Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ a bati^ beiínlaus Kúbverska byltingin reynir að þrauka undir merkjum sósíalismans rúin fé og samherjum. Hugi Ólafsson heimsótti Kúbu nýlega og ræddi við fólk sem enn trúir á Fídel Kastró en fleiri sem hafa tapað trúnni - og eru að missa óttann. CELINA trúir á byltinguna og hún býðst til að aka og sýna mér Vísindamiðstöðina í út- hverfi Havana. Fyrir dollara, auðvitað. Meira að segja stærðfræðingur eins og Celina, sem er í góðri stöðu og býr í Miramar, fyrrum auðmannahverfi Havana, getur ekki borgað bensín á Löduna sína af laununum. Samkvæmt skömmtunarbókinni sem allir Kúb- veijar ganga með á sér á hún rétt á 20 lítrum á mánuði fyrir pesósa, en í raun hefur bensín verið ófáan- legt í marga mánuði nema fyrir doll- ara. Bílafloti Kúbu - furðulegt sam- safn af Lödum, Moskvitsum og amer- ískum drekum frá 6. áratugnum - gengur þessa dagana fyrir gjaldm- iðli óvinaríkisins í norðri. Við ökum fyrst að líftæknimið- stöðinni, sem er til húsa í stórri ný- tískulegri byggingu þar sem vísinda- menn vinna að rannsóknum á sviði erfðaverkfræði og skyldra greina. Ég á bágt með að leyna undrun minni. Þetta hátæknimusteri lítur út eins og það ætti frekar að eiga heima í Kísildal í Kalifomíu en í 11 milljón manna þriðja heims ríki, sem byggir einkum á sykurreyr og er að auki í dýpstu efnahagskreppu í sögu sinni. Talið er að tekjur Kúbverja séu að- eins helmingur þess sem þær voru fyrir fimm árum, þegar Sovétríkin sálugu keyptu sykur af þeim langt yfir heimsmarkaðsverði og voru ós- ínk á olíu og alls kyns styrki til bræðralagsþjóðarinnar. Undrun mín minnkar ekki þegar við ökum um nágrennið og Celina sýnir mér á annan tug bygginga sem eiga að hýsa rannsóknastöðvar og lyijaverksmiðjur. Öll þessi uppbygging er byrjuð að skila árangri, segir Celina mér. Kúb- verskir vísindamenn hafa fundið upp ónæmi'slyf gegn heilahimnubólgu sem selt hefur verið til Brasilíu og Argentínu. Sú sala getur þó varla hafa fjármagnað allar þessar bygg- ingar, spyr ég. Nei, viðurkennir hún. Þessi framkvæmd er geysidýr og fer ekki að skila arði fyrr en eftir kannski 15 ár. Hér er verið að fjárfesta í framtíðinni og haldið áfram að byggja af fullum krafti þrátt fyrir kreppuna. A bakaleiðinni ökum við fram hjá þyrpingu af sjúkrahúsum. Ég held að ég hafi aldrei séð eins mörg sjúkrahús í nokkurri borg og í Hav- ana. „Byltingin á Kúbu snýst fyrst og fremst um manninn, um velferð og þroska manneskjunnar," útskýrir Celina fyrir mér. „Við leggjum áherslu á svið eins og listir, menntun og heilsugæslu. Við erum fátækt land, en meðalaldur hér er með þvi hæsta sem gerist í heiminum. Ung- barnadauði á Kúbu er sá tíundi lægsti í heiminum. Að því leyti erum við í hópi með ríkjum eins og Svíþjóð, Sviss eða Belgíu." HEnrique er lögfræðingur um fertugt, sem segir mér frá reynslu sinni af. kúbverska heilbrigðiskerfinu. Eiginkona hans hjálpar honum að setjast niður í stól gegnt mér, því hann er hálf- blindur. Enrique fór fyrst að kenna sér meins í ársbyijun. Augnlæknirinn sagðist halda að hann væri með gláku, en nágrannakona hans var ekki lengi, að sjúkdómsgreina hann. Hann hafði öll einkenni sjúkdóms sem leggst á sjóntaugina. Sjóntaugaveiki blossaði upp árið 1991 á