Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 B 3 ■ LEICESTER keypti í gær Mark Robins, miðheija, frá Norwich á eina millj. punda. Hann á að taka stöðu Julian Joachim, sem mun ekki leika meira á keppnistímabilinu — fótbrotnaði. ■ SVISSNESKI landsliðsmaður- inn Thomas Bickel, 31 ára, sem hefur leikið með Grasshoppers, var í gær seldur til japanska liðsins Vissel Kobe. ■ GORDAN Strachan, miðvallar- spilari Leeds, mun ekki leika knatt- spyrnu framar. Hann hefur átt við meiðsli að stríða í baki. ■ WILFRIED Van Moer, fyrrum landsliðsmaður Belgiu, var í gær ráðinn aðstoðarþjálfari Paul Van Himst, landsliðsþjálfara Belgíu. ■ ÞEGAR argentínski landsliðs- maðurinn Gabriel Batistuta kom til Ítalíu frá þátttöku í heimsálfu- keppninni í Saudi Arabíu, kom í ljós að brotist hafi verið inn í hús hans í Fiórens. Skartgripum fyrir 2,4 millj. ísl. kr. Húsið var mann- laust, þar sem kona Batistuta, Irina, var í Argentínu. Sporting taplaust Sporting vann Guimaraes 2:0 um helgina og er taplaust etir 17 umferðir í portúgölsku deild- inni. Liðið er á toppnum ásamt Porto, sem er með betri marka- tölu, en Porto vann Tirsense 2:0. * Meistarar Benfica unnu Braga 2:0 og eru í þriðja sæti. Sporting, sem varð síðast meist- ari 1982, átti ekki í erfiðelikum með Guimaraes. Miðjumaðurinn Emilio Peixe skoraði með skalla á 18. mínútu og kantmaðurinn Sa Pinto bætti öðru marki við um miðjan seinni hálfleik eftir að markvörðurinn Nuno Santo hafði varið frá Búlgaranum Krasimir Balakov en misst boltann frá sér. Brasilíski miðheijinn Gilmar Estevam fékk tækifæri til að minna muninn átta mínútum fyrir leikslok en lét veija frá sér víta- spyrnu. Barcelona nálgast toppinn Barcelona vann Logrones 3:0 i spænsku deildinnni og er fjórum stigum á eftir Real Madrid sem gerði markalaust jafntefli við Ðeportivo Coruna. Rússneski mið- heijinn Igor Korneyev lék fyrsta leik sinn með meisturunum og lagði upp tvö mörk, fyrst fyrir Jose Bakero í byijun seinni hálf- leiks og síðan fyrir varnarmanninn Abelardo Fernandez. Jordi Cruyff innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Gheorghe Hagi. Leikur Deportivo Coruna og Real Madrid hafði upp á allt að bjóða nema mörk. Varnimar voru sterkar en Fran Gonzalez, fyrirlið- ið heimamanna, ógnaði stöðugt með góðum sendingum á Bebeto og Javier Manjarin. Paco Bugo, markvörður Real, varði vel frá Bebeto í seinni hálfleik og Brasilíu- maðurinn skallaði líka rétt yfir slá. Þá varði Buyo einnig vel frá Manjarin úr dauðafæri. Hagur Juve vænkast Fyrsti sigur Ipswich á Anfield ekki með Blackburn vegna meiðsla. Jurgen Klinsmann tryggði Tott- enham 2:1 sigur gegn West Ham, sem komst yfir í byijun. Spurs hefur gengið mjög vel síðan Gerry Francis tók við stjóminni og er komið í hóp efstu liða. Duncan Ferguson hjá Everton fékk að sjá rauða spjaldið í 1:1 jafntefli við Arsenal og á von á þriggja leikja banni. Crystal Palace vann botnlið Leicester 2:0 og voru þetta fyrstu deildarmörk félagsins síðan 5. nóv- ember. Þegar Ricky Newman skor- aði