Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1&95 37 in. Mjöll var fimust og svo létt, Sigga bæði fím og sterk en ég bara miðlungs, fetaði varlega í sporin til að týna þeim ekki. Við vorum ekki saman í skóla árin eftir „gaggó“ en þrenningin rofnaði aldrei. Stuttu eftir að Mjöll lauk prófi frá Verslunarskólanum (1956) kynntist hún Ragnari og þó dálítið væri langt í Hafnarfjörð í þá daga, lögðum við Sigga blessun okkar yfir þetta glæsilega par. All- ar urðum við svo giftar konur um líkt leyti og þar af leiðandi börnin okkar á svipuðu reki — og árin liðu. Seinna fluttum við Gylfi í Hafn- arfjörð og bjuggum mörg ár í næsta húsi við Mjöll og Ragga. Börnin okkar gengu í sama skóla, léku sér saman og margt höfum við Mjöll rifjað upp síðan þá. Til dæmis verð- ur dúfnaræktar Ragga yngri og Óla sonar míns lengi minnst, þar sem synir fræddu mæður sínar um hver dúfan væri nú „hojari“ og hver „toppari". Teknar myndir og dúfur jafnvel boðnar til stofu. Mjöll naut eiginleika sinna sem móðir og síðar amma, því af þolinmæði og blíðu átti hún nóg, gat jafnvel ekki hastað á nokkurn mann. Á þessum árum byijaði hún að vinna hjá Rafveitu Hafnaríjarðar. Seinna tóku við skrifstofustörf í Straumsvík, þar sem Ragnar er slökkviliðsstjóri Álversins. Góðar gáfur, vandvirkni í hvívetna og samviskusemi öfluðu Mjöll vinsælda á vinnustað og var hún elskuð og virt af samstarfsfólki sínu. Hvar sem hún fór bar hún með sér glað- værð og hlýju. Fyrir nokkrum árum veiktist Mjöll skyndilega, en öll tækni og lyf lofuðu svo góðu, að engan óraði fyrir þeirri ströngu baráttu sem í vændum var. Aldrei var samt kvart- að né féll eitt æðruorð. Það er nær óskiljanlegt hvernig þessi litla fín- gerða kona gat gefið öðrum kraft og miðlað til allra í kringum sig og var þó sárþjáð sjálf. — Þetta fer allt að lagast — sagði hún svo oft og í sömu andrá bætti hún við, — en hvernig er hjá ykkur Dodda mín? Svona var hún. í byijun maí sl. er læknar höfðu gefið upp alla von tók Ragnar Mjöll heim af sjúkrahúsinu og annaðist hana sjálfur. Öll fjölskyldan lagðist á eitt og allt gert sem í mannlegu valdi stóð. Um tíma virtist krafta- verkið ætla að fullkomnast. Það er ekki á allra færi að geta sagt — Dauði, dokaðu við — þú hrifsar ekki konuna mína strax — Ragnari tókst það. Helgum sumarsins var varið í bústaðnum í Kjósinni og Mjöll varð aftur sólbrún og falleg — alveg eins og áður. Afmæli mitt í október sl. var tileinkað Mjöll. Við þijár sátum hér saman og glödd- umst innilega yfir hve hún gerði matnum góð skil. Þetta kvöld gleymist aldrei. Ragnari tókst að gefa ástinni sinni átta mánaða lengra líf en hin- ir bjartsýnuStu þorðu að vona. Með natni og umhyggju bar hann litlu fallegu Mjöllina sína í fanginu síð- ustu stundirnar. Svo sannarlega vann hann kraftaverk. Elsku Raggi, Ásta, Raggi yngri, Ellý, Siggi, tengdabörn og barna- börn! Við Gylfi og fjölskyldan öll biðjum almættið um huggun og styrk ykkur til handa. Æskuvin- konu minni þakka ég ævinlega vin- áttu og tryggð og er þess fullviss, að í æðri veröld verða spor hennar blómum stfáð. Þannig lifði hún. Bið ég að ljósenglar ljúfir leiði þig sérhveija slund og rósir á braut þína breiði... _ (Jór. Ólafsd.) Þórunn Ólafsdóttir (Dodda). í dag er elskuleg tengdamóðir mín, Mjöll Sigurðardóttir, kvödd í hinsta sinn. Þótt menn hafi gert sér grein fyrir hvert stefndi í lífi henn- ar þá er enginn viðbúinn hinu þunga höggi sem dauðanum og sorginni fylgja. Við stöndum eftir hljóð og veltum fyrir okkur tilgangi lífsins og því hvers vegna eiginkona, móð- ir og amma er hrifsuð burtu frá okkur allt of snemma. En vágestur- inn mikli heggur skörð sem aldrei verða bætt. Mjöll missti aldrei trúna á lífið. Fram til seinasta dags hélt hún í