Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 6
6 D FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ORÐSTÍR flugfélagsins hefur leitt til að ferðamönnum til Dubai hefur fjölgað. Ferðir út í eyðimörkina og vinjar þar hafa m.a. orðið vinsælar. Emirates græðir EMIRATES, flugfé- lag Dubai, hefur kunngert að hagnað- ur þess fl'árhagsárið 1993-94 hafí verið 24,4 millj. dollara miðað við 2,9 milljón- ir dollara árið á undan. Forstjóri Emirates, Ahmad bin Saeed A1 Aktoum, kveðst búast við að næsta ár verði a.m.k. ekki lakara, en því lýkur 31. mars nk. Forstjórinn segir að 23% fjölgun farþega hafí orðið á þessum tíma og vöruflutningar hafí orðið 26,9% meiri. Þetta er í fyrsta skipti sem Emirates birtir tölur um rekstur síðan það var stofnað fyrir tíu árum. Ahmad segir að aðeins eitt ár hafí orðið tap, þ.e. annað árið og þá 6,5 milljón dollara. Öll hin hafí komið út með hagnaði. Emirates gat sér fljótlega mikið og gott orð fyrir frábæra þjónustu við farþega, öryggi og stundvísi og hefur það hlotið margvíslega viður- kenningu þeirra sem starfa í ferða: þjónustu og þeirra sem ferðast. 1 fýrra var Emirates t.d. valið Flugfé- lag ársins af lesendum breska ferðablaðsins Executive Travel. Gott orðspor hefur einnig orðið til að vekja athygli á Dubai sem ferðamannastað og hefur fjöldi viðdvalarfarþega margfaldast og mikil fjölgun orðið meðal almennra farþega. ■ Upplýsingamiðstöð Eystrasaltsríkia EY STRAS ALTSRÍKIN þrjú, Eist- land, Lettland og Litháen, hafa opnað upplýsingaskrifstofu um ferðamál í Helsinki. Verður verksvið hennar að kynna löndin þijú og vinna að því að fleiri ferðamenn sæki Eystrasalts- löndin heim á næstu árum. Forsvarsmenn skrifstofunnar segja að hún eigi eftir föngum að fylgja- málum eftir víðar en í Finnlandi. ■ Vofuskoðun hjá Byrons DRAU GAKÖNNUNARFERÐ um æskuheimili Byrons lávarðar, Newstead Abbey, er hápunktur helg- arferðar 4.og 5. febrúar, segir í fréttabréfí breska ferðamálaráðsins. Fyrst verður efnt til málþings í Bestwood Lodge hóteli í Nottingham. Síðan verða kynnt ýmis sönnunar- gögn um tilvist framliðinna og at- kvæðasemi þeirra á aðskiljanlegum stöðum svo og lestrarefni um rann- sóknir á yfírnáttúrulegum fyrirbær- um. Leiðsögumaður í draugaskoðun- arferðinni verða dr. David Cross sem er dáleiðslusérfræðingur og Jenny Bright miðill. Þetta kostar um 8 þúsund krónur. ■ Bfmæli Westminstei MIKIL hátíðahöld verða í London í ár til að halda upp á þúsund ára afmæli Westminsterdómkirkjunnar. Nefna má að efnt verður til alþjóð- legrar tónlistarhátíðar og síðar á árinu verður sett upp vegleg sýning um sögu kirkjunnar. ■ Hversu margir eruum hvern lækni? íbúar um lækni Land 1993 1994 ■ ' •" " ; ' v "» - • ■ x Sviss 585 630 Kanada 446 501 Bandaríkin 420 420 Frakkland 333 350 Japan 610 610 Suður-Kórea 1070 1370 Macau 758 667 Tyrkland 1176 1260 Malasía 2410 2656 Saudi Arabía 700 660 Brazilía 847 684 íran 3140 3140 Mongólía 389 390 Kína 809 724 Ítalía 210 210 Pakistan 2000 2111 Indónesía 6786 11641 Nígería 5882 6650 Afganistan 7692 9091 Laos 4545 4380 Kambódía 16365 25000 Heimild: Asiaweek, 28. des. 1994. FERÐALÖG Með Ferdi í fjaHasatari MÉR VAR sagt að vera ferðbúin í lobbýinu á La Cabana-hótelinu klukkan 8.45 á laugardagsmorgni þann 12. nóvember sl. því þangað kæmi náungi að nafni Ferdi á sínum fjallabíl og færi með mig um óbyggðir Aruba-eyjunnar, sem flfi Úrval-Útsýn býður nú sem nýjan áfangastað fyrir íslend- £WS >nga- Arubamaðurinn Ferdi, öðru nafni Fernando Maduri, lét mig ekki bíða lengi eftir sér þrátt fyrir annasama daga, heldur kom á tilsettum tíma og af stað héldum við í „rykmettuðum" jeppan- um hans. Hann fullvissaði mig um að jeppinn stæði fyrir sínu. Hann færi þær vegleysur, sem aðra dreymdi ekki einu sinni um að kom- ast, og það