Morgunblaðið - 13.01.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.01.1995, Qupperneq 1
<] Samstarf Reykjavíkur og Ferðamálaráös GERÐUR hefur verið samstarfs- samningur milli Ferðamálaráðs og Reykjavíkurborgar um að borgin greiði 40% rekstarkostnaðar Upp- lýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík og Ferðamálaráð 60%. Magnús Oddsson ferðamálastjóri sagði að það væri fagnaðarefni að þessi samningur væri í höfn og að borgin hefði ákveðið að koma aftur til þessa samstarfs eftir nær fjög- urra ára hlé. „Þannig tekur hún þátt í því nauðsynlega upplýsinga- starfi fyrir erlenda og innlenda gesti," sagði Magnús Oddsson. Samningurinn fjallar um rekstr ur Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála í Reykjavík. Hún var sett á laggirnar 1987 og var reksturinn þá fjármagnaður þannig að Ferða- málaráð greiddi helming kostnað- ar ferðamálasamtök landshlut- anna 25% og Reykjavíkurborg 25%. Árið 1991 gekk Reykjavíkur- borg úr þessu samstarfi og sl. ár Ferðamálasamtök landshlutanna. JWtripiwMaifotíi) FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 __________D_____________ Einhæfni veldur álagi á fingur og olnboga Smit af völdum HIV-veirunnar greinist í auknum mæli hjá gagnkynhneigðum HEILDARHLUTFALL HlV-smit- aðra sem teljast gagnkynhneigðir hefur aukist í að vera 16% 1994 en var 13% árið 1993 og 11% árið 1992. Á þessum árum var 32% nýsmitaðra gagnkynhneigðir. Þetta eru m.a. niðurstöður Land- læknisembættisins um útbreiðslu HlV-veirunnar, en á sl. ári var til- kynnt um 8 einstaklinga með ný- greint HIV smit og 4 einstaklinga sem greinst höfðu með alnæmi. Dr. Haraldur Briem, smitsjúkdómafræðingur á Borgarspítalanum, segir niðurstöðurnar benda til að ásýnd faraldursins sé að breytast, því samfara aukningu smitaðra í hópi gagnkynhneigðra, grein- ist HlV-veiran í minna mæli hjá hommum. Ástæðuna telur hann þá að þeir skynji hættuna, fari varlega og noti smokka. Þótt smokkasala hafi aukist segir Haraldur að fjöldi smitaðara gagn- kynhneigðra einstaklinga bendi til að áróður fyrir notkun smokka skili ekki tilætluðum árangri hjá öðrum en hommum. Til ársloka 1994 hafa greinst samtals 91 einstaklingur með smit af völdum HIV, 35 með alnæmi, lokastig sjúkdómsins, og eru 25 þeirra látnir. Kynjahlutfall HIV smitaðra er u.þ.b. ein kona fyrir hveija 5 karl- menn og hlutfallið fyrir alnæmis- sjúklinga er 1 kona fyrir hveija 6 karla. Varðandi aldursdreifingu segir Haraldur mest um að fólk á þrítugsaldri greinist með smit og fólk á fertugsaldri með alnæmi. Sprautuffklar elns og tímasprengja Haraldur telur fíkniefnaneytend- ur, svokallaða sprautufíkla, við- kvæman áhættuhóp, en hópurinn telst vera um 300 manns. U.þ.b. tíu sprautufíklar hafa smit- ast á jafnmörgum árum. Ekki þurfi nema einn virkan fíkniefnaneytanda sem skiptist á nálum og sprautum við aðra, þá sé voðinn vís og veiran myndi breiðast hratt út, langt út fyrir þeirra raðir. „Fjöldi lifrarbólgutil- fella af B- og C-stofni hefur aukist mikið hjá sprautufíklum. Á árunum 1989-1992 var lifrar- bólgufaraldur af B-stofni meðal sprautufíkla. Smám saman mynduðu þeir smituðu mótefni, en þá tók við Iifrarbólga af C-stofni, en hún er mun erfiðari viðureignar. Lifrarbólga smitast aðallega með blóði og því bendir aukningin til að sprautufíklar séu afar óvarkárir með sprauturnar sínar. Slíkt getur verið eins og tímasprengja," segir Haraldur Briem. Til ársloka 1994 hafa greinst sam- tals 91 ein- staklingur með HIV smit, 35 með al- næmi, loka- stig sjúkdóms- ins, og eru 25 þeirra látnir. ggg Vilhjálmur Rafnsson 9 lseknir og Hulda Ólafsdóttir 2 sjúkraþjálfari kynntu fyrstu n niðurstöður rannsóknarinnar ^ á ráðstefnu læknadeildar £3 Háskóla íslands. 