Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 B 3 26 punda urriði festi kjaftbeinin í bleikjunet í Úlfljótsvatni í apríl 1956. „Hann var ekkert sérlega langur, en akfeitur og gildleikinn mikillsagði veiðimaðurinn, sem var Guðmundur á Efri-Brú, bróðir skáldsins. Því miður voru ekki haldnar ná- kvæmar veiðibækur á þeim árum, þegar erlendir veiðimenn sóttu heim Sogið. En sögur af ferlíkjum lifðu í sveitinni, og einn þeirra, Bell að nafni, sendi stærstu fiskana erlendum söfnum. Hann veiddi a.m.k. einn 20 punda urriða, en sögur ganga af mun stærri fiskum hans og fylgdarmanna. Ýmsar myndir eru til sem vitna um stórurriðann, og margt þjóð- frægra stórmenna var í hópi veiði- manna. Þannig eru til skemmtilegar myndir af Benedikt Sveinssyni, for- seta Efri deildar, og afkomendum hans, alls fjórum ættliðum, með væna urriða. Hestklyfjar af urriða Guðmundur frá Miðdal var meðal fræknustu alhliða veiðimanna ís- lendinga fyrr og síðar. Hann dró úr Efra-Sogi feiknin öll af stórurr- iða með vinum sínum á borð við þá Ósvald Knudsen, kvikmynda- gerðarmann og Tómas skáld. Fáir skrifuðu af jafn mikilli gleði og til- finningu um svæðið og hann. Fjöl- listamaðurinn frá Miðdal átti það sammerkt með vini sínum Ósvaldi að finnast það tíðindalítið að koma með klyfjar af stórurriða úr ánni, og hvorugur talar sérstaklega um urriðann í þeim textum sem eftir báða liggja um veiðiskap. í Fjalla- mönnum nefnir þó Guðmundur frá Miðdal á einum stað að hann hafi „...oft komið með heila hestburði...“ úr fljótinu mikla. Á myndum úr eigu fjölskyldu hans gefur að líta furðulega hrauka stórra urriða. Á seinni árum hafa af og til veiðst vænir urriðar, þar af einn 14 punda á síðasta sumri. í bernsku fengum við bræður stundum urriða í bland við bleikjuna í Vatnsvikinu, og ég minnist þess að sumarið 1981 veiddi Sigurður bróðir minn hundgamlan og hausstóran 14 punda urriða. Engir hafa lýst veiðum í Efra- Sogi jafn ljóðrænt og skáldin Tóm- as Guðmundsson og Ólafur Jóhann Sigurðsson, sem ólust upp á bökk- um Sogsins. Stærsti urriði beggja var samt ekki nema 15 pund að þyngd. Ólafur Jóhann kvaðst þó hafa tapað einum „gríðarlega stór- um“ sem aldrei síðan hvarf hinu mikla skáldi úr huga: „Hans vegna fer maður aftur og aftur og hættir aldrei að vitja vatnanna, - ef ekki í vöku, þá í draumi." Vefðlbækur Jóns f Kaldárhöfða Bestu heimildirnar um urriða- veiðina eru þó fyrrnefndar veiði- dagbækur Jóns S. Ögmundssonar úr Kaldárhöfða. Þær veita ljóslif- andi innsýn í veiðina fyrir daga Steingrímsvirkjunar, og hversu gjöfult vatnið og Sogið voru á stór- urriðann. Þar kemur fram, að veitt var næstum allt árið. Að vetrinum var veitt á dorg niður um ís, og jafnvel í net sem lögð voru undir ísinn. Þegar ísa leysti stunduðu menn „írekstur" í net, en í sjálfum Sogskjaftinum og í ánni veiddu menn á stöng vor, sumar og haust. Til að gefa lesanda tilfínningu fyrir veiðinni er hér gripið niður á nokkr- um stöðum í veiðibók hans fyrir árið 1937: Hinn 9. mars skráir Jón í dagbók sína, að hann hafi þann dag veitt 14 punda urriða í net undir ís í Skútavík. Fimm dögum síðar veiðir hann „all góðan“ urriða á dorg í vatninu, og enn tekur hann 11 punda urriða á dorg tveimur dögum síðar. Haustveiðin var ekki síður gjöful á stórfiskinn: „30. septem- ber. Við fengum þrjá stóra urriða í sama netið við efri skúrinn; þeir voru 8 punda, 15 punda og 19 punda að þyngd... Urriðarnir sem við fengum þann 27da þ.m. voru 13 punda og 22 punda.