Morgunblaðið - 13.01.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 13.01.1995, Síða 4
4 D FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + DAGLEGT LÍF HERDIS ÞORGEIRSDOTTIR, STJORNMALAFRÆÐINGUR Lífhræðslan varð til þess að ég hætti ÁRIÐ 1981 þegar Herdís Þorgeirs- dóttir hóf framhaldsnám í alþjóða- stjórnmálum í Boston ríktu þar önnur viðhorf til reykinga, en hún hafði kynnst áður. í Háskóla ís- lands reykti annar hver maður og í Frakklandi þótti engum tiltökumál þótt kennarar kveiktu sér í „Gaulo- ise“ í miðri kennslustund. „Afstaða Bandaríkjamanna til reykinga var lík og meginþorra ís- lendinga nú; hvergi öskubakkar, allir úti að skokka og mjög meðvit- aðir um heilsuna. Ég hafði reykt í mörg ár, en þegar ég dró upp men- tolsígaretturnar mínar fékk ég ýmis skot á mig, þótt ég væri alls ekki sú eina sem reykti. Evrópsku stúdentarnir reyktu mun meira en bandarískir og okkur fannst þeir mjög fanatískir." Sjálf var Herdís farin að hlaupa reglulega og fann þá að reykingarn- ar háðu henni. Kvöld eitt, allsendis fyrirvaralaust, tók hún ákvörðun um að reykja ekki næsta dag. Til að fyrirbyggja að hún félli í freistni á ný, sagði hún öllum frá ákvörðun sinni. „Lengi fannst mér afar erfitt að vera hætt að reykja. Tii að halda mér í góðu lík- amlegu ástandi hljóp ég daglega 4-5 km áður en ég sótti fyrirlestra. Tii þess að bijóta upp setuna á bóka- safninu þar sem maður var oft til kl. 11 á kvöldin fór ég yfirleitt í erobik eða tækjasal um kvöldmatar- leytið." Samfara líkamsræktinni breytti Herdís um mataræði, hætti að borða kjöt og sneri sér að heilsu- fæði, þ.á m. japönskum þörungum, þyngdist lítið og segist hafa styrkst líkamlega. Systir Herdísar, þá einn- ig við nám í Boston, var óspör á hrósið og hafði mörg orð um frísklegt útlit, sagði að gráminn væri horfinn af húðinni o.fl. o.fl. Herdís var að vonum ánægð með hrósið, segir þó hlæjandi að hún geti að sumu leyti verið sammála gamla manninum, sem systir hennar hitti á Ítalíu ári síðar. „Sá var víst mjög krumpaður í framan, sat á bekk og keðju- reykti. Þegar systir mín spurði hann hvort hann hefði aldrei hætt að reykja, svaraði hann mæðulega: „Jú, elskan mín, í tólf ár, en það voru leiðinlegustu ár ævi minnar.““ Þáði smávindil, púaði og fannst alveg frábært Að námi loknu kom Herdís heim, tók við kreljandi starfi við að setja á laggirnar nýtt tímarit, umgekkst marga sem reyktu og stóðst bindindið í eitt ár til við- bótar. „Ég var stödd í prentsmiðju í Hollandi, þar sem blaðið var prent- að vegna verkfalls, og forstjórinn bauð mér upp á smá- vindil. Ég þáði hann, púaði og fannst alveg frábært. Eftir þetta fékk ég mér oftar og oftar smávind- il og reykti þá af mikilli nautn í þrjú ár.“ Herdís segist alltaf hafa verið lífhrædd og líklega hafi örlögin gripið í taumana og séð til þess að hún hætti að reykja. „Ég var að bursta tennurnar þegar ég fann blóðbragð, sem mér fannst koma upp úr mér. Mér varð hugsað til þess hversu mjög ég ögraði heilsunni með reykingum og var að ræða þessi mál við blaðakonu, sem vann hjá mér. Hún var þá á reykinganámskeiði hjá Þorsteini Blöndal, lækni, og sagði honum hneyksluð frá þessari óforbetranlegu reyk- ingakonu. Þorsteinn bað mig að hafa sam- band og í stuttu sam- tali tókst honum að hræða mig svo að ég sagði honum að ég væri hætt þá og nú. í kjölfarið voru teknar röng- entmyndir af lungunum. Þorsteinn er skemmtilegur og fær læknir, langur og mjór, í hvítum slopp og minnir reyndar svolítið á filtersígar- ettu. Hann sagði að þótt ekki sæist neitt athugavert á myndunum, væri ég þar méð ekki óhult, þótt ég væri rétt rúmlega þrítug." Herdísi finnst álíka fjarstæðu- kennt að byija að reykja aftur eins og að fara til Kína í dag. Hvorugt sé inn í myndinni og því líti hún ekki á reykingar sem freistingu lengur, þótt hún muni enn hversu gott