Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 15. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR HsIÐ RAFEINDAVÖRUR hf Iðnaðarmenn /stálsmíði! Ekkert atvinnuleysi í stáliðnaði á ísafirði. Sjáum ekki út úr augum f verkefnum og sölu á framleiðsluvörum okkar. Þvf vantar okkur strax 5-6 iðnlærða menn til fram- leiðslustarfa, þaulvana smíði úr ryðfríu stáli. Upplýsingar veita Kristinn og/eða Jóhann í síma 94-4400 alla virka daga frá kl. 8-19. Táknmálstúlkur óskast á skrifstofu Félags heyrnarlausra. Félagið hyggst ráða tvo táknmálstúlka í tvær 50% stöður. Verksvið táknmálstúlks er að túlka fyrir for- mann og starfsmenn félagsins. Auk túlkunar mun starfið fela í sér ýmis önnur verkefni í samráði við framkvæmdastjóra. Við leitum að starfmanni sem hefur víðtæka menntun og/eða reynslu af táknmálstúlkun fyrir heyrn- arlausa. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda afgreiðslu Mbl. merkta: „Túlkur - 11647“ fyrir 24. janúar 1995. HEYRHARLAUSRA Laugavegi 26, sími 561 3560. Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands auglýsir starf atvinnuráðgjafa Suðurlands laust til umsóknar. Meginverkefni sjóðsins eru: Að veita fyrirtækjum og aðilum í atvinnu- rekstri ráðgjöf. Að aðstoða sveitarstjórnir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga við athuganir á nýj- um viðfangsefnum í atvinnumálum. Að stuðla að aukinni samvinnu fyrirtækja á Suðurlandi. Að vera til ráðuneytis þeim aðilum, sem eiga þátt í að móta atvinnumálastefnu á Suður- landi. Atvinnuráðgjafi er jafnframt framkvæmda- stjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. Leitað er að einstaklingi sem hefur: Háskólamenntun á viðskipta- eða tæknisviði. Reynslu af rekstri fyrirtækja eða ráðgjafa- störfum. Hefur frumkvæði og getur unnið sjálfstætt. Upplýsingar gefa á skrifstofutíma: Einar Sigurðsson, form. Atvinnuþróunar- sjóðs, S. 98-33625. Oddur Már Gunnarsson, atvinnuráðgjafi Suðurl. s. 98-21088. Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri SASS, s. 98-21088. Umsóknir, sem innihaldi upplýsingar um menntun, fyrri störf og annað sem umsækj- andi vill að komi fram, sendist fyrir 1. febr- úar 1995 til: Stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, Eyrarvegi 8, 800 Selfossi. Fjármálastjórn og starfsmannamál Opinbert fyrirtæki óskar að ráða viðskipta- fræðing til starfa. Starfið Fjármálastjórn, afstemmingar, áætlanagerð, verkefnastjórnun og umsjón með starfs- mannamálum. Hæfniskröfur Leitað er að ábyrgum einstaklingi með reynslu af bókhaldsstörfum, sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum, sem á auð- velt með að tileinka sér nýjungar í tölvu- væddu umhverfi. Góð framkoma skilyrði. Hér er um að ræða gott framtíðarstarf í góðu starfsumhverfi. Æskilegur aldur 30-50 ára. Hvetjum konur sem karla til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs á eyðublöðum er þar liggja frammi merktar: „Fjármálastjórn og starfsmannamál" fyrir 21. janúar nk. RÁÐGARÐUR hf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17105 REYKJAVÍK SÍMI616688 Norræna alþýðu- akademían Nordens Folkliga Akademi auglýsir stöðu rektors. Akademían er stofnun sem heyrir undir Nor- rænu ráðherranefndina og er til húsa í fal- legu umhverfi við hafnarmynni Gautaborgar. Akademían starfar að því að þróa og end- urnýja alþýðufræðslu og fullorðinsfræðslu á Norðurlöndum. Akademían skipuleggur námskeið og ráðstefnur, stjórnar verkefnum og miðlar upplýsingum og efni til kennara, leiðbeinenda og öðrum er stafa að alþýðu- fræðslu og fullorðinsfræðslu innan og utan Norðurlanda. Rektor ber