Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ■ hjá H&M Rowells Nýi Hennes & Mauritz vor/sumar póstlistinn er kominn - 300 blaðsíður af fallegum fatnaði fyrir alla í fjölskyldunni á góðu verði. Hringdu í síma 5 $84422 og við sendum þér póstlistann um hæl gegn 350 kr. greiðslu. W w Náðu þér í nýja vor/sumar listann ... og þú færð forskot á sumarið. RCWELLS í Húsi verslunarinnar Útsalf Utsala Útsala á vörum úr haust/vetrar listanum. Komdu og geröu góö kaup! I DAG Farsi föWPV/euR. ELP/VíPOR HREGGVIÐUR | O 6''9 VAIS&LASS/cwn-MIÍT VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags BBIDS Umsjin Guðm. Páll Arnarson SLEMMA suðurs vinnst aldrei nema trompin falli 3-2. En sagnhafi vill helst losna við að finna lauf- drottninguna. Hvernig fer hann að því? Norður gefur; allir á hættu. Norður ♦ 3 4 K74 ♦ ÁK9654 ♦ K103 Suður ♦ Á62 V Á8653 ♦ 2 Veslur Norður ♦ ÁG75 Austur Suður - 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 4 lauf Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðagosi. Laufsvíningin er óþörf ef tígullinn liggur ekki verr en 4-2. En tímasetn- ingin þarf að vera ná- kvæm. Best er að spila strax tígli á ásinn í öðrum slag og trompa svo tígul. Taka síðan ÁK í hjarta og henda spaða niður í tígul- kóng: Norður ♦ 3 V K74 ♦ ÁK9654 ♦ K103 Vestur Austur 4 G10974 4 KD85 ▼ G9 IIIIH 4 D102 ♦ G8 111111 ♦ D1073 4 D864 4 92 Suður 4 Á62 4 Á8653 ♦ 2 4 ÁG75 Tígullinn fellur ekki, svo það er nauðsynlegt að trompa einn til. Og þá fyrst er spaði stunginn í borði. Sagnhafí er þá inni réttu megin til að spila frítíglum. Tvennt ber að varast eins og spilið liggur: Að trompa spaða strax eða byija á því að spila ÁK í hjarta. Sé það gert verður að hitta í laufíð. Dagatal VÍS óskast DAGATAL sem Vá- tryggingafélag íslands gaf út árið 1993 óskast. Upplýsingar í síma 74581. Sigríður. Tapað/fundið Jakki tapaðist BRÚNN gallajakki tapaðist í Kringlunni eða strætisvagni 5. eða 6. janúar sl. Finnandi vin- samlega hringi í síma 39517. Barnahattur tapaðist SVARTUR barnahattur úr flaueli tapaðist á leið á jólaball 30. desember sl.í Oddfellow-húsinu gegnt ráðhúsinu. Hafí einhver fundið hattinn er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 653464. Úlpa fannst SVÖRT úlpa fannst í sumarbústað í Rauðhól- um í haust. Á bak úlp- unnar er letrað „Around the Corner". Upplýsingar í síma 17527 eða 888952. Gæludýr Tíkí heimilisleit TÍU mánaða tík, blend- ing af border collie og labrador, afskaplega blíða og góða, vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 96-52270. Hrefna María Magnúsdóttir. Fuglar óskast JÓHANNA óskar eftir fuglum af öllum stærð- um og gerðum. Vilji ein- hver gefa fuglinn sinn er hann vinsamlega beð- inn að hafa samband við hana í síma 653096. COSPER DREYMIR þig ennþá gríska ræðarann sem gekk með grasið í skónum á eftir þér á Rhodos í fyrra- sumar? Víkveiji skrifar... AÐ HEFUR vakið athygli Víkverja að í auglýsingum um Marokkóferðfy birtir ferðaskrif- stofan Úrval-Útsýn kort af Mar- okkó, þar sem Vestur-Sahara, land Sahrawi-þjóðarinnar, hefur verið þurrkað út og innlimað