Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.1995, Blaðsíða 3
2 D LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 1995 D 3 IÞROTTIR Þjónustugjöld vega þungt í rekstri íþróttafélaga Allt að 760 þúsund krónur hjá hand- knattleiksdeildum |lKLIR fjármunir eru í íþrótt- um og peningaumræða er áberandi í tengslum við alþjóða íþróttir. íþróttir eru vinsælt skemmtiefni um allan heim og sjón- varpsfyrirtæki borga háar fjárhæðir fyrir sýningarrétt, einkum frá stór- mótum eins og Ólympíuleikum eða heimsmeistarakeppni í knattspyrnu en einnig fyrir aðra einstaka við- burði. Auglýsendur sjá sér líka hag í beinum sjónvarpsútsendingum og greiða mikla peninga fyrir að koma sér og sínu á framfæri á einn eða annan hátt í þeim og viðkomandi mótshaldarar hagnast vel. Alþjóða ólympíunefndin þarf ekki að kvarta yfir auraleysi og sömu sögu er að segja af Alþjóða knáttspyrnusam- Þjónustukostnaður í BIKARKEPPNI Knattspyrna Karlar “S"1 B)alð 16 liða úrsl. Mfl. 11.000,- 26.122,- U23 11.000,- 2. fl. 1.000,- 3. fl. 1.000,- Konur (fl Mfl. 3.300,- “V®/1 2. fl. 1.000,- Samtals: 28.300,- Styrktaraðili bikarkeppninnar greiðir j meisturum karla 350.000 og silfurliði 150.000, en meisturum kvenna 250.000 og silfurliði 100.000. Körfuknattleikur Þátttöku- Karlar B'ald Dómarakostn. liðsá leikf. utan úrsl.l. Mfl. Ungl.fl. Drengjafl. 10. fl. 9. fl. 8.200. 3.800, - 3.800. - 3.800.- 3.800.- 3.400.- &| 2.100.- |I 1.000.- Je 1.000.- 'I'T 1.000.- |1 Konur ......e 2.900,- ~g 2.000,- §1 2.000,- .+7 ........................ ts Samtals: 39.200.-15.300.-2£ Mfl. 8.200,- Ungl.fl. 3.800,- Stúfknafl. 3.800,- Handknattleikur Dómarakostn. Karlar á hvern leik Mfl. Yngri fl. 7.500. - 1.500. - Konur Mfl. 2.11. 7.500, - 1.500, - upng w Samtals: 24.000,- Ekkert þátttökugjald og dómarakostnaður er áætlaður bandinu og Knattspyrnusambandi Evrópu svo dæmi séu tekin. Einstök félög hafa borið mikið úr býtum og svimandi háar upphæðir eru greidd- ar fyrir marga íþróttamenn sem þurfa ekki að óttast að eiga ekki fýrir salti í grautinn. Kaldur raunveruleiki áhuga- mennskunnarannar Glanshlið atvinnumennskunnar snýr gjarnan upp þegar íþróttir ber á góma en hún á reyndar líka sínar dökku hliðar og gjaldþrot eiga sér stað innan hennar ekki síður en utan. Engu að síður er hún fyrir- myndin og óraunhæfar væntingar áhugamanna og áhugamannafé- laga eru oft dýru verði keyptar. Kaldur raunveruleikinn vill gleym- ast þar til komið er að skuldadög- um. íslensk Iþróttafélög eru í eðli sínu áhugamannafélög en með auknum kröfum hafa mörg hver færst æ meira í fang. Bætt aðstaða kostar sitt, rekstur og viðhald mannvirkja er fjárfrekur liður, laun og launa- tengd gjöld auk ýmissa auka- greiðslna hafa hlaðið utan á sig og svo mætti lengi telja. Þessir liðir eiga það sammerkt að hveijum er nánast í sjálfsvald sett hvar markið er sett. Hins vegar eru ákveðin óumflýjanleg gjöld eins og ferða- kostnaður, þátttökugjöld og greiðsl- ur vegna dómara, sem öll félög í viðkomandi grein verða að standa skil á, og