Kúbu, blindaði þúsundir og skerti sjón um 50.000 manns. Yfir- völd á Kúbu létu í fyrstu í það skína að um kynni að vera nýja veiru sem bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði sleppt lausri í landinu, en sann- leikurinn reyndist einfaldari. Orsökin var vannæring og vítamínskortur. Það hefur verið giskað á að Kúbveij- ar neyti nú aðeins 1.700 hitaeininga á dag í stað 2.500 fyrir kreppuna. Enrique hefur sprautað sig með B-vítamíni, sem hann kaupir á svarta markaðinum. Hann getur hins vegar ekki keypt vítamín á löglegan hátt, þar sem læknirinn neitar að skrifa upp á lyfseðil um að hann þjáist af sjóntaugaveiki, þó svo hann hafí öll einkenni hennar. Af hveiju? Enrique er ekki í vafa um skýringuna. Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu í nærri 36 ár, hefur lýst því yfir að heilbrigðisyfirvöld hafí bundið enda á faraldurinn. Það gæti orðið hættulegt pólitískri heilsu læknisins ef hann færi að draga þessi orð léið- togans í efa og skrifa undir lyfseðla gegn sjúkdómi sem opinberlega er ekki til. Enrique byijaði að missa trúna á byltinguna löngu áður en hann fór að missa sjónina („byltingin" er auð- vitað fyrir löngu orðin að „kerfinu", en hér er notast við orðaval inn- fæddra). Hann segir mér af biturri reynslu sinni frá Angóla árin 1985-’86, þar sem kúbverskir her- menn börðust við hlið „marxískra“ stjómvalda gegn skæruliðahreyfingu sem naut stuðnings CIA og Suður- Afríku. „Ég horfði upp á forsprakka stjórnarinnar sem óku um á Benzum og Volvoum, áttu þijár konur og héldu villt samkvæmi. Margir Kúb- veijanna tóku líka þátt í sukkinu. Angóla-stríðið var okkur dýrt, bæði í peningum og mannslífum. Ég kom heim þaðan kalinn á hjarta." Þegar ég fer út í fylgd Enriques er galopið inn í íbúðina við hliðina eins og þar hafi einhver staðið á hleri. „Hún er í flokknum þessi, sanntrú- uð,“ segir bróðirinn. Ég lít á hann með spurn. Skyldi ég hafa komið þeim í kiandur? Ég veit af Nefndunum til varnar bylting- unni, sem bera spænsku skammstöf- unina CDR. Þær eru um 15.000 tals- ins í Havana einni og eiga að fylgj- ast með „gagnbyltingarstarfsemi“ í sérhveiju hverfi og götu. „CDR tók eftir þér áður en þú komst inn,“ segir bróðirinn brosándi. Hann vinnur ólöglega fyrir dollara og hefur því aðgang að forboðnum lífsgæðum. „En hafðu ekki áhyggj- ur. Þau gera ekfci neitt. Ég sé þeim fyrir sápu.“ mAldo og Luisa styðja bylting- una enda hefur byltingin verið þeim góð. Þau búa ásamt tveimur fullorðnum dætrum og þjónustustúlku í stóru tvílyftu einbýlishúsi í Vedado-hverfinu, þar sem rafmagnið er aldrei skammtað vegna fjölda sjúkrahúsa og hótela fyrir erlenda ferðamenn þar. Þau hafa bæði fengið bíl að gjöf frá stjórnvöldum fyrir vel unnin störf (það er bannað að versla með bíla og húsnæði á Kúbu fyrir pehinga). Þau þurfa hins vegar dollara fyrir bensíni. Þá fá þau meðal annars frá mér, því ég gisti hjá þeim í 12 daga heimsókn minni í Havana. Aldo býðst til að sýna mér ávinn- inga byltingarinnar og við förum í skoðunarferð um fyrrum vinnustað hans, sem kailast íþróttaborgin. Hann sýnir mér skólana þar sem efnilegustu íþróttamenn Kúbu voru þjálfaðir undir leiðsögn kennara menntaðra í Austur-Þýskalandi og Sovétríkjunum. Við heimsækjum 15.000 manna íþróttahöll og