Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ GLÍMAN VIÐ TRÖLLIN Ósvaldur Knudsen (t.v.) og Björn Stef- fensen endur- skoðandi eftir góöan dag í urr- iðaveiðinni. fyrir urriðann. í mynni þess og í gljúfrunum við Dráttarhlíðina var gnótt riðmalar af heppilegum grófleika, og réttur straumhraði fyrir farsæla hrygn- ingu. Þrátt fyrir stríðan straum í útfallinu er líklegt, að stórgrýti í árfarveginum hafi víða skapað nægilegt skjól; bæði fyrir kyn- þroska fisk í hrygningu, en líka fyrir seiði. Sogið var líka auðugt af smádýr- um, sem voru tilvalin fæða stóran hluta af lífsferli urriðans. Yfir- gnæfandi hluti smádýranna í Efra- Sogi voru lirfur hins fræga bit- mýs, sem tryggði öruggt framboð á næringu fyrir urriða á öllum stig- um lífsferilsins, ekki síður að vetri en sumri, því lirfur bitmýsins lifa yfir veturinn. Búsvæði þeirra er að finna í hröðu straumvatni, þar sem botn er fastur eða gróinn, og mest er af þeim í fallvötnum sem renna úr stöðuvötnum, líkt og Efra-Sog gerði, því slík fljót bera með sér mest af lífrænum efnum. Allt þetta var í boði í Efra- Sogi: straumur, möl og fæða. En þessu til viðbótar var gnótt murtu og smábleikju í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni, svo stálpaðir urriðar gátu fyrirhafnarlaust skipt yfir í stærri bráð þegar þeir náðu svo mikilli stærð, að of orkufrekt var að eltast við smábráðina. Fágætt er, að öll þessi skilyrði séu til stað- ar í einu og sama vistkerfi, og vera má, að einmitt þetta atriði skýri galdurinn, sem leiddi til þess, að Sogsurriðinn varð að jafnaði miklu stærri en á nokkrum öðrum stað. Paradísarmlsslr Þessi skilyrði voru í vetfangi eyðilögð með Steingrímsvirkjun 1959, sem í reynd girti fyrir Efra- Sog. Mikilvægum riðstöðvum og gjöfulum uppeldissvæðum var svipt undan urriðanum, og jafn- framt þvarr hin mikilvæga fæðu- lind, sem fólst í bitmýinu, sem hvarf þegar straumurinn stöðvað- ist. Auk þess var miklu magni af skordýraeitri dreift á bakka árinn- ar, ofan og neðan Úlfljótsvatns, sem ekki aðeins hraðaði útrýmingu bitmýsins í straumi Sogsins, heldur hafði líka afgerandi áhrif á fískinn í ánni. Á þjóðhátíðardaginn 1959 urðu Sautján punda stórurrlðl sem Benedikt Sveinsson, for- seti Efri deildar Alþlngís, veiddi við Torfnes sum- arið 1937. Ungi veiðimaðurinn er óþekktur. Grelnarhöfundur, Össur Skarphéð- insson, með væna bleikju úr Þingvallavatni. stofnsins á sínum tíma. En rann- sóknir á seinni árum hafa sýnt, að stofninn í Efra-Sogi var ekki aðeins einstakur vegna þess hversu óvanalega stórir urriðarnir gátu orðið. Athuganir írskra vísinda- manna á arfgerð Sogsbúans hafa leitt í ljós að hann tilheyrir hinum upprunalega stofni urriðans sem leitaði upp í ferskvatn þurrlendis- ins í lok síðustu ísaldar, og lokað- ist þar inni þegar jökullinn hopaði frá Evrópu. Kjörskilyrði í tíu þúsund ár þróaðist hann óáreittur við skilyrði, sem voru ein- stæð, og aðeins örfáir stofnar eru ennþá til í heiminum af hinu upp- runalega landnámi tegundarinnar. Erfðafræðilega var því stofninn í Efra-Sogi fjörgamall. Að þessu leyti var Sogsbúinn einstakur; hann tilheyrir evrópska „landn- ámsstofninum" sem svo er stund- um nefndur, og þeim mun ríkari er skylda okkar til að koma honum til bjargar. Guðmundur frá Miðdal sagði frá upphafi að hann hafi „... oft kom- ið með heila hestburði..." úr veiðiferðum sínu- enn kaflaskil: Þann dag brast varn- argarður í