þessi gjöld vega þungt í rekstri íþróttafélaga, einkum þeirra sem eru með vinsælustu boltagrein- arnar á dagskrá. Ferðakostnaður- inn er misjafn og verður ekki farið nánar út í hann að þessu sinni en hin atriðin athuguð sérstaklega. Knattspyrnan nýtur vinsæld- anna heima og erlendis Hæstu þátttökugjöld í íþrótta- keppni á íslandi eru í 1. deild karla í knattspyrnu, 64.000 krónur á lið. Hins vegar er þátttökugjald liða í yngri flokkum það lægsta sem um getur, en félag, sem er með 1. deild- ar lið karla og kvenna og sendir lið til keppni í öllum öðrum flokkum þarf að greiða samtals 100.500 krónur í þátttökugjöld. Ferða- og uppihaldskostnaður dómara fellur á heimalið og var 188.226 krónur í 1. deild karla i fyrra en um 30.000 kr. í 1. deild kvenna. Enginn kostnaður er greiddur vegna dómgæslu í yngri flokkum en laun og launatengd gjöld dómara í deildarkeppninni voru greidd af Knattspyrnusam- bandinu, alls um átta milljónir króna. Þar nutu öll félög góðs af góðri afkomu Knattspyrnusam- bands Evrópu, en KSI fær væna greiðslu frá sambandinu vegna þátttöku í Evrópukeppni landsliða og félagsliða og lét félögin njóta þess. Samstarfssamningur við styrktaraðila 1. deildar karla skilaði viðkomandi félögum frá 445.000 krónum fyrir neðstu tvö sætin upp í 700.000 kr. til íslandsmeistar- anna. Gjöld félaganna vegna þátttöku í bikarkeppni voru óveruleg ef frá er talinn ferðakostnaður flestra liða vegna þátttöku í 32 liða úrslitum bikarkeppni karla. Hins vegar tap- aði ekkert lið, sem komst í 16 liða úrslit, peningum á þátttökunni og fékk hvert endurgreiddar 26.122 kr. þegar sameiginlegur ferðasjóður var gerður upp. Samstarfssamning- ur við styrktaraðila færði úrslitalið- um karla og kvenna greiðslur að auki. Bikarmeistarar karla fengu 350.000 kr. og silfurliðið 150.000 kr., en bikarmeistarar kvenna 250.000 kr. og hitt úrslitaliðið 100.000 kr. Þegar á heildina er litið er ljóst að félag sem á lið í 1. deild karla fékk útlagðan kostnað vegna þátt- tökugjalda og ferða- og uppihalds- kostnaðar dómara að fullu endur- greiddan og vel það vegna samn- inga við styrktaraðila deildarinnar en þessir kostnaðarliðir koma sér sýnu verr fyrir félög með lið í neðri deildum. Hins vegar kom framlag KSÍ öllum félögum til góða. Um 640 þúsund krónur í þjónustugjöld í körfu Körfuknattleikssambandið sér um að fá styrktaraðila á úrvals- deildina og njóta félögin þess ekki í beinum peningagreiðslum heldur í kynningum og auglýsingum. Þátt- tökugjöld félags sem á lið í öllum flokkum karla og kvenna, þar á meðal úrvalsdeildarlið karla og 1. deildarlið kvenna, nema samtals 159.800 krónum. Ferða- og uppi- IÞROTTIR Iþróttastarfsemi nýtur almennrar viður- kenningar og gildi íþrótta er ótvírætt. Þrátt fyrir mikilvægan stuðning ríkis- valdsins, sveitarfélaga, fyrirtækja og ein- staklinga á íþróttahreyfíngin í erfiðleikum með að ná endum saman og skuldir margra íþróttafélaga benda til þess að víða sé pott- ur brotinn og útlitið allt annað en bjart. Steinþór Guðbjartsson kannaði