Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANUAR 1995 29 MINNINGAR JOHANNES BJÖRNSSON + Jóhannes Björnsson var fæddur á Hóli í Lundarreykjadal 21. ágússt 1904. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akranesi hinn 8. janúar síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Björn Jóhannesson, bóndi á Hóli, og Steinunn Sigurðardóttir frá Efstabæ í Skorrad- al sem bjuggu á Hóii allan sinn bú- skap. Jóhannes kvæntist 1951 eftirlifandi konu sinni, Agnesi Serine Halseid, frá Haugesund í Noregi. Þau eignuðust þijú börn. Þau eru: Steinunn, f. 7. apríl 1951, ritari í Reykjavik; Ólafur, f. 18. nóv- ember 1953, bóndi að Hóli; og Björn, f. 22. apríl 1956, maki Helga Magnúsdóttir kennari. Útför Jóhannesar fer fram frá Lundarkirkju í dag. LÁTINN er, níræður að aldri, Jó- hannes Bjömsson, bóndi að Hóli í Lundarreykjadal. Föðurafi Jóhann- esar var Jóhannes Jónsson, sem stundaði einnig allan sinn búskap á Hóli, Jónssonar í Deildartungu. Foreldrar Steinunnar, móður Jó- hannesar, voru Sigurður Vigfússon, bóndi í Efstabæ og Hildur Jónsdótt- ir, systurdóttir Magnúsar Jónssonar bónda á Vilmundarstöðum í Reyk- holtsdal. ,Að Jóhannesi stóðu því sterkar borgfírskar stoðir í báðar ættir. Ein ættargrein Jóhannesar teygði sig suður fyrir Borgarfjarð- ardali, en Kristín Bjömsdóttir amma Jóhannesar í föðurætt var frá Möðruvöllum í Kjós. Langafa Kristínar, Þorvaldi, var sendur Yra- fellsmóri, einn magnaðasti draugur sem um er getið og á hann að fylgja afkomendum Þorvaldar. Jóhannes minntist stundum á þessa ættar- fylgju sína og taldi víst að hann fylgdi sér en ekki var mér ljóst hversu mikið hugur fylgdi þar máli. Jóhannes ólst upp á Hóli og tók við búi föður síns og afa. Ekki var það vegna þess að hann hefði sér- stakan áhuga á búskap, leiddist alltaf skepnur að eigin sögn. Jó- hannes var yngstur bræðranna þriggja og varð það trúlega hlut- skipti hans að taka við búinu því að eldri bræðurnir voru fluttir að heiman, Jón til starfa erlendis og Kristinn til náms í læknisfræði. Formleg skólaganga Jóhannesar var ekki löng, en þar sem áhugi og næmi fara saman þarf ekki skóla til og á langri ævi aflaði Jóhannes sér meiri þekkingar en margir sem lengri skólagöngu hafa notið. Áhugi Jóhannesar beindist almennt að mönnum og málefnum, ættfræði, sögu, landafræði og náttúrufræði. Þekkingarinnar aflaði Jóhannes með lestri og ekki síður með því að spyija viðmælendur í þaula, sér- staklega um atriði sem honum voru ókunnug. Hann virtist því oft stað- kunnugur á stöðum þar sem hann hafði aldrei komið, t.d. norðanlands og austan. Jóhannes ferðaðist hins vegar nokkuð erlendis, fór m.a. í bændaferð til írlands og í skóg- ræktarferð til Noregs. Var gaman að heyra hann segjá frá þessum ferðum, því athyglisgáfan var mikil og næmt augað tók eftir mörgu smáatriði sem var öðruvísi og ann- ars konar en hann átti að venjast. Voru frásagnir hans stundum ekki frábrugðnar ferðalýsingum Eiríks á Brúnum. Síðarnefnda ferðin var honum hugleikin hin síðari ár, enda vann hann þar að sínu stærsta áhugamáli um ævina, skógrækt- inni. Ef áhugaleysið á skepnum var honum til ama í búskapnum var áhugi hans á ræktun til að fleyta honum áfram. Þegar komið er heim að Hóli blasir við mikill tijágarður, sem er þó mun stærri en sýnist í fyrstu og stór skóg- ræktargirðing við heimreiðina. Er þessi ræktun lífsstarf Jó- hannesar. Hin seinni ár þegar Ólafur sonur hans var tekinn við búi gat hann helgað sig þessu áhugamáli sínu og hveiju ári bætt við nokkur hundruð heima- ræktuðum plöntum í landið. Ef gesti bar að garði sem einhvern áhuga sýndu á plöntum var óðar farið með þá út í garð og niður í skógræktargirðinguna þar sem Jó- hannes vissi