stóð eins og stafur á bók. Ferdi rekur sitt eigið fyrirtæki, sem hann kallar Corvalou Eco Tours, og gerir út á túrisma, eins og svo margir aðrir á ferðamannaeyjunni Aruba, en hann kýs að hafa skoðun- arferðimar sínar á persónulegum nótum og segist aldrei taka fleiri en sex í einu. Með því móti gefist hon- um kostur á að uppfylla þarfir hvers og eins og ekkert þyrfti endilega að vera fyrirfram skipulagt. Hann fari bara þangað sem hugur farþeganna stæði til hveiju sinni. Þegar við höfðum ekið smáspöl frá hótelinu tilkynnti Ferdi mér að samferðarmenn okkar þennan dag yrðu öldruð hjón frá Englandi. Hann héti Richard og hún Jean. Yndælis- hjón, hann fyrrum prestur og hún tónlistarkennari, ættu sex uppkomin FERDI teygir sig eftir kakt- usávexti. börn, fímm syni og eina dóttur. Þau sögðu mér að fjölskyldan væri mjög tónelsk. Tveir af sonunum væru í hljómsveit bresku konungsfjölskyld- unnar og ferðuðust m.a. á drottning- arsnekkjunni Brittania þegar Breta- drottning heimsótti ísland. Þrátt Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir NATURAL Bridge er eitt mesta stolt Aruba-búa. HVERNIG VAR FLUGIÐ Hugleiöingar um dýrt eða ódýrt ílug lö. Biman BANGLADESH AIRUNES rour home in the air BIMAN- heimili þitt í háloftunum. Svo hljóðar hið vinalega slagorð Bangladesh Airlines FYRSTA og almenna reglan á Iang- ferðalögum útí heim er sú að alltaf er dýrast að fljúga stysta spottann; frá Islandi og á stað fyrir tengiflug. Þetta er það sem Flugleiðir og örlög- in hafa skammtað íslenskum ferða- löngum á þessari öld. Þegar Flug- leiðaþröskuldurinn hefur verið yfir- unninn bjóðast margir kostir. í London, Kaupmannahöfn, Amst- erdam og jafnvel New York er fjöldi ferðaskrifstofa sem kunna að íeita uppi ódýr fargjöld lengra út í hinn stóra heim. Gott er að kynna sér raunvirði fargjalda með því að lesa bresku sunnudagsblöðin t.d. Sunday Times. Þess ber þó að geta að sjaldn- ast er maður svo heppinn að fá lægsta fargjaldið til fjarlægra deilda jarðar, takmarkanir eru í gildi þar eins og annars staðar — en góður fyrirvari hjálpar. Þaö borgar slg ekki alltaf að kaupa ódýrasta fargjaldlð Flestir sem ferðast á eigin vegum vilja spara og komast sem ódýrast. Jafn eðlilegt og sjálfsagt og það er verður að geta annmarka. „Ódýrasta flugið“ getur verið svo erfítt að það borgi sig alls ekki að taka það. Þessu kynntist ég á flugleiðinni Kat- hmandu-London í fyrra. Royal Nep- al Airlines flýgur einu sinni til tvisv- ar í viku fyrir ögn meira en önnur sem bjóða 5-10 þús. kr. ódýrara fargjald með millilendingu. Önnur sem eru ódýrari eru t.d. Aeroflot, sem virðist gera hvað sem er til að fá erlenda dollaraborgandi farþega, en þeim kosti hafnaði ég vegna 2 daga dvalar í Moskvu sem ég hafði ekki efni á. Næst kom flugfélagið Biman, flugfélag Bangladesh. Það flug var tiltölulega ódýrt og leit ekki illa út á pappímum 8 vikum fyrir brottför frá Kathmandu. Flogið var fyrst í rúma klukkustund til Dhaka, beðið þar á hóteli í nokkra tíma og síðan var beint flug til Lon- don Þetta var hin mesta píslarganga. Flugið frá Kathmandu til Dhaka var ánægjulegt. En þá tók við óendanleg röð gegnum vegabréfseftirlit og toll, langar biðraðir við fólksflutningabíla sem aldrei ætluðu að komast á gisti- stað og svo hrikaleg barátta við starfsmenn hótelsins sem þurftu að skrá hvern einasta farþega með vegabréfsnúmeri og öllu til 6 tíma dvalar. Hópurinn sem var úrillur og þreyttur þegar hér var komið sögu fékk sérlega illa útilátinn kvöldverð fyrir 2-3 tíma svefn á kaldranalegum herbergjum áður en ræst var út í rútur á ný. Á vellinum var örtröð til að koma sér í gegn með allan farangur. Loks þegar vélin komst á loft var tilkynnt að hún væri á leið til Dubai í 5 klst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.