efnahagslega, stjórnunarlega og kennslufræðilega ábyrgð gagnvart stjórn og Norrænu ráðherranefndinni. Starfsmenn Akademíunar eru fjórtán. Við gerum kröfu til þess að rektor hafi: ★ Umfangsmikla þekkingu á norrænni al- þýðufræðslu og fullorðinsfræðslu. ★ Leiðtogahæfileika og reynslu af fjármála- stjórn, stjórnun og kennslu. Ráðning í stöðuna er bundin við fjögur ár en hægt er að lengja ráðningartímann tíma- bundið. Um laun er samið við Norrænu ráð- herranefndina, sem ræður rektor að gefnum tillögum stjórnar Akademíunnar. Hægt er að útvega embættisbústað. Ráðningarviðtal verður í Gautaborg 28. febr- úar 1995. Frekari upplýsingar um stöðuna veitir núver- andi rektor, Sturla Bjerkaker í síma 00 46 31691036 eða formaður stjórnar, Kjeld Krar- up, kennslueftirlitsmaður í Kaupmannahöfn, í síma 00 45 33925295. Umsóknir ber að senda eigi síðar en 6. febr- úar 1995 til: Styrelseordforande Kjeld Krarup, NFA, Box 120 24, S-402 41 Göteborg, Svíþjóð. NORDENS FOLKLIGA AKADEMI Sölumaður Söluskrifstofa KEA leitar eftir sölumanni til starfa. Á söluskrifstofu KEA fer fram sala á fram- leiðsluvörum KEA í matvælaiðnaði en einnig er um hreinlætis- og málningarvörur að ræða. Sérstök áhersla verður lögð á að sölumaður taki þátt í reglulegum söluferðum og heim- sóknum til viðpskiptavina Söluskrifstofunnar. Um framtíðarstarf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi hafa góða undir- stöðumenntun, skipulagshæfni og eigi gott með samskipti. Reynsla af sölumennsku er æskileg. Upplýsingar veitir Páll Þór Árnason, for- stöðumaður markaðs- og sölusviðs, í síma 96-30300. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 24. janúar 1995 til: Kaupfélag Eyfirðinga, starfsmanna- stjóri, Hafnarstræti 91-95, 600 AÍureyri. Akureyrarbær - skipulagsdeild Laus eru til umsóknar eftirtalin störf á skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar: 1) Föst staða arkitekts eða skipulagsfræð- ings. í starfinu felst m.a. vinna við hvers kyns verkefni á sviði bæjarskipulags s.s. aðal- skipulags, deiliskipulags og önnur hönn- unarverkefni. Einnig felst í starfinu undir- búningur og úrvinnsla afgreiðslumála og erinda sem berast skipulagsnefnd. Tölvu- væðing er komin áleiðis og er stefnt að tölvuvinnslu uppdrátta og annarra skipu- lagsgagna. Umsækjandi þarf að hafa háskólamennt- un í byggingarlist og/eða skipulagsfræð- um (skipulag bæja), hafa staðgóða þekk- ingu á byggingar- og skipulagsmálum og starfsreynslu á því sviði. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálf- stætt og jafnframt eiga auðvelt með sam- vinnu á breiðum grunni. Lögð verður áhersla á áhuga á bæjarskipulagi og byggingarlist. Hann þarf að eiga auðvelt með að tjá sig munnlega, skriflega og með teikningum. Tölvukunnátta og færni æskileg. 2) Afleysingastarf vegna fæðingarorlofs og sumarleyfa. Um er að ræða tímabundna ráðningu frá feb./mars til sept./okt. 1995 eða eftir nánara samkomulagi. Óskað er eftir um- sækjanda með háskólamenntun á sviði byggingar- og skipulagsmála eða aðra viðeigandi menntun og starfsreynslu. í starfinu felast hvers kyns skipulags-, hönnunar- og skrifstofustörf á verksviði deildarinnar. Áhugi og einhver innsýn í verksvið deildarinnar er nauðsynleg. Umsækjandi þarf að eiga auðvelt með að tjá sig munnlega og skriflega, vera samvinnulipur og sjálfstæður í vinnu- brögðum. Tölvukunnátta æskileg. Upplýsingar um störfin gefa skipulagsstjóri og starfsmannastjóri í síma 96-21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 31. janúar nk. Starfsmannastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.