þá von að sér myndi batna af þeim sjúkdómi sem hafði hijáð hana í sjö ár. Þá gæti hún farið fleiri ferðir í bústaðinn við Meðalfellsvatn sem henni var svo kær og lagst í ferða- lög með ferðaklúbbnum góða. Barnabömin voru hennar líf og yndi. Hún fylgdist með hveiju þeirra framfaraspori af miklum áhuga. Þeirra mestu hamingju- stundir voru án efa þegar þau fengu að fara með ömmu og afa í Kjósina því þar var tíminn afstæður og nóg við að vera. Henni tengdamóður minni fylgdi alltaf mikil birta og gleði. Hún fylgdist grannt með því sem börn hennar og tengdabörn höfðu fyrir stafni og tók þátt í sigrum þeirra og ósigrum af lífi og sál. Slíkur stuðningur er ómetanlegur ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu spor í lífinu. Eiginmaður Mjallar og böm sjá nú á eftir tryggri og ósérhlífinni konu sem iagði sig fram við að dreifa kærleika sínum og umhyggju til sem flestra og var vinur í raun. Kynni okkar urðu ekki löng í ámm talin en þau skilja eftir sig skarð í hjarta mínu'sem aldrei verður fyllt. Hjartans þakkir fyrir allt, Mjöll mín. Minning þín mun lifa. Þó kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit að yfír dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. (Margrét Jónsdóttir) Hólmfríður. Hinsta kveðja til blíðustu og bestu móður sem hægt er að hugsa sér. Þú starfaðir jafnan með umhyggju og ást, elju og þreki, er sjaldan þér brást, þér nýttist jafnvel nóttin. Þú vannst fyrir besta vininn þinn, þú vinnur nú með honum annað sinn með efldan og yngdan þróttinn. Af alhuga færum þér ástarþökk, á auða sætið þitt horfum klökk. heilsaðu föður og frændum. Að sjá þig aftur í annað sinn enn að komast í faðminn þinn, við eigum eftir í vændum. (G. Björnsson) Elsku mamma, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Þín dóttir Ásta. Hún hlúði þér fyrst og ef mótlæti’ og mein þér mætti, hún reyndi að vinná á því bætur. við vangann þig svæfði; hjá vöggunni ein hún vakti oft syfjuð um hrollkaldar nætur. Hún hrökk við af ótta’ ef hún heyrði’ í þér vein; hún hafði’ á þér vakandi’ og sofandi gætur. Hún gekk með þér, tók burt úr götu hvern stein, er gang reyndu fyrst þínir óstyrku fætur. (Þorst. Gíslason) . Nú finn ég ekki oftar höndina þína hlýju á vanga. Heyri ekki leng- ur fallega hláturinn óma eða sé brosið í augunum bláu og stóru. Með hjarta úr gulli, sem allt vildi gefa. Þú barst með þér sólskin og svalandi blæ það sáu víst flestir er komu á þinn bæ. Þó harmandi væru og hryggir í lund þá hressti og nærði þín samverustund. Með ástkærri þökk fýrir umliðna tíð, örugga vináttu og orðin þín blíð við kveðjum þig vina sem fórst okkur frá og framar á jarðríki megum ei sjá. (Ágúst Jónsson) Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Elínborg. Fleiri minningargreinar um Mjöll Borgþóru Sigurðardótt- ur bíða birtingar og munu birtast hér í blaðinu næstu daga. DANIEL KRISTINN KRISTINSSON + Daníel Kristinn Kristinsson fæddist í Reykjavík 8. maí 1930. Hann lést á Landakots- spítala 2. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magdalena Sigurð- ardóttir og Krist- inn Þorkelsson. Þau eru bæði látin. Daníel ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Óskari Árnasyni, sem einnig er látinn. Hann átti þrjú systkini sam- mæðra. Þau eru: Þórir, Sigur- gunnar og Guðlaug. Systkini hans samfeðra eru: Þóra, Mar- grét, Þorkell, Anna Jóna, Hulda og Hallgrímur. Daníel kvæntist Dýrley Sigurðardóttur og eignuðust þau sex börn. Þau misstu son sinn, Gisla Dan, aðeins 22 ára að aldri, 15. desember 1979. Gísli lét eftir sig unnustu, Maríu að nafni, og ófædd- an son þeirra, sem síðan fæddist 13. mars 1980. Heitir hann Gísli Dan. Hin börn þeirra hjóna eru: Magnús Karl, Sveinbjörii, Lára, Þórey og Reynir. Þau