Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 33 hyggju sem þú og afi sýnduð ávallt mér og minni fjölskyldu. Guð blessi minningu þína. Hrefna Kristjánsdóttir. Látin er í hárri elli Margrét Ás- geirsdóttir frá Traðarkoti á Vatns- leysuströnd. Hún var fædd í Haust- húsum sem var tómthús á Berings- tanga. Þá voru þar margir bæir, nú er þetta allt löngu komið í eyði. Sem barn flytur hún með foreldrum sín- um austur á Þórarinsstöðum við Seyðisfjörð, og á þar heima þar til haustið 1922 er hún kemur að Trað- arkoti, og giftist Siguijóni Sigurðs- syni 21. nóvember 1924. Siguijón var fæddur og uppalinn í Traðar- koti. Þarna tóku þau við búskapnum af móður Sigurjóns og í Traðarkoti bjuggu þau í meira en 60 ár, allt þar til Siguijón andaðist í apríl 1987. Þá um haustið fór hún á elli- og hjúkrunarheimilið Garðvang og dvaldi þar til dauðadags. Það er margs að minnast frá mín- um æskudögum í sambandi við Möggu og Siguijón í Traðarkoti. Þarna kom ég næstum hvern einasta dag og alltaf jafn velkomin. Magga var mjög heimakær, alltaf tilbúin að veita fólki góðgerðir. í Traðarkot komu margir. Siguijón var félagslyndur maður og þau höfðu bæði gaman af að fá gesti enda voru þau bæði kát og létt í lund. Það var gott mannlíf í Brunna- staðahverfinu þegar ég var að alast upp. Þama var stundaður hefðbund- inn búskapur, en jafnframt voru menn með útgerð og það var oft mannmargt á bæjunum á vertíðinni. Það var ekki síst á vertíðinni sem meiri störf bættust á húsmóðurina. Magga og Sigutjón eignuðust fimm börn en urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa elsta soninn í sjóslysi árið 1986. Frá þeim hjónum er mikill fjöldi afkomenda kominn. Hún Magga er síðasta húsmóðirin sem kveður frá mínum æskudögum í Brunnastaðahverfinu. Ég þakka henni fyrir öll árin löngu liðnu. Það er gott að minnast þeirra hjóna. Ég sendi öllu hennar fólki samúð- arkveðjur. Helga Bjargmundsdóttir. leiðir okkar strákanna eins og svo oft verður og héldum við hver í sína áttina. Eftir lifir minningin um allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an og vissulega vildum við að sam- band okkar hefði haldist betur en það er einlæg trú okkar og vissa að Bjarni hafi nú allan sinn tíma og næði til að sinna hugðarefnum sínum og að við eigum eftir að hitt- ast aftur. Fjölskyldu Bjarna sendum við okkar mnilegustu samúðarkveðjur. Árni Geir, Hörður Ágúst, Kristján Hallur, Sæmundur og Vilberg. Samúð hægir hugans mein, hlýju fagnar sálin, samt á þögnin oftast ein innstu hjartans málin. (Ólína Jónasdóttir.) Það er erfitt að skilja gang lífs- ins, sérstaklega þegar dauða ber að og ungt fólk fellur frá. Manni verður orðfátt, og orð segja þá oft lítið. Það sem við eigum eru minn- ingarnar. Eins og ég minnist Bjarna er ég sá hann fyrst fyrir 21 ári, var hann ljúft og glaðvært barn. Gegnum þroska unglings- og full- orðinsáranna var hann áfram sami glaði, góði drengurinn. Langt og strangt nám lagðí hann á sig innan tónlistarinnar og hafði lokið stórum áfanga í gítarnámi á síðastliðnu ári. En tækifærin til að hlýða á Bjarna leika á gítarinn sinn verða ekki fleiri í þessu lífi. Við huggum okkur við að líf lians var hamingju- ríkt, og að hann fékk að sinna hugð- arefnum sínum og alast upp með góðri ijölskyldu. Hvert sem stefnir leið um láð lífs í öfugstreymi, ætið Drottins ást og náð annist þig og geymi. (Ólína Jónasdóttir.) Ósk Ingvarsdóttir. 