrei liverfa. Með tímanum hverfur sárs- aukinn, en minningarnar um þig munu vara að eilífu í huga mér. Ég mun alltaf sakna þín. Þín, Sigríður Björk. Við viljum með nokkrum orðum minnast ástkærrar ömmu okkar, sem nú er farin frá okkur. En það er erfitt að segja eitthvað um hana ömmu í nokkrum orðum. Hún hafði lifað tímana tvenna en þrátt fyrir það var hún alltaf hress. Hún var ákveðin manneskja og sagði hik- laust sína meiningu. Hún var hrein og bein. En umfram allt var hún yndisleg manneskja, sem öllum sem hana þekktu þótti vænt um. Hún átti alltaf kökur handa okkur þegar við komum í heimsókn og henni þótti gaman að tala við okk- ur. Við biðjum Guð að styrkja okkur í þessari sorg, en vonum að nú líði henni vel og við vitum að með tím- anum munu góðu minningarnar fylla upp í tómarúmið sem nú hefur myndast. Barnabörn. + Guðmundur Ástráðsson fæddist í Reykjavík hinn 16. apríl 1904. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík hinn 6. janúar sl. Foreldrar hans voru Ingibjörg Sigríður Einarsdóttir, f. 12. maí 1866, d. 11. febrúar 1961, og Ástráður Kristinn Hannesson, af- greiðslumaður, f. 17. ágúst 1865, d. 7. september 1935. Guðmundur var næstyngstur af sjö systkinum sínum og féll hann síðastur frá. Hin voru Geirþóra, f. 3. september 1892, d. 1980, Þorsteinn, f. 4. október 1894, d. 1942, Hannes, f. 28. septem- ber 1897, d. 1979, Benedikt f. og d. 1900, Einar f. 6. febrúar 1902, d. 1967 og Ingveldur f. 12. febrúar 1907, d. 1925. Guð- mundur tók loftskeytapróf 1925 og var loftskeytamaður á togur- um 1925-1942, lengst á Hávarði Isfirðingi. Hann hóf störf á OKKUR langar til að minnast afa okkar Guðmundar, sem lést á 91. aldursári síðasta dag jóla. Fyrstu minningar mínar um afa, sem elsta barnabarn, 4-5 ára há- organdi, þegar hann þurfti að selja bílinn sinn, vegna kaupa á nýrri íbúð. Bíllinn var eina faratækið í íjölskyldunni sem kom okkur upp á „Lögberg“ í sumarbústaðinn og fallega garðinn sem hann með mik- illi þrautsegju og dugnaði hafði komið upp í Læjarbotnum. En ferð- um þangað fækkaði ekkert. Hann tók okkur bara með í strætó að Lögbergi og þaðan leiddi hann okk- ur systkinin tvö í hvort i sinni hendi með son sinn skoppandi með. Hann sagði okkur sögu allan afleggjarann inn í Botna, sem var ansi langur fyrir litlar fætur. Þær voru ótal sögurnar stuttar og langar sem afi samdi fyrir okkur börnin og væri það gott smásagnasafn, ef gefið hefði verið út. Af öllum þéim sögum sem afi sagði okkur munum við best eftir sögunum um jólasveinana sem höfðu alltaf viðdvöl í Seljfjaili á leið sinni í bæinn um jól, til að skemmta sér þar og safna kröftum. Garðurinn í Lækjarbotnum var griðarstaður fjölskyldunnar sem stækkaði smám saman. Þessa sum- arbústaðalóð hafði afi fengið sem úfið hraun og hefði engan.grunað þá hve mikla vinnu hann myndi leggja í að rækta hana upp. Hann hlóð steinvegg allt um kring. Allt það gijót var borið með handafli mislanga vegu. Þær voru ófáar laut- irnar sem hann bjó til, tré sem hann gróðursetti, grabalar og tún sem sáð var fyrir. Mörg trén bera nöfn okkar barnanna. Þennan sann- kallaða lystigarð gerði hann einn í skörðóttu hrauninu. Margur ókunn- ugur maðurinn lagði leið sína þarna um til að skoða listaverkið. Afi Guðmundur var iðulega með okkur í kringum sig hvað sem hann tók sér fyrir hendur þarna. Við fór- um með honum niður að læk til að ná í vatn og hafði hann smíðað sérstaka grind til að létta sér burð- inn með föturnar. Hann lét sig hafa það að burðast með tvær fullar