“ Vikuna á eftir veiðir Jón S. Ög- mundsson enn nokkra urriða sem losa tíu pund, og 7. október skrifar hann: „I gær fengum við Ragnar 22 stk. urriða í Soginu, á stöng, sá þyngsti var 14 jrnnd og fékk Ragnar í Arnarhyl. Eg fékk þyngst 6 punda urriða í Aðhaldinu. I dag renndi ég aftur í Sogið og fékk 12 stk., einn af þeim var 18 pund.“ í ágústlok árið eftir veiðir Jón S. Ögmundsson svo 26 punda urriðann sem fyrr er getið. Af lestri stopuila dag- bóka Jóns kemur fram, að stórir urriðar, milli 15 og 20 pund, eru tíðir í veiðinni, svo ekki sé minnst á þá sem smærri eru. Þannig skráir hann í október 1940 fímm urriða, sem eru á milli 12 og 16 pund, og í sama mánuði árinu síðar kveðst hann hafa veitt sjö eða átta stóra urriða, sem eru milli 10 og 21 pund. Ófáum urriðum sem losa 20 pund landar hann um sína daga, og til viðbótar þeim 26 punda, sem fyrr er frá sagt, veiðir hann a.m.k. einn 24 punda á stöng. Margir veiðimenn gæfu vafalaust mikið fyrir að standa í sporum Jóns 12. september 1943. Þann dag skráir hann af þeirri hógværð, sem einkennir veiðibækurnar: „í morg- un fór ég með stöng á Sogskjaftinn og beitti hrogni. I fyrsta rennsli fékk ég 10 punda urriða, í öðru rennsli annan 11 punda, og í þriðja „rúnt“ setti ég í einn sem sleit lín- una og fór. Eftir hádegi fórum við Kjartan svo með sterkari línu og fengum 4 urriða, 8-17 pund.“ Viku síðar veiðir hann 22 stóra urriða á örfáum dögum: „Þeir stærstu voru 18 og 19 pund og fékk ég þá hvorn eftir öðrum fram á broti." Landnámsstofninn Margt bendir til, að urriðinn á svæðinu hafí skipst í nokkra stað- bundna stofna. Hinn mikilvægasti hefur að líkindum verið sá, sem hrygndi í Efra-Soginu, þar sem mest veiddist á haustin. Talið var að sérstakur stofn tengdist Öxará, þar sem urriði gekk í talsverðum mæli til hrygningar áður fyrr. Landssig og vatns- borðshækkun hefur hins vegar breytt straumlagi á hefðbundnum riðstöðvum hans í Öxaránni, og á' seinni árum hefur lítillar sem engr- ar hrygningar orðið vart þar. Hrygning átti sér einnig stað í Ólf- usvatnsánni, sem fellur í Þingvalla- vatn sunnanmegin, og enn er þar að haustlagi hægt að fylgjast með ástaleikjum í hyljum upp til fjalla. Gamlar sagnir herma, að svo mikil hafi gengdin á stundum verið í ána, að bændur hafí kvíslað urriða upp úr hyljunum. Frá fornu fari er urriðinn einnig talinn hafa hrygnt við uppsprettur, sem er að finna víða í Þingvallavatni, og gerir það líklega enn. Enn ein vísbendingin um afmark- aða stofna kemur fram í útreikning- um Hilmars J. Malmqu- ist, líffræðings, sem not- aði upplýsingar úr veiði- bókum Guðmanns Ólafs- sonar á Skálabrekku til að reikna út hlutfall urr- iða í netaveiði. Það breyttist lítið við byggingu Steingrímsvirkjunar, þrátt fyrir hrun hins öfluga Sogs- urriða. Sá stofn virðist því hafa verið tiltölulega staðbundinn, og ekki háður Efra-Soginu. Stærð einstakra urriða sem uxu fram úr Efra-Sogi skapaði frægð Tveir gjalddagar og engin sjálfsábyrgð... .þegar þú ábyrgðartryggir bílinn hjá TM ^ greiðslur á ábyrgðartryggingum skiptast niður á tvo gjalddaga á ári, 1. mars og 1. september. sjálfsábyrgð í ábyrgðartryggingum er engin, óháð því hver ekur eða hversu mikið er ekið. Sjálfsábyrgð foreldra er heldur engin ef ökumaður er barn þeirra. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reynir! Aðalstræti 6-8,101 Reykjavík, sími 26466. Óvíða þekkt- ust jaf n stórir vatnaurriðar. Jafnvel verri viðureignar en laxinn. YDDA/SÍA F16.10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.