1 Geir Gunnar Gunnlaugsson bóndi fæddist 28. mars 1902 í Einars- nesi í Borgar- hreppi. Hann lést í Kópavogi 7. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gunnlaugur Ein- arsson bóndi, f. á Vatnsenda í Ljósa- vatnsskarði 26.6. 1853, d. í Reykjavík 13.6. 1940 og kona hans, Þóra Friðrika Friðgeirsdóttir, f. í Garði í Fnjóskadal 23.4. 1866, d. í Reykjavík 8.1. 1950. Geir var yngstur sinna systkina, sem öll eru nú dáin. Elst var hálfsystir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, hús- freyja í Borgarnesi. Alsystkini hans voru Dómhildur Ingi- björg, húsfreyja á Höfn í Hornafirði, Valgerður, sem dó í bernsku, Anna, saumakona í Reykjavík, og Björn, læknir í Reykjavík. Arið 1935 giftist Geir Hallfríði Kristínu Björns- dóttur, ættaðri úr Skagafirði, f. 14.2. 1900, d. í Kópavogi 26.5. 1978. Börn þeirra eru: Friðrika Gunnlaug, f. 1935, Gunnlaugur Björn, f. 1940 og Geir Gunnar, f. 1945. Geir Gunnar Gunn- laugsson ólst upp í Einarsnesi NÚ LÍÐUR senn að lokum tuttug- ustu aldarinnar og þeim fækkar óðum sem henni hafa fylgt frá upp- hafi. Einn þeirra manna sem lifðu með þessari öld nálega frá byijun er kvaddur í dag. Geir Gunnlaugs- son bóndi, kenndur við Eskihlíð og Lund þar sem hann bjó allan sinn búskap, einn kunnasti borgari Reykjavíkur og Kópavogs. Margur hefur skráð sögu sína um minna efni en Geir í Eskihlíð. Hann skap- aði sér sögu með verkum sínum og þau munu lifa margt á þessum tím- um breytinga og byltinga meiri en nokkru sinni hafa gengið yfir þetta land. Geir Gunnlaugsson var fæddur og uppalinn í Borgarfirði, en for- eldrar hans aðfluttir þangað úr Fnjóskadal af mjög kunnum ættum þar nyrðra, einkum þekktum fyrir fjölbreyttar gáfur, sem hafa gengið í arf til afkomenda. Of langt mál yrði að telja upp náið frændfólk Geirs sem vakið hefur athygli á ýmsum sviðum. Þó má þar meðal annars nefna menn eins og Einar Ásmundsson bónda í Nesi, syni Gísla hreppstjóra á Þverá í Dals- mynni, þá Ásmund Gíslason prófast á Hálsi í Fnjóskadal, Ingólf lækni í Borgarnesi, Garðar stórkaupmann og Hauk prest í Kaupmannahöfn. Bróðir Geirs var Björn læknir í Reykjavík, mikils virtur fyrir gáfur sínar og læknisstörf og ekki síður manngæsku. Kynni mín af Geir mági mínum hófust þegar ég fluttist ungur skólapiltur til Reykjavíkur 1937. Þau Kristin systir mín voru gift fyrir þremur árum og höfðu hafið ævistarf sitt. Geir hafði keypt Eski- hlíð af Eldeyjar-Hjalta og sett þar upp kúabú. Áldraðir foreldrar Geirs voru fluttir í Eskihlíð og fyrsta barn þeirra hjóna fætt. Ekki var búskapurinn allur með hefðbundnu sniði. Eskihlíð var þá í útjaðri Reykjavíkur og nokkuð ræktað land umhverfis, en annars varð að sækja heyfenginn á misstórar óbyggðar lóðir misjafnlega langt í burtu. Kostaði mikið fé og fyrirhöfn að nytja þetta land. En Geir varð ljóst að hann vildi reka kúabú og búa í námunda við þéttbýlið og þetta tókst honum raunar ótrúlega lengi, því Reykjavík var bær í örum vexti og þar var mestur hörgull á mjólk um þetta leyti. Hann hafði ráðið sér strax fyrstu árin nokkra unga og fríska verkamenn, þvi að vegna búferlaflutninganna úr sveit í bæ var vinnuafl fáanlegt, og viðfangs- og síðar í Suðurríki, sem var jörð í landi Borgar á Mýrum. Hann vann við bú- störf frá unga