Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Grettir BRÉF ITL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 GeturRÚV betur? Lióska Ferdinand Smáfólk 50MEPAY I LOANT TO GO OVER TO JEROOANP WATCH THE WALLS C0METUMBUN6 POWN Mig langar einhvern tímann að fara til Jeríkó og sjá veggina hrynja I THINK VOURE ABOUT THREE TH0U5ANP Y6AR5; T00 LATE.. Ég held að þú sért um það bil Svei! Aldrei segir nokkur mér þrjú þúsund árum of sein... neitt! Frá Arnljóti Bjarka Bergssyni: RÍKISÚTVARPIÐ er með þátt nokkurn á Rás 2 og í sjónvarpinu er nefnist Gettu betur. Hefur þátt- ur þessi óneitanlega notið gífur- legra vinsælda hjá landsmönnum öllum og hefur vart mælst meira áhorf á nokkurn annan innlendan sjón- varpsþátt. Hafa auglýsendur, sem þurfa á stærri sneiðinni að halda, séð hag sínum einna best borgið með því að auglýsa þar sem áhorf er mest, það er fyrir þennan sívinsæla þátt. Græðir Ríkisútvarpið því á tá og fingri í hvert sinn er það sýnir frá því þegar ungir íslendingar í fram- haldskólum vítt og breitt um land- ið leiða saman hesta sína og remb- ast við að geta betur. Þolanlegt samkomulag hingað til Hingað til hefur samkomulagið milli framhaldsskólanna og Rík- isútvarpsins verið þolanlegt að mestu. En nú ber nýrra við. Sjón- varpið vill til dæmis að viðburðir eins og spurningakeppni tveggja framhaldsskóla í sjónvarpi fari fram sem næst upptökuverinu við Laugaveginn, svo kostnaðurinn fyrir það verði sem minnstur. En sárabætur, fyrir það fjárhagslega tjón sem skólafélög og nemendur af landsbyggðinni vissulega verða fyrir ef þeir þurfa að skunda í upptökuverið til að styðja sitt fólk, eru skitnar 70.000 krónur sem rétt slefar upp í kostnað fyrir hálfa 40 manna rútu til Reykjavíkur og frá, en ef 100 nemendur úr t.d VMA eða MA fara suður um heið- ar er rútukostnaður í kringum 240.000 krónur. Það ber að geta þess að beiðni um sem flesta stuðn- ingsmenn kom fyrst frá Ríkisút- varpinu. Útvarp allra landsmanna? Þar sem Ríkisútvarpið er nú rík- isrekið og ríkið er meðal annars við, nemendur í íslenskum fram- haldsskólum, þá ætti það að vera skylda yfirmanna Ríkisútvarpsins að koma til móts við óskir okkar nemenda. En eins og þetta sýnir hefur það meginmarkmið Ríkisút- varpsins brugðist að þjóna lands- mönnum öllum. Vafasöm framkoma Við stöndum föst á okkar skoð- unum og hlustum ekki á þá lítils- virðingu sem okkur er sýnd með vafasamri framkomu umsjónar- manna þessara þátta. Já, ég sagði vafasamri framkomu, því hvað er það annað en vafasamt að virða erfingja þessa lands ekki viðlits og segja að okkur virðist ekki nóg vera gert með „umkvartanir" okk- ar þar sem þær hefðu verið dæmd- ar „hugmyndir og álit“ strax í upphafi en ekki svarað efnislega. En um leið og útvarpsmenn sjálfir blésu málið út nefndu þeir fyrst að þetta væri of dýrt, og að þeir hefðu áhuga á að tala við nemend- ur kom ekki í ljós fyrr en leikurinn fór að æsast fyrir alvöru og þeim varð ljóst að erfitt yrði að beija unglinga af landsbyggðinni til hlýðni. Athuga skal að þessar „um- kvartanir" voru þijár blaðsíður af þaulhugsuðum ábendingum og skilyrðum fyrir þátttöku byggðar á gömlu og nýju ágreiningsefni, því ágreiningur milli t.d. skóla af landsbyggðinni og RÚV um þessa keppni hefur verið býsna lengi til staðar. Kostnaður langt að kominna keppenda er mikill Eitt er ónefnt, en það er að keppendur í undankeppinni í út- varpi þurfa að greiða sjálfir fyrir ferðir sínar á keppnisstað. Þetta er brot á siðvenjum og þeim mann- réttindum að allir séu jafnir. Því það segir sig sjálft að þeir sem koma lengra að þurfa að greiða meira en þeir sem eru styttra að komnir. Þann 4. janúar sl. sagði Sigurð- ur G. Tómasson í viðtali í morgun- útvarpi RÚVAK að „Gettu betur“ væri leikur og leikur er jú skemmt- un, þar af leiðandi eru keppendur flokkaðir sem skemmtikraftar og þarna þurfa skemmtikraftarnir að greiða fyrir það að koma fram, en venjulega er skemmtikröftum greitt fyrir að koma fram. Og má jafnvel segja það sama um hinn almenna nemanda í framhaldsskól- um, „stuðningsmann", einkum og sér í lagi á landsbyggðinni. Fannst honum að keppnin í þessari skemmtun væri tekin of alvarlega, en í bréfi nokkru sem barst að sunnan var bent á að við tækjum þetta ekki nógu alvarlega. í bréfi okkar minntumst við á að okkur sárnaði það að dregið hefði verið úr skemmtiatriðum frá skólunum, í fyrra, til þess að stytta útsendingartíma. Hann styttist ekki en hinsvegar jókst blaður spyrils til muna, þó að nóg væri fyrir. Ég á ekki orð til í eigu minni til að lýsa undrun minni yfir þess- ari framkomu starfsmanna RÚV í garð ungra íslendinga. Það er ljóst að ríkisrekinn fjölmiðill fær að minnsta kosti ekki að óbreyttu að nota viskubrunn minn sem agn fyrir auglýsendur sér að kostnað- arlausu. ARNUÓTUR BJARKIBERGSSON nemi í MA og starfar innan stjórnar Varðar, FUS, Akureyri. Allt efni sem birtiat í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.