helstu gjaldaliði félaganna og tók saman óhjá- kvæmileg gjöld sem félög með knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik á dagskrá verða að greiða vegna íslandsmóta og bikar- keppni. Gjöldin eru hin sömu hjá öllum félög- um í viðkomandi grein eða flokki og vega víða þungt í rekstrinum. haldskostnaður dómara fyrir sama Kostnaður vegna dómara eykst til félag er liðlega 206.000 kr. og ann- murta fari lið félagsins í úrslita- ar dómarakostnaður 229.300 kr. keppni en ákveðið gjald er á hvern eða samtals um 595.500 krónur. leik í öllum flokkum. Samanlögð þátttökugjöld í bikar- keppni í öllum flokkum eru 39.200 krón- ur og dómarakostnaður miðað við einn leik í hveijum flokki 15.300 krónur, en fari lið alla leið í úrslit er í flestum tilfell- um um fjóra leiki að ræða. Föstu greiðslumar hvergi hærri en í handbottanum Ekki fer sérstaklega mikið fyrir þátt- tökugjöldum í handboltanum en þegar öll föstu gjöldin eru tekin saman kemur í ljós að samsvarandi greiðslur í öðrum íþróttagreinum eru hvergi hærri. Félag með lið í 1. deild karla og kvenna auk liða í öllum öðrum flokkum þarf að greiða 75.000 krónur í þátttökugjöld fyrir þijá meistaraflokka en ekkert slíkt gjald er fyrir yngri flokkana. Áætlaður dómgæslukostnaður vegna sömu þriggja flokka er 515.000 krónur, greiðslur til Handknattleiksdómarasambands ís- lands, HDSÍ, vegna allra flokka nema 21.800 kr., greiða þarf 2.750 kr. í úrslita- gjald fyrir hvern yngri flokk eða 22.000 kr. samtals ef félag er með lið í öllum flokkum í úrslitum og loks er sérstakt gjald fyrir keppnisleyfí hvers leikmanns. Félag þarf að greiða 1.000 kr. fyrir keppnisleyfi leikmanns í meistaraflokki en 500 kr. fyrir hvern leikmann í yngri flokkum. Miðað við 15 leikmenn í hverj- um flokki er kostnaður félags vegna þessa liðs 105.000 krónur. Ekkert þátttökugjald er í bikarkeppni HSÍ en áætlaður dómarakostnaður fé- lags á hvern meistaraflokksleik karla og kvenna er 7.500 kr. og 1.500 kr. fyrir hvem leik í yngri flokkum eða 24.000 krónur miðað við einn leik í hveijum flokki. Þegar allt er tekið saman þarf hand- knattleiksdeild með lið í öllum flokkum að greiða að minnsta kosti 762.000 krón- ur í föst gjöld en þess ber að geta að félög með lið í 1. deild karla fá um 115.000 kr. hvert vegna styrktarsamn- ings við deildina. Þjónustukostnaður í ÍSLANDSMÓTI Knattspyrna Karlar Þátttöku- gjald Ferða- og uppihaldskostn. dómara: Á heimaleik Samtals 1. deild 2. deild 3. deild 4. deild Eldri fl. 1. fl. 2. fl. 3. fl. 4. fl. A 4. fl. B 5. fl. A 5. fl. B 5. fl. C 6. fl. A 6. fl. B 64.000.- 32.000,- 16.000.- 16.000,- 7.500.- 7.000.- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 20.914,- 13.316,- 188.226,- 119.842,- Frá styrktaraðila 1. deildar fengu félögin greidda fjárhæð eftir árangri: 1. sæti gaf 700.000.-, 2. sæti 570.000.-, 3. sæti 510.000.-, 4. sæti 485.000.-, 5. sæti 470.000.-, 6. sæti 465.000.-, 7.og 8. 455.000.-, 9.og 10. 445.000.- Konur 1. deild 2. deild 2. fl. 3. fl 4. fl. 4. fl. 5. fl. 5. fl. . A B . A B 7.000,- 7.