Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 8
ÍÞRÓmR |li{ir®«nWaí>ííi Sigur á sigur ofan Italski skíðamaðurinn Alberto Tomba hélt uppteknum hætti um helgina og sigraði í svig heims- bikarsins í Kitzbuhel í Austurriki — áttundii sigur hans á tímabilinu í jafn mörgum mótum. Saman- lagður tími hans vár 1.37,26 mín., 51óvaninn Jure Kosir fór á 1.38,08 og Norðmaðurinn Ole Christian Furuseth á 1.38,20. Tomba hefur sigrað í 41 móti á ferlinum í heimsbikarnum og er lang efstur í samanlögðu í vetur með 850 stig. „Það var frábært að sigra aftur í þessari braut sem ég held að sé ein sú erfiðasta í heimsbikarnum,“ sagði Tomba sem sigraði síðast í sömu braut 1992. „Égerviss um að stuðnings- mennimir hefðu fyrirgefið mér ef ég hefði gert ógilt því það er allt- af erfitt að keppa hérna.“ Reuter ALBERTO Tomba sýndi geysilegt öryggi í sviginu um helgina eins og fyrr í vetur. SKIÐI Loks sigraði Masnada Franska stúlkan Florence Masnada fagnaði fyrsta sigri sínum í heimsbikarnum þegar hún sigraði í risasvigi í Garmisch-Part- enkirchen á laugardag. Þetta var fyrsta keppnin í brautinni síðan Ulrike Maier, fyrrum heimsmeist- ari, lést þar af slysförum í bruni í janúar í fyrra. Masnada fór á 1.25,92 mín., Picabo Street frá Bandaríkjunum var önnur og landa hennar Shannon Nobis þriðja á 1.25,99. Þegar keppnin var hálfnuð var mínútu þögn til að minnast Maiers og enginn kep^andi fékk rásnúmer- ið 32 sem húri hafði í fyrra. Þetta var besti árangur Masnada á ferlinum en hún var önnur í bruni í Kanada í desember og náði sama sæti í svigi 1990. „Þetta er dásam- legur sigur en tilfinningin er blend- in vegna Ulli Maier. Ég hugsaði um dóttur hennar og ég veit að sigur er ekkert í samanburði við það að lifa,“ sagði Masnada, sem er 26 ára. „Allir keppendurnir hugsa um hana og hún er á meðal okkar í anda. Hún hefði sagt okkur að fara í brautina.“ Tveir sigrar I fyrsta sinn fóru tvö brunmót fram sama daginn og Frakkinn Luc Alphand, sem hafði aldrei sigrað í heimsbikarnum, var með besta tím- ann í báðum. Hann er fyrsti Frakk- inn sem sigrar í brautinni i Kitzbuhel, „Hanakambinum", síðan Jean-Claude Killy 1967. „Þetta er ótrúlegt. Ég var svo ánægður með sigurinn i fyrri keppninni að ég hugsaði ekki um hina.“ AMERÍSKI FÓTBOLTINN Fyrsti úrslita- leikur lida frá Kalifomíu Reuter STEVE Young, lelkstjórnandi San Franclsco, átti góöan leik gegn Dallas og gerlr hér snertimark. San Francisco og San Diego leika til úrslita í ameríska fót- boltanum og verður það í fyrsta sinn sem bæði úrslitaliðin koma fá Kalifomíu. San Francisco varð meistari í Landsdeildinni, vann Dallas 38:28, og San Diego sigraði í Ameríkudeildinni með 17:13 sigri í Pittsburgh. Almennt var litið á viðureignina í San Francisco í fyrrakvöld sem úrslitaleik deildarinnar því að flestra mati áttust þar við bestu lið- in. Metaðsókn var, 69.125 áhorf- endur, og heimamenn voru ákveðn- ir í að hefna ófaranna frá 1993 og 1994 en bæði árin töpuðu þeir fyr- ir Dallas sem fór síðan alla leið. „Aðal úrslitaleikurinn er eftir hálf- an mánuð en þetta var rosaleg bar- átta,“ sagði George Seifert, þjálfari sigurvegaranna, sem hafa fjórum sinnum leikið til úrslita í NFL-deild- inni og ávallt sigrað. San Francisco setti stefnuna á þennan leik eftir tapið gegn Dallas í fyrra og voru gerðar nokkrar breytingar á liðinu með því mark- miði að ná settu marki. Áhersla var lögð á að styrkja vömina og mun- aði miklu um varnarmanninn Deion Sanders sem hafnaði gimilegum boðum frá öðrum liðum til að láta drauminn rætast. „Það er dásam- legt að geta sagt öðrum að það er allt í lagi að láta sig dreyma. Það er mikilvægara að eiga sér draum en fjármuni. San Francisco átti marga frábæra leikmenn og þeir hefðu komist áfram án mín.