Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 5
MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 B 5 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÍSLANDSMEISTARARNIR Magnús Scheving, Anna Jónsdóttir og Karl Jónsson sigursæl eftir erfíða keppni. Taugaspenna hjá kvenfólkinu ANNA Sigurðardóttir varð sig- urvegari í kvennaflokki í þolfimi. Fimm keppendur tóku þátt í kvennaflokki og skilaði Anna bestu æfingunum að mati dóm- ara. Hún fékk 33,50 stig en Irma Gunnarsdóttir varð í öðru sæti. Mikil taugaspenna var í þessum flokki og nokkuð um smá- vægileg mistök í æfingunum. Anna ^^■■1 sagði að margir þættir hafi valdið Eðlson Þessari miklu skrífar spennu. „Við vorum allar undir miklu álagi og það var búið að byggja upp mikla spennu með því að segja að þetta væri sá flokkur sem væri mest spennandi. Það jók svolítið spennuna að við náðum ekki að æfa atriði okk- ar á sviði fyrir keppnina og það kom eitthvað fyrir í æfingum hjá okkur öllum. Irma rann á hendinni og Þór- anna lenti í svipuðum vandræðum. Ljósin voru sterk og það var stundum erfítt að gera sér grein fyrir hvað sneri fram þegar maður var á svið- inu. Ég ruglaðist í æfingunni hjá mér og Ásdís þurfti að hætta snemma vegna meiðsla. Ég held að Guðrún [Gísladóttir] hafi verið sú eina sem fór í gegn um sína rútínu án teljandi mistaka," sagði Anna. Ekki bætti úr skák að allir kepp- endur mættu á sama tíma, klukkan átta_ um kvöldið og biðin reyndist ansi löng fyrir kvenfólkið sem steig á svið þremur tímum síðar. Anna var þriðja til að stíga á svið í kvennaflokki og sagðist ekki hafa fylgst með þeim sem á undan voru. „Ég varð að passa mig á að horfa ekki á hina keppendurna því ég átti nóg með sjálfa mig, að halda einbeit- ingunni og muna æfinguna. Það «r hætt við að ég hefði orðið mun spenntari hefði ég kannski séð góða hluti hjá öðrum sem ekki hefði verið í minni rútínu,“ sagði Anna. „Ég stefndi að sigri en það kom mér samt á óvart að lenda í fyrsta sætinu. Eftir að ég hafði lokið mínu atriði kom fólk til mfn og sagði að ég hefði verið mjög góð og mundi líklega lenda í fyrsta eða öðru sæti. Yfirleitt hlusta ég lítið á svoleiðis því þeir sem tala við mig eru yfírleitt vinir og því kannski stundum full hlutdrægir," sagði Anna. Mjög spennandi Mér fannst keppnin mjög spenn- andi og var ekki viss með hvar ég væri í röðinni fyrr en úrslitin voru tilkynnt. Mér fannst ég allt eins geta verið í fyrsta til síðasta sæti,“ sagði Irma Gunnarsdóttir, 28 ára leiðbeinandi í djassbailett og líkams- rækt hjá JSB sem hafnaði í öðru sæti í kvennaflokki. „Ég er .hins vegar mjög ánægð með að ná öðru sætinu. Ég æfði ekki mikið fyrir mótið og var mest ein að æfa og sá ein um að setja æfínguna saman. Ég hafði hug á því að fá hjálp frá Magnúsi Seheving en hann hafði mikið að gera svo ekkert varð af því.