Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 15. JANÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ RAÐ AUGL YSINGAR Húsfriðunarsjóður Akureyrar Umsóknir um styrki úr Húsfriðunarsjóði Akureyrar á þessu ári þurfa að berast fyrir 1. mars nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu byggingarfulltrúa, Geislagötu 9, og á skrif- stofu menningarmála, Strandgötu 19b. Á þeim stöðum eru einnig veittar nánari upplýsingar um húsfriðunarsjóðinn. Mermingarfulltrúi. Afnot af íbúð í Davíðshúsi, Akureyri Eins og áður hefur komið fram, þá gefst fræði- mönnum og listamönnum kostur á að sækja um 1-6 mánaða dvöl í lítilli íbúð í Davíðshúsi, til að vinna að fræðum sínum eða listum. Ákveðið hefur verið að frestur til að skila umsóknum um afnot af íbúðinni mánuðina sept.-des. 1995 renni út 1. febrúar nk. Urnsóknir ber að senda til Akureyrarbæjar, c/o Ingólfur Ármannsson, menningarfulltrúi, Strandgötu 19b, 600 Akureyri. Nánari upplýsingar á skrifstofu menningar- mála, sími 96-27245. Menningarfulltrúi. || Heilbrigðiseftirlit " J f Reykjavíkur Hundaeigendur /hestamenn hundar í Elliðaárdal Vegna þrálátrar veru hunda á bannsvæðinu í Elliðaárdal, sérstaklega í hesthúsahverfi Reykjavíkurborgar (Faxaból og Víðidalur), vilj- um við vekja athygli á að samkv. samþykkt nr. 305/1989 um hundahald í Reykjavík er slíkt bannað. Brot gegn samþykktinni geta varðað afturköllun undanþágu frá banni við hundahaldi í borginni og viðurlögum. Rétt er að minna á að slysahætta stafar af lausum hundum sem hlaupa frjálsir innan um hross. Heilbrigðiseftirlitið vill eindregið vara hunda- eigendur við að vera með hunda sína á bann- svæðinu í Elliðaárdal. Framvegis verða hund- ar á svæðinu handsamaðir án frekari viðvör- unar og færðir í hundageymslu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. KENNSIA Fjölbreytt námskeið í boði fyrir 6-14 ára nemendur. Upplýsingar og innritun í dag í síma 628283 kl. 13-16. Síðasta innritunarhelgi. Frönskunámskeið Alliance Francaise Byrjenda-, framhalds- og barnahópar frá 16. janúar til 21. apríl. Innritun alla virka daga frá kl. 15-19 á Vestur- götu 2, sími 23870. ALLIANCE FRANCAI8E Myndlistarskóli Garðabæjar Innritun á vorönn í Kirkjuhvoli 16.-18. janúar kl. 17-19. Sími 659050. Námskeið Hópur áhugamanna um andleg málefni gengst fyrir námskeiði sem hefst 21. janúar og lýkur 28. maí. Á námskeiðinu verðurfjallað um geisl- ana sjö, Hvíta bræðralagið, heilun o.m.fl. Kynningarkvöld veðrur haldið 17. janúar nk. kl. 20.00 í Hamri, Hamraborg 38, Kópavogi. Gengið inn frá Neðstutröð. Sími 884532. Ljósblik. Frá Tölvuskóla Stjórnun- arfélagsins og Nýherja Tölvunotkun ífyrirtækjarekstri - fyrri hluti Innritun er hafin í þetta vinsæla tölvunám, fyrstu 11 námsvikurnar. Kennsla hefst 6. febrúar. Unnt er að stunda námið með vinnu. Seinni hluta námsins má taka næsta skóla- ár. Þetta er einstakt tækifæri til að öðlast yfirgripsmikla þekkingu á einkatölvubúnaði fyrirtækja fyrir mjög hagstætt verð. Nánari upplýsingar í síma 697769, 697770 eða 621066. KENNARA- HÁSKÓU ÍSLANDS Ökukennaranám Ökukennaranám, 15 einingar, hefst í Kenn- araháskóla íslands í maí nk. Námið er skipulagt í samræmi við samstarfs- samning Umferðarráðs og Kennaraháskólans. Kennt er í lotum sem dreifast á 12 mánuði: Þrjár vikur í júní 1995, tvær vikur í septem- ber 1995 og síðan um helgar og í stuttum lotum veturinn 1995-1996. Skólagjald er áætlað 220.000,- krónur og er greiðslum jafnað á námstímann. Inntökuskilyrði eru lokapróf úr framhalds- skóla eða náms- og starfsreynsla, meðal annars á sviði umferðaröryggismála, sem meta má sem hliðstæðan undirbúning. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðu- blöðum sem fást á skrifstofu skólans. Umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og meðmæli. Umsóknarfrestur er til 24. febrúar. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími 5633800. Rektor. Málverkauppboð Höfum hafið móttöku á verkum fyrir mál- verkauppboð í byrjun febrúar. Vantar sér- staklega verk eftir gömlu meistarana. Vinsamlegast hafið samband við Gallerí Borg við Austurvöll í síma 24211 eða 14215. BOBG Módel íhárgreiðslu Þann 30. janúar til 4. febrúar verður breskur hárgreiðslumeistari, Mark Atkinson frá Wella Studio í Lundúnum, með sýnikennslu í klipp- ingum og hárlitun hjá Halldóri Jónssyni hf. Við óskum eftir módelum áðurnefnda daga. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar í síma 91-568-6066 kl. 9-17 næstu daga. Fjáröflunarverkefni Útskriftarnemendur, líknarfélög, önnur fé- lög/samtök eða einstaklingar. Hafið þið hug- leitt bóksölu til fjáröflunar? Höfum ýmsar bækur, nýjar, gamlar og ritsöfn til umboðs- sölu. Góð sölulaun. Vinsamlegast sendið fyrirspurnir til af- greiðslu Mbl. merktar: „R - 18043“. (Geymið auglýsinguna). Sölumenn sjávarafurða Undirritaður hefur áhuga á að mynda samskiptanet um aðila sem við höfum skað- ast á hérlendis og erlendis. ★ Engar greiðslur. ★ Óvægar kvartanir. ★ Léleg gæði eða vörusvik o.fl. Þetta yrði hinn „svarti kladdi“ okkar viðskipta. Áhugasamir um þetta samskiptanet vinsam- lega hafið samband eða faxið upplýsingar með nafni og símanúmeri/faxi til Guðmundar Ingasonar, sími 653523, fax 654044. G. Ingason Seafood Seafood Export & Quality Control Fornubúdir 8, 220 Hafnarfjördur, lceland Tel. (354)-1-653525 - Telex 3176 GING IS - Telefax (354)-1-654044 Styrkurtil Noregsfarar Stjórn sjóðsins Þjóðhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðn- um vegna Noregsferða á árinu 1995. Samkvæmt skipulagsskrá fyrir sjóðinn er til- gangur hans „að auðvelda íslendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum og skipu- lögðum hópum ferðastyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku. í mótum, ráðstefnum eða kynnis- ferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í samnorrænum mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum.“ í skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins ferðakostnaðar, en umsækjendur beri sjálfir dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinn- ar. Auk þess skal tilgreina þá fjárhæð, sem farið er fram á. Umsóknum óskast beint til stjórnar sjóðsins og sendar forsætisráðuneytinu, Stjórnarar- áðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1995. I forsætisráðuneytinu, 13. janúar 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.