Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 27 + JllOTgiisttMafrifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNIN G ARLEGT SJÁLFSTÆÐI FJARSKIPTA- og samgöngutækni nútímans hefur fært þjóðir heims í nábýli. Menn fljúga heimshorna á milli á einu dægri. Atburðir hinum megin á hnettinum sjást hér á sjónvarpsskjá samtímis og þeir gerast. Stórauknum menningar- og viðskiptalegum samskiptum þjóða heims fylgir margt gott. En einnig hættur. Það er sótt að menn- ingarlegu sjálfstæði og sérkennum lítilla samfélaga á gervihnattaöld. Þau verða því að halda vöku sinni. Morgunblaðið hefur ítrekað fjallað um nauðsyn þess að íslendingar styrki varnir um menningu sína, sérkenni og tungu. Svipaðra viðbragða verður víðar vart. Heimild- ir frá franska menningarmálaráðuneytinu segja að það verði krafa Frakka á iðnríkjafundi í febrúarmánuði næst- komandi að upplýsingaöldin, sem nú gengur í garð, grafi ekki undan menningarlegri fjölbreytni. „Hún megi ekki leiða til þess að menningarleg sérkenni þjóða hverfi og allir verði steyptir í sama mót.“ Gervihnattasjónvarpið hefur sínar jákvæðu hliðar. Stjórnvöld i alræðisríkjum geta ekki lengur einangrað heilu þjóðirnar frá vitneskju um gang mála utan eigin landamæra. Á hinn bóginn getur erlent sjónvarpsefni, einkum ómenningarefni, sem hellt er inn í menningarland- helgi lítilla samfélaga, verið varhugavert, að ekki sé fastar að orði kveðið. Og þarf raunar ekki lítil samfélög til. Þannig hafa Frakkar lengi haft áhyggjur af amerísku sjón- varpsefni sem „rignir“ yfir Evrópu um gervihnetti. Sá ótti speglast í málatilbúnaði þeirra fyrir iðnríkjafundinn. Tæknin verður ekki umflúin. Og sjálfgefið er að nýta kosti hennar. En lítil samfélög verða að styrkja- varnir um menningarlegt sjálfstæði sitt og .sérkenni. MENNINGARÁREKSTAR Á EVRÓPUÞINGI ÞINGMENN á Evrópuþinginu í Strassborg hafa undan- farna daga yfirheyrt væntanlega fulltrúa í fram- kvæmdastjórn Jacques Santer. Að yfirheyrslunum loknum kom í Ijós að þingið á erfitt með að sætta sig við fimm fulltrúa af tuttugu. Hefur vakið athygli að í þeim hópi eru allir fulltrúar Norðurland- anna, þau Anita Gradin frá Svíþjóð, Ritt Bjerregaard frá Danmörku og Finninn Erkki Liikanen. Bjerregaard og Gradin voru gagnrýndar fyrir að hafa ekki nægilega þekkingu á málaflokkum sínum og stofn- anakerfi sambandsins og Liikanen neitaði að tjá sig ítar- lega um framtíðarþróun ESB. Haft hefur verið eftir Bjerregaard að Norðurlandabúar eigi greinilega erfitt uppdráttar þar sem þeir séu vanir að svara spurningum með já eða nei og Gradin segir að ólík pólitísk menning kunni að vera hluti skýringarinnar á gagnrýni Evrópuþingsins. Þetta er örugglega ekki í síðasta skipti sem mál af þessu tagi kemur upp innan sambandsins. Þeim á þvert á móti eftir að fjölga nú þegar ný aðildarríki hafa bæst við. Til þessa hafa Danir, Bretar, Hollendingar og Þjóðverj- ar verið helstu fulltrúar hinna jarðbundnari afla innan ESB. Þeir árekstrar sem orðið hafa milli fyrst og fremst Breta og Dana og annarra Evrópusambandsríkja hafa oftar en ekki verið menningarlegs eðlis. Hin pólitíska menning suðurhluta Evrópu er frábrugðin norðlægri raunsæishyggju. I suðri slá menn um sig með háleitum hugmyndum og byggja skýjaborgir, í norðri vilja menn fara hægar í sakirnar og hafa