Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Hörð samkeppni á ritfangamarkaði í janúarmánuði Sumirtala um verðstríð HÖRÐ samkeppni ríkii' nú á ritfanga- og skrifstofumarkaði þó talsmenn verslanna greini á um hvort verðstríð sé í gangi. Hjá söludeild Odda hf. og hjá Skrifstofuvörum hf. fengust þær upplýsingar að verðstríð ríkti á markaðnum. Sölustjóri Pennans vildi á hinn bóginn ekki meina að svo væri í samtali við Neytendasíðuna. Samkeppnin væri svipuð og verið hefði á s.l. árum þó mun meira bæri á henni í janúarmánuði en aðra mánuði. Verðkönnun vikunnar Vort daglega brauð Samkeppnin hefur m.a. birst að undanförnu í verulegri verðlækkun á bréfabindum, en í janúar er há- annatími í sölu þeirra, m.a. vegna nýrra bókhaldsára hjá fyrirtækjum og framtalsskyldu einstaklinga og fyrirtækja. Algengt verð á bréfa- bindum mun hafa verið í fyrra á bilinu 240-260 kr., en er nú í kring- um 150 kr. Að sögn eins viðmæl- andans er ekki fjarri lagi að árssal- an í bréfabindum nemi 150 þúsund stykkjum. Þar af seljist um þriðj- ungur í janúarmánuði einum. Tilboð eru nú á bréfabindum hjá öllum þeim, sem haft var samband við. Oddi býður svokölluð Viking- bréfabindi á 179 kr. stykkið og Saga-bréfabindi á 223 kr. Penninn býður Viking-bréfabindi á 185 kr. stykkið, en séu keypt 20 í einu, fæst 20% afsláttur. Skrifstofuvörur hf. voru svo með tveggja daga til- boð á miðvikudag og fimmtudag á svokölluðum Akka-bréfabindum á 99 kr. stykkið, en þau kosta nú 139 kr. Veruleg verðlækkun að verðstríð ríkti á ritfangamark- aði. Samkeppnin væri svipuð og verið hefði á liðnum árum þó í jan- úarmánuði bæri meira á henni en endranéer. Fimm til sjö fyrirtæki væru að beijast um kökuna ár eftir ár og það hefði ekkert breyst þó stundum kæmu inn nýir aðilar og aðrir dyttu út. „Við bjóðum góðar vörur á sem hagstæðustu verði all- an ársins hring og leggjum mikið upp úr fjölbreyttu vöruúivali. Við byggjum tilboð okkar að mestu leyti á magnafslætti." Penninn rekur stærstu ritfanga- heildsöluna í landinu og selur m.a. til Eymundsson-verslananna, sem eru í eigu Odda hf., ásamt til fjölda annárra ritfangaverslana um land allt. Oddi mun hins vegar vera stærsti pappírsheildsalinn í landinu. Halldór segir að ástæðan fyrir því að Oddi hafi í auknum mæli tekið upp á því að selja almenn ritföng og skrifstofuvarning hafi fyrst og fremst verið sú að fyrirtækið hafi viljað veita betri þjónustu við þá viðskiptavini sem voru að kaupa af fyrirtækinu pappír og prentverk. Beinn innflutningur Jón Jósafat Björnsson hjá Skrif- stofuvörum hf. segist ekki vera í nokkrum vafa um að verðstríð ríki á markaðnum hjá öllum í greininni. Hann segir að frá því að fyrirtækið hóf starfsemi sl. sumar hafi verð á algengum skrifstofuvörum á mark- aðnum lækkað sex til átta sinnum. Hann segir Skrifstofuvörur hf. vera bónusfyrirtæki með beinan innflutn- ing á vörum, sem seldar séu á allt að 25% lægra verði en tíðkast hafi á markaðnum. „Við vorum í raun búnir að horfa upp á það allt of lengi að Penninn sæti einn að þess- um markaði, bæði sem stærsti heild- salinn og smásalinn þó hann hafí án efa þjónað