Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 B 31 Kjarasamningar í Danmörku Ekki svig- rúmtil launa- hækkana Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SAMTÖK atvinnurekenda í Dan- mörku hafa áhyggjur af hugsanleg- um launahækkunum í væntanleg- um kjarasamningum, sem á að ljúka í lok mánaðarins. Meðal þeirra eru þó skiptar skoðanir um hvort og hvernig hafa eigi áhrif á samning- ana, sem nú eru að miklu leyti á valdi einstakra atvinnurekenda. Meðal hjúkrunarkvenna gætir mik- illar óþolinmæði og samtök þeirra standa nú fyrir auglýsingaherferð í blöðum til að vekja athygli á erf- iðri stöðu þeirra. Ágreiningsmál atvinnurekenda og launþega eru af ýmsum toga. Deilt er um hvaða stéttir eigi að taka með í rammasamningana, til dæmis hvort samtök verslunarfólks eigi að vera með í samningum þeirra, sem starfa í iðnaði. Af hálfu atvinnurekenda í iðnaði er aukinn sveigjanleiki varðandi vinnutíma ofarlega á blaði, auk lægri launa til þeirra sem eru að koma inn á vinnumarkaðinn í fyrsta skipti. Á óskalista launþega eru meðal ann- ars full laun í veikinda- og barn- eignarfríum. Skattalækkun dugi Launahækkanir eru ekki sérstak- lega á döfinni. Vegna hárra skatta hafa þær um árabil verið lítt girni- legur kostur fyrir launþega og því iðulega samið um frí í stað yfír- vinnugreiðslna og annað sem ekki skilar krónum og aurum í vasa laun- þega. Atvinnurekendur álíta að launahækkanir nú stefni sam- keppnisstöðu Dana í voða, þar sem laun lækki í samkeppnislöndum þeirra og segja að skattalækkanir, sem metnar eru til 1,5% kauphækk- ana í ár og 1,2% næsta ár verði að duga. Atvinnurekendur hafa hins vegar áhyggjur af, að þar sem uppsveiflu gæti í mörgum fyrirtækjum kunni að verða freistandi að hækka laun þar. Fyrir fjórum árum voru kjara- samningar gerðir að viðmiðunar- samningum, þannig að laun yrðu ekki lægri en þeir, en um annað væri síðan samið í einstökum fyrir- tækjum. Fyrir breytinguna var hægt að sekta fyrirtæki, sem greiddu hærri laun en kjarasamn- ingar kváðu á um. Ótti atvinnurek- enda um kauphækkanir á einstök- um vinnustöðum hefur orðið til þess að sumir þeirra sakna gamla fýrir- komulagsins. Víða á vinnustöðum hafa verið teknir upp einstaklingsbundnir samningar, þar sem hveijum starfs- manni er greitt eftir framlagi. Fyr- irkomulagið. hefur mælst misvel fyrir og er ákaft til umræðu. Þeir sem mæla því bót segja að þannig leggi starfsfólk sig allt fram, meðan andmælendur þess segja það eyði- leggja starfsandann, þar sem öf- und, baknag og óheilbrigð sam- keppni sé fylgifiskur þess. Hjúkrunarkonur hóta verkfalli Yfírlit yfir launaþróun síðustu tíu ára sýnir að ýmsar kvennastétir hafa dregist aftur úr í launum, þó lög um launajafnrétti hafi gilt í Danmörku í tvo áratugi. Hjúkrunar- konur hafa til dæmis lækkað í laun- um sé miðað við fast verð og þær segja að nú sé þolinmæði þeirra á þrotum. Meðallaun þeirra eru tæpar 200 þúsund íslenskar krónur en um helmingur þess fer í skatt. Þær hafa því farið fram á að sérstakt tillit verði tekið til þeirra en því hafa önnur samtök eins og samtök kennara hafnað. Hjúkrunarkonur lýsa sig tilbúnar að fylgja kröfum sínum eftir með verkfalli. Nýja bílasalan, Bíldshöfða 8, s. 5673766 Ford Econoline 250 Club Wagon, árg. ‘92, ek. 85 þús. km, 5.800 cc. slagrými efi, sjálfskiptur, 12 manna, ferðainnr. fylgir, loftlæstur fr/aft., 1356 milligír, 1345 millikassi, Ranco 9000 demparar, Dana 60 fr./aft., 4:10 hlutföll, 210 lítra tankur, Warn 9000 spil, tvöfalt rafkerfi o.s.frv. Skipti mögul. á ódýrari. Verð kr. 4.300 þús. stgr. Toyota Corolla XLI Special Series, árg. ‘94, ek. 12 þús. km, 5 d., 5 g., rafmagnsrúður, spoiler, ný Michelin nagladekk, sem nýr, skipti mögul. á ódýrari. Verð kr. 1.210 þús. stgr. Renault Clio RN, árg. ‘92, ek. 26 þús. km, 5 d., 5 g., skipti mögul. á ódýrari. Verð kr. 720 þús. stgr. W Ford Ranger 4x4 STX extra cab 4.0, árg. ‘92, el. 36 þús. km, skráður 4 manna, rauður, 4 nagladekk, 5 g., álfelgur, innspýting, skipti mögul. á ódýrari. Verð kr. 1.600 þús. stgr. MMC Colt EXE GLXI, árg. ‘92, ek. 27 þús. km, hvítur, sjálfsk., einn með öllu og lítiö ekinn, skipti mögul. á ódýrari. Verð kr. 1.050 þús. stgr. Eigum einnig árg. ‘89-’91 og GT1 ‘90. ÞAR SEM BILARNIR SELJAST! Rétt ákvörbun er nú orbin ab einni milljon hjá Þor o§ Björgu Meb því ah lcggja fyrir hvort iim sig uiii 5.000 krónur á mánubi meb áskrift ab spariskírteinum ríkissjóbs, hafa Þór og Björg safnab 1.007.000 kr. á abeins fímm árum. Þab sama getur þú. Þú getur líka, skref fyrir skref, byggt upp þinn eigin sparnab meö því að panta áskrift ab spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú pantar áskrift núna færðu senda möppuna Spamaö heimilisins - liandbók áskrifandans, þar sem [)ú getur gert greiðsluáætlun fyrir fjárhagsmál þín og haldið áreiðanlegt heimilisbókhald. I>ab þarf abeins citt símtal til ab byrja ab spara. Hringdu núna og pantaöu áskrift að spariskírteinum ríkissjóös. Síminn er 562 6040, grænt númer 99 66 99. Þú getur einnig hringt í Áskriftarsímann 99 65 75 sem er opinn allan sólarhringinn. Byrjaðu að spara á nýju ári. aÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6,2. hæð Hjónin Þór og Björg geröust áskrifendur aö spariskírteinum ríkissjóös í apríl 1989 og hafa síöan keypt spariskírteini mánaöarlega fyrir um 5.000 kr. hvort. Þessi inánaöarlegi sparnaöur, ásamt áföllnum vöxtum og veröbótum miöaö viö 1. janúar 1995, gerir 1.007.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.