Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 15. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ Tilbeiðsla POPPINU fylgir að baða sig í sviðsljósinu og vera ósínkur á viðtöl og myndir. Ekki fellur öllum það jafn vel og þannig eyðir Mazzy Star mikilli orku í að halda sér utan sviðsljóssins. Mazzy Star vakti mikla athygli á síðasta ári fyrir breiðskífu sína So Ton- ight I Might See á síðasta ári. Tónlistin er lágstemmt popp David Roback með seiðandi söng Hope Sandov- al. Platan hefur selst í millj- ónaupplagi og kröfur um tónleikahald, viðtöl og ámóta auglýsingastúss auk- ist í réttu hlutfalli við það. Þau Roback og Sandoval hafa þó verið lítið gefin fyr- ir rokkstjörnustæla og helst viljað halda sér utan sviðs- ljóssins. Þannig neita þau yfírleitt að veita viðtöl og tónleikar með Mazzy Star eru litlar stuðsamkomur; frekar hálfgerðar tilbeiðslu- stundir innvígðra. Þau leggja og áherslu á að tón- listin skipti öllu máli og áheyrendur geti ekki farið fram á meira en að lista- mennirnir leggi sig fram um að skila tónlistinni; allt aukaskraut sé óþarfi. Hlédræg David Roback og Hope Sandoval í Mazzy Star. BRESKA rokksveitin Oas- is sló rækilega í gegn á liðnu ári með breiðskífunni Definately Mabe, og enn vex vegur hennar. Smá- skífan Whatever, sem ekki var á plötunni, hefur glætt til muna áhuga á sveitinni og fyrir skemmstu kom út sérstök takmörkuð út- gáfa á breið- skífunni þar sem Whatever er á sérstökum fylgidisk og í framhaldi hefur sktfan tek- ið sölukipp víða um heim. MBÍTLARNIR sneru aftur á síðasta ári með BBC-upp- tökum sínum, sem frægt er. Þessi vika verður síðar DÆGURTONLIST Getur hann samib endalaustf sérstök Bítlavika hjá Skíf- unni og Rás 2 ; Bítlarnir munu hljóma í útvarpinu og Skífuverslanir veita sér- stakan afslátt af Bítlavör- um. MBUBBI Morthens hafði í ýmsu að snú- ast á síðasta ári og verður ekki síður ið- inn þetta ár, því meðal annars hygg- ur GCD á plötuútgáfu á árinu og þá væntanlega tónleikahald í kjölfarið. Ekki er ljóst hverjir skipa sveitina til viðbótar við þá Bubba og Rúnar Júlíus- son. MEINS og fram hefur komið í auglýsingum er Stjórnin tekin aftur til starfa með upprunalegum mannskap og verður meðal annars með lag á safnplötu í sumar. Annars verður Stjórnin fastráðin \ spila- mennsku á Hótel íslandi fram á vor. Lög og tílrounir BIRGIR Thoroddsen, sem margir þekkja sem Birgi Curver, er mörgum kunn- ur, ekki síst fyrir prýðilega breiðsklfu sína, Haf, sem kom út fyrir jól. Birgir ger- ir það ekki endasleppt, því hann hyggst gefa út meira á þessu ári en flestar rokk- sveitir gefa út ailan sinn feril; nokkuð sem hann seg- ir að gefi sér svigrúm til tilraunastarfsemi og sé að auki kjörið til að halda sér við efnið. Fyrir skemmstu kom út með hljómsveitinni Curver, sem skipuð er Birgi, snældan Janúar, sem má er 31 lag, sem heita eftir dög- um mánað- arins, þó sum hafi einskonar undir- heiti. Þessi snælda, sem Ullabjakk gefur út, er hin fyrsta af tólf, því Birg- ir hyggst gefa út nýja snældu með Curver í hvetj- um mánuði út árið, hverja með jafn mörgum lögum Dr DRE settur í steininn RAPPARINN geðþekki Dr. Dre er meðal annars þekkt- ur fyrir það að umgangast- lögin fijálslega. Þannig hélt hann í fangelsi á þriðjudag til að sitja af sér dóm fyrir ýmsar kárínur, þar á meðal að keyra drukkinn. Alls þarf Dre að sitja inni í fimm mánuði, en ef hann hagar sér vel fær hann vinnufrí frá níu til fímm á virkum dögum, en þarf að dúsa á bak við lás og slá þess á milli. Fyrir áramót kom út á vegum Dres og útgáfu hans Death Row breiðskífan Murder Was the Case, sem og dagar