Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 D 5 DAGLEGT LÍF EDDA BJORGVINSDOTTIR, LEIKKONA SIGHVATUR BJORGVINSSON, RAÐHERRA Fimm mínútna ráðið reyndist best Sögusagnir voru um að ég reykti í laumi „UMBURÐARLYNDIÐ gagn- vart nánustu ástvinum hlýtur að vera takmarkalaust," segir Edda Björgvinsdóttir, leikkona. Hún talar af reynslu, því í mörg ár umbar hún keðjureykingar eiginmanns síns, Gísla Rúnars Jónssonar, leikara, með stóískri ró, þótt sjálf væri hún búin að leggja pípunni sinni fyrir löngu. „Hann reykti fjóra pakka á dag, en hætti fyrir ári. Heimilið er reyklaust og núna finnst mér jaðra við að ég sé beitt ofbeldi þegar reykt er í kringum mig.“ Edda hefur ekki alltaf verið svona eitilhörð í afstöðu sinni til reykinga, enda reykti hún í sextán ár áður en hún hætti fyrir sex árum. „Ég byijaði að reykja pípu í MH. Þá var í tísku að vera afskaplega óhefðbundin í fasi og klæðaburði. Ég taldi mér trú um að ég vekti athygli með píp- unni, fannst hún eiga einkar vel við rifnu gallabuxumar og lopapeysuna mína.“ Aðdragandi þess að Edda hætti að reykja var stuttur. „Ég fékk þau slæmu tíðindi að ber hefði greinst í bijósti vinkonu minnar. Sama dag fann ég fyrir miklum andþrengsl- um. Mikil hræðsla greip mig og ég fór að hugsa alvarlega um að á mínum aldri gæti maður alveg eins fengið krabbamein í lungun af völd- um reykinga. Daginn eftir ákvað ég að skilja pípuna eftir heima. Ég var þá að vinna á sjónvarpinu með Guð- mundi Guðmundarsyni, sviðstjóra, sem gaf mér haldgott ráð. Edda mín, sagði hann, ef þig langar að reykja, bíddu þá bara með það í fimm mínútur og þá langar þig áreiðan- lega ekki eins mikið í smók.“ Ekkert gaman að fara í heimsóknir Fimm mínútna ráðið dugði Eddu vel, þótt ekki þætti henni þrautalaust að hætta við Edda Björgvinsdóttir pípuna. í fyrstu segist hún hafa haldið sig að mestu innan veggja heimilisins, verið stöð- ugt að líta á klukkuna og henni fannst ekkert gaman að fara í heimsóknir. „Pípureykinga- menn segja gjarnan að það sé barnaleikur að hætta að reykja sígarettur miðað við að hætta að reykja pípu. Reyndar hef ég ekki samanburð, því ég hef aldrei reykt sígarettur. Hins vegar fannst mér föndrið og dúlleríið í kringum pípuna engu síðra en sjálfar reykingamar." Ári eftir að Edda hætti að reykja, fór hún til Lundúna og tók pípuna sína með. „Ég ætl- aði bara að reykja í þessari ferð, frænku minni til samlætis. Ég var al- veg sannfærð um að ég myndi ekki byija aftur og henti tóbaksbréfinu án allrar eftir- sjár á heimleiðinni.“ Þótt Eddu hafi tekist að hætta að reykja og sé frelsinu fegin, finnur hún einstöku sinnum til löngunar. „Það er helst þegar ég finn lyktina af uppáhaldstóbakinu mínu. Ég sit þó á mér með að biðja um smók, en hef á tilfinningunni að ég sé svolítið eins og dópisti." Edda þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af aukakílóun- um, sem oft hlaðast upp þegar hætt er að reykja. Hún þyngdist fljótlega um átta kíló. „Flestir sögðu aukakílóin bara til bóta, því ég var víst óttaleg horrengla. Ég var samt ekki ánægð með þetta og reyndi hvað ég gat til að ná þeim af mér. Með sundi og annarri líkamsrækt tókst mér fljótlega að losna við þijú kíló og hélt sömu þyngd fram að næstu barneign." ...fannst pípnn eign einkar vel við galla- buxurnar og lopapeysuna. ALÞJÓÐ fylgdist grannt með