Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Svartur dagur í Hafnarfirði FH- ingar spil- aðir sund- urog sam- an Morgunblaðið/Golli SIGURÐUR Sveinsson gerir eitt af fjórum mörkum sínum fyrir FH en Rene Boeriths fær ekkert að gert. BIKARMEISTARAR FH voru mjög slakir þegar þeirtóku á móti danska liðinu GOG í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa íhandknattleik á laugardag. Gestirnir gerðu út um leikinn á fyrstu mínútun- um, komust í 4:0 og eftirleikur- inn var auðveldur. Danirnir unnu 27:22 og er seinni leikur- inn nánast formsatriði fyrir þá. FH-ingar mættu tiltölulega bjartsýnir til leiks en þeir höfðu ekki efni á því. Markvarslan var engin, vörnin ■■■■■■ sem svissneskur Steinþór ostur og sóknar- Guðbjartsson leikurinn fálm- kenndur. Reyndar voru Gunnar Beinteinsson og Hans Guðmundsson veikir en það afsak- ar ekki frammistöðu hinna. „Þetta er óafsakanlegt," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH, við Morgunblaðið en hann var sá eini sem hélt haus. „Þetta með Gunnar og Hans var ákveðið áfall en byijunin sló okkur út af laginu. Hins vegar er ljóst að enginn spil- aði eins og við viljum spila. Við vorum með miklar væntingar og finnum fyrir rosalegum vonbrigð- um.“ Dómararnir voru flautuglaðir og áminningar þeirra og brottvísanir orkuðu oft tvímælis en þegar á heildina er litið högnuðust FH-ing- ar á þeim. Til dæmis fékk Claus Jensen að finna fyrir hörku dómar- anna og fékk rauða spjaldið í byij- un seinni hálfleiks en hann gerði fimm mörk fyrir hlé. Danir voru samtals í 18 mínútur utan vallar gegn átta mínútum FH-inga og tveggja mínútna að auki en síðasta „kæling“ hjá FH kom á lokasek- úndunum og hafði því ekki áhrif. „Ég er ekki sáttur við þessa dóm- ara,“ sagði Guðjón. „Við fengum ekki þessi smáatr- iði sem yfirleitt er sagt að heimalið- ið í Evrópukeppni eigi að fá. Það var verið að dæma á okkur skref og línu en úrslitin voru ekki þeim að kenna.“ Bent Nyegaard, þjálfari GOG, tók í sama streng. „Það vissi eng- inn hvort yrði dæmt, á hvað yrði dæmt, en dómgæslan kom jafnt niður á báðum liðum.“ Nyegaard var annars ánægður með leikinn. „Við vorum sannfærð- ir um að sigra samanlagt í báðum leikjunum en áttum ekki von á fimm marka sigri hér. Ég sá FH gegn Aftureldingu og liðið lék eins og ég átti von á. Við lögðum áherslu á sterka vörn og gagnsókn- ir og dæmið gekk upp. Við það varð sjálfstraust leikmanna stöð- ugt meira og þó ekki eigi að segja fyrirfram að eitthvað sé öruggt þá töpum við ekki þessu forskoti á heimavelli." Guðjón tók undir það. „Það get- ur allt gerst og vissulega getum við dottið niður á byijun eins og þeir, en ef ég á að vera raunsær þá eigum við ekki möguleika." ■ Úrslit / B6 Haukar steinlágu Ujaukar áttu aldrei möguleika ■■ gegn ABC Braga í Borgar- keppni Evrópu en liðin léku fyrri leikinn í átta liða úrslitum keppn- innar í Braga í Port- Skúti Unnar úSal- Heimamenn Sveinsson voru miklu betri og skrifartrá sigruðu 28:16 og Portúgai það verður að segj- ast eins og er að draumur Haukar að komast jafnvel áfram í keppninni er gott sem úti. Einar Þorvarðarson, aðstoðar- þjálfari Hauka, var allt annað en hress eftir leikinn. „Okkur tókst ekki að klára okkur á móti vöm portúgalska liðsins og það virðist vera orðið landlægt að íslensk lið geti ekki leikið gegn svona vörn. Við lékum illa,“ sagði Einar. Það var vitað fyrir leikinn að lið Braga léki framarlega í vörninni, en þrátt fyrir það áttu Haukar í miklum erfiðleikum gegn 3-2-1 vörn heimamanna. Byijunin var samt ekki nægilega góð