föt- ur og okkur 2-3 börnin hangandi í fötunum upp bratta brekkuna að bústaðnum. Lét hann okkur aldrei finna annað en að við hefðum hjálp- að vel við vatnsburðinn. Ófáar voru „hjólbörusalibunurn- ar“ sem við fengum. Afi nýtti hjól- börurnar aðra leiðina fullar af mold eða öðrum farmi til uppbyggingar eða viðhalds lóðarinnar, en við nut- um alltaf bakleiðarinnar með því að sitja í hjólbörunum og þá var ekki dregið úr ferðinni, heldur hlaupið til baka með okkur til skipt- is, við mikla kátínu allra. Veðurstofu íslands 1946 þar til hann lét af störfum vegna aldurs 1975. Þann 18. september 1928 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Maríu Helgadóttur frá Odda á ísafirði, dóttur Láru Tómas- dóttur, f. 26. nóvem- ber 1888, d. 1980 og Helga Ketilssonar, íshússtjóra, f. 30. nóvember 1885, d. 1968. Börn Maríu og Guðmundar eru: Anna húsmóðir, f. 30. desember 1929, gift Helga Helgasyni, f. 7. janúar 1926, d. 1994, Inga Ástráðs lyfjafræðingur, f. 19. mars 1935, og Þorsteinn Bjami Ástráðs bóndi, f. 12. nóvember 1945, kvæntur Þrúði Jónsdótt- ur, f. 9. október 1947. Barna- bömin em 7 og baraabaraa- börnin 7. Utför Guðmundar fer fram frá Langholtskirkju í dag. Jarð- sett verður í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Margar hendur hefur afi leitt upp Selfjallið. Í þeim ferðum fengum við að heyra ýmsan fróðleik og sög- ur, m.a. um hana „Soffíu frænku" sem bjó hinum megin við fjallið. Seinna komumst við að því að Soff- íu-nafnið var nafn á kamri sem Farfuglarnir áttu. Fyrir ekki svo mörgum árum arkaði gamli maður- inn léttur á fæti upp fjallið með langafabömin. Hvaða sögur þau fengu að heyra er er þeirra. Ekki er hægt að ljúka frásögn- inni um minningu afa án þess að nefna brúna hattinn sem var orðinn hluti af honum við störf uppi í Botn- um. Eitthvert aðdráttarafl hefur hatturinn haft, því honum var stol- ið við innbrot í bústaðinn eitt sum- arið. Við störf sín á Veðurstofunni las hann m.a. veðurfregnir í Útvarpið og þá oftast upp úr miðnætti. Á hátíðis- og tyllidögum fengum við systkinin að vaka lengur en venju- lega og biðum við þess með óþreyju og stolti að heyra í rödd afa. Afi var afskaplega hægur og ljúfur maður sem ekki fór mikið fyrir en skilur eftir sig ljúfar minningar. Við viljum með þessum orðum kveðja afa okkar Guðmund og vott- um ömmu okkar Maríu og öðrum ástvinum samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. María, Inga Lára, Björk og Guðmundur Rúnar Helgabörn. Hver af öðrum falla þau frá sem tóku virkan þátt í því að stýra ís- landi til nútímans. Okkur sem nú eru að störfum er næsta ómögulegt að setja okkur í spor þeirra Islend- inga sem fæddust um og upp úr síðustu aldamótum, slíkar hafa breytingar orðið. Guðmundur Ást- ráðsson var með fyrstu íslendingum sem fóru til náms í Loftskeytaskól- ann, sem þá var nýstofnaður. Slík var þörfin á mönnum með slíka menntun i þá daga að varla var beðið eftir útskrift, aðkallandi störf biðu í Isafjarðarbæ. Ekki dreg ég í efa að ungur, ólof- aður og myndarlegur sveinn hafi strax vakið áhuga heimasætanna þar í bæ. Hann kynnist þar og gift- ist síðan Mariu Helgadóttur sem bjó í húsi sem kallað var Oddi. Fýrstu árin bjuggu þau í Odda, en fluttu síðar til Reykjavíkur og sett- ust að á Smiðjustíg 13. Þau María og Guðmundur eign- uðust þijú börn og eru afkomendur nú orðnir 17. Ég kynntist Guðmundi ekki fyrr en 1983. Hann var þá rétt tæplega áttræður, en aldurinn fór þá vel með hann. Hann var léttur á fæti GUÐMUNDUR ÁSTRÁÐSSON