aldri og fór í ráðs- mennsku þegar hann hafði aldur til. Geir fluttist til Reykjavíkur sem ungur maður og hóf vinnu ' við almenn verkamannastörf. Geir keypti jörðina Eskihlíð í Kópavogi árið 1934 og hóf þar búskap. í upphafi var hann fyrst og fremst með kúabú og seldi mjólk beint til kaupenda í Kópa- vogi og Reykjavík. Hann kom einnig á fót stóru hænsna- og svínabúi. Síðar keypti hann jörð- ina Lund við Nýbýlaveg í Kópa- vogi og byggði þar upp mikinn búskap. Geir stundaði mjólkur- framleiðslu í Kópavogi allt til ársins 1978 og vann við bústörf allt fram til æviloka. Geir heyj- aði jarðir víðsvegar um borgar- landið. Hann var t.d. með slægj- ur í Fossvogi, Viðey, Engey, á Seltjarnarnesi og víðar. Geir dvaldist í Sunnuhlið í Kópavogi síðustu tvö árin. Utför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. efnin létu ekki á sér standa. Skammt fyrir austan Eskihlíð var óræktarland sem ekki mun hafa þótt eftirsóknarvert. Þar hóf Geir fljótlega að ryðja burt grjóti með verkamönnum sínum. Gekk hann að ræktunarstarfinu með venjuleg- um áhuga og lauk svo að komið var talsvert tún, sein kallað var Gijótstykkið. Umsvifín í Eskihlíð fóru vaxandi með árunum. Bústofn- inn óx, byggingar voru stækkaðar og fólki Ijölgað. Geir var í eðli sínu einstaklingshyggjumaður mikill og í honum toguðust á kostir og gallar þess að vera með umsvifamikinn búrekstur í vaxandi þéttbýli. Á stríðsárunum fannst Geir mikið far- ið að þrengja að sér og hann tók að búa sig undir flutning út fyrir bæjarmörkin. Hann fór ekki lengra frá höfuðstaðnum en minnst mátti verða, suður yfir Fossvogslækinn. Þar keypti hann allmikið ræktað land og hóf að nýju landnám. Bæ sinn í Fossvoginum nefndi hann Lund og mun það nafn sótt norður í Fnjóskadal. Éftir þetta var hann Geir í Lundi og almenningur þekkti hann undir því heiti. Þegar þau Geir og Kristín flutt- ust í Kópavoginn voru þau bæði á besta aldri, en höfðu unnið mikið. í Lundi varð starfið þó umfangs- meira og smátt og smátt tóku hjón- in að þreytast, en það var fyrst eftir lát Kristínar 1978 að Geir fór verulega að láta á sjá. Þegar hér var komið sögu var hænsnabúskap- urinn tekinn við. Rak Geií búið enn sem fyrr, en þjáðist af fótaveiki svo að hann átti erfitt með gang. Ótrú- lega lengi sat hann þó að búi sínu og stjórnaði því, en „ellin hallar öllum leik“. Til hins siðasta hélt Geir óskertu andlegu heilbrigði og tók að yrkja sér til dægrastytting- ar. Birtust talsvert mörg falleg smákvæði hans í Lesbók Morgun- blaðsins. Þau sýna smekkvísi hans og fegurðarskyn og eru skemmti- legt minnismerki, minna verulega á frænda hans Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmann sem gaf út ljóðabók á efri árum sínum. Vel mátti vita að Geir í Lundi var ljóð- elskur maður og listelskur, en erfitt að skilja hvernig hann fann í ann- ríki sínu tíma til að njóta lista. Það er alltaf eitthvert ófyllt skarð þegar merkismenn með mikla reynslu kveðja þennan heim. Þeir taka með sér margt sem söknuður er að. Ég kveð Geir mág minn með trega. Eftir er hópur myndarlegra og dugmikilla afkomenda sem GEIR GUNNAR GUNNLA UGSSON munu halda á lofti minningu hjón- anna sem reistu bú í Eskihlíð og Lundi. Blessuð sé minning Geirs Gunnlaugssonar. Andrés Björnsson. Með örfáum orðum langar mig að minnast kynna minna af Geir Gunnlaugssyni, bónda í Lundi, ein- um svipmesta og athafnasamasta manns úr bændastétt þessa lands. Þegar ég kom til Reykjavíkur fyrir tæpum 60 árum réðst ég vinnumað- ur til Geirs, sem þá bjó í Eskihlíð, og hjá honum var ég í u.