Morgunblaðið - 13.01.1995, Page 1

Morgunblaðið - 13.01.1995, Page 1
mmm |Hi>r$xinXtlðí>Íít) c 1995 FOSTUDAGUR 13. JANÚAR BLAÐ KNATTSPYRNA Kendall vonin hjá IMotts County HOWARD Kendall hefur verið ráðinn yfirþjálfari enska félagsins Notts County í þeirri von að bjarga liðinu frá falli í 2. deild. County mætir Manchester City í aukaleik í 3. umferð bikarkeppninnar í næstu viku en liðið er á botni 1. deildar og hefur aðeins sigrað í fjórum af 25 leikjum tímabilsins. Kendall, sem er 48 ára, er reyndur þjálfari eft- ir að hafa verið við stjórnvölinn hjá Everton, Black- burn Rovers, Manchester City, Athletic Bilbáo á Spáni og Xanthi í Grikklandi. Hann var fyrst hjá Everton 1981 til 1987 og þá varð liðið m.a. tvisv- ar Englandsmeistari, bikarmeistari og Evrópu- meistari bikarhafa. Hann tók aftur við liðinu 1990 og stjórnaði því þar til í desember 1993 en fór skömmu síðar til Grikklands. Kendall er þriðji yfír- þjálfari Notts County á tímabilinu og tekur við af Russell Slade sem verður aðstoðarmaður hans. Aourta afturá hlaupa- brautina Said Aouita frá Marokkó tekur þátt í 3.000 metra hlaupi á móti í Kanada í dag. Aouita, sem er 35 ára, hefur ekki tekið þátt í keppni í nær þrjú ár, en sagði upp landsliðs- þjálfarastöðu Marokkó fyrir skömmu og vill láta að sér kveða á hlaupabrautinni á ný. „Ég elska frjálsar og sakna keppninnar," sagði hann og bætti við að fyrst Merlene Ottey og Carl Lewis, sem væru á svipuðum aldri, væru með í baráttunni gæti hann það líka. Hann sagðist hafa hætt vegna þess að allt hefði gengið upp, en á tímabili var hann heimsmethafi í fimm greinum — 1.500 metra hlaupi, míluhlaupi, 2.000, 3.000 og 5.000 metra hlaupi. Hann var ólympíumeistari í 5.000 m hlaupi 1984, tvisvar heimsmeistari utanhúss og einu sinni innanhúss en á fimm ára tímabili sigraði hann i 44 hlaupum í röð. Metið í 3.000 m hlaupi á innanhússbrautinni í Hamil- ton, þar sem hann keppir í dag, er 8.02 mín. og vonast hann til að hlaupa undir átta mínútum. „Fyrsta markmiðið er að vera heilbrigður og taka æfingarnar alvarlega. Eg er bjartsýnn og hef á tilfinning- unni að ég geti náð góðum tíma í 5.000 metra hlaupi, en ég hef hug á að slá heimsmet- ið utanhúss jafnvel í maí eða júní.“ Sald Aouita KNATTSPYRNA Laudrup myndaður í Riyadh EVRÓPUEISTARAR Dana mæta Suður ameríkumelsturunum frá Argentínu í dag í úrslitalelk heims- álfukeppnlnnar í knattspyrnu, sem kennd er við Fahd konung Saudl Arabíu, en keppnln fer fram þar í landi. Knattspyrna er vlnsæl íþrótf þar sem annars staðar, og beðlð er með spennlngl eftir úr- slitaleiknum. Myndin var tekln á æfingu danska llðsins í gær; Michael Laudrup, hlnn bráðsnjalll lelkmaður Real Madrid á Spánl, situr fyrir á mynd ásamt æstum knattspyrnuáhugamanni. HANDBOLTI Héðinnog félagar dróg- ustgegn Fredenbeck HÉÐINN Gilsson og félagar í Diiss- eldorf voru heppnir er dregið var í undanúrslitum þýsku bikarkeppn- innar í handknattleik í gær. Dúss- eldorf mætir Fredenbeck, sem er í öðru sæti 2. deildar, en i hinum undanúi'slitaleiknum eigast við tvö af bestu liðum 1. deildarinnar, Kiel og Lemgo. „Þetta var það lang besta sem gat gerst. Við eigum mjög góða möguleika á að komast í úrslitaleik- inn ef allir leikmenn liðsins verða heilir. Við höfum reyndar verið mjög óheppnir með meiðsli í vetur,“ sagði Héðinn við Morgunblaðið í gær. Hann hefur einmitt verið lengi meiddur, og sigurleikurinn gegn Júlíusi Jónassyni og félögum í Gummersbach, í bikarkeppninni í fyrrakvöld, var fyrsti leikur Héðins eftir meiðslin. Bikarkeppninni lýkur þannig að undanúrslitaleikirnir fara fram 1. apríl og sigurliðin úr honum mæt- ast í úrslitaleik strax daginn eftir. Leikirnir fara allir fram í Hamborg. Þetta fyrirkomulag var tekið upp í fyrra, að sögn Héðins, þótti takast mjög vel og verður sami háttur hafður á í framtíðinni. KNATTSPYRNA Romario til Flamengo Stuðningsmenn félagsins bíða spenntir en áhangendur Vasco líta á félagaskiptin sem svik Brasilíski landsliðsmaðurinn Romario, sem var kjörinn besti leikmaður úrslitakeppni HM í Bandaríkjunum, var í gær seldur frá Barcelona til Flamengo í Rio de Janeiro. Brasilíska félagið greiddi spænska félaginu 4,5 millj- ónir dollara (um 306 millj. kr.) og gerði tveggja ára samning við kappann sem færir honum þijár milljónir dollara í laun — rúmar 200 milljónir króna — á samnings- tímanum. Branco og Dunga? Að sögn stjórnarmanns Flamengos vonast félagið til að fá tvo landsl- iðsmenn til viðbótar, sem hafa sýnt áhuga á að leika með liðinu, varnarmanninn Branco frá Corint- hians í Sao Paulo og miðjumanninn Dunga frá Stuttgart í Þýskalandi, fyrirliða heimsmeistara Brasilíu. Knattspyrnulið í Ríó hafa að undanfömu fallið í skugga liða frá Sao Paulo en að sögn fyrrnefnds stjórnarmanns hafa kaupin á Rom- ario, sem er 29 ára miðheiji, góð áhrif á öll lið í Ríó og koma til með að efla þau til dáða. Flamengo varð Brasilíumeistari 1992 en hef- ur síðan selt bestu mennina og ekki náð að fylla í skörðin. Á síð- asta tímabili gekk liðinu ekki sér- lega vel og undir lokin mættu ekki nema um 3.000 áhorfendur á hei- maleikina. í desember var nýr for- seti kjörinn hjá félaginu og er treyst á að hann komi liðinu á rétta braut. Litið er á kaupin á Romario sem fyrsta skrefið í þá átt, en hann er væntanlegur til Ríó á morgun og verður tekið á móti honum eins og þjóðhöfðingja. Stuðningsmenn Flamengo bíða spenntir eftir goðinu en ekki eru allir eins glaðir. Romario vakti fyrst athygli sem leikmaður Vasco, helsta mótheija Flamengo í Ríó, og líta stuðningsmenn Vasco á félagaskiptin sem svik. ROMARIO ásamt Johan Cruyff, þjálfara Barcelona, á síðustu æfingu Brasllíumannsins hjá spænska félaglnu í gær. ■HMjHBgjj : HAIMDKNATTLEIKUR: HVERNIG VERÐUR LEIÐIN AÐ GULLINU A HM? / C2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.