sínum viðskiptavinum vel að mörgu leyti. Síðan bættist Oddi við sem eigandi Eymundsson- verslananna ásamt því að reka eigin söludeild. Verðið á þessum markaði hefur því nánast verið það sama á algengustu vörutegundunum í öllum þessum verslunum á undanförnum árum,“ segir Jón Jósafat. Verð á þremur algeng- um brauðtegundum er afar mismunandi eftir verslunum samkvæmt verðkönnun, sem gerð var fyrr í vikunni. Mesti verðmunur var á þriggja korna brauði en miðað við 1 kg var munurinn 119 kr., eða 58% TIL AÐ fá raunhæfan samanburð á verði brauða í hinum ýmsu bakaríum var ógjörningur annað en miða verð við eitt kíló, í stað einingar- verðs. Verð hvers brauð segir ekki alla söguna því brauðin eru mis- þung, allt frá 400 g upp í 700 g, þótt yfirleitt væru þau um 500 g. I Heildsölubakarí fengust ódýrustu brauðin. Þar kostaði 575 g þriggja korna brauð 118 kr., eða 205 kr. kg, en 500 g brauð í Álf- heimabakarí og Myllunni kostaði 162 kr., eða 324 kr. kg. Þannig var brauðið í Álfheimabakaríi og Myllunni 58% dýrara en brauðið í Heildsölubakaríi miðað við kíló- Halldór Baldursson, sölustjóri í söludeild Odda, segir að samkeppn- in á ritfangamarkaðnum hafi farið harðnandi að undanförnu og það svo að í sumum tilfellum megi nú tala um verðstríð. Það hafí leitt til verulegrar verðlækkunar á almenn- um ritfanga- og skrifstofuvörum. „Við erum með tilboð á nokkrum vörutegundum í janúarmánuði sem við dreifðum til allra fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Meðaltals- lækkunin nemur um 20%. Sam- keppnin fer sífellt harðnandi á þess- um markaði og ég merki meiri barn- ing nú en endranær í þessum geira. Inn í þetta fléttast svo mikil auglýs- ingaflóra, sér í lagi á þessum tíma,“ segir Halldór. Magnafsláttur Kjartan Kjartansson, sölustjóri hjá Pennanum, var ósammála því Bambus- prjónar VIÐ pijónaskap sem og aðrar hannyrðir þarf að velja áhöld og verkfæri af kostgæfni, enda misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Ekki er ýkja langt síðan prjónar úr bambus komu á markaðinn. Mörgum þykja þeir hentugri vegna þess að þeir eru um 70% léttari heldur en aðrir pijónar. Sumum lætur líka betur að pijóna með bam- busprjónum því þeim fínnst garnið renna betur á pijónun- um, þeir eru sleipir og verða* jafnvel sleipari við aukna notk- un. Óddur bambuspijónanna er ávalari og er þá síður talin hætta á að þeir kljúfi garnið. Bambusinn sem notaður er í pijóna kemur mest frá Jap- an. Hann er náttúrulegt efni og er tekinn af efsta hluta af fjögurra til fimm ára gömlum bambustijám, en sá hluti trés- ins er sterkastur og sveigjan- legastur án þess að hætta sé á að hann brotni. Norrænu neytendamálaráðherrarnir funda í Reykjavík Neytendarannsóknir og fræðsla í skólum efst á baugi NORRÆNI neytendamálaráðherrann á blaðamannafundi í Reykjavík DRÖG að samningu framkvæmda- áætlunar um neytendafræðslu í skól- um, efling neytendarannsókna og umhverfismerkinga á Norðurlöndum og framkvæmdaáætlun um fjármála- þjónustu voru helstu niðurstöður fundar norrænu neytendamálaráða- herranna sem héldu fund sinn á Hótel Sögu í vikunni. Fræðsla um neytenda- mál í