Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 D 3 Ijósmynd/María Ellingsen. „HÉR MUN ég finna frið,“ segir Henry Miller við komuna til Big Sur. Staldrað við á bókasafni Henry Millers því að halda henni niðri og sú hugmynd sem tengist þessu máli er frelsið til að lesa það sem mað- ur kýs. Með öðrum orðum frelsi til að lesa það sem er vont fyrir mann jafnt og það sem er gott fyrir mann eða það sem er einfald- lega meinlaust. Hvernig getur maður varist hinu illa ef maður veit ekki hvað hið illa er? En það er ekki neitt illt, ekki neitt banvænt, sem þessi bók Sex- us býður norskum lesendum uppá. Þetta er skammtur af lífi sem ég hef tekið inn sjálfur og sem ég ekki einungis lifði af heldur þreifst á. Vissulega myndi ég ekki mæla með bókinni fyrir ungabörn en ekki myndi ég heldur bjóða bami flösku af ákavíti. Eg get sagt um hana án þess að roðna; borið sam- an við atómssprengjuna er bókin lífkætandi eiginleika.“ Fyrir þá sem kunna að meta Miller eða vilja kynna sér hann er gaman að koma við á safninu í Big Sur litast um á hans slóðum og virða fyrir sér verk hans. Bóka- safnsvörðurinn er sænskur og heit- ir Magnús og getur þulið verk Millers afturábak og áfram. ■ María Ellingsen. Morgunblaðið/Sverrir með vaktafyrirkomulagi. Sérstakir þjónustusamningar verði gerðir við þessi heimili þar sem skilgreindar eru þær kröfur, sem gerðar eru til þeirra, innlagnarferill og íjárveit- ingar. Með þessu móti verði dregið úr stofnanavistun og tryggð hag- kvæm en vönduð og fjölbreytt með- ferðarúrræði. Ýmsu ðbótavant Yfírstjóm bamavemdarmála var færð frá menntamálaráðuneyti til félagsmálaráðuneytis 1. janúar 1993. í kjölfar þess fól ráðherra félagsmála Hagsýslu ríkisins að gera úttekt á heildarskipan mála- flokksins að frumkvæði landsnefnd- ar um ár íjöiskyldunnar og stjórnar- nefndar Unglingaheimilisins. Nið- urstöður sýndu að brýn þörf væri á að endurskoða skipulag barna- verndarmála. Bent var á að stjórn- sýslu málaflokksins væri verulega ábótavant, sveigjanleika skorti og samhæfingu þeirra sem að þessum málum koma, vöntun væri á gæða- mati og eftirliti með árangri þeirra stofnana sem ríkið rekur eða styrk- ir. Verkaskipting ráðuneytis og undirstofnana var talin samrýmast illa stjórnsýsluvenjum. Talið var að aðstoð og eftirliti með bamavemd- arstarfi sveitarfélaga væri ábóta- vant. í skýrslunni var bent á að núverandi meðferðarkerfí ríkisins væri ófullnægjandi og rekstrarform meðferðarheimila óhagkvæmt. Gerðar voru athugasemdir við verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga sem væri óljós og ekki í sam- ræmi við gildandi lög um vemd barna og ungmenna og lög um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga. Einnig var bent á að hlutverkaskipting milli félags- og heilbrigðiskerfis í þessum málum væri óskýr. ■ JII DAGLEGT LÍF í heimi Pálu hjá dúkkum og nornum INNAN um kertaljós kúra dúkkur af ýmsum stærð- um og gerðum, litlar tuskudúkkur sem prýða gamla taurullu, aulalegir en yndislegir englar sitja á arninum, stór norn held- ur vörð í eldhúsinu og önnur stór „pappírskona" með krullað hár tekur á móti gestum í borðstof- unni. Hún Guðrún Pálína Björnsdóttir er skapari þeirra. „Ég hef alltaf haft gaman af handavinnu og nota yfírleitt morgnana þegar yngsta dóttir mín er í skólanum til að dunda við dúkkumar eða fást það sem ég geri mest af núna, að búa til