Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1995 C 3 ALÞJÓÐLEG BÍLASÝNING í DETROIT CHRYSLER kynnti fimm nýja fjölnotabíla, þ.á.m. Chrysler Town & Country sem sést á myndinni til hliðar. FORD Fusion sportjeppi i smábíla- flokki var framlag- frá hugmyda- deild Ford. Egill VÍI- hjálmsson hf. flytur inn Cherokee og Blazer EGILL Vilhjálmsson hf. hefur hafið sölu á nýjum og notuðum bílum í stykkjavís, m.a. Grand Cherokee Limited, Suzuki Sidekick, Chevrolet Blazer Yokon og Ford Econoline. Egill Vilhjálmsson var á árum áður einn af stærstu bílainnflytjend- um landsins og var m.a. með umboð fyrir AMC, sem þá var eigið fyrir- tæki, en 1989 kaupir Chrysler AMC- fyrirtækið. Þá missti Egill Vilhjálms- son umboðið yfir til til Jöfurs. Sveinbjörn Tryggvason fram- kvæmdastjóri Egils Vilhjálmssonar hf. segir að hann geti boðið bílana á betri verðum en algengt er þar sem yfirbygging fyrirtækisins er í lág- marki. Egill Vilhjálmsson hf. hefur engin umboð en bílar eru keyptir í Banda- ríkjunum og fluttir inn til landsins. Fyrirtækið býður Grand Jeep Che- rokee Laredo á afar hagstæðu verði sem og Suzuki Sidekick með íjögurra strokka vélum. Sveinbjörn sagði að fyrirtækið byði kaupendum upp á Ián eins og bílaumboðin og byðust uppítökubílai á mjög hagstæðu verði væru þeii teknir. Aðspurður um hvernig fyrir- tækið gæti boðið bíla á mun betra verði hérlendis en umboðin sagði Sveinbjörn: „Við erum mjög duglegii að prútta úti og fáum bílana þess vegna á góðu verði. Umboðin verða að hafa tiltekinn fjölda manns í vinnu og ákveðna álagningu. Ég þarf ekki mikia álagningu," sagði Sveinbjörn. YANASE innflutnings- og dreif- ingarkeðjan í Japan hefur sölu á bílum GM á sinni hendi en árang- urinn er rýr. Chrysler stal senunni TILBOÐ ÓSKAST í Chevrolet Camaro RS, árgerð '92, Ford Econoline XL Club Wagon 4x411 sæta rn/dieselvél, árgerð ’91 og aðr- ar bifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 17.janúar 1995 kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. • SALA VARNARLIÐSEIGN A CHRYSLER stal senunni á alþjóð- legu bílasýningunni í Detroit. Aðal- gripimir voru fimm nýir og stærri fjölnotabílar. Bílarnir koma á markað vestra í vor. Town & Coun- try vakti mikla athygli og aðdáun á sýningunni en hann er með renni- hurð vinstra megin og stóra gluggafleti ásamt sætum á sleðum. BUlinn er með nýrri 2,4 lítra, 16 ventla vél með tveimur ofanáliggj- síðasta ári mest seldi fólksbíllinn i Bandaríkjunum. Ford fmmkynnti lika nýstárlegan pallbíl, Triton sýn- ingarbílinn, en endurhönnuð F- pallbílalinan af 1996 árgerð mun bera keim af honum. Ford seldi á síðasta ári 646.039 pallbíla í F-lín- unni. Annar hugmyndabíll Ford var Fusion sporljeppi í smábíla- flokki. Bílnum er beint að yngstu kaupendum bíla sem fyrsti bíllinn. Hægt er að fjarlægja afturglugga bílsins og draga blæjuþak fram þannig að bíllinn verður opinn að að kynna tæknileg atriði 1996-árgerðarinnar af Taurus hef- ur Ford fengið til liðs við sig vél- mennið Sarcos en það notar svo- kallaðan sýndarvemleika til að leiða fólk í allan sannleikann um ágæti bílsins. Tilgangurinn er að fá fólk til að staldra við nægilega lengi til að hlusta á söluáróðurinn. Auglýsingar af þessu tagi em dýrar, Sarcos kostaði hálfa milijón dollara, og algengt er, að auglýs- ingakostnaður á einni viku á sýn- ingu eins og í Detroit hlaupi á milljónum dollara. ■ andi knastásum, en hann er einnig boðinn með 3,3 og 3,8 lítra vélum. Þetta er í fyrsta sinn frá 1984 sem fjölnotabílar Chrysler eru endur- hannaðir algerlega upp á nýtt. Chrysler stal líka senunni í hug- myndabílaflokknum með vöðva- stæltum sportbíl sem kallast Atl- antic. Ford ferskur Ford kynnti nýjan Taurus og Sable og Iuku margir lofsorði á nýja hönnun á Taurus sem var á Bílainnf lutningur til Japans aldrei meiri SALA á innfluttum bílum blómstrar sem aldrei fyrr í Japan. Vegna hás gengis á japanska jeninu hafa inn- fluttir bílar verið mun hagkvæmari í innkaupum fyrir japanskan al- menning en bílar framleiddir heima fyrir. Fyrstu 11 mánuði síðasta árs jókst salan á innfiuttum bílum um 49%. Samtök japanskra bílainnflytj- enda spá áframhaldandi vexti á þessu ári upp á 15%. Þó er misjafnt hvernig bandarísk- um og evrópskum bílarisunum hefur farnast á þessum nýstárlega mark- aði. Honda framleidd í Bandaríkjun- um hefur verið í forystu í sölu á innfluttum bílum en söluaukningin á þessu ári er 65%, 20,5% hjá Merce- des, 44% hjá VW-Audi, 140% hjá Ford en mesta söluaukningin varð hjá Chrysler, 155%. Aðra sögu er að segja af GM en þar var söluaukn- ingin á bílum framleiddum í Banda- ríkjunum aðeins um 3,1%. Salan á Opel framleiddum í Evrópu, sem er í eigu GM, jókst um 7,6%. Slælegt gengi GM Nefndar eru til sögunnar nokkrar skýringar á slælegu gengi GM í Jap- an, t.a.m. að í framleiðslulínu GM eru ekki bílar með stýrinu hægra megin og að GM hafi ekki upp á spennandi valkosti að bjóðajapönsk- um jeppamönnum. Einnig er talið að stirð samskipti GM við innflutn- ings- og dreifingarkeðjuna Yanase & Co. standi í vegi fyrir góðum árangri. Yfirmenn GM í Japan telja mikil- vægustu ástæðuna fyrir lélegri sölu offramboð GM af vörumerkjum. GM býður 22 undirgerðir frá fjórum deildum fyrirtækisins, 6 gerðir af Cadillac, fjórar af gerðir Buick, tvær gerðir Pontiac, og tíu gerðir af Chev- rolet. Haruyoshi Fukuda, aðstoðarfor- stjóri þeirrar deildar General Motors í Japan sem ber ábyrgð á sölu á bandarískum gerðum, segir í viðtali við Automative News: „Við höfum merki samsteypunnar, GM, en auk þess Cadillac, Chevrolet, Pontiac, og síðan Grand Am, Seville og svo framvegis. Yanase er líka vöru- merki. Þetta er einfaldlega of mik- ið.“ Hann segir að Ford hafi sömu ímynd hvarvetna í heiminum og líði ekki fyrir bjöguð boðskipti út á markaðinn líkt og GM. Bíll er Ford hvort sem hann kemur frá Belgíu eða Bandaríkjunum. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.