í Marokkó, að því er virðist. Með þessu er ferðaskrifstofan — sennilega óaf- vitandi — að taka afstöðu með Marokkóstjórn í milliríkjadeilu. Marokkó hefur hemumið og ein- hliða innlimað landsvæðið, sem áður hét Spænska Sahara og var nýlenda Spánverja. Alþjóðadóm- stóllinn hefur dæmt innlimunina ólöglega og mjög fá ríki viður- kenna . hana. Sjálfstæðishreyfing Sahrawi-manna, Polisario, gerir kröfu til sjálfstæðs ríkis og situr útlagastjórn í Alsír. Undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði landsins, en óvíst er hvenær hægt verður að halda hana. Þetta kemur íslendingum, sem ætla í vetrarfrí til Afríku, auðvitað lítið við, en það er viðkvæmt hvernig landsvæði eru sýnd á landakort- um, jafnvel þótt það sé í auglýsing- um. xxx BJARNABORGIN við Vitastíg hefur loksins öðlazt líf að nýju eftir að þessu glæsilega gamla húsi var breytt í íbúðir fyr- ir iðnnema. Víkveija finnst hins vegar að breytingarnar á Vitatorgi hafi lítið mið tekið af útliti gamla hússins og að það fengi að njóta sín. „Vitinn“ við bílastæðið skygg- ir á og stingur í stúf við framhlið Bjarnaborgarinnar. Hönnun torgs- ins sjálfs, með öilum þessum gulu veggjum sem mynda einhvers kon- ar völundarhús, er hálfmisheppn- uð. Þarna hefur hvorki tekizt að nýta rými torgsins sem skyldi né að mynda æskilega tengingu milli gamla og nýja tímans. xxx HVENÆR verður Borgar- kringlan fullbyggð? Þessir hallærislegu stillansar, sem enn skrölta utan á húsinu, eru verulegt lýti á nýja miðbænum. x x x AÐ HLÝTUR að vera eitt brýnasta verkefnið í sam- göngumálum að tvöfalda Keflavík- urveginn. Víkverji þurfti að aka með flugfarþega til Keflavíkur einn morguninn og var því fegn- astur, þegar hann var kominn heim til sín aftur heill á húfi. Á Keflavíkurveginum er feiknaþung umferð, nóg af „sleðum“, sem taka að sér lestarstjórahlutverk, og þar af leiðandi alltof mikið um fram- úrakstur. Nokkrum sinnum starði Víkveiji í framljós, sem komu æðandi á móti honum og velti fyr- ir sér hvort hann ætti að beygja út af, hemla eða vona það bezta. í öll skiptin fór betur en á horfð- ist. Úthlutunarmenn vegafjár mættu hins vegar gjarnan horfa til þess að draga úr slysahættu á þessum vegi, þótt hann sé á suð- vesturhorninu, í stað þess að leggja megináherzlu á hina frægu malbikunarstefnu, sem rekin er undir kjörorðinu „spotti í sérhvern hrepp“. xxx Hinir nýju GSM-símar hafa hlotið feiknarhraða út- breiðslu eins_ og aðrar tækninýj- ungar sem íslendingar komast í tæri við. Eitthvað hefur borið á því að menn hafi verið að monta sig með símana. Sögu frétti Vík- veiji af manni sem stóð í langri biðröð í banka og gaf skipanir án afláts í símann sinn um verðbréfa- viðskipti fyrir tugi milljóna. Allir í röðinni hrukku við og maðurinn sjálfur mest þegar síminn hringdi allt í einu! Aðra hrakfallasögu frétti Vík- verji úr jarðarför. Verið var að bera kistu hins látna úr kirkjunni þegar sími fór að hringja án afl- áts. Eigandinn átti óhægt um vik með að svara því hann var einn þeirra sem var að bera kistuna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.