ekki uppi áform, sem ekki stendur til að framkvæma. Að auki eru það þjóðirnar í norðurhluta Evrópu, sem bera að mestu kostnaðinn af rekstri ESB. Aðild Finna, Svía og Austurríkismanna mun því breyta umræðunni innan ESB. Átakalínur munu skýrast, en um leið mun ríkja meira jafnvægi milli norðurs og suðurs og yfirlýsingar um framtíðaráform verða ef til vill hóflegri þegar fram í sækir. Á það verða aðrar þjóðir að sættast. Eða svo vitnað sé í Poul Schliiter, fyrrverandi forsætisráð- herra Danmerkur: „Það er rangt að refsa framkvæmda- stjórnarmönnum, sem ekki vilja segja þinginu það, sem því líkar að heyra.“ MANNLEG mistök eru að- alástæðan fyrir því að fiskistofnamir innan lögsögu okkar eru nær að engu orðnir. Stjórnvöld í Kanada létu of lengi undan þrýstingi hags- munaaðila og leyfðu veiðar of lengi. Hefði verið gripið fyrr í taumana, hefði mátt bjarga miklu. íslendingar geta því lært af mistökum okkar. Þeir verða að fara eftir þeim merkj- um sem felast í minnkandi fiskistofn- um og taka erfiðar ákvarðanir í tíma. Annars gæti farið jafnilla fyrir ykkur ogokkur," sagði Brian Tobin, sjávar- útvegsráðherra Kanada, meðal ann- ars á ráðstefnunni um viðreisn þorsk- stofnsins í gær. Tobin dró upp dökka mynd af stöð- unni á Nýfundnalandi og Labrabor, en veiðar á botnfiski þar hafa að mestu verið bannaðar síðan árið 1992. Hann sagði að í 500 ár hefði mátt líkja Nýfundnalandi og Labrad- or við skip í hafi fullu af þorski. „Skipið er enn á sínum stað, en þorskurinn er horfinn. Það er áfall, sem hefur lamað þessi landsvæði. Nú eru 40.000 sjómertn og fiskverka- menn án atvinnu og 300 fiskveiði- þorp hafa verið svipt lífsviðurværi sínu,“ sagði hann. RÚMLEGA 200 MANNS Á RÁÐSTEFNU UM VIÐREISN ÞORSKSTOFNSINS Brian Tobín sjávarútvegsráðherra Kanada Islendingar geta lært af mistökum okkar Fiskistofnamir við Kanada hafa hmnið. Hér við land er þorskstofninn í sögulegu lágmarki. Hjörtur Gíslason og Orri Páll Ormarsson kynntu sér hvers vegna o g hvað væri til ráða á ráðstefnunni um viðreisn þorskstofnsins Brian Tobin sagði, að fyrst í stað hefðu menn leitað skýringanna í ut- anaðkomandi aðstæðum svo sem of- veiði annarra þjóða eða breytingum á náttúrunni. Skýringuna væri þó ekki að leita þar, því það væru Kanadamenn sjálfir, sem hefðu lagt í rúst einhvern stærsta þorskstofn veraldar. Allir helztu stofnarnir í lágmarki „Við strendur Kanada hafa þijár fiskitegundir lengst af borið veiðina uppi, þorskur, flatfiskur og karfi. Þessar fiskitegundir voru í miklu magni meðfram hinni löngu Atlants- hafsströnd landsins. Alla tíð hefur það verið svo, að veiðar úr einum af þessum þremur stofnum hafa dvínað, eins og eðlilegt er, en í 500 ára fiskveiðisögu okkar hefur það aldrei gerzt áður, að allir þessir stofnar séu í rúst, nánast með allri ströndinni og allir á sama tíma, eins og nú er. Þessir stofnar eru í sögu- legu lágmarki og á barmi útrýming- ar. Við höfum farið úr árlegri veiði allt að milljón tonnum niður í nánast ekkert á örfáum árum. Aðrir stofnar standa mun betur, humar, hörpudiskur, rækja og krabbi standa nokkuð vel og svipaða sögu er að segja um síld og makríl. Þrátt fyrir þessa stöðu hefur útflutningur sjávarafurða okkar til Bandaríkjanna aukizt. Sala á botnfiski hefur hrunið, en aðrar tegundir hafa bætt skaðann að nokkru. Þar