Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANUAR1995 B 23 ATVINNUA UGL YSINGA R Lyfjafræðingur Nýtt dreifingarfyrirtæki, með lyf og hjúkrun- arvörur, óskar að ráða lyfjafræðing í deildar- stjórastarf. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í stjórnun, vald á ensku og einu Norðurlanda- máli og þekkingu á tölvumálum. Umsóknareyðublað fæst hjá Farmasíu hf., Einari S. Ólafssyni, Stangarhyl 3, sími 5677122. Umsóknir þurfa að berast fyrir lok janúar. Fjórðungssamband Vestfirðinga auglýsir starf framkvæmdastjóra sambandsins lausttil umsóknar Starfssvæði sambandsins er Vestfjarðakjör- dæmi. Aðsetur á ísafirði. Framkvæmdastjóranum er ætlað að starfa undir stjórn sambandsins. Lögð er rík áhersla á að framkvæmdastjórinn hafi staðgóða menntun, sem nýtast megi sem best í starfinu. Umsóknir óskast sendar, fyrir 31. janúar 1995, til formanns stjórnar Fjórðungssam- bands Vestfirðinga, Péturs H. R. Sigurðsson- ar, Stórholti 9, 400 ísafirði, sem veitir upplýs- ingar um starfið. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mun fjalla um og taka afstöðu til umsókna, sem kunna að berast um starfið, og áskilur sér rétt til að hafna þeim öllum, ef svo ber undir. ísafirði, 12.janúar1995. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga. "Ar.r' Skrúðgarðyrkjumenn Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma leita að skrúðgarðyrkjumönnum eða einstakling- um með góða þekkingu/starfsreynslu á þess- um störfum til framtíðarstarfa. Viðkomandi þurfa að hefja störf í mars nk. Launakjör samkvæmt samningum BSRB. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást eingöngu á skrifstofu Guðna Jónsson- ar, Háteigsvegi 7. Umsóknarfrestur er til 25. janúar nk. Cr\ IÐNT TÓNSSON RÁÐGÍÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 USébMI Málm- og rafiðnaðarmenn Marel hf. vill ráða nokkra iðnaðarmenn til starfa í framleiðsludeild fyrirtækisins. Um er að ræða eftirfarandi störf. • Vinna í smiðju þar sem krafist er reynslu í smíði úr ryðfríu stáli. • Vinna í smiðju þar sem krafist er reynslu í rennismíði. • Vinna í samsetningu tækja fyrir rafvirkja eða vélvirkja. Æskilegt er að menn geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað til Marels hf., Höfða- bakka 9, 112 Reykjavík, í síðasta lagi mánu- daginn 23. janúar 1995. Mötuneyti Mötuneyti Rannsóknastofnana á Keldnaholti óskar eða ráða starfmann til óreglulegrar afleysingavinnu, í veikindaforföllum og þ.h. Umsókn sendist til: Skrifstofu Rannsókna- stofnana atvinnuveganna, Nóatúni 17, 105 Reykjavík. Tæknifræðingur rafeindavirki Stórt sölu- og þjónustufyrirtæki á svið upp- lýsingatækni óskar að ráða rafeindavirkja eða tæknifræðing til starfa á þjónustusviði. Um er að ræða framtíðarstarf. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara sam- komulagi. Starfið felst í þjónustu og viðgerðum á vél- búnaði og stýrikerfum einmenningstölva til öflugrar fjölörgjörva netþjóna. Gerð er krafa um starfsreynslu á PC sam- hæfðum einmenningstölvum og góða ensku- kunnáttu. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 25. janúar nk. Qiðní íónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismennta starfsfólk í störf í neðan- greinda leikskóla: Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380. Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Aðstoðarleikskólastjóri óskast í hálft starf í leikskólann Staðarborg v/Mosgerði. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 30345. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. KOS Kjararannsóknarnefnd opinberra starfs- manna (KOS) vantar einn starfsmann. KOS er samstarfsnefnd aðila opinbera vinnu- markaðarins og sér m.a. um að safna og vinna úr upplýsingum um laun og kjör hjá opinberum starfsmönnum ríkis og sveitarfé- laga. Um fullt starf er að ræða. í því felst m.a. að hafa samskipti við þá aðila sem skila gögnum til KOS, fara yfir þau skil og fylgja þeim eftir ásamt því að vinna úr gögnunum í gagnagrunni Excel, Word og WordPerfect. Væntanlegur starfsmaður þarf að vera tölu- glöggur, nákvæmur og hafa vald á framan- greindum forritum. Vinnuaðstaða er góð. Vinnustaðurinn er reyklaus. Vinnutími getur verið sveigjanleg- ur. Launakjör eru samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Starfið er laust nú þegar. Umsóknum skal skilað fyrir fimmtudaginn 18. janúar nk. á skrifstofu KOS, Borgartúni 22, 3. h., 105 Reykjavík. Öllum umsóknum svarað. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA, REYKJAVÍK Laus staða Auglýst er laus til umsóknar tímabundin staða vegna afleysingar forstöðumanns á sambýli fyrir fatlaða. Staðan er laus nú þeg- ar og veitist til 1. okt. 1996. Áskilið er að viðkomandi hafi menntun og starfsreynslu á sviði uppeldis/fatlana. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 621388. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Reykjavík, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, fýrir 24. jan. nk. VINNUEFTIRLIT RIKISINS Administration of occupational safety and health Bildshöföa 16 ■ Pósthólf 12220 ■ 132 Beykiavík Deildarstjóri þrýstihylkjadeildar Laust er til umsóknar starf deildarstjóra þrýstihylkjadeildar í Reykjavík. Deildarstjórinn hefur umsjón með eftirliti stofnunarinnar með þrýstihylkjum (gufukötl- um, geymum og hylkjum fyrir gas undir þrýst- ingi, frysti- og kælikerfum og efnageymum) á öllu landinu en annast úttektir á nýjum búnaði og samskipti við þá sem framleiða og selja slíkan búnað. Leitað er að vélaverk- fræði eða véltæknifræðingi til starfsins, konu eða karli. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf á reyklausum vinnustað. Nánari upplýsingar um starfið veitir Garðar Halldórsson, deildarstjóri Tæknideildar, í síma 672500. Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Vinnueftirlits ríkis- ins, Bíldshöfða 16, fyrir 5. febrúar 1995. Lausstörf ★ Ferðaþjónusta (011). Krafist er góðrar tölvu- og tungumálakunnáttu, getu til að starfa sjálfstætt og skipulega og áhugi á ferðamálum er skilyrði. ★ Framleiðslufyrirtæki (436). Fjölbreytt skrifstofustarf, þekking á tollskjölum, færni í Excel og ritvinnslu nauðsynleg. ★ Þjónustufyrirtæki (009). Almenn skrif- stofustörf. Stúdentspróf af viðskiptasviði er skilyrði. 3ja til 5 ára starfsreynsla æskileg. ★ Heildsaia (010). Hlutastarf fyrir hádegi. Sím- svörun, ritvinnsla og tollskjalagerð o.fl. Góð ensku- og tölvukunnátta er skilyrði. ★ Þjónustufyrirtæki (004). Sérhæft starf í söludeild sem hentar vel skipulögðum, metnaðargjörnum og framsæknum manni með góða menntun í markaðsfræðum. ★ Þjónustufyrirtæki (012). Sérhæft ritara- starf. Lögð er áhersla á tungumál, tölvu- kunnáttu (Excel) og getu til að vinna sjálf- stætt. Vinsamlega sendið skriflega umsókn ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar númeri viðkomandi starfs fyr- ir 24. janúar nk. Hagva ,, ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 8136óó C-7 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.