mynni árinnar fyrir framan inntak Steingrímsstöðvar sem þá var enn ólokið. Geysilegt vatnsmagn flæddi niður og svipti með sér þykku lagi af riðmöl fram- an við útfallið, sem mögulega hefði getað haldið uppi einhverjum hluta stofnsins. Slysið hafði víðtæk áhrif í Þingvallavatni; yfirborð þess lækkaði á annan metra, og búsvæði seiða, hornsíla og annarra smá- lífvera þurrkuðust upp. Enginn vafi leikur á því, að virkjun Stein- grímsstöðvar og stíflun Sogsins leiddi til röskun- ar á vistkerfi Þingvalla- vatns, sem óáreitt hafði þróast í tíu þúsund ár. Brottnám urriðans fól í sér íhlutun í flókna lífkeðju, sem ég tel að hafi hnikað til margbrotnu samspili mismun- andi fiskistofna í Þingvallavatni. Urriðinn var rándýrið, sem sat efst í fæðukeðjunni og fullvaxta ein- staklingar hafa að líkindum sótt talsvert af fæðu sinni í smærri fiska í vatninu. Urriðinn kann því að hafa verkað sem einhvers konar hemill á örar breytingar á stofn- stærð þeirra. Þetta samspil teg- undanna hélt vistkerfi vatnsins í því horfi, sem best féll að ástandi þess hveiju sinni. Sumir hafa bein- línis rakið hrun murtuveiðinnar úr 60 tonnum 1983 niður í ekkert 1986 beinlínis til brotthvarfs urrið- ans, en það er þó um- deilt. Sérstæð náttúra er hluti af arfleifð, sem er engu síðri en sagan og menningin. Hana verður að varðveita, og henni ber að bæta þau spjöll sem maðurinn af gáleysi vinnur. Á 50 ára afmæl- is lýðveldisins ætti því Landsvirkjun að gera gangskör að því að opna farveg Efra-Sogs á nýjan leik. Erlend reynsla sýnir, að tiltölulega auðvelt yrði að ná aftur upp urriðastofninum, sem svæðið var frægt fyrir. Þannig yrði greidd skuld við lífríki sögu- frægasta staðar á íslandi, - skuld, sem er löngu komin á gjalddaga. Á augabragði þvarr f Ijótið. Gljúfrin þögn- uðu. Einn merkasti urr- iðastofn sög- unnarféll ídá. Svo kváðu skáldin Tómas: TÓMAS Guðmundsson ólst upp á bökkum Sogs- ins, og fljótið orti sig inn í sál framtíðarskáldsins. í staðinn kvað hann því lofgjörð þar sem hann minnist urriða, sem «... í lygnum hjartans vaka“. Eftir að virkjunin var byggð ritaði Tómas graf- skrift fljótsins, þar sem sagði meðal annars: „Það fer vitanlega ekki hjá því, að okkur, sem áttum Sogið að bernskuvini og sálusorgara, þyki mjög á það gengið með öllum þessum breytingum. Og samt mun það halda áfram að yrkja, en aðeins með öðrum hætti en áður ... En seinna, þegar ný þekking hefur leyst verkmenningu nútimans af hólmi, mun Sogið smám saman hverfa aft- ur að fornum háttum..." Ólafur Jóhann: ÓLAFUR Jóhann Sig- urðsson ólst frá níu ára aldri upp á Torfastöðum við Sogið og lærði að veiða hjá frægum veiði- mönnum á borð við Guð- mund frá Miðdal sem gaf honum fyrsta girnið sem skáldið sá. Árinnar og umhverfis hennar gætir víða sterklega í verkum hans, og má nefna bækur eins og „Fjallið og drauminn" og „Litbrigði jarðarinnar" til merkis um það. En skáldið veiddi fleira en hugmyndir úr vötnunum; einu sinni fékk hann fimmtán punda urriða. Guðmundi Daníelssyni, skáldbróður sínum, sagði Ólafur Jó- hann frá öðrum urriða, miklu stærri, sem hann dauðþreytti uns hann var lagstur á hliðina í vatns- borðinu, - en þá losnaði spónninn, og tröllið hvarf á vit lengra lífs í djúpunum. „Og hans vegna,“ sagði hið mikla skáld, „fer maður aftur og aftur og hættir aldrei að vitja vatnanna, - ef ekki í vöku, þá í draumi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.