kemur fiskeldi meðal annars til greina." Stofnstærðin ofmetin „Við erum ekki fyllilega vissir um það, hvað í raun og veru olli hruni fiskistofnanna, en okkur virðist að allt, sem gat farið illa, hafi farið á versta veg. Við mennirnir eigum stóra sök. og breytingar í náttúrunni hafa haft sitt að segja líka. Vísinda- menn við Kanada höfðu árum saman ofmetið stærð fiskistofna innan lög- sögu okkar. Við leyfðum of mikla og allt of mikla veiði og fiskimennirn- ir gengu illa um auðlindina, fleygðu miklu af físki í sjóinn og lönduðu fram hjá vigt. Því var árlegur afli mun meiri en skráður var. Fyrir vik- ið var vísindalegur grunnur fyrir stofnstærðarmati og ákvörðun um heildarafla ratigur. Þannig voru menn í raun að grafa sína eigin gröf, jafnvel vísvitandi." „Stjórnvöld á þeim tíma þorðu ekki að grípa í taumana, þrátt fyrir viðvaranir. Þau töldu, að væru kvót- amir skornir niður of hratt, gæti það komið í veg fyrir að frystihús, út- gerðir og bæjarfélög, sem ættu möguleika, gætu bjargað sér. Stjórn- völd tóku ekki mark á minnkandi afla og í stað þess að taka ábyrga afstöðu, spiluðu stjórnvöld fjár- hættuspil með framtíð sjávarútvegs- ins og tapaði henni,“ sagði Tobin. Verður að stöðva hentifánaskipin Tobin rakti fleiri atriði, sem höfðu áhrif á framgang fiskistofnanna og nefndi kólnandi sjó og mikla sela- gengd. Hann nefndi einnig rányrkju skipa frá Spáni og Portúgal og hentifánaskipa á landgrunni Ný- fundnalands utan lögsögu landsins. Hann sagði slíkt óþolandi og nú hafa stjórnvöld sagt hentifánaskipum, hvaðan sem þau koma, stríð á hend- ur. „Slík skip, sem staðin verða að veiðum, jafnvel utan lögsögunnar, verða tekin og færð til hafnar. Það er algjör forsenda að stöðva hentif- ánaskipin, eigi að nást ábyrg stjóm á veiðum innan lögsögu og á úthaf- inu,“ sagði Brian Tobin. Biðað heilsa allri fjölskyldu þinni „ÞAKKA þér kærlega fyrir þessa spurningu. Ég bið að heilsa allri fjölskyldu þinni,“ sagði Brian Tobin sjávarútvegsráðherra, þeg- ar hann lauk við að svara spurningu Ólafs Hannibals- sonar, á ráðstefnunni um viðreisn þorskstofnsins. Spurning Ólafs fjallaði um afstöðu ráðherrans til veiða á hval og sel. Tobin sagði að engar fyrirætlanir væru í Kanada um að hefja hvalveiðar í ábataskyni. Hins vegar ylli selurinn þeim þungum búsifjum og stefnt væri að því að finna leiðir til arðbærrar nýting- ar á selnum. Hentifánaskip ógnun við ábyrga veiðistjórnun AÐ ER vonlaust að byggja upp stjórnkerfi, sem byggist á ábyrgri og skynsamlegri nýt- ingu, ef hentifánaskipin koma svo á miðin og eyðileggja slíka vinnu. Ef fiskurinn, sem ábyrgar þjóðir skilja eftir í sjónum til að viðhalda stofnun- um, er tekinn af útgerðum hentifána- skipa, eru fórnir ábyrgra fiskveiði- þjóða til einskis. Þá er ennfremur voniaust að reyna að byggja upp fiskistofna af sömu sökum. Hentif- ánaskipin eru ógnun við skynsamlega nýtingu og stjóm veiða á úthöfunum. í Kanada höfum við gert öllum það ljóst, að komi hentifánaskipin til veiða, jafnvel utan lögsögu okkar á landgrunninu á Miklabanka (Nefinu og sporðinum), munum við taka skip- in og færa til hafnar. Við beitum mikilli hörku hvað þessi skip varðar og við munu lögsækja útgerðir kana- dískra hentifánaskipa, þó þær stundi aðeins veiðar á úthafinu," segir Brian Tobin