Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.1995, Blaðsíða 8
8 D FÖSTUDAGUR13.JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG Hver eru bestu hfitel í heimi og hvar eru bau? I NÝJASTA hefti bandaríska ferðablaðsins Conde Nast Traveler er birt niðurstaða úr könnun um bestu hótel í heimi. The Lanes- borough í London fékk flest stig. Fimm þúsund lesendur sögðu álit sitt og alls komust um 500 hótél víðs vegar á „gulllistann". Öll eru að mati gesta langt fyrir ofan meðallag en sum eru töluvert betri en önnur. Stig voru gefin fyrir þjónustu, herbergi, veitingastaði hótelsins, andrúmsloft og hvernig hótelið var í sveit sett. Þau hótel sem fengu yfir 85 stig eru svona allt að því fullkomin hvað aðbúnað, þjónustu og annað snertir. Eftirtekt vakti þégar stigagjöf var skoðuð að and- rúmsloft og viðmót virtist vega þyngra en t.d. veitingastaðir eða glæsileiki. Þau stigahæstu voru: The Lanesborough, London, 93.8 Cliveden, Taplow, Englandi, 92.9 Hótel Imperiál, Vínarborg, 91.8 Le Reserve de Beaulieu, Beauli- eu sur Mer, Frakklandi, 91.5 Grand Hyatt Erawan, Bangkok, 91.9 Amanpuri, Phuket, Thaiiandi 91.7 Lodge at Koele, Lanai, Hawaii, 91.5 The Regent, Hong Kong, 91.5 The Oriental, Bangkok, 91.4 Ritz-Carlton, Napolí, Flórida, 91.1 Four Seasons Resort, Maui, Hawai 90.7 Ritz Carlton Mauna Lani, Big Island, Hawaii, 90.2 Mandarin Oriental, Jakarta 90.0 Mjög fá hótel í Mexíkó náðu 70 stigum, engin gistihús í A-Evrópu voru á listanum og aðeins-jörfá Afríku- og S-Ameríkuhótel náðu langt. Þau hótel sem hlutu 87-89 stig eru: AF EINSTAKRI borg var útkoma Bangkhok í Thai- ARSTIÐIRNAR fjórar í Hamborg var stigahátt. landi tiltölulega best. Hér er Royal Orchid Sheraton. Stig voru gef in fyrir þjónustu, herbergi, veit- ingastoði í hótelunum hvernig þau voru í sveit sett og það sem skipti miklu; and- rúmsloft og viðmót. - ' " ' - ••-•.-' '-:;: :•-:'-' \ —-41 ¦ ' 'ylfcr- "i"7-; MÖRG hótel á Hawaiieyjum voru með þeim stigahæstu. Shangri-La, Singapore Ritz Carlton, Chicago, Manele Bay, Lanai, Hawaii, Greenbrier Hotel.White Sulphur Springs.V-Virginíu Mandarin Oriental, Hong Kong, Halkulani, Osahu, Hawaii, RoyalOrchid Sheraton, Banghkok, Four Seasons Resort, Nevis, V-Ind. Mauna Lani Bay, Big Island, Hawaii, Vier Jahrezeiten, Hamborg, The Peninsula, Hong Kong, Le Sirenuse, Positano, ítalíu, Shangri-La, Bangkok, Malliouhana hótel, Anguilla, V- Ind. The Cloister, Georgíu, Canyon Ranch, Lenox, Massachusetts, Crescent Court, Dallas Texas, Hotel de Crillon, París, Mansion on Turtle, Dallas, Inn at Perry Cabin, St. Micheles, Louisiana, Hotel du Cap-Eden-Roc, Cap d'Antibes, Frakklandi Ritz-Carlton, Aspen, Colorado Grand Wailea Resort, Maui, Hawaii, Crescent, Bath, Englandi, Hotel Ritz, París, Hotel Villa Cipriani, Asolo, ítalíu, Eins og fyrr segir höfðu öll 500 hótelín sér til ágætis nokkuð og fjölda mörg voru með stig á bilinu 75-86. Ekkert hótel í Bandaríkjun- um var í lægsta flokki en þrjú í Kanada, Hilton í Montreal og King Edward og Park Plaza í Toronto fengu undir 70 stig. Þegar litið er til Austurlanda fjær er áberandi hve gestum hugn- ast hótel þar. Mjög fá hótel í þeim heimshluta fengu undir 70 stigum en þess má þó geta að þau þrjú hótel í Peking sem nefnd eru voru í lægri kantinurn og sama máli gegnir um 2 hótel í Suður-Kóreu. Sá einstaki staður sem fær hvað glæsilegasta útkomu á gulllistan- um hlýtur að vera Bangkok. Það sætir nokkrum tíðindum að þar með eru slegnir út staðir eins og Hong Kong og Singapore og sýnir kannski umfram annað að hótel- gæði eru í algerum sérflokki þó Hawaii komi einnig ágætlega út. ¦ j± Ferðamálafræðinp stofna f élag STOFNAÐ hefur verið Félag háskóla- menntaðra ferðamálafræðinga, FHF, og munu um 50-60 manns eiga rétt á að ganga í félagið. Formaður var kosinn Bjarnheiður Hallsdóttir og með henni í stjórn eru Rögnvaldur Guðmundsson, Oddný Óladóttir, Arnar Már Ólafsson