Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Wtotgmfflábib 1995 SKIÐI LAUGARDAGUR 14.JANUAR BLAÐ D ISHOKKI Leikmenn IMHL samþykktu til- boðeigenda LEIKMENN NHL-deildarinnar í íshokkí samþykktu í gær lokatilboð eigenda félaganna. Þar með er ljóst að keppni hefst ( næstu viku en hefðu leikmenmrnir feilt tilboðið hefði ekkert orðið af keppni í vetur. 26 lið eru í deildinni og hófust þegar æfingar én fyrstu leikirnir verða á föstudag. Hins vegar átti deildin upphaflega að hefjast 1. október sl. og hefur deildin aidrei iegið eins lengi niðri. í staðinn fyrir 84 umferðir verða þær 48 fyrir úrslitakeppnina sem verður með hefðbundnum hætti. Um 700 leikmenn eru samningsbundnir féiögum í defldinni og var mikill rneiri híuta samþykkur tilboð- ihu en nákvæmar tölur lágu ekki fyrir í gærkvöidi. Kristinn Björnsson skaut heimsþekktum skíðamönnum ref fyrir rass í Austurríki Sigraði á sterku risasvigsmóti KRISTINN Björnsson frá Óiafsfirði sigraði í gær á opna hol- lenska meistaramótinu í risasvigi, sem fram fór í Flachau í Aust- urríki og telst stigamót alþjóða skíðasambandsins — FlS-mót. Kristinn var með 43 punkta í risasvigi fyrir mótið. Hann fær lík- lega 15 punkta fyrir sigurinn, þannig að Ijóst er að mótið er sterkt. Einn besti skíðamaður Svía í dag, Fredrik Nyberg, varð í öðru sæti á mótinu og landi hans, Tobias Hellman, varð þriðji, en þeir eru báðir í heimsbikarliði Svía. Kristinn var í sjöunda himni er Morgunblaðið náði sambandi við hann. „Þetta er lang besti árangur sem ég hef náð — maður er varla búinn að átta sig á þessu ennþá," sagði hann. Kristinn var annar í rásröðinni, og beið því í markinu eftir að keppinautarnir spreyttu sig hver af öðrum. „Þetta var spennandi og úrslitin kom þeim öllum á óvart, hvað þá mér." Nokk- uð snjóaði meðan keppnin fór fram, en Kristinn sagði brautina hafa KNATTSPYRNA verið góða. „Ég fór snemma niður og fékk því mjög góða braut. Gat gert það sem ég vildi, keyrði djarft og allt gekk upp. Ég gerði engin mistök — það hlaut að koma að því að allt smylli saman hjá mér." Tími Kristins var 1 mínúta, 16,39 sekúndur, Nyberg fór á 1.16,57 og Hellmann fór á 1.16,70 mín. Þess má geta að Nyberg þessi er í fyrsta ráshópi í heimsbikarkeppninni í risasvigi, og því einn af 15 bestu mönnum heims í þeirri grein. Hann hefur tvívegis sigrað á heimsbikar- móti, í bæði skiptin í stórsvigi, þrisvar orðið í þriðja sæti og tvisvar fjórði, alltaf í sömu grein. Þess má og geta að hann varð áttundi í stór- svigi á Ólympíuleikunum í Albert- ville 1992. Nyberg kom til íslands sl. vor og keppti á tveimur alþjóð- legum stórsvigsmótum á Akureyri. Svíinn sigraði í bæði skiptin, en Kristinn Björnsson varð þá annar á fyrra mótinu en féll úr keppni í því síðara. Allir íslensku keppendurnir bættu punktastöðu sína á mótinu í gær. Vilhelm Þorsteinsson varð í 18. sæti á 1.18,48 mín., Arnór Gunnarsson 25. á 1.19,33, Gunn- laugur Magnússon 33. á 1.20,61 og Haukur Arnórsson 38. á 1.21,15 mín. Cruyff Weah Weah knattspyrnu- maður Afríku GEORGE Weah, Líberíumaðurinn hjá París SG í Frakkiandi, var kos- inn knattspyrnumaður Afríku 1994, í árlegri kosningu franaka blaðsins France Footbaíl. Hann hlaut 148 stig en næstur kom Emmanuel Amunike, Nígeríu, með 133 stig en hann leikur með Sporting Lissabon í Portúgal. Cryuff um kyrrt SAMNINGUR Johans Cryuffs, hol- lenska þjálfarans hjá Barcelona, sem átti að renna út vorið 1996, hefur verið framlengdur um eitt ár. Það er því ljóst að hann starfar að minnsta kosti hjá spænsku meistur- unum til vors 1997. HANDKNATTLEIKUR FHtreystirá heimavolhnn gegn Dönunum BIKARMEISTARAR FH íhand- knattleik taka á móti danska liðinu GOG íátta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í Kaplakrika kl. 16.30 ídag. Hafnfírðingarnir hafa fullan hug á að minnast 30 ára tímabils í Evrópukeppni með eftirminnileg- um hætti og leggja allt í sölurnar til að komast í undanúrslit. Til að eiga raunhæfa möguleika telja þeir sig þurfa að sigra með fjögurra til sex marka mun í dag, að sögn fyrir- liðans Guðjóns Árnasonar. FH-ing- ar hafa leikið 72 leiki í Evrópu- keppni til þessa og ekki tapað á heimavelli síðan gegn Krasnodar tímabilið 1988 til 1989. Sterktlið Lið GOG hefur leikið mjög vel að undanförnu, sigraði nýlega dönsku meistarana í Kolding mjög örugglega og er í efsta sæti deildar- innar ytra. Hér er því greinilega á ferðinni verðugur andstæðingur fyrir íslensku bikarmeistarana. Bestu menn liðsins eru landsliðs- mennirnir Nikolaj Jakobson og Claus Jacob Jensen, sem léku báðir vel gegn íslandi í landsleikjum fyr- ir skömmu. Þjálfari GOG er Bent Nygaard, sem starfði hér á landi í nokkur ár á síðasta áratug, sem þjálfari Fram ogÍR. Það besta til þessa KRISTINN BJörnsson náðl besta árangrl sínum tll þessa með slgri opna hollenska melstaramótinu í rlsasvlgi í Austurríki í gær. ÞJONUSTUGJOLD ALLT AÐ 760 ÞUSUND KR. HJÁ HANDKNATTLEIKSDEILDUM / D2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.