um hveija einustu plöntu, líðan hennar og afdrif. Jóhannes var einn af stofnendum Skógræktarfélags Borgarfjarðar, en sagði sig seinna úr félaginu vegna þess að hann var ekki sáttur við starfsemi þess eða þær plöntur sem framleiddar og notaðar voru. Hann hóf að rækta sínar eigin plöntur og var gagnrýninn á hvaða einstaklinga hann notaði til undan- eldis. Hafði „Margrétartréð" þar al- gjöra sérstöðu og er ættmóðir margra upprennandi tijáa í Hóls- girðingunni. Eina aðferð notaði Jó- hannes við ræktunina sem, eftir því sem ég best veit, hann fann upp og er sérlega útsjónarsöm og hag- kvæm. Hann risti torfur, sneri þeim við og sáði heimafræinu í. Þegar plönturnar síðan komu upp var þeim plantað með smá torfubút, nægjan- lega stórum til að tryggja þeim rótfestu fyrstu árin, jafnvel á jarð- vegslitlu undirlagi þar sem vonlaust væri að koma til tijáplöntum með öllum venjulegum aðferðum. Gætu eflaust margir tekið þessa aðferð hans til eftirbreytni. Jóhannesi var ekki gjamt að láta bera á sér. Lífsstarf hans er þó áþreifanlegra en margra hinna sem höfðu hærra í lifandi lífi. Ég kveð Jóhannes og þakka hon- um samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Hvanneyri. KRISTINN JONSSON + Kristinn Jóns- son (Diddi), fyrrverandi bóndi, fæddist á Einars- stöðum í Reykjadal 7. febrúar 1926. Hann lést á sjúkra- húsinu á Akureyri 8. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Haraldsson frá Ein- arsstöðum í Reykjadal, f. 6. sept. 1888, d. 18. apríl 1958 og Þóra Sigf- úsdóttir frá Hall- dórsstöðum í Reykjadal, f. 15. okt. 1893, d. 14. apríl 1979. Kristinn var fæddur og uppalinn á Einars- stöðum. Hann var sjöundi í röð- inni af 11 alsystkinum en að auki átti hann einn hálfbróður, Ingimar Jónsson. Kristinn bjó félagsbúi með bræðrum sínum, þeim Sigfúsi og Einari, sem nú eru báðir látnir. Kristinn Jóns- son var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fer fram frá Einars- staðakirkju í dag. Því ska! ei með hryggð í huga horfa eftir sigldri skeið. Allra bíður efsti dagur, enginn kýs sér far né leið. M á þann, sem tendrar lífið, tryggir sátt og frið í deyð. (Jón Har.) ELSKU Diddi frændi. Við viljum með örfáum orðúm minnast þín. Ofarlega í huga okkar eru góðar minningar frá því um veturinn 1991 þegar þú dvaldir hér fyrir sunnan og varst að bíða eftir því að gang- ast undir enn eina erfíða aðgerð. Þegar við svo kvöddum þig, kvöldið fyrir uppskurðinn, ríkti innra með okkur gleði. Gleði yfír að fá að upp- lifa þessar góðu stundir með þér. Gleði yfír því að fá tækifæri til að ræða við þig um lífið og tilgang þess. Við minnumst þorrablótsins hjá Alla fyrir 3 árum. Þá sungum við mikið og áttum ógleymanlega kvöldstund. Á aðfangadag fyrir 2 árum var okkur tilkynnt það símleið- is að þú yrðir að gangast undir aðra aðgerð sem var það erfíð fyrir þig að þá vorum við sátt við að þinn tími væri kominn. Sjálfur tókst þú því með miklu æðru- leysi, sáttur við þín ör- lög og hlutskipti í lífinu. Elsku Diddi frændi, þú varst mjög greiðvik- inn og góður maður, góður frændi, hjarta- hlýr og hafðir meira gaman af því að gefa en þiggja. Hafðu þökk fyrir frá okkur öllum og nú vitum við að þér líður vel. Guð geymi þig elsku frændi. Anna Þóra, Guðrún Jóna og Jóhanna Bragadætur. Feijan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er ljúft - af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (J. Har.) Það var undarleg tilfínning sem hríslaðist um mann þegar fréttin af andláti Kristins barst okkur. Minn- ingarnar hrönnuðust upp eins og rigningarský á himni og fyrr en varði fór að rigna. Diddi, eins og hann var ævinlega kallaður, var nú loksins dáinn. Oft var' maður búinn að ímynda sér að það yrði mikill