í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið ræddi við hann í tengslum við ráðstefnuna um viðreisn þorskstofnsins í gær. Góðir fundir með Þorsteini Tobin segir að hann hafi átt mjög góða fundi með Þorsteini Pálssyni. „Við höfum rætt um væntanlega ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna um stjórn fiskveiða á úthafinu. Við fórum yfír ýmsa þætti, sem varða Island og Kanada, og opinberir fulltrúar beggja þjóðanna munu hafa nána samvinnu fram að ráðstefnunni, til að tryggja að Kanada og ísland geti farið á ráð- stefnuna með svipuð hagsmunamál og skoðánir eins og fyrr. Kanada mun leggja áherzlu á hagsmuni sína og Islendinga, sem senni- lega eru háðari sjávarút- vegi en nokkur önnur þjóð í veröldinni. Það er ekki markmið úthafsveiði- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að stöðva veiðar á úthafinu. Markmiðið er að tryggja að fiskistofnar, sem slíkar veiðar byggjast á, verði nýttir með ábyrgum og skynsamlegum hætti. Jafnframt er markmiðið að tryggja að úthafsveiðiflotinn stundi ekki rányrkju úr stofnum innan lög- sagna strandríkjanna og það á eink- um við markalínustofna, stofna sem halda sig á afmörkuðum svæðum bæði utan og innan lögsögunnar. Ráðstefnan, sem við höfum nú setið hér í Reykjavík, fjallar um hvernig nýta megi íslenzka þorsk- stofninn með ábyrgum þætti til langs tíma litið, til að forða íslandi frá því að lenda í sömu vandræðunum og við höfum orðið fyrir í Kanada, að stofninn hrynji. Það er markmið ráð- stefnunnar hér. Markmið ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna er í raun hið sama, að koma í veg fyrir hrun físki- stofnanna. Markmiðið er ekki að svipta þjóðirnar réttindum til að veiða, heldur að tryggja ábyrgar veið- ar, hvort sem um er að ræða strand- ríki eða úthafsveiðiþjóð." Fiskveiðideilur verður að leysa með samningum Tobin vildi ekki tjá sig um fisk- veiðideilu ísiands og Noregs að öðru leyti en því að slíkar deilur yrði að leysa með samningum áður en það yrði um seinan og um of gengið á fiskistofnana, sem deilt væri um. Hann tók dæmi um deilu Kanada og Frakklands vegna eyjanna St. Pierre og Michelon. „Áratugum saman tók- ust engir samningar, ekki fyrr en enginn fiskur var eftir. Þá var auð- velt að semja. Okkur tókst ekki að leysa deiluna þar fyrr en um seinan. Þjóðimar, sem deila um fiskveiðarnar í Barentshafinu, gætu kannski lært eitthvað af því. Engin afstaða tekin til deilu íslands og Noregs „Mér þykir leitt að samningur okk- ar við Norðmenn skuli hafa valdið reiði hér á landi. Mér þykir það sér- staklega leitt í ljósi þess hve góð samvinna hefur verið milli Kanada og íslands í áranna rás. Kanada er einn aðil- anna að Svalbarðasam- komulaginu. Við erum ekki einhver utanaðkomandi að- ili, sem er að reyna að hafa áhrif eða valda illindum. Við erum aðeins að skilgreina okkar eigin réttindi, sem einn aðili samkomulagsins. Með því höfum við hvorki takmarkað réttindi einhverra annarra né skilgreint þau. Við höfum alls ekki ætlazt til að svo yrði. Ég hef sagt það skýrt og skori- nort, að undirritun þessa samkomu- lags við Norðmenn þer ekki á nokk- urn hátt að taka sem afstöðu, á hvorn veginn sem er, til deilu íslands og Noregs um veiðamar í Barentshaf- inu,“ segir kanadíski ráðherrann. „Ekki utan- aðkomandi aðili.