þ.b. hálft annað ár. Geir hafði þá fyrir nokkru keypt býlið Eskihlíð og gerðist strax umsvifamikill í búskapnum. Ég hygg að oft hafi verið þar 10 hús- karlar og það var stórbændabragur á borðhaldinu, Geir fyrir enda borðsins og fimm karlar við hvora hlið þess. Mikið var unnið á búinu, en andinn góður, enda voru þarna nær eingöngu ungir menn og oft glatt á hjalla - og húsbóndinn með í öllu. Hann sagði ekki „farið þið“ heldur „komið þið“ og trúlega hefur það átt nokkurn þátt í velgengni hans. Þegar Reykjavík þandist út varð Geir að víkja úr Eskihlíð og reisti þá býlið Lund í Kópavogi og er sú saga flestum kunn. Löngu eftir veru mína hjá Geir byijaði ég að byggja yfir smáiðnað sem ég setti upp í Vogahverfi og kom því langleiðina upp fyrir eigið fé, en þar kom að peningana þraut og ég var stopp. Ég hafði sótt um lán til Iðnlánasjóðs en fengið nei, að sjálfsögðu, eins og títt er um nafnlausa menn. Þá rakst ég sem oftar til Geir og þessi vandræði mín bárust í tal, án þess þó að ég væri á nokkurn máta að biðja hann um aðstoð. Þá dró Geir þegjandi upp úr skrifborðsskúffu tvær spari- sjóðsbækur með fimmtíu þúsund króna innstæðu hvora, sem hann sagði að krakkarnir ættu og sagði mér að nota þetta. Hann skyldi tala við bankastjórann. Það viðtal bar árangur og ég fékk 75.000 króna lán og gat borgað Geir. Þetta var góður greiði, óumbeð- inn, en það sem mér þótti og þykir enn mest til um, var hvernig hann var veittur. Enginn viðstaddur, eng- in kvittun og um 1950 var þetta töluverð upphæð og lýsir þetta stór- hug Geirs vel. A síðari árum, þegar heilsu Geirs tók að hraka og hann gerðist óvinnufær, tók hann ti! við yrkingar og var liðtækur í því sem öðru. Nokkur kvæði hans og vísur birtust í Lesbók Morgunblaðsins og þótti mörgum sem hann stæði þar nær skáldi en hagyrðingi, sem er eftir- tektarvert vegna þess hve seint hann byijaði að fást við skáldskap. Geir varð nafnfrægur maður urn sveitir landsins og hvar sem maður fór könnuðust allir við Geir í Eski- hlíð vegna athafnasemi og dugnað- ar, sem kannske má segja að hafi stundum verið um of. Geir var um margt eftirtektar- verður maður og hvað mig snertir er hann mér minnisstæðastur þeirra manna, sem ég hefi kynnst. Aðstandendum votta ég samúð. Fari hann vel. Hannes Ágústsson. Elsku afi. Ég sit hér í kvöldkyrrðinni á Kjalarnesi og reyni að festa á blað til þín kveðju, þótt það sé engan veginn endanlega hægt að kveðja þig, svo kær félagi hefir þú verið mér og okkur hér á Vallá í þau 27 ár, sem ég átti þig að. Tuttugu og sjö ár eru ekki mörg af þeim tæp- lega níutíu og þremur árum, sem þú lifðir en þau eru mörg ef til greina er tekið að aldrei bar skugga á það samband, sem með okkur myndaðist frá fyrsta degi, er Gunn- ar sonur þinn kynnti okkur, öll þau góðu samtöl, sem við áttum þessi ár um ólíklegustu málefni hvort sem var um búskap, uppeldi barna, ætt- arsögur, stjórnmál, umhverfi og jafnvel tísku unga fólksins. Þú sýndir öllu áhuga, sem var að gerast í framkvæmdum hjá okk- ur, og þegar ég var með verslunar- rekstur, hringdir þú til mín daglega og spurðir: „Hvernig gekk rekstur- inn í dag, heillin mín? Og hvaða litir heilla fólkið mest?