“ Irma fékk einn heilan í mínus á Suzuki mótinu í fyrra fyrir æfingu sem var á bannlista en hún sagðist hafa verið ákveðin í að ekkert slíkt kæmi fyrir hana núna en reyndar hefðu reglurnar verið mun frjálslegri núna. Bakgrunnur Irmu er nokkuð öðru- vísi en flestra annarra keppanda. Hún stundaði fimleika á yngri árum hjá Gerplu en hefur síðan stundað jass- ballett og dans og var meðal annars fastur dansari hjá íslenska jass- bailettflokknum. „Ég held hins vegar að mig vanti meiri reynslu í að keppa. Ef við fengj- um fleiri mót í þolfimi værum við æfðari í að keppa. Það er alltaf viss skjálfti í manni og reyndar vorum við fæstar fullkomlega ánægðar með okkur hlut á mótinu. Ég gerði tvö mistök á gólfinu sem var mjög sleipt í keppninni," sagði Irma. KÖRFUKIMATTLEIKUR Bikarmeistararanir úr leik í Grindavík ÞAÐ var sannkölluð bikar- stemmning í íþróttahúsinu í Grindavík á sunnudagskvöld þegar bikarmeistarar undan- farinna tveggja ára voru lagðir af velli af heimamönnum. Ur- slitin réðust ekki fyrr en á síð- ustu mínútunni og húsið hrein- lega sprakk þegar Grindvíking- ar þustu inn á völlinn til að fagna sínum mönnum eftir 83:80 sigur. Leikurinn sjálfur var æsispenn- andi og hefði sómt sér sem úrslitaleikur, stemmningin var slík á mmi áhorfendapöllunum. Frímann Hann var í járnum Ólafsson allan tímann og þrátt skrifarfrá fyrir að heimamenn Grindavik leiddu framan af voru Keflvíkingar aldrei langt und- an. Undir lok leiksins var síðan jafnt á mörgum tölum en heimamenn voru sterkari á endasprettinum og unnu í leik þar sem sigurinn gat allt eins verið Keflvíkinga. Nökkvi Már Jónsson átti frábæran leik í liði Grindvíkinga. Hann var eins og klettur í vörninni og víta- hittni var frábær, 15 stig úr 16 skot- um, Guðjón Skúlason og Guðmundur Bragason voru einnig mjög góðir i baráttuglöðu liði. Helgi Jónas átti góða spretti en hann lék veikur, var búinn að vera með 39 stiga hita um daginn. Jón Kr. Gíslason sýndi enn og sannaði hversu mikilvægur hann er Keflavíkurliðinu því ásamt því að halda uppi leik liðsins hélt hann því á floti í stigaskorinu. Sigurður Ingi- mundarson, Albert Óskarsson og Davíð Grissom áttu einnig góðan leik. Lenear Burns var nánast ekki með í þessum leik því hann var kom- inn með 3 villur eftir 7 mínútna leik og gat lítið beitt sér eftir það. Guðmundur Bragason fyrirliði Grindvíkinga var í skýjunum eftir leikinn. „Þetta var frábært, það er búið að vera takmarkið öll þessi ár að komast í Höilina. Það verður virkilega gaman að takast á við það í draumalejknum, Grindavík gegn Njarðvík. Ég er mjög sáttur við þennan leik því [Frank] Booker var í banni og Helgi Jónas leikur með 38 til 39 stiga hita og við vorum í vandræðum með að koma með bolt- ann upp. Þetta sýnir karakterinn í liðinu að við náum að stöðva Burns ásamt því að halda öðrum niðri.“ „Menn voru samtaka að fara í þennan leik og sýna baráttuvilja. Þeir spiluðu inn á vellinum eins og sá sem valdið hefur og stjórnuðu leiknum. Þó Keflvíkingar næðu tveggja stiga forskoti einu sinni í seinni hálfleik þá sýndum við gríð- arlegan karakter með því að jafna og komast yfir á nýjan leik. Strák- arnir sýndu það frá fyrstu mínútu að þeir ætluðu í Höllina,“ sagði Frið- rik Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga. „Þetta var hörkuleikur og ég er mjög svekktur með úrslitin. Það má segja að við töpum þessu á vítalín- unni. Ég er óhress með dómgæsluna í þessum leik og fannst þeir halla heldur á okkur. Það var engu líkara en þeir hafi ætlað að hafa þennan leik Kanalausan. Við náðum að minnka muninn í seinni hálfleik en héldum einfaldlega ekki höfði,“ sagði Jón Guðmundsson liðstjóri Keflvíkinga. Haukar íham - en Njarðvíkingar of stór biti LEIKUR Hauka og Njarðvíkinga varð ekki leikur kattarins að músinni eins og margir spáðu. Haukarnir höfðu