2 Tíðni álagseinkenna hjá konum, sem unnu við flæði- ih línu, var borin saman við tíðni d álagseinkenna hjá konum úr Srannsókn á fiskvinnslufólki frá 1987 eða fyrir tíma flæði- línunnar. Fyrri rannsóknin sýndi að álagseinkenni eru tíðari meðal fiskvinnslufólks en annarra. Vlnnan veröur elnhæfarl Fyrstu flæðilínur voru teknar upp eftir 1987 og þótti ástæða til að meta með nýrri rannsókn hvort dregið hefði úr álagseinkennum starfsmanna með tilkomu þeirra. Við flæðilínu er unnið við að snyrta og pakka fiski sem lengi hefur verið verkefni kvenna í fisk- vinnslu. Flæðilína léttir flutning á fiskin- um þannig að minna þarf að lyfta og bera en áður, @n jafnframt verður vinnan einhæfari. Við flæð- ilínu er hægt að stilla vinnuhæð og sitja eða standa við vinnuna. 200 sæti hafa selst á dao ÞÆR, sem unnu við flæðilínu, höfðu síður verki frá herðum, hnjám og ökklum. BREYTINGAR hafa orðið á álags- einkennum meðal fiskvinnslu- kvenna með tilkomu flæðilína. Þetta gæti stafað af því að vinnuaðstæður við flæðilín- una hafí dregið úr álagi á ökkla, en vegna aukinnar ein- hæfni hafi álag aukist á fingur og olnboga. Flæðilína er kerfi færibanda, sem flytur hráefnið að og frá starfsmönnum. Skv. rannsókn atvinnusjúk- dómadeildar Vinnueftirlits ríkisins og Rannsóknastofu í heilbrigðis- fræði benda niðurstöður til að tíðni einkenna hjá konum, sem vinna við flæðilínu, sé hærri en hjá öðrum. Þetta gildi um ein- kenni frá olnbogum, úlnliðum, efri hluta baks, mjóbaki, höfði og fingram. Þær, sem unnu við flæðilínu, höfðu síður verki frá herðum, hnjám og ökklum. Samanburður var gerður vlð rannsókn frá 1987 KAUPMANNAHÓFN hefur alltaf aðdráttar- afl á Islendinga. „FRÁ því greint var frá því að Ferðaskrifstofan Sam- vinnuferðir/Landsýn og Flugleiðir hefðu undirritað samning við helstu launþegasamtökin um ráðstöfun á 5.300 sætum til nokkurra helstu áfangastaða Flug- leiða hafa selst um 200 miðar á dag,“ sagði Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri SL þegar Ferðablað leitaði eftir upplýsingum um undirtektir manna. Helgi sagði að fram að þessu hefði verið langmest selt til Kaupmannahafnar en Bandaríkin og ýmsir Evrópustaðir færu ágætlega af stað. „Við bjuggumst ekki við að menn tækju svona fljótt við sér því ekki er nema vika síðan frá þessu var gengið og við erum rétt að byija að senda upplýsingar og veggspjöld um þessi kjör á vinnustaði. Það er einmitt þetta sem ger- ir okkur svo skemmtileg. Um leið og við sjáum glætu fyllumst við bjartsýni og drífum bara í málinu," sagði Helgi. Sem dæmi má nefna að verð til Kaupmannahafnar er 19.920 kr. til Glasgow 16.930 kr og Baltimore 37.380 kr. Þetta verð gildir til 9. mars. Eins og fram hefur komið í fréttum er hækkun innan við 1% frá síðasta ári. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.