þegar Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, hætti að reykja fyrir átján árum í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þættirnir hétu „Hættum að reykja" og voru á dagskrá á hveiju kvöldi í eina viku. Sighvatur var einn fjög- urra þátttakenda, sem lýsti fyrstu reynslu sinni og líðan vegna tóbaksbindindis fyrir landanum. Mörgum eru þætt- irnir í fersku minni og enn eru þátttakendur undir smásjánni vegna uppátækisins. Sighvatur hefur þó hreinan skjöld, því hann hefur hvorki snert sígarettur, pípu né vindla síðan. „... utan bara örsjaldan nú í seinni tíð að ég fæ mér vindil og púa svolítið, því mér finnst lyktin svo góð. í fyrstu leiddist mér að geta ekki einu sinni fengið mér vindil á gamlárskvöld til að kveikja í flugeldunum. Annars fannst mér þetta alls ekki erfiður tími, ég hafði mikið að gera og var ekkert að hugsa um reyking- ar. Það hjálpaði mér líka að eigin- kona mín og móðir hættu að reykja á sama tíma.“ Kærkomið tækifæri að koma mér á framfæri Sighvatur hikaði ekki þegar hann var beðinn um að vera með í þættinum „Hættum að reykja“, enda lengi hugleitt að hætta. „Sem ungum stjórnmála- manni fannst mér líka kærkomið tækifæri að koma mér á framfæri á þennan hátt í sjónvarpi. Ekki var á íslendingseðlið logið því ýmsar sögusagnir gengu um okkur fjór- menninganna, t.d. var sagt að ég ætti ekk- ert erindi í þáttinn þar sem ég hefði aldrei reykt eða þá að ég reykti í laumi.“ Á tveimur árum, eftir að Sighvatur hætti að reykja, þyngdist hann um tíu kíló. Þótt hann segist ekki hafa mátt við þeim, fannst honum þau betri kostur en reykingarnar. „Ég fann strax mikinn mun á heils- unni, mér leið betur á morgnana - og varð fijótlega að mestu laus við hin sígildu vor- og haust- kvef, sem jafnan hijá reykinga- fólk.“ Sighvatur segist vera sá eini fjórmenninganna sem ekki hafi sprungið á limminu. Honum finnst fráleitt að hann byrji að reykja aftur, enda hafi tóbak- snautnin fyrnst í minningunni. „Þegar þættirnir voru á hvers manns vörum, fékk ég mörg bréf frá fólki, sem ég þekkti ekki neitt. Mér er sérstaklega minnisstætt bréf frá Þórði Jónssyni á Látrum. Hann skrifaði mér að löngu áður hefði hann lesið um skaðsemi reykinga í bresku tímariti. Til , að sannprófa þetta, hélt hann þeim sið í mörg ár að fara í tóbaksbindindi á sumar- daginn fyrsta, en byija aftur að reykja fyrsta vetrardag. Þessari tilraunastarfs- semi fylgdi hann eftir með því að gangast undir ítarlega læknisskoð- un hveiju sinni. Hann sagði mér að með árunum hafi honum reynst einna erfiðast að hefja reykingarn- ar að nýju.“ Sighvatur lætur sér í léttu rúmi liggja þótt fólk reyki í kringum hann. Honum finnst þó óþægilegt , að koma inn í húsakynni þar sem reykt hefur verið, því lyktin sé svo vond. „Við megum ekki sofna á verðinum. Umræða og fræðsla um skaðsemi reykinga verður að halda áfram og vonandi nær nýja tóbaks- varnarfrumvarpið fram að ganga á þessu þingi.