ekki bara í fuliu tré við efsta lið deildarinn- ar heldur voru yfir 77:76 þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. En klaufaskapur þeirra á lokamínútunum, ásamt öryggi Njarðvíkinga, gerðu vonir þeirra um úrslita- leik í bikarkeppninni að engu með 79:83 tapi. „Það var visst vanmat og þegar við komumst nokkrum stigum yfir, vorum við of vissir um okkur,“ sagði Njarðvíkingurinn Ronday Rob- inson. Haukamenn áttu einn af sínum bestu leikjum í vetur og voru þokkalega sáttir við úrslitin. „Þetta var mjög tæpt og hefði unnist með S}ffn smáheppni í lokin en skrífar eS var mJ°g ánægð- ur með okkar leik, sérstaklega varnarleikinn," sagði Reynir Kristjánsson þjálfari Hauka eftir leikinn og bætti við: „Við höf- um bara spilað annan eins leik í vetur, góð stemmning náðist í vörn- inni og menn skutluðu sér á hvern lausan bolta.“ Hægt og bítandi náðu Njarðvík- ingar að komast yfir þó bilið yrði aldrei mikið. Haukar áttu erfitt uppdráttar í sókninni og hittnin ekki upp á sitt besta. En Pétur Ingvarsson fór á kostum og þegar 6 mínútur voru til leikshlés, komust Haukar yfir og héldu stöðunni 37:33 í leikhléi. Ekki minnkaði bar- áttan eftir hlé en Haukar lentu í villuvandræðum og Njarðvíkingar náðu tíu stiga forskoti. Hafnfirðing- ar náðu engu að síður að rífa sig upp og komast yfir. En Ronday kom Njarðvík í 78:79 og fékk vítaskot að auki. Haukur létu dæma á sig skref í næstu sókn og þegar Valur Ingimundarson skoraði tvö stig fyr- ir gestina, var sigurinn í höfn. „Það var ömurlegt að komast svona nálægt sigri en ég er samt Morgunblaðið/Golli RONDAY Robinson, var stigahæstur Njarðvíkinga og leggur hér knöttlnn í körfu Hauka. Sigfús Gizurarson og Óskar F. Pétursson koma engum vörnum við. ánægður með okkar Ieik. Þetta var góður árangur gegn liði eins og Njarðvík og gefur vonandi tóninn fýrir okkur í Islandsmótinu þar sem baráttan um sæti í úrslitakeppninni stendur yfir,“ sagði Sigfús Gizurar- son, sem var stighæstur Hauka með 27 stig. Pétur var góður framan af en sást lítið eftir hlé. Breiddin í liðinu var ekki mikil en baráttan fleytti því langt, næstum alla leið, og eiga leikmenn hrós skilið fyrir það. Njarðvíkingum tókst engan veg- inn að hrista heimamenn af sér. „Við spiluðum illa. Öll pressan var á okkur og við vorum stressaðir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu svo að ég er ánægður með sigurinn. Það hefði svo sem verið týpískt að tapa þessum leik miðað við gott gengi okkar í vetur. Ég vil fá Kefla- vík í úrslitum því þar höfum við harma að hefna síðan í fyrra,“ sagði Valur sem átti ágætan leik. Teitur var einnig góður og Kristinn Ein- arsson skilaði sínu þó að hann virk- aði þungur. Ronday var góður en hefur átt betri leiki Ástþór Ingason hélt Pétri Haukamanni niðri í síðari . hálfleik. ) KR-stúlkur íúrslit Stúlkurnar í KR náðu fram hefnd- um þegar þær slógu Grindvik- inga úr bikarkeppninni í körfuknatt- leik, 67:51. Grindvik- Frímann inSar byijuðu betur Óiafsson og það virtist koma , skrifarfrá KR á óvart — náð Gríndavík tólf stiga forskoti, en þegar KR-stúlkurnar fóru í gang náðu þær yfirhöndinni og sigurinn var aldrei í hættu. Helga Þorvalds- dóttir spilaði mjög vel fyrir KR og Elínborg var föst fyrir í vörninni en Stefanía var best heimastúlkna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.