Aldo gefur sig á tal við gamla samstarfs- menn á meðan mér gefst tækifæri á að sjá kúbverska kvennalandsliðið í blaki á æfingu. Þær eru fantagóðar, enda taldar þær bestu í heimi. Höllin var reyndar reist fyrir bylt- ingu, en í henni hangir skilti með tilvitnun í Fídel:_ „íþróttaiðkun er réttur fólksins." Á leiðinni tii baka spyr Aldo mig hvort ég viti í hvaða sæti þessi_ fámenna og fátæka þjóð lenti í á Ólympíuleikunum í Barcel- ona, hvað fjölda verðlaunapeninga varðar. Ég veit það ekki. Hann spennir út fingur annarrar handar og heldur þeim íbygginn fyrir framan mig. „Fimmta.“ B^BCesar býr í íbúðarholu í I Wg Cerro-hverfinu í Havana “ • ásamt eiginkonu og 3 son- um. Hann er tæknifræðingur, en vegna verkefnaskorts situr hann nú heima hjá sér og fær borguð 60 pró- sent af fyrri launum. En þó hann fengi full laun gæti hann ekki séð fjölskyldunni farborða. Það hefur ekki sést sápa á heimilinu í langan tíma, segir hann mér. Ég er hingað kominn til að tala við syni Cesars á aldrinum 19-22 ára, til að vita hvað unga kynslóðin á Kúbu hefur að segja um ástandið. Þeir eiga sameiginlegan draum: að flytjast úr landi. Hvert? Hvert sem býðst. Mexíkó virðist kannski raunhæfasti mögu- leikinn um þessar mundir. En Mexíkó er ekki ríkt land, segi ég. Allt er betra en Kúba, segja þeir. Ungt fólk var í miklum meirihluta þeirra þúsunda manna sem flúðu Kúbu í ágúst á flekum og smábátum. Þekkja strákarnir einhveija sem fóru þá? Marga. Tvö systkinaböm þeirra eru nú í flóttamannabúðum í Pa- DYTTAÐ að fertugum amerískum dreka í gamla borgarhluta Havana. Flest hús og bílar í borg- inni eru heldur hrör- leg. nama. Allir eiga ættingja sem hafa flúið - Kastró líka. Ég bið strákana að útskýra fyrir mér af hveiju þeir eru svona ólmir í að flýja. „Veistu hvað telst næring- arrík máltíð hér á Kúbu? Baunir,“ segir Manuel. Stundum fæst að vísu skammtað það sem yfirvöld kalla ‘kjötfars. Það er að þremur fjórðu hlutum sojabaunastappa sem í er blandað kjúklingafeiti og -innyflum. Cesar nær í sýnishorn: grátt jukk í plastdoilu, sem lítur út eins og hundamatur. Þeim fínnst það léleg samlíking. „Hundar snusa af þessu, en éta það ekki.“ Maturinn sem fæst í gegnum skömmtunarkerfið er ekki bara fá- brotinn; Kastró sjálfur hefur viður- kennt að mánaðarskammturinn (6 pund af hrísgijónum, 6 pund af baun- um, 6 egg, ásamt fleiru) dugi ekki nema í 20 daga. Svokallaðir „fijáls- ir“ landbúnaðarmarkaðir, sem yfir- völd leyfðu í tilraunaskyni í septemb- ermánuði, hafa aukið framboð og úrval á matvöru, en verðið er stjarn- fræðilega hátt fyrir flesta Kúbveija. Manuel fær 128 pesósa í mánaðar- laun (um 2 dollarar á svarta mark- aðnum, eða um 140 krónur) fyrir að vinna í vörugeymslu, sem mér reikn- ast til að myndi duga fyrir sex kílóum af appelsínum á „fijálsa" markaðn- um í næstu götu, eða 600 grömmum af svínakjöti. Það segir sig sjálft að Manuel getur ekki lifað bara á þessum laun- um. Hvernig skrimtir hann? Hapn málar myndir, margar með trúarleg- um ímyndum, og selur ferðamönnum fyrir 20-30 dollara. Bræður hans grípa í bílaviðgerðir, eða selja heima- tilbúna ólöglega „gei-vihnattadiska“ REIÐ- HJÓLIÐ er helsti farar- skjóti Kúb- veija í bens- ínskortin- um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.