“ Morgunblaðið/Kristinn BRIAN Tobin heimsótti frystihús Granda í gær og hreifst mjög af vimislunni þar og afköstum starfsfólksins. Hér slær hann á létta strengi með Brynjólfi Bjarnasyni, forsljóra Granda. Ekki farið að ráðum fiskifræðinga Skortir póli- tískt þrek „ÞRÁTT fyrir að vísindamenn okk- ar og vinnubrögð þeirra hafi öðlazt meira traust á síðustu árum, hefur einfaldlega skort pólitíkst þrek til að fara að þeirra ráðum. Við ákvörðun aflahámarks hefur sjaldnast verið gert ráð fyrir götum kerfisins. Þegar þar bætist við sú staðreynd að heildaraflamark hef- ur verið ákveðið heldur hærra en tillögur fiskifræðinganna sögðu til um, stöndum við frammi fyrir því að aflinn hefur farið allmikið fram úr ráðgjöfinni," sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, við setningu ráðstefnunnar um viðreisn þorskstofnsins. Þorsteinn sagði að megintilgang- ur ráðstefnunnar væri einmitt sá að efla skoðanaskipti stjórnmála- manna, vísindamanna og þeirra, sem tengjast sjávarútvegi á ein- livern hátt. Þess vegna vænti hann þess að umræður á ráðstefnunni leiddu til meiri skilnings á skoðun- um og hagsmunum hvers fyrir sig. Hann sagði að flest sólarmerki bentu til þess að eina leiðin til áð byggja upp fiskistofn, væri að minnka sóknina í nokkurn tímn, meðan stofninn væri að rétta úr kútnum. Við það vöknuðu hins veg- ar margar spurningar því mikill niðurskurður yrði erfiður fyrir sjávarútveginn og þjóðfélagið í heild. Móta þarf grundvallarstefnu „Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að móta þurfi grundvall- arstefnu á þessu sviði þannig að ekki þurfi að koma til þess á hveiju ári við ákvörðun heildarafla að magnaðar deilur rísi umgrundvöll slíkrar stefnumótunar. Árlegar þrætur um trúverðugleika og nið- urstöður okkar helztu vísinda- manna fleyta okkur ekki langt fram á við. Hér undanskil ég ekki stjórn- málamenn og tel að þeir verði að gera sér fulla grein fyrir því að óljós afstaða þeirra á þessu sviði skapar óvissu og óöryggi hjá öllum þeim sem við atvinnugreinina starfa, beint eða óbeint," sagði Þor- steinn. Þorsteinn ræddi einnig þá um- ræðu er sífellt hafi meira borið á, að fiski sé hent fyrir borð og land- að framþjá vigt. „Það er ekki hægt að líða að umgegnin um auðlindina sé með þeim hætti, sem rætt er um. Gildir þá einu hvort stofnar eru í slæmu ásigkomulagi eða góðu,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Kominn af fisíd- mönnum BRIAN Tobin, sjávarútvegs- ráðherra Kanada, er fæddur árið 1954 í bænum Stephenville á Nýfundnalandi. Hann ólst þar upp innan um fiskimenn og skógarhöggsfólk og þekkir vel til sjávarútvegsins. Hann var fyrst kjörinn á kanadíska ríkis- þingið árið 1980 fyrir Frjáls- lyndaflokkinn. Eftir að Tobin varð þingmað- ur var hann meðal annars um tíma aðstoðarsjávarútvegsráð- herra. Meðan fijálslyndir voru í minnihluta á þingi var Tobin um skeið talsmaður þeirra í málefnum sjávarútvegs-, skóg- ræktar- og flutningamálum. Hann gegndi um tíma for- inennsku í þingflokki Frjáls- lyndaflokksins. Áður er Tobin var kjörinn á kanadíska þingið starfaði hann sem blaða- og sjónvarpsfrétta- maður og var um nokkurt skeið pólitískur aðstoðarmaður fyrr- verandi leiðtoga Frjálslynda- flokksins á fylkisþinginu á Ný- fundnalandi. Hann lauk há- skólaprófi í stjórnmálafræði frá Memorial University á Ný- fundnalandi. Tobin