“ Sighvatur ráðleggur þeim sem hyggjast hætta að reykja að hafa sem fæst orð um ákvörðunina og mikla ekki fyrir sér erfiðleik- ana. ■ Sighvatur Björgvinsson • •• ég hafði mikið að gera og var ekkert að hugsa um reykingar. GOTT ráð til að móðga Kínveija er að gefa honum úr eða klukku. I Life, alls staðar vel þegið, en mis- jafnt eftir löndum hve mikil áhersla er lögð á umbúðir. Á Ítalíu er lykil- atriði að láta konfektsala pakka inn; það er trygging fýr- ir því að ekki sé verið að gefa afganga að heiman eða konfekt úr hvaða sjoppu sem er. Reyndar gildir sú al- menna regla um gjafir á Ítalíu að láta pakka þeim inn þar sem þær eru keyptar. Munir úr silfri, postulíni, kristal, gulli og eðalstein- um eru hvarvetna í miklum metum og sömuleiðis er ekki vitað til að lín geti móðg- að nokkum mann, nema Ekki tíðkast að koma Japön- um á óvart vasaklútur hafi verið saumaður úr líni, en hann er sums staðar merki um tár og sorg. Breska konungs- fjölskyldan gefur alltaf sams konar gjafir í opinberum heim- sóknum erlendis, silfur- bakka og mynd af hinni tignu fjölskyldu. Mynd- irnar eru ýmist í silfur- eða viðarramma og fer það eftir virðugleika hvort maður fær fjöl- skyldumynd í ramma úr silfri eða tré. Bush gleymdl að læra heima Tímaritið High Life greinir m.a. frá opinberri heimsókn George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, til Kína. Hann færði Li Peng for- láta svört leðurstígvél að gjöf og var annað skreytt kínverska fán- anum og hitt þeim bandaríska. Kínveijum mun hafa þótt lítið til gjafarinnar koma, því fætur eru ekki álitnir mikils verður líkams- hluti í mörgum Asíulöndum og skótau því afar óviðeigandi gjöf. Bandaríkjaforseti hefði gert illt verra hefði hann fært Li Peng hníf, t.d. útskorinn bréfahníf, því í Kína eru hnífar tákn um vináttu- slit. Úr og klukkur eru ekki held- ur góð gjöf í Kína, því þær eru merki um fyrirlitningu. Jimmy Carter þá forseti Banda- ríkjanna, fór ásamt konu sinni til Egyptalands 1978, þar sem þau skoðuðu úlfaldamarkað. Einn kaupmanna var svo frá sér num- inn af kæti yfir komu forsetahjón- anna að hann færði þeim silfur- peninga að gjöf, nokkrar úlfalda- svipur og eitt 6 vetra kameldýr með bleikt hálsband. Minnstu munaði að hann slátraði rollu- ræfli, sem samkvæmt þarlendri hefð er tákn um að göfugur gest- ur sé velkominn. Japanir leggja mikið upp úr gjöf- um og segir í greininni að þeir vandi ekki aðeins valið heldur sé mikil vinna lögð í að pakka henni inn. Pappír er brotinn þráðbeint og þess er gætt að hann krumpist ekki á leið í hendur viðtakanda. í betri verslunum er starfsfólk þjálf- að í innpökkun og mun það vera metnaðarmál að hafa fært pökkun- arfólk á sínum snærum. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir halda því fram að Japanir hafi fundið upp nýja listgrein; listina að gefa. — og áhrifarík heilsuefni frá - Pharma Nord - Danmörku Heilsuefni sem allir geta treyst. Náttúruleg bætiefni. Framleidd með ströngu gæðaeftirliti. Bio-heilsuefnin frá Pharma Nord njóta mikilla vinsælda hér á landi vegna gæða og virkni þeirra. BiO-CHRÓM BiO-GLANDfN-25 BiO-CAROTEN BiO-CALCÍUM BiO-HVlTLAUKUR QIO k«psl« BiO-ZÍNK BiO-E-VÍTAM.525 BiO-FÍBER BiO-MARÍN Kssajt Bio-Sdcr +Zink Bio-Biloba bætir minni og einbeitingarhæfni Bio-Qinon Q10 eykur orku og úthald Bio-Selen+Zínk er áhrifaríkt alhliða andoxunar heilsuefni Pharma Nord rekur útibú í eftirtöldum löndum, þar sem heilsuefnin njóta sívaxandi vinsælda: Finnlandi - Sviþjóð - Noregi - Englandi - Hollandi - Þýskalandi. Síini: 91-76610 Bio-heilsuefnin fást í: Heilsubúðum, mörgum apótekum og matvöru-mörkuðum. Besta Q-10 efnið á markaðnum segja ánægðir neytendur Ekki spurning Brynja Tomer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.