hjá Hauk- um, sem urðu undir 6:1. Með smá baráttu í vörninni og betri nýtingu í sókninni tókst að minnka muninn í 10:7 en lengra komust Haukar ekki því staðan í leikhléi var 16:10 og í þeim síðari hófst martröðin, þó ekki alveg strax því byijunin var í lagi og fyrstu tíu mínúturnar eða svo var leikurinn í jafnvægi. Átta mörk í röð Haukar gerðu aðeins sex mörk í síðarí hálfleik. Heimamenn tóku öll völd á vellinum og gerðu átta mörk án þess að Haukum tækist að svara fyrir. Staðan orðin 27:14 áður en Gústaf náði að skora tvívegis undir lokin. Haukar gerðu ekki mark í heilar 14 mínútur og máttu sætta sig við tólf marka tap, 16:28. Aleksander Donner, hinn úkra- ínski þjálfari Braga og portúgalska landsliðsins, var ánægður eftir leik- inn. „Ég bjóst reyndar við erfiðari leik, en ég var aldrei hræddur fyrir hann. Haukar eru að leika fyrsta leik sinn á útivelli í Evrópukeppni og það er erfitt en mínir menn eru vanir og hafa mikla reynslu í svona keppni. Ég var viss um að við gæt- um unnið stórt. og það kom á dag- inn.“ Meistari Magnús samur ■ ■ viosig ÉG get mun meira en ég sýndi og ég gerði ein mistök í æfing- unni sem fóru svolítið ítaug- arnar á mér. Það var erfitt að finna tíma á siðustu vikum fyr- ir æfingar og mér telst til að ég hafi aðeins sofið í sautján klukkutíma í síðustu vikunni fyrir keppnina," sagði Magnús Scheving sem sigraði í karla- flokki með miklum yfirburðum. akið ætlaði að rifna af Háskóla- bíói eftir æfingar Magnúsar Schevings og greinilegt var af ein- ÍHémR FOLK MAÐSTANDENDUM íslands- mótsins í þolfimi tókst að fylla Háskólabíó og gott betur á laugar- dagskvöld. Aðalsalur kvikmynda- hússins tekur rúmlega níu hundruð manns í sæti og seldust miðar upp tveimur stundum fyrir sýninguna. Rúmlega hundrað manns fylgdust með keppninni standandi og áhorf- endur voru því á ellefta hundraðið. ■ UNNUR Pálmarsdóttir, ís- landsmeistari kvenna í þolfimi á síðasta ári tók ekki þátt í keppninni í ár. Hún sleit krossbönd í hné á Evrópumótinu í Búdapest og er ekki komin í fulla æfingu. ■ UNNUR hafði þó nóg að gera vegna mótsins. Hún hjálpaði mörg- um keppendum að búa til æfingar og sat í dómarasæti í keppninni sjálfri og mat það hvort keppendur lykju skylduæfingum. ■ ÞÓRANNA Rósa Sigurðar- dóttir, leiðbeinandi hjá Stúdíó Ágústu og Hrafns og Islands- meistari kvenna 1993, var á meðal keppenda eftir árshlé vegna barn- eigna. Mörgum áhorfendum brá í brún þegar Þóranna hætti æfingu sinni og hljóp útaf sviðinu. í ljós kom að tónlistin hafði ekki verið leikin á réttum hraða og Þóranna gerði æfíngu sína í heild stuttu síð- ar. Hún náði sér hins vegar ekki á strik og varð í fjórða sæti. ■ MAGNÚS Scheving hafði í nógu að snúast fyrir keppnina en hann var einn þeirra sem vann við skipulagningu mótsins og heilsu- viku í tengslum við það. Magnús hélt stutta tölu í mótslok og heiðr- aði tvo einstaklinga fyrir fram- göngu sína; Mána Svavarsson tón- listarmann sem samdi tónlistina fyrir marga keppendur og hefur gert í nokkur ár og Gunnlaug Rögnvaldsson, sem Magnús sagði að fyrstur hefði skrifað um þolfimi í tímarit sitt 3T og Morgunblaðið. Gunnlaugur var mótsstjóri íslands- mótsins. kunnagjöf dómara að þeir voru sama sinnis og áhorfendur. Magnús fékk 39,90 stig en Gunnar Már Sigfússon frá Akureyri kom næstur með 27,50 stig. Aðeins þrír kepp- endur voru í karlaflokki en tveir hættu við þátttöku skömmu fyrir mótið. Þrátt fyrir yfirburði sagðist Magnús allt annað en ánægður með sitt framlag. „Það má kannski segja að það sé að einhveiju leyti sigur að geta gert þetta með litlum undir- búningi og það sýnir að ég er í góðu formi. Hins vegar hefði ég viljað gera mun betur.