hjón eignuðust 16 barnabörn og eru 14 á lífi, tvær litlar telpur misstu þau. Útför Daníels fer fram frá Garðakirkju í dag. ÞAÐ rennur margt í gegnum hug- ann er ég renni penna á blað og minnist Danna mágs míns eftir 43 ára kynni. Ég var aðeins 16 ára er ég kom á heimili foreldra Danna, þá til að heimsækja systur hans Guðlaugu, en með okkur hafði orðið vinskapur. Fjórum árum síðar kvæntist ég Þóri bróður hans. Danni var yfirleitt kátur og hress og hafði hann mjög gaman af að hlusta á tónlist. Hann var fljótur að læra öll lög og texta þegar sönglaga- keppnirnar voru á árum áður í Gamla Gúttó í Reykjavík. Hann kom til okkar hjóna í ágúst síðastliðnum og þá lék ég fyrir hann gömul og góð lög af plötu og hafði ég gaman af að láta hann segja hveijir fluttu lag- ið og hver söng og þurfti ekki að spyija, hann kunni öll lögin og text- ana. Danni hafði gaman af lestri góðra bóka og undanfarin ár fékk hann margar góðar bækur í jóla- gjöf, þar á meðal bókina um Hafnar- fjarðaijarlinn Einar Þorgilsson og gat hann sagt frá mörgu úr þeirri bók um fólkið sem þar var minnst á, þetta gamla verkafólk og sjó- menn, sem hann mundi eftir. Aðalstarf Danna var sjómennska. Fór hann fyrst 14 ára gamall á báta, síðan lá leiðin á togarana, sem gerð- ir voru út frá Hafnarfirði. Frá sjó- mennskunni hafði hann frá mörgu að segja og frá góðum kynnum af skipsfélögum sínum. Þar átti hann góða vini og eru margir þeirra farn- ir úr þessum heimi. Er þar minnis- stæðast þegar togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst á Nýfundnaland- smiðum. Danni hafði verið búinn að vera um borð, en var hættur og þekkti hann því allflesta skipveija sem fórust og minntist hann þeirra oft. Síðustu árin sem Danni var til sjós var hann á Sambandsskipunum og þá iðulega háseti, en oftast var hann í kokksstarfinu, því hann var snilingur í allri matargerð. Hann átti ekki langt að sækja þá kunn- áttu, því móðir hans var snillingur í allri matargerð og vann hún við það til margra ára, síðast sem matr- áðskona við Pjölbrautaskólann Flensborg, þar til hún veiktist og varð að hætta. Síðustu árin starfaði Danni hjá Granda í Reykjavík sem vörubílstjóri. Danni var barngóður maður með afbrigðum og hændust öll börn að honum. Hann gaf sér tíma til að hlusta á þau, kenndi þeim margt gott og fallegt. Þetta sýndi sig best í haust er hann fór í skurðaðgerð. Þá teiknaði lítil sex ára dótturdóttir hans mynd í skólanum og skrifaði sjálf texta. Þar biður hún afa sinn að flýta sér að batna, svo hann geti komið til hennar að lesa og spila við hana. Þetta er nú innrammað uppi á vegg í hjónaherberginu til varð- veislu og minningar. Danni var búinn að finna fyrir einhveijum óþægindum um nokkurn tíma og fór svo að hann leitaði sér lækningar í september síðastliðnum. Kom þá í ljós að hann var haldinn illvígum sjúkdómi sem leggur marga að velli í dag. Eins og fyrr er getið fór Danni í skurðaðgerð 21. septem- ber síðastliðinn. Kom þá í ljós að hveiju stefndi og lífslíkur taldar í vikum. Þær urðu 14. Danni fékk að vera heima og hjúkraði Dedda kona hans honum. Hennar umönnun var mikil og góð og vék hún ekki frá honum á meðan á þessu stóð. Danni var fluttur á Landakotsspítala um miðjan dag 2. janúar og þar lést hann að kveldi þess sama dags. Ég ftr nú að enda þessar línur. Þórir bróðir hans þakkar bróður sín- um fyrir öll árin sem þeir áttu sam- an. Við þökkum fyrir samverustund- irnar með Danna og Deddu konu hans, sem á þakkir skildar fyrir umönnunina sem hún veitti honum þessar síðustu vikur. Börnin okkar þakka Danna frænda fyrir stundir þær sem þau áttu með honum. Ég veit að það verður tekið vel á móti Danna. Gísli, svo og litlu telp- urnar, rétta út litlar hendur og leiða afa sinn inn