og eigin- kona hans. Jodean Smith, eiga þrjú börn, en hún er fædd og uppaliu í Goosc Bay. Hvernig má ná hámarksafrakstri fiskistofna til lengri tíma? Leitin að árangurs- ríkustu leiðiimi RRÁÐSTEFNUNNI um viðreisn þorskstofnsins lauk með pall- borðsumræðum þar sem full- trúar úr röðum sjómanna, útgerðar- manna, fræðimanna og annarra sem tengjast sjávarútvegi á einn eða ann- an hátt stigu á stokk og veltu því fyrir sér hver væri árangursríkasta leiðin til að ná hámarksafrakstri fiski- stofna til lengri tíma. Ráðstefnugestir tóku virkan þátt í umræðum og sitt sýndist hveijum. Að því gefnu að þorskstofninn næði að rétta úr kútnum og veiði- stofninn yrði 1,5 milljón tonna og hægt yrði að veiða yfir 300.000 tonn í íslenskri lögsögu var spurt hvort markaðurinn tæki við þessari aukn- ingu og hvort viðunandi verð fengist. Magnús Gústafsson forstjöri Coldw- ater Seafood Corp. í Bandaríkjunum fékk orðið og svaraði því til að það yrði vissulega spennandi að geta snú- ið vörn í sókn. Hann sagði hins vegar að innflutningur á þorski hefði dreg- ist verulega saman í Bandaríkjunum á síðustu árum og því væri leiðin inn á þann markað ekki lengur greið. „Þeir sem hafa fallið úr skaftinu eins og skyndibitastaðurinn Long John Silver sem notaði einn sér í kringum 25-30 þúsund tonn af þorski á ári notar nú að mestu leyti alaskaufsa. Við fengjum því ekki það verð sem við fáum í dag.“ Magnús er þó fullviss um að varan sé seljanleg en telur að það verði að bera sig að á líkan hátt og þegar sala á þorski hófst fyrst í Bandaríkjunum; sannfæra verði viðskiptavini um að það sé þess virði að borga meira fyr- ir ljúffengan þorsk. í máli hans kom fram að þetta myndi taka tíma, ásetn- ing, vinnu og dálitla heppni. „Ég held að það sé ekki minna mál að byggja upp markaðinn en að byggja upp þorskstofninn.“ Ábyrgð útgerðar- manna mikil Einar Svansson framkvæmdastjóri Skagfirðings hf. svaraði því hvernig honum litist á að reka fyrirtæki þeg- ar þorskkvóti væri ekki nema 130 þúsund tonn. „Ábyrgð okkar útgerð- armanna er mjög mikil og ekki minni en sjómanna því við leggjum línurnar fyrir það hvernig veiðunum er háttað; við verðum eiginlega að líta á þetta sem auðlind sem við höfum til af- nota. Það er því margs að gæta.“ Varðandi magnið sjálft sagði Einar að stefnumótun væri mikilvæg og kvaðst í því sambandi líta á starf vinnuhóps um nýtingu fiskstofna sem stöðubreytingu; fyrsta skrefið í þá átt að móta stefnu til lengri tíma og ná settu marki. Hann vill láta efla þann vísinda- grunn sem byggt er á og sagði það vera forsendu þess að útgerðir styddu við bakið á stjórnvöldum varðandi framtíðarákvarðanatöku í þessum efnum. Einar sagði ennfremur að langtímastefnumörkun í sjávarútvegi væri nauðsynleg fyrir þjóðarbúið jafn- vel þótt áætlanir margra útgerðarfé- laga taki þegar mið af breyttum að- stæðum. Kristján Halldórsson skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. er þeirrar skoðunar að fiskifræðingar hafí rétt fyrir sér um ástand þorsk- stofnsins og sagðist ekki skilja hvern- ig ástandið yrði bætt ef ekki yrði farið að þeirra ráðum. Hann vilt því efla samstarf sjómanna og vísinda- manna. Kristján sagði ennfremur að það væri erfitt að vera skipstjóri á skipi með þorskkvóta nú um stundir. Engan bilbug var þó á honum að finna. „Við hljótum að geta unnið okkur út úr því eins og öðru.