léttir þegar við fengjum þessa fregn, en svo var ekki. Þó var full ástæða til að gleðjast því þetta var það eina sem Diddi þráði. Eftir 18 ára veikindi var hann orðinn einfættur stomasjúkling- ur, illa farinn vegna invortis bruna og langra og strangra lyfjameðferða. Hann hafði orð á því að hann yrði stundum svekktur þegar herbergisfé- lagar hans dóu. Honum fannst hann vera útundan að fá ekki að fara yfir móðuna miklu og hitta bræður sína og foreldra sem hann saknaði sárt. Þrátt fyrir veikindi dvaldi Diddi langdvölum heima á Einarsstöðum, nánar tiltekið í Einarsstaðarskála sem bróðir hans Aðalsteinn léði hon- um til fijálsra nota. Það var mikið kappsmál hjá honum að geta séð um sig sjálfur og þurfa sem minnst að vera upp á aðra kominn. Svo til á hveiju sumri heimsóttum við fjöl- skyldan hann og dvöldum við gott yfírlæti í Skálanum. Diddi var ein- staklega gestrisin og góður heim að sækja. Hann lét sér ekki muna um að hafa til mat og baka stafla af pönnukökum ef von var á gestum. Kjötsúpan hans var sú besta norðan heiða. í Skálanum var oft glatt á hjalla, mikið spjallað, sungið og skrafað um alla heima og geima, allt frá hestamennsku til háandlegra mála. Diddi hafði alltaf frá einhveiju að segja og gat verið fyndinn í meira lagi, enda frásagnarlist hans á þin- geyska vísu. Persóna hans var marg- brotin. Hann var ævinlega fyrsti maður til að rétta hjálparhönd þar sem hann gat orðið að liði og var hann vanur að drífa í hlutunum. Hann hins vegar tranaði sér aldrei fram og vildi helst vera lítið áber- andi. Hestamennska hafði verið hans líf og yndi þar til hann veiktist. Átti hann fjölda verðlauna því til stað- festingar. Það eru vandfundnar persónur eins og Diddi. Ævinlega var hægt að reiða sig á hann ef á aðstoð þurfti að halda. Hann þekkti ekki hugtakið nísku og þrátt fyrir veikindi og erfið- leika barmaði hann sér aldrei. Jafn- vel þegar fóturinn var tekinn af honum æðraðist hann ekki þó til- hugsunin hefði verið óbærileg. Þegar hann kom í heimsókn til okkar fyrst eftir að hann var orðinn einfættur, hafði hann orð á því að það hefði verið feill, að útvega sér ekki lepp fyrir augað, því að þá hefði fólk haldið að þarna væri gamall sjóræn- ingi á ferð. Þetta hefur hann eflaust sagt til þess að við værum ekki svona alvörugefin yfir þessu. Mikið lærði maður af Didda og verður honum aldrei nógsamlega þakkað fyrir það sem hann lagði okkur í té sem förunautur þennan stutta veg sem lífið er. Guð blessi minningu þína Diddi minn og líði þér sem best þar sem þú dvelur núna í faðmi vina. V. Gísli Valdemarsson. Nú er hönd að hægum beði hnigin eftir dagsins þrautir. Signt er yfir sorg og gleði, sæstzt við örlög. - Nýjar brautir. Biðjum þess á blíðum tónum berast megi þreyttur andi endurtorinn ljóss að landi lofandi dag með ungum sjónum. (J. Har.) Elsku Diddi minn, hafðu innilega þökk fyrir allar góðu stundirnar og allan þinn hlýhug og velvild í minn garð og fjölskyldu minnar. Þú varst algjör perla. Guð blessi þig og minn- ingu þína. Lilja Kristín Bragadóttir. Þá kemur aðeins ein tölva til greina: Macintosh Performa 475 Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. eða Macintosh Performa 475 kostar aðeins 125.263,- kr. 119.000,-.» 4.242,- á mánuði í 36 máil kr.* w Macintosh Performa 475 er með 15" Apple-litaskjá, stóru hnappa- borði, mús, 4 Mb vinnsluminni og PL. \ 1 Jl: 250 Mb harödiski. aii.JcpiBwa: V /V1 TIL ALLT AD 24 MÁNAOA I ■■■■■■-. . '%• y.-. V _;: .: •; ..'•♦• i t •» » f % * k . . í t i ' UpphæSin er meðaltalsgreiðsla með vöxtum, lántökukostnaSi og færslugjaldi. s, . Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00 ■I UMW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.