Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 B 7 arinnar, sem kom út 1983, seldist þó \rel hér á landi, en Eyþór segir að hún hafi verið hætt að seljast þegar sveitin sló í gegn ytra og þá farið aftur af stað. „Við fengum gullplötu fyrir hana 1993, þannig að það tók okkur tíu ár að ná gull- inu,“ segir hann og þeir félagar kíma báðir, „en það var þó gaman að fá gullplötu, fyrstu gullplötuna okkat\“ Umfjöilun urn hljómsveitina hér heima hefur verið upp og ofan og stundum neikvæð og ósanngjörn, en Eyþór segir að þeir séú löngu hættir að velta slíku fyrir sér. „Við vorum svekktir fyrst, en við erum löngu hættir að velta okkur upp úr því, eins og ég sagði áðan leikur Mezzoforte tónlist fyrir minnihluta- hóp og við erum ekki í neinni kross- ferð til að breyta því, þó við höfum ekkert á móti því að stækka áheyr- endahópinn." Of venjulegir sveitarmenri Velgengni Mezzoforte í Bretlandi í kjölfar lagsins Garden Party snemma árs 1983 kom flatt upp á landa sveitarmanna, sem höfðu sýnt henni lítinn áhuga og litla rækt eins og áður er rakið og verið Jatir við að sækja tónleika. Þeir félagar segja að þó það hafi verið skemmti- legur tími um margt, þegar sveitina var í hópi vinsælustu sveita Bret- lands, en hann hafi líka haft sínar slæmu hliðar. „Við duttum inn með þetta eina lag í Englandi á sínum tíma,“ segir Eyþór, „og fórum svo út og stóðum þar uppi gjörsamiega andlitslausir, sveitarmenn frá Is- landi sem höfðu aldrei pælt í vin- sældum og þessháttar og höfðum ekki upp á neitt að bjóða sem gerði okkur spennandi í augum bresku músíkpressunnar, enda vorum við fljótir að dala þar í landi,“ og Frið- rik tekur í sama streng: „Við þótt- um of venjulegir." „Það voru teknar margar rangar ákvarðanir og sitthvað gert sem var alveg út í hött, en enginn okkar hafði neina reynslu,“ segir Eyþór. „Þetta ævintýri var í raun allt verk Steinars Bergs, því hann reyndi að fá útgefanda að plötunni á sínum tíma, en ekkert fyrirtæki vildi gefa hana út svo hann stofnr.ði bara fyrirtæki og gerði það sjálfur og kom þessu öllu í gang. Hann var þá rétt þrítugur og tiltölulega ný- byijaður í útgáfubransanum heima á Islandi og þó hann hafi líka gert mistök var ekki við hann að sakast frekar en nokkurn annan.“ „Við höfðum ágæta stöðu, þegar best lét,“ segir Friðrik, „en við vorum of ungir til að átta okkur á því hvað væri í raun í gangi.“ „Sem dæmi má nefna fyrstu tónleikaferð- ina um Þýskaland á sínum tíma,“ segir Eyþór. „Við fórum með átján hjóla trukk, risa kerfi og ljós og tilheyrandi og í árslok komumst við svo að því að við höfðum tapað 20.000 pundum á ferðinni (um tveimur milljónum króna) og sá baggi var þungur." Ekki spurning um að duga eða drepast Þær raddir hafa heyrst að Mezzo- foitgjiefði haldið lengur í vinsæld- irnar hefði sveitin komist á samning hjá stórfyrirtæki erlendis, en þeir félagar eru á öðru máli og Eyþór segir það sitt mat að sveitinni hefði síst farnast betur á mála hjá ein- hveijum útgáfurisa. „Þó erfitt sé að meta slíkt eftir á má leiða getum að því að okkur hefði gengið eitt- hvað betur í smá tíma, en síðan hefði okkur verið fleygt um leið og fór að halla undan fæti og við því ekkert haft það betra en við höfum það í dag.“ „Steinar má eiga það,“ skýtur Friðrik inn í, „að hann hefur alla tíð haft gaman af tónlist okkar og trúað á okkur og ég held að án hans stuðnings hefðum við ekki haldið út þetta lengi.“ Ef vel tekst til með næstu plötu og undirtektir verða góðar segja þeir Eyþór og Friðrik að fullur vilji sé til þess að ýta öllu af stað aftur, „en ef illa gengur setjum við aftur í hlutlausan gír og bíðum eftir næsta tækifæri,“ segir Eyþór, „þetta er ekki spurning um að duga eða drep- ast.