mánaðarins og hver snælda, sem gefm er út í jafn mörgum eintökum' og dagarnir í mánuðinum, er seld á 365 krónur. Birgir segist hafa velt þessari hugmynd nokkuð lengi fyrir sér, og reyndar verið farinn að leggja drög að henni um það leyti sem breiðskífan Haf kom út fyrir jól. Hann segir að lög- in séu að nokkru tengd dögum mánaðarins, „það verða þó engir passíusálm- ar, en ekki heldur einhver sumargleði eða vetrar- þunglyndi", og ætlunin sé að hver snælda komi út það snemma að Curver-aðdá- endur geti byijað hvern dag á því að hlusta á nýtt Curver-lag. Birgir segist semja lögin mis hratt, hann hafí samið janúarlögin í lok síðasta árs og eigi nokkur lög í sarpin- um fyrir febrúarspóluna, „en þetta gengur mis hratt og ég er eðlilega líka mis- jafnlega ánægður með lög- in. Ég er reyndar afskap- lega ánægður með janúar- spóluna, hún er miklu betri en ég átti von á og reyndar verður febrúarspólan líka mjög góð. Ég verð þó að passa mig aðláta ekki allar Tukthúslimur Dr. Dre. selst hefur afskaplega vel, og á meðan hann situr dóminn af sér leggur hann lokahönd á nokkrar breið- skífur, því væntanlegar eru breiðskífur Lady of Rage, Tha Dogg Pound og sú plata sem beðið er með hvað mestri eftirvæntingu, Helter Skelter með Dr. Dre og Ice Cube. bestu hugmyndimar fara í upphafi ársins." Birgir segir að yfirskrift útgáfunnar sé „lög og til- raunir“ og hann leggur reyndar áherslu á að fólk geti átt von á hveiju sem er á snældunum, „sumt er hreinar tilraunir, en annað fullmótuð lög. Ég hlakka til að setjast niður eftir árið og skoða það sem ég hef gert og móta framhald- ið,“ segir hann, en segir að ekkert hafi verið ákveð- ið með hvort hann gefi út eitthvað úrval í árslok, „ég vil helst hafa útgáfuna stranglega takmarkaða". Á meðan útgáfunni vind- ur fram heldur Birgir áfram að spila opinberlega, en hann segist ekki ætla að halda neina sérstaka útgáfutónleika fyrir hveija spólu. „Á tónleikdag- skránni er ég með eitt snældulaganna, en einnig lög sem ég ætla ekki að gefa út strax, þannig að ég á eftir að semja fleiri en 365 lög á árinu," segir Birgir glaðbeittur, en snældurnar selur hann sjálfur, en þær fást einnig I Hijómalind í Austurstræti og Plötubúðinni. Músík- tilraunir MÚSÍKTILRAUNIR Tóna- bæjar, hljómsveitakeppni ungsveita, eru framundan. í tilraununum er keppt um hljóðverstíma, sem hafa nýst sigursveitunum vel. Músíktilraunir Tóna- bæjar 1995, þær þrettándu í röðinni, eru framundan, en fyrsta til- raunakvöldið verður 16. mars, það annað 23 mars, þriðja 30. mars og úrslita- kvöldið verður 31. mars. Undanfarin ár hafa fleiri sveitir óskað eftir þátttöku en komist hafa að, en i sið- ustu tilraunum tóku þátt 26 sveitir. Undanfarið hefur hljóm- sveitum sem vegnaði vel í tilraununum einnig vegn- að vel utan þeirra og þann- eftir Ámo Motthíasson ■í'i i omouR'isw Morgunblaðið/Kristinn Útgáfuþjarkur Birgir „Curver" Thoroddsen I heimahljóðveri sínu, Stúdíó Rusli, þar sem snældumar eru teknar upp. |-r- 1 sm i Mm If, wML ig sendu fjórar Músíktil- raunasveitir frá sér breið- skífur fyrir jól, Maus, sig- ursveitin á síðasta ári, Kolrassa krókríðandi, sig- ursveitin 1993, Strigaskór nr. 42, sem komst tvívegis í úrslit, og Urmull, sem komst í úrslit á síðustu til- raunum. Eins og áður seg- ir eru sigurlaun Músíktil- rauna hljóðverstímar, en einnig hafa sigursveitirnar hreppt sitthvað af tónlist- artólum, til að mynda gít- ara, slagverksapparöt, skælifetla og fleira. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sigursveit Maus hampar sigurlaununum fyrir tæpu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.