hafði liðið ekki gert deildar- mark í 839 mínútur. Efan Ekoku tryggði Wimbledon 2:1 sigur gegn Norwich. Jeremy Goss skoraði fyrir Norwich um miðjan fyrri hálfleik en Alan Ree- ves jafnaði með skalla á síðustu mínútu hálfleiksins og Ekoku inn- siglaði sigurinn á 49. mínútu. Aston Villa fór úr fallsæti eftir 2:1 sigur gegn QPR. Mark Hughes skoraði fyrir Manchester United eftir 13 mín- útna leik gegn Newcastle en meiddist á hné eftir samstuð við markvörðinn Pavel Smicek og var borinn af velli. „Þegar hann datt vissi ég að þetta var alvarlegt,“ sagði Alex Ferguson, yflrþjálfari United, en talið er að Hughes verði frá í mánuð. Nicky Butt átti í erfiðleikum með sjónina og gat ekki leikið eft- ir hlé en David May kom í stað- inn. Irwin fór í vinstri bakvarðar- stöðuna og Lee Sharpe fór í sókn- ina. Við þetta náði Newcastle und- irtökunum og Paul Kitson jafnaði með góðu marki um miðjan seinni hálfleik, en heimamenn áttu sann- arlega skilið að fá stig úr þessari viðureign. „Við áttum ekki skilið að fá stig,“ sagði Ferguson. „Við eram heppnir að hafa fengið eitt stig en við vissum að þetta yrði erfitt því kaup okkar á Andy .Cole efldu þá og ég held að þetta hafi verið besti leikur þeirra í langan tíma.“ ■ Úrslit/B/6 ■ Staðan / B6 Feyenoord í erfiðleikum Feyenoord átti í erfíðleikum með neðsta lið hollensku deildar- innar þegar liðin mættust um helg- ina. Dordrecht, sem hafði aðeins gert níu mörk í 16 tapleikjum, náði óvænt forystunni á þriðju mínútu en Regi Blinker jafnaði á 21. mínútu og fímm mínútum síðar skoraði Peter Bosz annað mark Feyenoord. Ungveijinn Joszef Kiprich bætti þriðja markinu við á 33. mínútu og Svíinn Henrik Lars- son gerði fjórða markið skömmu; fyrir hlé. Michel Langerak minnk- aði muninn fljótlega eftir hlé en Kiprich lagaði stöðuna fyrir Fey- enoord á 60. mínútu. Skömmu síð- ar gerði Ronald Hoop þriðja mark neðsta liðsins og hann átti síðasta orðið mínútu fyrir leikslok. Þar með hafði Dordrecht gert 13 mörk í 17 leikjum en enn verður liðið að bíða eftir fyrsta sigrinum. Juventus er með fjögurra stiga forystu í ítölsku deildinni eftir leiki helgarinnar. Dómari og línuvörður voru í aðal- hlutverki þegar liðið vann Roma 3:0 í fyrradag en þn'r leik- menn fengu að sjá rauða spjaldið. Fabrizio Ravanelli sem gerði tvö mörk í 3:1 sigri gegn Parma fyrir rúmri viku endurtók leikinn og voru bæði mörkin umdeild. Það fyrra kom eftir að Brasilíumaðurinn Aldair tók innkast og ætlaði að kasta boltanum til Giovanni Cervone markvarðar. Hann rakst á línuvörðinn, boltinn datt fyrir fætur Ravanellis og hann átti ekki í erfiðleikum með að skora. Leikmenn Roma mótmæltu en eftir að dómarinn hafði ráðfært sig við línu- vörðinn dæmdi hann markið gilt. Það breytti gangi leiksins en fram að þessu hafði Roma átt leikinn og Juve ekki ógn- að að ráði. á 75. mínútu fengu Cervone og Moreno Torric- elli hjá Juve að sjá rauða spjaldið eftir að þeim lenti saman og skömmu síðar skoraði Ravanelli úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á