þvotta- snúrur," segir hún. Hún hannar og saumar, hann smíðar Það em engar venju- legar þvottasnúrar sem Pála, eins og hún er köll- uð, er að búa til. Eigin- maðurinn, Þorvaldur Björnsson rafvirkjameist- ari, handsmíðar litla snúrastaura og það sem meira er að hann hand- smíðar úr tré pínulitlar þvottaklemmur sem era minni en bréfaklemmur. Pála tekur síðan við og notar snæri í þvottasnúr- ur. Það fær hún hjá vini sínum sem er prestur á Landakoti, en hann fær snærið utan af blaðasend- ingum frá Hollandi. Þegar hún er búin að festa snúr- urnar við staurana þá byijar hún að sauma út í agnarsmá koddaver og sauma klemmupoka og litlar dúkkur sem hún hengir líka á snúrurnar. Smáatrlðin úthugsuð Lítill þvottabali fylgir með og hann lítur út fyrir að vera eldgamall en þannig verður hann þegar hann kemur úr saltbaði. Smáatriðin eru svo út- hugsuð að hún leggur meira að segja naglana af snúrastaurunum í salt- lausn til að þeir virðist veðraðir. „Svo undarlega sem það kann að hljóma þá hef ég alltaf haft áhuga á þvotti," segir Pála. „Strax sem krakki bauðst ég til að blása á þvottinn fyrir hana mömmu ef gegnumtrekkurinn var Morgunblaðið/Þorkell EIGINMAÐURINN smíðar snúrustaurana og agnarsmáar tréklemmur, Guð- rún Pálína tekur við og hengir á snúrumar útsaumuð koddaver, litla klemmu- poka og dúkku, leggur þvottabalann í salt og svo framvegis. ekki nægur í þurrkher- berginu. Það jafnast held- ur ekkert á við ilminn af þvotti sem er nýkominn inn af þvottasnúranum,“ bætir hún við. Lftil saga á taurullunni Dúkkumar sem era allsstaðar í kringum snúr- umar á taurallunni þróuð- ust eiginlega með snúran- um hennar. „Þar sem ég átti taurallu fannst mér tilvalið að búa til pínulitla sveitasögu til að hafa á rullunni og þannig þróuð- ust dúkkurnar í kringum þvottinn." Flest það sem Pála not- ar í handavinnuna sína fær hún hér heima en aðra hluti þarf hún að láta senda sér að utan. Svlpsterkir leggjalangir englar - En verður hún aldrei leið á handavinnu? „Jú, það kemur fyrir, sérstaklega ef ég hef lengi verið að fást við það sama. Stundum hafa vinir og kunningjar verið iðnir við að panta það sem þeir sjá hjá mér og þegar ég er farin að gera sama hlutinn oft þá getur komið að því að ég þurfi að taka mér hlé.' Eins og með þessa aulalegu engla mína,“ segir Pála og sýnir mér svipsterka leggjalanga engla sem skarta blúndu- kjólum og slöngulokkum. „Ég gerði nokkuð marga fyrir jólin en hef ekki snert þá síðan. Þá geri ég bara eitthvað annað. Ég get að minnsta kosti ekki verið róleg lengi án þess að fá að skapa eitthvað." ■ grg ÞESSI fríða snót tekur á móti gestum þegar þeir koma í borðstofuna. „ENGEARNIR hennar skarta blúndum og silki. GUÐRÚN Pálína bjó til sveitasögu á taurulluna sína. Eilíf æsUa ? Er Q-10 lykillinn að eilífri œshu? Hlutverk Q-10 í sérhverri frumu líkamans er að umbreyta þeirri næringu sem að henni berst í orku. Auk þess hefur það andoxandi áhrif. Eitt hæsta hlutfall Q-10 í frumum likamans er í hjartanu. Upp úr miðjum aldri minnkar frmleiðsla þess, sem getur leitt til minni mótstöðukrafts, skerts starfsþreks og ótímabærrar öldrunar. Þá sem skortir Q-10 geta fundið greinilegan mun eftir neyslu þess í nokkum tíma, í auknu þreki og betri líðan, en jafnframt stuðlað að heilbrigðari efri árum. Éh eilsuhúsið Skólavörðustíg & Kringlunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.