og ekki síður í lund. Spjall okkar snerist nær alltaf strax að árunum á togaranum Hávarði og þeim ævin- týrum sem hann lenti i á þeim tíma. Érfitt var að átta sig á því, þegar hann sagði frá þeirri nýju tækni sem hann vann við, loftskeytin, hve ótrú- leg bylting þau voru. Á þeim tíma voru þau nýjung í flota Islendinga og á þeim ævintýrablær, enda fyrir komu þeirra var ekki hægt að koma boðum milli manna, nema í það lengsta ef menn voru í sjónmáli hvor við annan. Nú var hægt að senda boð landa á milli og sjómenn áttu þess kost að láta vita af sér, koma frá sér boðum og taka á móti þeim. Öll samskipti fóru að sjálfsögðu fram með morsi og leikni og hraði Guðmundar var með ólík- indum, enda var morsið hans tungu- mál. Nú er ævi hins aldna höfingja öll og við sem til hans þekktum kveðjum hann með söknuði og eft- iijsá, þrátt fyrir að tími hvíldarinn- ar hafí verið kominn. Ég sendi eftirlifandi konu hans Maríu Helgadóttur, börnum þeirra þeim Önnu, Ingu og Þorsteini og öllum afkomendum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Friðrik G. Gunnarsson. Þegar landsmenn voru í þann mund að taka niður jólaskraut eftir enn eina jólahátíðina, kvaddi hann afi minn jarðvistina á Hrafnistu, Reykjavík. Tími okkar allra kemur einhvern tíma, að við hverfum á braut hins ókunnuga, en hvenær sá tími kemur, er í höndum æðri máttarvalda. Afi minn lést aldrað- ur, sáttur við menn og málleysingja. Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi í bemsku að eiga mitt annað heim- ili hjá afa og ömmu á Smiðjustígn- um. Hlýja þeirra og barngæska var mikil og afi var alltaf tilbúinn að leiða þennan unga svein í sannleik- ann um lífíð og tilveruna. Þannig voru ferðirnar í sveitina að Lög- bergi, þar sem suamrbústaðurinn var, ógleymanlegur. Þar undi afi sér við uppgræðslu á gróðursnauð- um mel og hrauni. Er það alveg ótrúlegt hveiju sú vinna skilaði og ávöxturinn sést best í dag. Alltaf var afi tilbúinn að taka með sér litla snáðann, þótt hann hafi áreiðanlega tafið vinnuna og flækst fyrir. Nei hann skorti ekki skilning á þarfir yngra fólksins, lagði jafnvel frá sér hakann og skófluna og fór í göngu um nágrennið. Oft lá ferðin upp á Selfjall, þótt halda þyrfti á snáðan- um síðasta spölinn upp. Þá voru oft sagðar sögur bæði um náttúruna og af honum Sigga smaladreng, sém afi gerði ógleymanlegan í hug- um okkar barnanna. Þannig var afi og meðan hann hafði fulla heilsu, sóttu börnin til lians og viðtökurnar sviku ekki. Á seinni árum eftir að vinnudegi lauk á Veðurstofunni og eftir að Þorsteinn sonur hans gerðist bóndi í Fljótshlíðinni, dvaldi afi oft lang- dvölum í sveitinni innan um skepn- urnar, sem hann unni svo mjög. Sennilega hefði hann aldrei getað orðið bóndi, svo bágt sem hann átti þegar líflömbin voru valin á haustin. Afi hefur sennilega ekki þótt mikill félagsmálamaður enda var fjölskyldan honum allt. Alla tíð fylgdist hann þó vel með skák og sótti mörg skákmótin, þótt hann keppti sjálfur ekki mikið í þeirri íþrótt. Þá las hann mikið og þá helst um þjóðlegan fróðleik og á seinni árum meira um dulspeki hvers konar. Pyrir allt sem hann hefur gefið okkur erum við eilíflega þakklát. Megi hann uppskera hinum megin eins og hann hefur til sáð á meða! okkar. Elsku amma, þegar afi kvaddi okkur á þrettándanum, var það aðeins hinsta kveðja á jarðríki. Öll munum við hitta hann á ný og njóta samvista við hann á slóðum hins óþekkjanlega. Megi hann hvila í friði. Helgi Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.