“ Alltaf hafð- irðu áhyggjur af mér í vondum veðr- um er ég þurfti að aka milli heimil- is og vinnu. „Farðu varlega, því maður veit aldrei hveijum maður mætir í umferðinni og hringdu þeg- ar þú ert komin heim.“ Áð hafa átt svona umhyggjusam- an og ástríkan tengdaföður er hvetjandi og lærdómsríkt á svo margan hátt. Þegar börn okkar Gunnars fóru í menntaskóla, opnað- ir þú strax heimili þitt fyrir þeim og hafði ég því engar áhyggjur af unga fólkinu þau ár né síðar því slík var umhyggja þín og ástúð að þau búa að því um ókomna fram- tíð. Þú hvorki spilltir né fældir, heldur varst þú fyrirmynd, sem hver elskandi móðir óskar barni sínu að vera. Eftir hvern langan og oft erfíðan vinnudag í Lundi, settist þú niður við skrifborðið og börnin í sófann og sagðir: „Nú eigum við skilið að fá malt eða ropvatn (appelsín)." Síðan hófust kvöldsögur um forfeð- ur, samtímamenn, störf og upp- byggingu. Þetta voru verðlaun fyrir erfíði dagsins og fræðandi spjall, ólíkt hollara ungu fólki en sjón- varpsgláp. Það yljar mér nú í söknuðinum, að það sem þú sáðir í hjörtu þeirra af ást var þér endurgoldið af um- hyggju þeirra í þinn garð. Ég sakna þess, elsku afi, að fá ekki lengur þínar daglegu hringingar með heil- ræðum og vísubrotum. Ég sakna þess líka að fara ekki oftar í bíltúr með þig og fá lýsingar og sögur af umhverfi og íbúum fyrri tíma. Ég þakka fyrir allar þær góðu stundir. Ég þakka einnig að þú fékkst falleg og friðsæl jól og ára- mót, með öllum nánustu ástvinum, öll gátum við faðmað þig og kvatt á jóladag og þeir, sem ekki gátu komist, gerðu það í huganum. Að deyja út með jólunum, hátíð ljóss og friðar var þér örþreyttum kærkomin hvíld. Elsku afi, hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Hjördís Gissurardóttir Elsku hjartans afi okkar. Það er sárt að fá ekki að njóta fleiri samverustunda með þér og það er sárt að þurfa að kveðja þá sem maður elskar. En þær dýr- mætu minningar um allar þær góðu stundir sem við áttum saman og öll þín fallegu ljóð koma til með að hlýja okkur um hjartarætur og tala til okkar á lífsins braut, í gegnum súrt og sætt. Það var okkur ómetanlegt að fá að njóta umhyggju þinnar frá bernsku og samveru við þig er við bjuggum hjá þér á menntaskólaár- unum. Þú varst sífellt fræðandi og hvetjandi í orði og verki, alltaf rétt- andi fram hjálparhönd og þátttak- andi í gleði og sorg. Þú gafst en krafðist einskis. Það voru yndislegar stundir, að aka þér um bæinn og nágrenni og spjalla við þig um það, sem fyrir augu bar, og um fólkið, sem áður gekk um göturnar. Þú varst alltaf að dást að öllum framförunum, sem orðið hafa og undrast yfir hve ör þróunin er orðin. Og hvatningin frá þér var einmitt sú að nota tímann, því að „færibandið gengur hratt“, eins og þú orðaðir það. Þú varst hetja okkar og fyrirmynd í viðhorf- um og lífsspeki. Söknuði okkar er best lýst með kvæði eftir þig: Það heltekur sál mína harmafregn í hjartanu sorgin brennur. Og tilfinninganna táraregn um titrandi kinnar rennur. Þær spumingar vakna í harmþrungnum hug er hryggur ég stari út í bláinn. Hvort vinur minn hafi aðeins farið í flug, sé fluttur en ekki dáinn. Við kveðjumst að sinni, elsku afi okkar, hvíl í friði. Kristín, Geir og Friðrika, Vallá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.