Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 1
L BLAÐ ALLRA LANDSMANNA f^tgmMiS^ 1995 ÞOLFIMI ÞRIÐJUDAGUR 17. JANUAR BLAÐ B MorgunblaðiÖ/Gunnlaugur Rögnvaldsson Fimleikar, jassballet, dans og þolfimi IRMA Qunnarsdóttir í æfingu sinni á íslandsmeistaramótlnu í þolfiml, en hún hafnaði í öðru sæti í kvennaflokki. Irma stundaðl flmlelka á yngri árum hjá Gerplu, hefur undanfarin ár stundað jassballett og dans, var meðal ann- ars fastur dansari hjá íslenska Jassballettflokknum. ¦ Umsögn um íslandsmótid / B2,B4,B5,B6 Kristinn varð fjórði og fékk 20 stig KRISTINN Björnsson, skiðamaður frá Ólafs- firði, varð í fjórða sæti í svigi á móti í Austur- ríki á laugardaginn og hlaut fyrir 20 FIS stig, og er þette besti árangur hans í svigi til þessa. Vilhelm Þorsteinsson frá Akureyri og Arnór Gunnarsson frá ísafirði kepptu einnig í mótinu og urðu í 14. og 15. sæti og fengu báðir 40 stig fyrir þann árangur og bættu punktastöðu sína. Svigmótið var sterkt, 11 FIS stig, og sagði Kristinn að þrír sterkir skíðamenn frá Slóveniu hefðu orðið í efstu sætum. „Ég var fjórði eftir fyrri ferðina og hélt því í þeirri síðari. Þetta er besti arangur minn í svigi til þessa, ég átti áður 25 punkta í einu móti fyrir tveimur árum. Ég er mjbg ánægður með þennan árangur og Vilhelm og Arnór voru einnig að bæta sig þann- ig að þetta er góður dagur fyrir íslenska skíða- nuMiii," sagði Kristinn. í gær kepptu þeir félagar í stórsvigi og varð Vilhelm í 15. sæti og náði ekki að bæta punkta- stöðu sína. Kristinn keyrði út úr brautinni í fyrri ferðinni. „ Við fáum annað tækifæri í stórsvigi á sama stað á morgun [í dag] og ætlum að standa okkur betur þá," sagði Kristinn i samtali við Morgunblaðið í gær. Nenad hættur hjá Selfyssingum NENAD Radosa vljevic, sem lék með Selfyssing- um í fyrstu deildinni i handknattleik, fékk ekki vegabréf sitt endurnýjað í Serbiu þegar hann var þar í jólafríi og mun þvi ekki leika meira með liði Selfoss í vetur. Nenad sendi símbréf fyrir vikn þar sem hann segist ekki haf a f engið vegabréf sitt endurnýjað þar sem hann verði að vera viðbímm því að vera kallaður til herþjón- ustu. Landi Nenads, þjálfarinn Jexdimir Stankovic, átti hins vegar ekki í neinum erfið- leikum með að komast úr landi og er mættur til leiks hjá Selfyssingum. Gunnlaugur Sveinsson, formaður handknatt- leiksdeildar Selfoss, sagði í samtali við Morgun- blaðið að vissulega væri þetta áfail fyrir liðið. Hann sagði að ekki dygði að leggja árar í bát, Einar Gunnar Sigurðsson væri byrjaður að æfa og vonandi væri liðið búið að fá sinn skerf í meiðslum og öðru slíku i vetur. „Við höfum verið með níu menn í meiðslum í vetur og ég held að það sé alveg nóg og vona að við sleppum það sem eftir er," sagði Gunnlaugur og bætti því við að Einar Gunnar yrði trúlega með í næsta leik, sem verður gegn KA. Júgóslavar koma JÚGÓSLAVAR hafa orðið við ósk Handknatt- ieikssambands íslands — koma hingað til lands í apríl og leika þrjá landsleiki. Landsliðshópur þeirra verður þá samankominn í Júgóslavíu — heldur þaðan til Búlgaríu og flugleiðina tii Vín- ar. HSÍ mun greiða f erðakostnað Júgóslava frá Vín tíl íslands og til baka. Enn er beðið eftir svari frá Egyptum um þrjá landsleiki hér á landi í apríl. Þorbergur njósnar í Portúgal ÞORBERGUR Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, var í Braga til að fylgjast með Evrópuleik Hauka og Braga. Þar frétti hann af því að landslið Suð- ur-Kóreu verði á ferðinni í Portúgal í mars — leikur æfingalandsleiki gegn Port- úgölum. Þorbergur er ákveðinn að fara þá til Port- úgal til að fylgjast með landsliði Suður-Kóreu, sem leikur gegn íslenska liðinu áHM. LYFJAMISNOTKUN Austurríski hlauparinn Andreas Bergersegiraðfrjálsíþróttirséu blekking Nánast allir á lyfjum Kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson hefur tekið áskorun Austurríkismannsins Andreas Ber- gers um að þeir mætist á hlaupa- brautinni í Vöeklabruck nálægt Linz innan skamms, en þeir eru báðir í banni vegna lyfjamisnotkunar. „Eg vil skipuleggja þessa keppni til að koma þeim skilaboðum til allra að frjálsíþróttir eru blekking. Ég hef verið í frjálsum í þrettán ár, þekki innviðina og veit um hvað ég er að tala. Nær enginn frjálsíþróttamaður í heimsklassa lifir án lyfja og vanda- málið er ekki aðeins á meðal þeirra bestu," sagði Austurríkismaðurinn sem er 34 ára. „Allir, mótshaldarar og sambönd vilja að við hlaupum hratt og miklir peningar eru í boði. En það er vonlaust að hlaupa undir 10 sekúndum án hjálpar." Frjálsíþróttasamband Austurríkis hefur hótað að koma í veg fyrir að keppnin verði en Berger sagðist hafa mikinn stuðning á bak við sig, meðal annars frá borgarstjóranum. „Ég vil hlaupa og Ben vill hlaupa." Besti árangur Bergers í 100 metra hlaupi er 10,15 1988 og hann fór á sama tíma þremur vikum áður en' hann féll á lyfjaprófi í júlí 1993. John- son fékk tímann 9,79 á Ólympíuleik- unum í Seoul 1988 en hann féll þá á lyfjaprófi og tíminn var dæmdur ógildur. Alec Gardiner, formaður Frjáls- íþróttasambands Kanada, sagði að Johnson væri frjálst að gera það sem hann vildi sem óbreyttur borgari og gaf lítið fyrir ummæli Bergers. „Þetta er eins og tveir krakkar á skólalóð og það má líkja þessu við það ef George Foreman færi aftur í hringinn ásamt einhverjum öðrum gamlingja." Um meinta lyfjaneyslu frjálsíþrótta- manna sagði hann: „Fólk einblínir ekki á heimsmet því minningarnar eru miklu meiri en tímamir. Ég held að við höfum komið því til skila að við viljum að íþróttamennirnir hugsi um að bæta sig." M* HANDKIMATTLE8KUR: SVARTUR LAUGARDAGUR í HAFNARFIRÐI / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.