og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamála- fulltrúi í Hafnarfirði segir að hópur fólks með háskólamenntun í fræðunum hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að slíkt samstarf væri nauðsynlegt til að styrkja stöðu þess gagnvart atvinnugreininni. Háskólamennt- uðum ferðamálafræðingum finnist að auka Bjarnheiður Hallsdóttir þurfi skilning stjórnenda í ferðaþjónustu á því að fræðileg nútímavinnubrögð séu að- kallandi við uppbyggingu íslenskrar ferða- þjónustu. Rögnvaldur sagði að félagsstofnunin hefði því verið eðlilegt framhald af þessum umræðum. Það sé von félagsmanna að með henni verði lagður grundsvöllur að vísinda- legum umræðum um framþróun atvinnu- grejnarinnar. Á fundinum var komið á fót nokkrum málefnahópum, s.s. ferðaþjónusta og um- hverfismál, fræðsluhópur, gæðamál, rann- sóknir, ytra umhverfi og skemmtinefnd. Snjódýpt á austurrískum skíðasvæðum Staður Idal Afjalll (sm) i (sm) Badgastein/ ———— Bad Hofgastein 20 135 Bad Kleinkirchheim 20 40 Flachau/Wagrain 30 70 Innsbruck/lgls 20 130 Kitzbuhel/Kirchberg 25 65 Lech/Zurs 75 200 Obertauern 80 140 Saalbach/Hinterglemm 20 80 Sölden/Höchsölden 10 45 St.Johann/Obemdorf 30 80 Zell am See/Kaprun 15 55 Heimild: Ferðamálaráð Austurrikis 4. jan. 1995 Hvað er um að vera í Reykjavík? BÆKLINGURINN What is on in Reykja- vík, desember-jan- úar, kom út fyrir nokkru. Þar eru sem< fyrr skilmerkilegar upplýsingar um hótel og gistiheimili, opn- unartíma verslana og banka, bílaleigur, kirkjur, sendiráð og fleira sem gestum kemur vel að vita. Þá er sagt frá leik- sýníngum, hljómleik- um og sýningum og öðrum viðburðum sem mönnum standa til boða. Skínandi góð kort ÍECEM8ER - JftHUAR* af Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði eru til fyrirmyndar. Loks má nefna gagn- lega smápistla um eitt og annað. Helgi Pétursson, formaður Ferða- málanefndar Reykja- víkur, skrifar aðfara- orð. Útgefandi er Ferðakort hf. og rit- stjóri er Áskell Þóris- son. Bæklingnum er dreift ókeypis á hót- el, bílaleigur og fleiri staði þar sem vænta má erlendra gesta. ¦ FERÐIR UM HELGINA FERÐAFELAG ISLANDS SUNNUD. 15. janúar kl. 13 verða tvær ferðir, gönguferð og skíða- gönguferð.Gönguferðin hefst við Blikastaðakró sem er vík inn í land Blikastaða í Mosfellsbæ. Síð- an liggur leiðin með ströndinni í land Reykjavíkur og að Gufunesi. Gufunes er austur af Viðeyjar- sundi og nefnt í Landnámu og segir að landnámsmaðurinn Ketill gufa hafi dvalið þar vetursakir. Hafa sumir fyrir satt að nesið heiti eftir honum. Þá hefur sú til- gáta komið fram að staðurinn dragi nafn af gufu er leirinn í botni Lóns hitnaði þegar fjaraði og sólskin var. Bæjarsjóður Reykjavíkur keypti jörðina 1924 ásamt Eiði, Knútskoti og Geld- inganesi. Landsími íslands lét reisa fjarskiptastöð á Gufunesi þegar verið var að koma á talsam- bandi við útlönd 1935. Áburðar- verksmiðja ríkisins er í Gufunesi. Skíðagönguferðin kl. 13 verður í nágrenni Reykjavikur og verður vonandi nægur snjór og gott skíðagöngufæri. ÚTIVIST HJÁ Útivist er nýjung á boðstól- um, Kjörgangan, og verður farin sérstök kynningarferð laugard. 14. janúar kl. 10.30 frá Umferðar- miðstöðinni. Þáttakendum verður skipt í þrjá hópa eftir óskum um göngu- hraða og því farnir mislangir áfangar á sömu gönguleið. Hverj- um hópi fylgir fararstjóri. Að þessu sinni verða fyrir val- inu hlutar Bláfjallaleiðar og ná- grenni. Hóparnir koma samtímis að Árbæjarlaug eftir 3ja-4ra tíma göngu. I lok göngunnar verður bryddað upp á þeirri nýjung að koma saman, ræða um og ákveða næstu Kjörgöngu. Göngufólki gefst kostur á að fara í laugina eða spjalla saman yfir kaffíbolla. Að því loknu verð- ur farið í rútu niður á Umferðarm- iðstöð. Aðaltilgangur Kjörgöngunnar er að fá sem flesta út að ganga sér til hreysti og heilsubótar og njóta -samveru. Kjörgangan á að vera við allra hæfi. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.