“ Þj ónustugreinar mikilvægar Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar ís- landsbanka var spurður að því hvern- ig þjóðarbúið myndi þola frekari skerðingu á þorskveiðiheimildum. Hann svaraði því til að vissulega hefði minni þorskafli haft áhrif; þjóðar- framleiðsla á mann hefði til að mynda verið um 5% minni á mann í fyrra en þegar hún var mest árið 1987. Hann varaði fólk hins vegar við því að skoða tilveru sina í þessu ljósi. Hann vildi ekki draga úr mikilvægi þorksins en lagði samt sem áður til að horft yrði í ríkari mæli til annarra atvinnu- greina. Sigurður benti í þessu sam- hengi á þá staðreynd, að á meðan um 11-12% mannaflans störfuðu í sjávarútvegi væru um 62% hans í þjónustugreinum. Ef ná ætti fram 1% framleiðsluaukningu fyrir þjóðarbúið í heild myndi því 1,7% framleiðslu- aukning í þjónustugreinum duga á meðan 9,3% framleiðsluaukning þyrfti að eiga sér stað í sjávarútvegi. Guðrún Marteinsdóttir sjávarlíf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofnun- inni sagði brýnt að vernda eldri ár- ganga þorskstofnsins án þess þó að auka sókn í þá yngri þar sem treysta yrði á að þeir skiluðu sér upp. Hún sagði þó að lítil hætta væri á ferðum þar sem sókn í alla árganga færi minnkandi enda væri stefnt að því að ná upp þeirri aldursdreifingu sem talin er æskileg. Guðrún var síðan spurð að því hvort vistfræði og umrót í hafinu í kringum Kanada ætti sök á hruni þorskstofns- ins þar. Hún viðurkenndi að umhverf- isáhrif hefðu verið óhagstæð á þess- um tíma en engu að síður yrðu yfir- völd landsins öðrum fremur að axla ábyrgðina sakir þess að ekki var grip- ið í taumana fyrr en það var um sein- an. Á tilfinningalegum nótum Eiríkur Tómasson framkvæmda- stjóri Þorbjarnar hf. sagði að grund-" vallarumræðan um stöðu þorskstofns- ins bæri þess glöggt merki að hún væri háð á tilfinningalegum nótum. Að hans mati er betra að veiða þann hluta stofnsins sem er stærri á meðan ungviðið er geymt til betri tíma svo hægt sé að njóta afrakstursins. Hann sagði að það hlyti gð vera skynsam- legra að veiða einn 10 kg fisk en fímm tveggja kg því þeir myndu skila sér upp í þyngri flokkana síðar. Þá líkti hann þróuninni í þorskveiðum við ferðalag til staðar sem enginn vill koma á. „Við fengum gest þaðan í dag og ég hvet fólk til að taka mark á honum.“ Þorvaldur Garðarsson skipstjóri kvaðst vera í vaxandi vafa um rétt- mæti þess að nota núverandi kvóta- kerfi á þann hátt sem gert hefur ver- ið. „Þegar maður lítur í kringum sig sér maður að þetta kerfi hefur ekki geng- ið ugp. Ef við lítum til Kanada telja þeir að um 50% af veiðinni hafi verið hent í sjóinn eftir að kvótakerfið var tekið upp. Mér sýnist sama sagan vera að endurtaka sig hér; miklu magni er hent eða landað framhjá vigt þannig að fiskifræðingar fá kol- vitlaus gögn í hendur til að vinna út frá og kerfið gengur því ekki upp.“ Þorvaldur vill því afnema núver- andi kerfí og láta þess í stað skammta sóknina í fiskinn enda er hann viss um að þannig fáist mun nákvæmari mælingar. „Eg vil ekki láta reka á reiðanum varðandi nýtingu auðlindar- innar en þá verða menn líka að vita hvað gerist á miðunum.“ „Fiskifræð- ingar fá vit- laus gögn.“ L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.