henni þótti að reykja. Hún er umburðarlynd gagnvart reykingum annarra, segist ekki geta leyft sér að láta eitthvað, sem hún hafi gert sjálf, fara í taugarnar á sér núna. Frá því Þorsteinn Blöndal las henni pistilinn fyrir sex árum segist hún samt alltaf vera hrædd við afleið- ingar reykinga, hveijir sem í hlut eiga. ••• sagði öllum fró ókvörðun sinni til nð fnllo ekkíí freisni ó ný. Herdís Þorgeirsdóttir MÖRGUM reykingamönnum finnst þeir hvarvetna vera orðnir horn- reka, enda oftast í órétti þegar þeir svala tóbaksfíkn sinni á al- mannafæri. Reyklausum vinnustöð- um fjölgar stöðugt, langt er síðan bannað var að reykja í opinberum byggingum, í leigubílum og nú síð- ast í kvikmyndahúsum. Ekkert lát virðist á áróðrinum gegn reyking- um og æ fleiri leggja málstaðnum lið og telja hreint og ómengað loft sjálfsögð mannréttindi. Illmögulegt er að fylgjast með fjölmiðlum án þess að innbyrða ein- hvern fróðleik um skaðsemi reyk- inga. Þótt enginn dragi óhollustu þeirra í efa, eiga margir í hinu mesta basli með að venja sig af ósómanum. Umvandanir og horn- augu hafa lítil áhrif. Sparnaðarút- reikningar duga ekki til og hugleið- ingar um sjúkdóma af völdum reyk- inga eru kæfðar með næstu sígar- ettu. Um áramót strengja margir þess heit að hætta að reykja. Flestir búa sig undir þessa ákvörðun með ein- hveijum hætti, styðjast við reynslu annarra eða fara eftir eigin hyggjuviti. Daglegt líf leitaði til þriggja einstaklinga, sem hættu að reykja fyrir allmörgum árum, spurðist fyrir um aðdraganda ákvörðuninnar, hvaða ráð hefði dugað þeim best og um aukakilóin, hinn illræmda fylgikvilla. vþj Góð gjöf getur verið vond sé hún gefin í vitlausu landi Munir úr silfri, kristal, gulli og eöalstein- um eru hvar- vetna í miklum metum tregir til, því ekki tíðkast í Japan að koma fólki á óvart með gjöfum, enda er þá engin leið að endur- gjalda. Því síður er viðeigandi að biðja um að pakki sé strax tekinn upp. Þetta vissi sá banda- ríski ekki og ekki heldur að ástæðan fyrir skelfing- arsvip fólks þegar það opnaði pakka sína, voru hin táknrænu skilaboð sem þar lágu. Kaupsýslu- maðurinn gaf öllum gest- um sínum svissneskan vasahníf, en fái Japani hníf að gjöf, er iitið svo á að verið sé að benda honum á að fremja sjálfsmorð. ÞAÐ ER vandræðalegt að mæta í boð í Þýskalandi eða á Ítalíu með 12 rauðar rósir fyrir gestgjaf- ann og óviðeigandi er að færa Kínveija skó að gjöf. Sinn er siður í landi hveiju og það sem þykir sjálfsagt í einu menningarsamfé- lagi getur verið argasta móðgun í öðru. Ritið High Life birti nýlega grein um gjafir, þar sem fram koma upplýsingar um venjur í ýmsum löndum. Sögð er saga af bandarískum kaupsýslumanni í viðskiptaferð í Japan. í lok ferðar- innar ákvað hann að bjóða jap- önskum viðskiptavinum til kvöld- verðar og til að gleðja þá lét hann útbúa iitla pakka sem settir voru við disk hvers og eins. Þegar menn höfðu sest að borðum bað hann gesti sína að opna pakkana og þ'ggja lítilræðið. Þeir voru Rós í réttum lit Rósir eru sums staðar vandrneð- farin gjöf. I Þýskalandi og á Italíu boðar ógæfu að gefa rósir ef þær standa á sléttri tölu. Þá er óviðeig- andi að annar en elskhugi gefi HNÍFAR eru sums staðar tákn um vináttuslit. rauðar rósir, því þær eru víða tákn um ástríðu. Elskhugi skyldi telja rósirnar, áður en hann lætur pakka þeim inn, því þær eiga að standa á oddatölu til að þær boði gæfu. Gul blóm eru sorgartákn í A-Evr- ópu og merki um aðskilnað í Chile. Hvít blóm tengjast jarðarförum víða í S-Ameríku, en brúðkaupum og áfangasigri sums staðar í Evr- ópu. Konfekt er alltaf gott Suma hluti er hægt að gefa hvar sem er í heiminum, án þess að eiga á hættu að móðga viðtak- anda. Konfekt og súkkulaði er, samkvæmt upplýsingum úr High KONFEKT er alls staðar góð gjöf og vel við hæfi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.