í dýrðarheima sólar- landsins, lands ljóss og friðar. Guð gefi þér eilífan frið. Kæra Dedda og börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra. Megi góður Guð gefa ykkur styrk á sorgar- stundu. Ég enda svo þessar línur með eft- irfarandi ljóðlínum: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur huggar mig. (23. Davíðssálmur.) Inga, Þórir og börn. Kveðja frá eiginkonu Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Dýrley Sigurðardóttir. Þú komst til að kveðja í nótt, þú kvaddir og allt var svo hljótt, á glugganum frostrósin grær. - Ég gat ekki sofið í nótt. (F.J.) Pabbi minn, þá er kominn tími til að kveðjast hinstu kveðju, þó mér finnist þetta ekki rétti tíminn, en hvenær er hann? Tilhugsunin að við eigum aldrei eftir að spjalla saman, aldrei eftir að syngja, hlæja, gráta eða bara vera saman, fyllir mig ein- hveiju tómarúmi, sem mér finnst í dag að aldrei eigi eftir að fyllast. Þú lífsglaði, káti pabbi minn, sem sást spaugilegu hliðarnar á öllu mögulegu, jafnvel veikindum þínum, fram á síðasta dag. í rúm 34 ár héldumst við í hendur í gegnum líf- ið, og í hendur héldumst við þegar þú lagðir af stað til nýrra heima og þó læknirinn segði að þú værir far- inn, fannst mér þú bara sofa. Slíkur var friðurinn og róin yfir þér. Þú varst svo sáttur. Þér fannst þú hafa átt góða ævi, þó alltaf megi gera betur. Góða konu sem bar þig á höndum sér í gegnum öll veikindin og gaf faglærðu fólki ekkert eftir. Hún var kletturinn þinn. Þér fannst þú eiga bestu börn í heimi, eins og þú sagðir sjálfur. Barnabörnin þín 15 gáfu þér ómælda gleði og hlátur. Þú vildir vera heima hjá mömmu og okkur þar til yfir lyki. Það tókst. Þú vildir eiga með okkur jól og ára- mót og eina ósk áttir þú og hún rættist á gamlársdag. Allt þetta hafðist og þú varst sáttur. Þetta yljar okkur nú. í tæpa fjóra mánuði barðist þú við krabbameinið, þú ætlaðir að vinna, en tími þinn var kominn þó ég væri ekki sammála því, þú varst bara 64 ára. Virðingu þinni og meðvitund hélstu fram á síðustu stundu og það huggar mig nú að þú fórst áður en þetta varð erfiðarara. Og ég trúi því að nú sért þú hjá Gísla bróður með bæði barnabörnin þín tvö sem farin voru á undan þér, í góðu yfirlæti. Og þegar við hittumst, þá tökum við íagið saman, því það var það síðasta sem við gerðum í þessu lífi. Hjartans þakkir fyrir allt og hvíl þú í friði, elsku blíðlyndi faðir minn. Mamma mín, Guð styrki þig og við störídum saman sem fyrr. Guð blessi aðra ástvini. Þín dóttir, Lára Dan. Elsku afi Steggur er dáinn eftir erfið veikindi en hann stóð sig eins og hetja alveg fram á síðustu stund. „Afi Steggur og amma Gæs“ var með því fyrsta sem hann kenndi okkur þegar við vorum litlar enda hló hann alltaf þegar við kölluðum þau þessum nöfnum. Öll barnabörnin fengu smá kaffi- sopa með sykri úr teskeið hjá hon- um, þegar við fórum að drekka ann- að en mjólk enda sagði hann að það væri allra meina bót. Það eru marg- ar sögur til af honum og allar góð- ar. Hann var alltaf svo glaður. Hann vildi okkur allt það besta og eina góða við að hann er farinn er að núna líður honum vel, og það verður hann sem tekur á móti okkur. Guð blessi þig, elsku besti afi okkar, við elskum þig. Og amma okkar, Guð gefi þér allan þann styrk sem þú þarft. Þú hefur líka staðið þig eins og hetja, við munum alltaf vera til staðar fyr- ir þig. Skruddurnar hans afa, Dýrley Dan, Stella Ósk, Sigríður Lovísa og Elísabet Anna. + Þakka af alhug öllum sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför KARLS ÁGÚSTSSONAR. Flyt einnig þakkir til allra í lyfjadeild Jósefsspítala, Hafnarfirði fyrir vinarþel og góða umönnun er hann varð aðnjót- andi þar. Margrét Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.