Morgunblaðið - 15.01.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.01.1995, Qupperneq 1
ALÞJOÐLEGA BILASYNINGINIDETROIT - ISLENSKUR FJALLAJEPPI í FRÖNSKU ÖLPUNUM - REYNSL UAKSTURÍ S ÝNDAR VER ULEIKA - BÍLAINNFL UTNING UR EYKST TIL JAPANS Kringlunni 5 - sími 569-2500 Toyota Corolla 1.199.000 Corolla Hatchback, 3ja dyra. Nú geturöu eignastToyota Corolla á veröi frá 1.199.000 kr. ®TOYOTA Tákn um gæði 100 ára af- mæli bílsins í BANDARÍKJUNUM eru menn famir að ieggja drög að miklum hátíðarhöldum í tilefni af upphafi bnaiðnaðar. Upphafið er rakið til ársins 1896 en fréttir af því féllu í skuggann af forsetakjöri Will- iam McKinley sama ár. Hátíðarhöldin eiga að hefj- ast í júní 1996 og verða þau vítt og breitt um Bandaríkin en veg og vanda af skipulagn- ingunni hefur nefnd um hund- rað ára ártíð bílaiðnaðarins sem nýtur styrkja frá samtök- um bílaframleiðenda. Hlutverk nefndarinnar er að koma á framfæri við al- menning hvemig bílaiðnaður- inn skóp nútíma iðnsamféiög og veita viðurkenningar til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa látið að sér kveða í þessum iðnaði. ■ Tekjur ríkissjóðs af bifreiðum 1992-1995 128.588 ríkiss biffrei 135.454 óðs ð 112.1911 Skal a 119.995 ttekjur hverr 1992 1993 Áætlun 1994 Fjárlög 1995 Fjárlög 1995, fjármálaráðuneytið og FÍB. Skattar á bíl- eigendur 17,9 milljarðar á árinu SKATTAR af bifreiðum árið 1995 hækka um 5,13% á milli ára sam- kvæmt fjárlögum og áætlun Fé- lags íslenskra bifreiðaeigenda um tekjur ríkissjóðs af bifreiðum, fara úr 17 milljörðum í tæpa 18 millj- arða kr. Runólfur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Félag íslenskra bif- reiðaeigenda segir að það veki furðu að í kjölfar daprasta árs sem menn muna í bílgreininni komi slíkar „trakteringar" frá rík- isstjóminni, og það á kosningaári. Minna framkvœmt í vegamálum Runólfur segir að áþreifanleg skattahækkun verði á bifreiðaeig- endur á árinu og auk þess verði minna framkvæmt í vegamálum á þessu ári en síðast.a ári, þrátt fyr- ir framkvæmdaátak í vegamálum. Þar munar rúmlega einu prósenti af heildarsköttum á bíla. Skatttekjur ríkissjóðs af hverri bifreið hækkar um 7,16% á árinu, fer úr 128.588 kr. í 135.454 kr. á ári þrátt fyrir 0,20% fækkun bifreiða á milli ára. Árið 1992 námu skatttekjur af bifreiðum 15.354 milljónum króna og hafa þær því hækkað á síðustu þremur árum um rúma 2,6 millj- arða króna. „Fyrir höndum er nýtt metár í álagningu bílaskatta. Þetta er rot- högg fyrir bíleigendur og bílgrein- ina í ljósi þess að nýliðið ár var eitt hið daprasta sem bílgreinin hefur upplifað síðustu áratugi," segir Runólfur. ■ 20-30% veröfall q 2jq ára bíl samkvæm* FÍB Hagkvæmara að kaupa not- aðan bíl en nýjan SAMKVÆMT mati Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda er hag- kvæmara að kaupa notaðan bíl en nýjan svo fremi sem kaupendur lendi á góðu eintaki. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að þar spili margt inn í, s.s. hve margir fyrri eigendur eru að bílnum, hvernig honum var ekið o.sv.frv. Margir óvissuþættir séu því til staðar en lendi menn á góðu eintaki sé það óvéfengjanlegt að betri kaup séu í notuðum bílum en nýjum. „Tveggja ára bíll hefur fallið í verði um 20-30%. Tveggja milljóna króna bíll fellur þannig í verði um 600 þúsund krónur. Um leið og tveggja milljóna kr. bíll er kominn á götuna fellur hann í verði um 15%, eða 300 þúsund kr. Nokkrum mánuðum síðar bætast við önnur 5%.“ Afföllin mest fyrst Runólfur segir að bílakaupend- ur verði að reikna með því að af- föllin séu mest fyrst. En hann bendir á að í raun ráði huglægt mat miklu þegar bílakaup eru annars vegar. Þá gerðust kaupin þannjg á eyrinni í dag að allur gangur væri á endanlegu kaup- verði á notuðum bílum. Runólfur segir að síðastliðið ár hafi verið eitt hið nöturlegasta í sögu bílgreinarinnar hérlendis en á móti komi að framboð á notuðum bílum eykst. Óhjákvæmilegur fylgifískur samdráttar í sölu á nýjum bílum sé einnig að óhemju margir bílar detti út af skrá. „Meg- instofn bfla á íslandi, 1987 árgerð- in, er að verða ansi viðhaldsfrek," segir Runólfur. NÝR fjórhjóladrifinn Opel Vectra verður frumsýndur hjá Bílheim- um hf. um helgina. Tveir bílar eru komnir til landsins og eru þeir báðir seldir, að sögn Gísla J. Bjarnasonar sölustjóra hjá Bfl- heimum. Bíllinn er með tveggja lítra vél, 115 hestafla. Bíllinn kemur eingöngu í stallbaksút- færslu. Bíllinn er vel búinn og staðalbúnaður er m.a. ABS- hemlakerfi, sportstólar og inn- rétting, 15 tommu álfelgur, vind- skeiðar, loftpúði í stýri, rafdrifn- ar rúður, samlæsingar og fjöl- Sýning áOpel Vectra 4x4 stiljanleg sæti. Á næstunni eiga Bilheimar von á Opel Corsa Combo sendibíl, sem er mitt á milli Nissan Sunny og Renault sendibíla. Verðið á hon- um verður á milli 1.200-1.300 þúsund kr. Hann verður fáanleg- ur með 1.200 og 1.400 rúmsenti- metra bensínvélum og 1.500 rúmsentimetra díselvél sem verð- ur nokkru dýrari. Þá eiga Bíl- heimar von á nýjum sportbíl frá Opel, Tigra. Hér er um að ræða lítinn og skemmtilegan bíl sem fyrst var sýndur sem hugmynda- bíll á bílasýningunni í Frankfurt 1993. Hann verður fáanlegur með 1.400 og 1.600 rúmsentimetra vélum. Tigra kemur til með að kosta 1.600-1.700 þúsund kr. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.