“ Seifert sagði að andrúmsloftið hefði verið rafmagnað og stuðn- ingsmennirnir sérstakir. „Það var mikilvægt að sigra fyrir alla sem hafa lagt hönd á plóginn, ekki síst áhorfendur. Þeir hafa aldrei verið betri og mér getur ekki liðið betur sem íbúa San Francisco. Þetta er toppurinn á þjálfaraferlinum." Sanders hefur eflt liðsandann og hann sá til þess að Alvin Harper komst lítt áleiðis. „Deion hefur kennt okkur að njóta leiðarinnar að sigri,“ sagði Ieikstjórnandinn Steve Young. „Jafnvel George er afslappaður og það segir sína sögu.“ Heimamenn komust í 21:0 snemma leiks og stöðvuðu Troy Aikman, leikstjórnanda Dallas. Young átti 15 góðar sendingar af 28 og gáfu þær tvö snertimörk en hann gerði eitt sjálfur að auki. Aik- man, sem hefur leikið átta úrslita- leiki, var í tapliði í fyrsta sinn en setti met í úrslitaleik með því að eiga 30 góðar sendingar í 53 til- raunum og kasta boltanum samtals 380 stikur. Michael Irvin hjá Dallas setti einnig met með því að grípa boltann 12 sinnum og komast 192 stikur með hann. í fyrsta sinn í sögu úrslitaleik Landsdeildar gerði lið þijú sneri.i- mörk í fyrsta leikhluta og úrslitalið- in hafa ekki fyrr náð að gera 28 stig. Dallas komst inn í leikinn og náði að minnka muninn í 24:14 en þegar átta sekúndur voru til hálf- leiks gerði Jerry Rice snertimark eftir 28 stika sendingu Youngs. „Þetta mark gerði gæfumuninn,“ sagði Young. „1 byrjun virtist þetta vera að ganga upp hjá okkur en þeir gáfu ekkert eftir þar til kom að þessum vendipunkti." Besta varnarliðið úr leik Pittsburgh var með besta varnar- liðið á tímabilinu og var talið sigur- stranglegra á heimavelli gegn San Diego en gestirnir sem skoruðu ekki í fyrsta leikhluta og voru 10:3 undir í hálfleik, gáfu ekkert eftir og unnu 17:13. Þar með urðu þeir meistarar í Amerísku deildinni og tryggðu sér rétt til að leika til úrslita en það hafa þeir aldrei gert. Strákamir misstu aldrei sjálfstra- ustið, börðust og léku mjög vel,“ sagði Bobby Ross, þjálfari Chargers sem náði fyrst forystunni þegar fimm mínútur og 13 sekúndur voru til leiks- loka, en þá gerði Tony Martin sner- timark eftir 43 stika sendingu frá Stan Humphries. Varnarmaðurinn Dennis Gibson stöðvaði síðan tvær sóknir mótheijanna undir lokin og kom í veg fyrir að þeir gerðu sner- timark, sem hefði tryggt þeim sigur- inn. í seinna skiptið var Pittsburgh þrár stikur frá endalínu og hafði aðeins eitt tækifæri til að skora en 64 sekúndur voru eftir. Barry Foster átti að fá boltann en Gibson komst á milli og tíminn rann út. „Þetta var spurning hjá þeim að jiýta þetta tækifæri og við vorum heppnir að komast á rnilli," sagði vamarmaður- inn Junior Seau. Pittsburgh gerði eitt vallarmark í þriðja leikhluta en skoraði ekki i þeim fjórða. Úrslitaleikurinn verður í Miami 29. janúar. ENGLAND: 1X2 X21 X12 XX11 ITALIA: X11 1X1 1 X X X1X1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.