skólum Sighvatur Björgvinsson við- skipta- og iðnarðarráðherra er full- trúi ísiands í nefndinni og kom fram hjá honum að brýn þörf væri á að efla fræðslu um neytendamál í skól- um hér á landi og þá ekki síst fræða börn og ungiinga um heimilisrekst- ur. Hann sagði að ekki þyrfti að kosta umtalsverða fjármuni að koma slíkri fræðslu á laggimar. Kannanir í Svíþjóð og Noregi hafa leitt í ljós að unglingar búa yfir takmarkaðri þekkingu á fjárhag heimila en sam- tímis gerir efnahagslegur veruleiki kröfur til unglinga, m.a. varðandi ný greiðslukerfi og aukið frelsi á lánamarkaði. Efling neytendarannsókna Neytendamálaráðherrarnir voru á einu máli um eflingu neytendarann- sókna og þar sem slíkt kostar mikla fjármuni telur nefndin að ávinningur geti orðið af því að Norðuriöndin ynnu saman að þessum málum. Við- skiptafræðistofnun Háskóla íslands er nú að vinna að samanburðarrann- sókn á verðlagi á neysluvörum hér og á Norðurlöndunum. Ráðherrarnir vilja fyrst og fremst auka neytendarannsóknir varðandi samspil neytenda og umhverfís og það hvernig beita megi nýjum mögu- leikum á sviði upplýsingatækni, ásamt rekstri heimilanna, við stjórn velferðarsamfélagsins og skiptingu þjóðarauðsins. I fréttatilkynningu ráðherranefnd- arinnar segir að aukin áhersla á al- þjóðieg viðhorf í efnahags- og stjórnmálum geri nauðsylegt að rannsaka hvaða afleiðingar það hefur fyrir neytendur að Norðurlönd teng- ist Evrópu og heiminum nánari bönd- um. Umhverfismerkingar á Norðurlöndum Grundvallarspurningar tengjast m.a. sambandinu milli fríverslunar og stjórnunar einstakra ríkja á fram- leiðslu og veltu ásamt sambandinu milli verðs og magns annars vegar og öryggis og gæða hins vegar. Ráherrarnir sýndu því áhuga að efla umhverfismerkið Svaninn og telja nauðsynlegt að samræma að- ferðir og reglur á norræna vísu. Þeir vilja einnig stuðla að uppbyggingu kerfis í samræmi við umhverfismerk- ingarkerfi ESB þannig að framtíð Svansins verði tryggð. Á íslandi óska fyrirtækin sjálf eft- ir umhverfismerkinu. Fram að þessu hefur ekki verið mikið beðið um merkið á íslenskar vörur enda kostn- aðarsamt að fá vottun og uppfylla þau skilyrði sem þarf. Með auknum kröfum frá viðskiptalöndum þurfa íslensk fyrirtæki eflaust að fá svan- inn á vörur sínar. Danir taka ekki þátt í norræna umhverfismerkinu. Framkvæmdaáætlun um fjármálaþjónustu Á fundinum var samþykkt fram- kvæmdaáætlun um fjármálaþjón- ustu. Útgjöld vegna Ijármálaþjón- ustu nema miklum fjárhæðum í heimlisútgjöldum neytenda á Norð- urlöndum. Það á við um banka- og tryggingaþjónustu, eins og sparnað, lántökur, greiðslumiðlun, lífeyris- kerfi og algengar gerðir neytenda- trygginga. Á næstu árum verður unnið að því að hafa áhrif á myndun evr- ópskra reglna. Fjárhagslegt öryggi neytenda skal bæta með því að athuga möguleika á að bæta reglur m.a. um ábyrgð við gjaldþrot banka og tryggingafé- laga. Einnig þyrfti að semja skrá yfir hvaða lausnir mætti grípa til á vandamálum sem neytendur standa frammi fyrir þegar í Ijós kemur að fjármálastofnanir eru ekki nægilega traustar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.