Fabio Petruzzi fyrir brot á Gianluca Vialli en brotið virtist utan vítateigs. Petruzzi var auk þess rekinn af velli. Vialli innsiglaði síðan sigurinn rétt fyrir leikslok. Parma án sex fastamanna, þar á meðal Faustinos Asp- rillas og Massimos Crippas, gerði 1:1 jafntefli við Fiorent- ina. Gestirnir byijuðu illa og Argentínumaðurinn Gabriel Batistuta skoraði fyrir heimamenn á áttundu mínútu, 15 mark hans í 15 leikjum. Parma tók við sér eftir markið og Gabriele Pin jafnaði á 46. mínútu. Skömmu áður virtist Dino Baggio hafa skorað með skalla en dómarinn sagði að boltinn hefði ekki verið kominn yfir línuna þegar Fabrizio Di Mauro sparkaði honum í burtu. Lazio skaust í þriðja sætið með 7:1 sigri gegn Foggia og voru öll mörkin gerð í seinni hálfleik. Króatíumaðurinn Alen Boksic, sem hefur verið frá vegna meiðsla í tvo mán- uði, byrjaði vel og var með þrennu en Lazio gerði fjögur mörk á síðustu sjö mínútunum. Giordano Caini hjá Foggia fékk að sjá rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiks. Þetta var fyrsti heimasigur Lazio í tvo mánuði. Dejan Savicevic gerði fjögur mörk í 5:3 sigri AC Milan gegn Bari, Daniel Massaro skoraði fyrst fyrir Milan en Sandro Tovalieri jafnaði fyrir hlé. Síðan komu þrjú mörk frá Savicevic, Tovalieri og Francesco Pedone minnkuðu muninn en Savicevic gerði vonir Bari að engu með fjórða marki sínu á 84. mínútu. Reuter Króatinn Alen Boksic skoraði þrennu fyrir Lazíó gegn Foggia, 7:1. IPSWICH komst yfir stóra hindrun, þegar liðið vann Li- verpool 1:0 á Anf ield í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þetta var fyrsti sigur Ipswich gegn Liverpool á útivelli en í fyrri 27 heimsóknum hafði Liverpool sigrað 19 sinnum og gert 70 mörk. Því áttu sjálfsagt fáir von á óvæntum úrsiitum en Adam Tanner sá um það með marki eftir hálftíma leik. Þetta er í fyrsta sinn á tímabil- inu sem ipswich hefur sigrað ítveimur deildarleikjum í röð. Ipswich er í harðri fallbaráttu og hafði aðeins sigrað í einum af síðustu 11 leikjum, gegn Leicester sem er eina liðið neðar í töflunni. Hins vegar hafði Liverpool ekki fengið á sig mark í síðustu fimm leikjum og ekki tapað í síðustu 11 leikjum. George Burley, yfirþjálfari Ipswich, lék á sínum tíma meira en 400 leiki með Ipswich og átti slæmar minningar frá Anfield. „Ég kom hingað oft sem leikmaður og var aldrei í sigurliði. Því er mjög ánægjulegt að koma hingað sem þjálfari og sigra. Leikmennirnir komu með réttu hugarfari og gerðu allt sem þeir gátu. Ég sagði þeim hvað þeir þurftu að gera, þeir gerðu það í 90 mínútur og sigurinn var sanngjarn.“ Þetta var fyrsti sigur liðsins á útivelli síðan í ágúst. Blackburn vann Nottingham Forest 3:0, hefur ekki tapað í síð- ustu 12 leikjum og líður vel á toppnum. Paul Warhurst, Jason Wilcox og Chris Sutton gerðu mörkin í seinni hálfleik. Stuart Ripley og Graeme le Saux léku Reuter Chris Sutton veifar til áhorfenda og fagnar sigrl Blackburn, sem er með örugga forustu í Englandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.