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000,- 1.000.- um 30.000.- KSI greiddi laun og launatengd gjöld vegna dómara á síðasta ári, samtals um átta milljónir. Hámark: 100.500,- 218.226,- Körfuknattleikur Karlar Þátttöku gjald Ferða- og uppihalds- kostn. dómara: Dómarakostnaður: Aleik í deild/úrsl. Samtals Urvalsd. 1. deild 2. deild 1.fl. Ungl.fl. Drengjafl. 10. fl. 9. fl. 8. II. 7. fl. Minnib. 36.000. 29.000. 26.000. 7.900. 7.900. 7.900. 7.900. 7.900. 7.900. 7.900. 7.900. 150.000.- 6.800/18.000 108.800. 60.750,- 5.800/9.300 58.000. 24.545,- 4.100/ 45.100.- KKÍ sér um að fá styrktaraðila á úrvalsdeildina en félögin njóta þess ekki í beinum peningagreiðslum heldurí kynningu og auglýsingum Konur 1. deild 2. deild Ungl. fl Stúlknafl. 8. fl. Minnib. 29.000,- 16.000,- 7.900,- 7.900,- 7.900,- 7.900,- 31.857,- 5.800/9.300 75.400.- Hámark: 159.800,- 206.402,- 229.300,- Handknattleikur Karlar Þátttöku- gjald Aætlaður dómgæslu- kostnaður Greiðsla til HSÍ Úrslitagjald Skírteini fyrir hvern leikmann 1. deild 40.000,- 250.000,- 4.000.- 1.000,- 2. deild 25.000,- 160.000,- 3.400,- 1.000,- Mfl. B 10.000.- 85.000,- 3.900,- 1.000,- 2. fl. 1.500,- 2.750,- 500,- 3. fl. 1.500.- 2.750.- 500,- 4. fl. A 1.500,- 2.750,- 500.- 4. fl. B 2.750,- 500,- Félögin í 1. deild fá um 115.000.-hvert frá styrktaraðila deildarinnar. Konur 1. deild 25.000,- 180.000,- 3.400,- 1.000,- 2. fl. 1.500,- 2.750,- 500.- 3. fl. 1.500,- 2.750,- 500,- 4. fl. A 1.500,- 2.750,- 500,- 4. fl. B 1.500,- 2.750,- 500,- Hámark: 75.000,- 515.000,- 21.800,- 22.000,- 105.000.-* * m.v. 15 manns í flokki ÞOLFIMI Fyrsta íslandsmót Fimleikasambandsins íkvöld Reiknað með að Magnús fái meiri keppni en áður ÞRJÁTÍU og átta keppendur taka þátt í Islandsmótinu í þol- fimi, sem verður í Háskólabíói f kvöld kl. 21.00. Meðal kepp- enda er Evrópumeistarinn Magnús Scheving, íþróttamað- ur ársins 1994, íslandsmeistar- arnir í paraflokki, systkinin Anna og Karl Sigurðarbörn og Þóranna Rósa Sigurðardóttir, sem varð meistari 1993. Þá verður keppt íflokki unglinga í fyrsta skipti. ér líst vel á rútínuna sem ég er búinn að útfæra og fékk mikla hjálp frá Unni Pálmarsdótt- ur, meistara síðasta árs. Ég stefni á fyrsta sætið, eins og keppnismenn eiga að gera og er full sjálfstrausts — hef æft mjög vel, sagði Þóranna Rósa í samtali við Morgunblaðið. Hún keppir í einstaklingskeppni kvenna eftir árshlé vegna bameign- ar. Hún varð meistari fyrir tveimur árum. „Ég hef notað vikuna til að fínpússa rútínuna. Maður er alltaf að keppa við sjálfan sig á æfingum, að reyna að hafa rútínuna hæfílega erfiða, ganga ekki of langt, en metnaðurinn togar alltaf í mann að gera enn erfiðari spor og stökk. Ég vil kópíera sem minnst frá öðr- um, skapa sérstæðan stíl og held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Þóranna. Hún mætir m.a. Önnu Sigurðardóttur, sem hefur marga sigra í þolfimi og samkvæmisdöns- um að baki, en sex keppendur eru í kvennaflokki. Magnús Scheving mun fá meiri keppni en síðustu