“ „Ég held að það gerist ekki næstu árin,“ segir Friðrik glaðbeitt- ur, næstu sautján árin blasa við. BRIPS U m s j 5 n A r n ó r G . R a £ n a r s s o ii Paraklúbburinn Sl. þriðjudag 10. janúar var spilaður einskvölds tvímenningur og urðu úr- slit eftirfarandi: Hanna Friðriksdóttir - Björn Theódórsson 182 Guðlaug J ónsdóttir - Sverrir Armannsson 181 Ólöf Þorsteinsdóttir - Rafn Thorarensen 170 Elín Bjarnadóttir - Sigurður Sverrisson 169 Nk. þriðjudag hefst aðalsveita- keppnin og nú er tækifæri til að samæfa sveitirnar fyrir íslandsmótið í parasveitakeppni sem spilað verður í lok janúar. Spilað er í húsi Bridssam- bandsins að Þönglabakka 1, 3ju hæð og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridskvöld byrjenda mniarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 651147 Fatnabur fyrir árshátíðir og þorrablót. 20% staðgreiðsluafsláttur. Daglega bœtt inn í vörum á útsöluna. Opib á laugardögum frá kl. 10-14. Sl. þriðjudag, 10. janúar, var fyrsta bridskvöld byijenda á þessu ári og var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit kvöldsins urðu þannig: N/S-riðill Sigríður Þráinsdóttir — Ester Jónsdóttir 163 Björk Lind Óskarsdóttir - Amar Eyþórsson 149 HallgrimurMarkússon-AriJónsson 144 HrafnhildurÞorvaldsd. - Svanhvít Jakobsd. 129 A/V-riðili Alfheiður Gísladóttir—Pálmi Gunnarsson 162 Unnar Jóhannesson - Finnbogi Gunnarsson 140 Kristín Sigurbjörnsdóttir—Magnús Einarsson 131 Emma Axelsdóttir - Davíð Lúðvíksson 124 Á hveijum þriðjudegi kl. 19.30 gengst Bridssamband Islands fyrir spilakvöldi sem ,ætluð eru byijendum og bridsspilurum sem ekki hafa neina keppnisreynslu að ráði. Spilaður er ávallt einskvölds tvímenningur og spil- að er í húsnæði BSÍ að Þönglabakka 1, 3ju hæð í Mjóddinni. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 9. janúar, var spiluð ein umferð í sveitakeppninni og er staða efstu sveita eftir fimm umferðir þannig: Dröfn Guðmundsdóttir 111 Ólafur Ingimundarson 98 VinirKonna 91 Sævar Magnússon 91 Erla Siguijónsdóttir 84 Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! SOLARKAFFIÐ 1995 OG 50ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ verdur haldið að HÓTEL ÍSLANDI, föstudagskvöldið 27. janúar 1995. 50. SÓLARKAFFI ÍSFIRÐINGAFELAGSINS, verður haldið með sérstöku hátiðarsniði og mjög vandað til veitinga og dagskrár. Heiðursgestur hófsins verður Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sem jafnframt flytur hátíðarræðu. Veislustjóri: Hermann Níelsson, alþingismaður. Isfirskir tónlistarmenn, hinn góð- og gamalkunni “ViUi Valli” og Hljómssveit BG, (Baldur Geirmundsson og félagar) halda uppi fjörinu. Mörg góð skemmtiatriði og ýmsir leynigestir. Allir Isfirðingar að fornu og nýju og vinir velkomnir. ÞRENNS KONAR APGÖNGUMIÐAR: 1) SÓLARKAFFI MEÐ HÁTÍÐARMÁLSVERÐI.......Kr. 4.500.- (Fordrykkur, 3 réttuð máltíð, sólarkaffi) 2) SÓLARKAFFI MEÐ FORDRYKK...............Kr. 2.500,- 3) SÓLARKAFFI.............................Kr. 2.200.- Húsið opnar kl. 18.30 fyrir matargesti, en kl. 20.00 fyrir aðra. Hefðbundin dagskrá með rjúkandi kaffi og rjómapönnukökum hefst kl. 20.30 FORSALA AÐGÖNGUMIÐA og BORÐAPANTANIR: Að Hótel íslandi eða í síma 91-687111, VISA eða EURO - Greiðslukortaþjónusta. Fyrir matargesti (eingöngu): Miðvikudag 18/1 til Föstudags 20/1, milli kl. 13-17 Fyrir aðra: Laugardaginn 21/1 á staðnum, milli kl. 14-16, eftir það, 23/1- 27/1, kl. 13-17 eða í síma 91-687111 Sértilboð: Afsláttarfargjöld/pakki frá ísafirði með FLUGLEIÐUM. Ódýr gistitilboð hjá HÓTEL ÍSLANDI fyrir gesti utan af landi. STJÓRN íSFIRÐINGAFÉLAGSINS CD móNHNáMKui) ■ úmm/isNáMKm PttlÓNáNáMKllð t uiKtig Þriðjudaga kl. 19.30-22.30, 24. jan.-28. feb., 7. mars-11. aprfi, 25. apríl-30. maí. Miðvikudaga kl. 19.30-22.30, 25. jan.-l. mars, 8. mars-12. apnfi. ÚTSáUMNÓMKm 2 wkiw Fimmtudaga kl. 19.30-22.30, 16.-23. febrúar '^PRJÓNHNtiMfKEIÐ srmati tímhr 20. febrúar og 30. mars kl. 19.30-22.30. Stakir tímar fyrir nemendur sem áður hafa verið á námskeiði í Storkinum og þurfa auka aðstoð. '^HílúáÚNáMKílO I PítlONI UTiammi Þær sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband. Staður og stund eftir samkomulagi. STORKURINN Kjörgarði, sími 91-18258 gaiwweitefiun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.