“ Hafþór frábær Magnús sagði að í hans huga væri Hafþór Oskar Gestsson, fjór- tán ára piltur sem sigraði í ungl- ingaflokknum, maður mótsins. „Hann gerði margar æfingar sem ég hefði átt erfitt með og fór létt með það. Þetta er í fyrsta skipti sem hann keppir á þolfimimóti og árang- ur hans er frábær," sagði Magnús um lærisvein sinn, en eins og aðrir keppendur í unglingaflokki æfir Hafþór hjá Aerobic sport, líkams- ræktarstöðinni sem Magnús rekur. „Þetta mót er líka mun sterkara en það síðasta. Stelpurnar eru til að mynda mun betri og jafnari. Á góðum degi getur hver þeirra unn- ið.“ Sýndi oft eldri æfinguna Magnús sagði að æfingin sem hann sýndi í fyrsta sinn á laugardags- kvöld ætti enn eftir að taka breyt- ingum. Núna þarf ég að taka rútín- una lið fyrir lið, tæta hana niður og sjá hvernig ég get bætt hana. Mesta vinnan við þetta er að fín- pússa æfmgar og menn eru eitt til tvö ár að ná fulkomnu valdi á æfing- unum. Ég er búinn að sýna eldri æfingarnar um 350 sinnum og núna fyrst hef ég það á tilfinningunni að ég hafi fullkomið vald á þeim. Það skiptir líka miklu að þegar menn hafa gert æfingarnar oft þá þurfa menn ekki að hugsa um hvað kemur næst, hreyfíngarnar koma ósjálfrátt og lítil hætta er á hiki sem á ekki að sjást í æfíngum sem þess- um. Ég á líklega eftir að sýna þessa nýju æfingu í þijú hundruð skipti til viðbótar og hún á örugglega eft- ir að breytast til batnaðar," sagði Magnús. Morgunblaðið/Frosti Magnús Scheving og Hafþóri Óskar Gestssyni sigurvegara í piltaflokki. + ÞOLFIMI Vildu skemmta áhorfendum ÞEGAR við heyrðum að við værum einu keppendumir í parakeppninni þá ákváð- um við að ieggja meira upp úr því að skemmta áhorfendum heldur en erfiðum æfingum," sagði Karl Jónsson, íslands- meistari í parakeppni ásamt systur sinni Önnu. „Þetta var skemmtileg keppni og frábært að fá unglingana inn. Þeir hleypa meira lífi í þetta. Ég ætlaði mér að keppa í einstaklingskeppninni en sá svo fram á að ég hefði ekki tíma til þess. Janúarmán- uður er alltaf þéttur hjá okkur sem kenn- um þolfimi," bætti Karl við. Skemmtileg framkoma hjá Önnu Anna leikur mjög vel, er með skemmtilega framkomu og fær því mikið fyrir listfengi- hliðina og það hafði mikið að segja um úrslit- in,“ sagði Guðrún ísfeld, sem var yfirdómari á íslandsmótinu í þolfimi í Háskólabíó. Guðrún hefur fylgst vel með þolfimimótum undanfarinna ára þó hún hafi hins vegar ekki verið í dómarasætinu fyrr. Hún sótti dómara- námskeið hjá Alþjóða fimleikasambandinu og var meðal dómara á sænska meistaramótinu í þessari grein í fyrra. Magnús Scheving fékk langhæstu einkunn sem veitt var á mótinu, 39,90 stig. Aðspurð sagði hún ekki vera hægt að tala um neina hámarkseinkunn. „Það er ekkert þak á einkunn- um en sjaldnast eru gefin yfír fjörtíu stig. Það er alltaf hægt að gera erfiðari æfingar og því ráðrúm til að hækka einkunnagjöfina. Guðrún sagði að Gunnar Már Sigfússon og Haraldur Jónsson hefðu komið sér á óvart og um miklar framfarir væri að ræða hjá körlun- um. „Magnús Scheving er þó í sérflokki því hann hefur allt, framkomuna, styrkinn, liðleik- ann og samhæfinguna," sagði Guðrún. Einstaka æfingar eru á bannlista og sagði Guðrún að ekki hefði þurft að draga stig frá keppendum vegna þeirra. „Ég sá heldur ekki neinar glænýjar æfingar á þessu móti en greini- legar framfarir eru samt í þessari íþrótt." r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.