ár, en hann hefur samið alveg nýja rútína ásamt Unni Pálmarsdóttir, sem einig hefur lagt unglingunum mikið lið. Margir unglinganna eru í mjög góðri æf- ingu og þreyta frumraun sína á sviði. Sumir hafa reynslu úr fímleik- um, aðrir dansi og öðrum íþróttum, þar sem snerpa kemur við sögu. Keppt er í einstaklingsflokki, tvenndarkeppni og flokki hópa á íslandsmóti unglinga. „Mótið er mjög sterkt, sérstaklega í flokki kvenna. Þá eru mjög frambærilegir keppendur í flokki unglinga sem eiga eftir að koma á óvart. Margir eru að gera mjög erfiða hluti, eftir stutt kynni af þolfimi,“ sagði Magn- ús Scheving um mótið. „Ég hef samið rútínu mína í skjóli nætur vegna anna og framkvæmi meðal annars nýja mjög erfíða lyftu, sem verður fróðlegt að sjá hvort heppn- ast. Það verður erfitt að dæma keppnina, því mjög margir sterkir keppendur mæta til leiks,“ sagði Magnús. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Meistarateygja MAGIUÚS Scheving og Unnur Pálmadóttir slgruðu í einstakiings- keppni á ísiandsmótinu í þolfiml fyrra. Unnur aöstoðar hér Magn- ús við að teygja á æfingu fyrir keppnina í ár, en liðleiki er stór mikilvægur þáttur í að ná árangri í þessari íþróttagrein. Keppnin hefst kl. 21.00, en Há- skólabíó opnar kl. 19.30 og verða ýmis sýningaratriði áður en keppni hefst, m.a. verða- ýmsar líkams- ræktarstöðvar með þolfimiatriði, sýndur verður djassballet, skylm- ingar, kraftajötunn sýnir listir sínar og fyrirsætur spóka sig. Tryggvi bídur eftir að KR og ÍBV semji um félagaskipti Tryggvi Guðmundsson, landsliðs- maður með undir tuttugu og eins árs liðinu í knattspyrnu, flutti til Vestmannaeyja eftir áramót og er kominn í skóla í Eyjum. Fyrr í vetur óskaði hann eftir við KR-inga að þeir samþykktu félagaskipti hans í ÍBV, en hann samdi til tveggja ára við KR haustið 1993 og á því ár eftir af samningnum. Ekki hefur enn verið gengið frá félagaskiptunum, en Tryggvi sagðist lifa í vonjnni um að vera löglegur með ÍBV í íslands- mótinu innanhúss um næstu helgi. „Félögin hafa ekki enn komist að samkomulagi, en ég vona að þau geri það sem fyrst,“ sagði Tryggvi. „Ég fór rangt að þegar ég ákvað að fara úr IBV í KR, vissi ekki í hvorn fótinn ég ætti að stíga og sagði já við bæði félögin. Það voru alfarið mín mistök. Eg reyndi að læra af þeim í vetur og taldi mig fara rétt að þó ég væri enn samn- ingsbundinn en viðtal við mig í íþróttablaðinu þar sem því miður var ekki rétt eftir mér haft varðandi samskiptin hefur skiljanlega ekki ýtt á eftir KR-ingum. Tilfellið er að mér leið mjög vel hjá KR og ég á félag- inu mikið að þakka. Ég var þar þeg- ar ég var valinn í landsliðið, ég var bikarmeistari með félaginu og það stóð við allt. Ég harma misskilning- in um óánægju mína og víst er að ef ég fer aftur upp á land kemur ekki til greina hjá mér að leika með öðru félagi en KR. Mér er hlýtt til KR en málið er að ég fann mig ekki í Reykjavík, á að geta gert miklu betur og vonast til að gera það með ÍBV.“ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.