Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 1

Morgunblaðið - 18.01.1995, Side 1
KNATTSPYRNA TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ FRJALSIÞROTTIR Geysilegur áhugi fýr- ir HM íSvíþjóð GEYSILEGUR áhugi er fyrir Heimsmeistara- keppninni í frjálsum íþróttum, sem fer fram í Gautaborg i Svíþjóð í ágúst. Byrjað var að selja miða á HM fyrir fjórtán mánuðum og nú hefur helmingur miða á vellinum, sem tekur 45 þús. ákorfenda, verið seklir — þrátt fyrir að þeir kosti 100 þús. ísl. kr. og Svíar reikni ekki með miklum árangri sinna manna. Miðarnir gilda á alla þrett- án keppnisdagana. Svíar hafa skipulagt keppnina nýög vel og Ijóst er, að það allir miðarnir muna seljast iöngu áður en keppnin hefst. Keppt verður á Gamla Ullevi-vellinum, sem er nýuppbyggður og hinn glæsilegasti. McEnroe nafnið of stór biti fyrir Boris Becker Reuter Becker tapsár PATRICK McEnroe, yngri bróðir John McEnroe, vann Boris Bec- ker mjög óvænt í 1. umferð á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í Melbourne í gær. McEnroe var að vonum kátur með sigurinn, en Becker átti erf- itt með að sætta sig við tapið og grýtti tennisspaðanum frá sér. HANDBOLTI Varamark- vörðurinn fór í hægra hornið og gerði tvö mörk KEFLVÍKINGAR fóru til Ak- ureyrar í gærkvöldi og léku við Þór í 2. deild íslandsmót- sins í handknattleik karla. Leiknum lauk með öruggum sigri heimamanna, 35:24. Það sem vakti hvað mesta athygli var að Keflvíkingar fóru norð- ur með aðeins átta leikmenn og þar af tvo markverði. Einn útileikmannanna meiddist í leiknum og fór varamarkvörð- urinn, Óskar Halldórsson, því inná og tók stöðu hægri horna- manns. Hann stóð sig vel og gerði tvö mörk úr jafnmörgum skotum og var því með 100% skotnýtingu sem verður að teljast frekar óvenjulegt hjá markverði. PATRICK McEnroe, yngri bróðir hins skapbráða John McEnroe, sem var einn besti tennismaður heims, gerði sér lítið fyrir og sigraði þýska tenniskappann Boris Becker í 1. umferð á Opna ástralska meistaramótinu sem hófst í Melbourne í Ástralíu á mánudag. Önnur óvænt úrslit í 1. umferð voru þau að Gabriela Sabatini frá Argentínu og Kró- atinn Goran Ivanisevic eru úr leik. Becker var í þriðja sæti á styrk- leil^alista mótsins og áttu því fáir von á því að Patrick McEnroe stæði í honum. Þjóðveijinn átti sér aldrei viðreisnarvon og tapaði, 6-3 6-4 7-6 og eru þetta ein óvæntustu úrslitin sem hafa orðið í fyrstu um- ferð í sögu keppninnar. Beeker gerði 46 mistök í leiknuin sem stóð yfir í aðeins tvær klukkustundir. Patrick, sem er 28 ára og hefur ávallt staðið í skugga eldri bróður síns, vann fyrsta alþjóðlega mótið á ferlinum, Nýja-Suður Wales-mótið, á sunnudaginn. „Þetta er án efa stærsti sigurinn á ferlinum," sagði McEnroe. „Ef hann hefði leikið eins vel og hann gerir best hefði hann sjálfsagt unnið, en ég náði að halda honum niðri.“ Sigur McEnroe þýðir að fimm af sjö efstu á styrkleikalista mótsins eru frá Bandaríkjunum. Þeir eru auk McEnroe, Andre Agassi, sem er að keppa á Opna ástralsk^, í fyrsta sinn, Todd Martin, Pete Sampras, Michael Chang og Jim Courier. Stefan Ed- berg og Michael Sitch, halda uppi merki Evrópubúa. „Ég spilaði einfaldlega illa,“ sagði Becker. „Ég þakka Guði fyrri að hafa náð aðeins skárri uppgjöfum í þriðja setti og hélt að þetta væri að koma en ég fann ekki rétta taktinn. Patrick lék vel og ég vildi að ég hefði einhverja gilda afsökun á þessari slöku frammistöðu minni. Allt var í stakasta lagi fyrir leikinn,"- sagði Becker sem tapaði fyrir John McEnroe á sama tennisvelli árið 1992. Goran Ivanisevic, sem lék í fyrsta mótinu eftir að hann var settur í átta vikna keppnisbann af Alþjóða tennissambandinu, var ekki sannfær- andi gegn Þjóðveijanum Carl Uew Steeb, sem vann 6-1 7-6 og 6-3. „Það var nánast allt sem misheppnað- ist hjá mér í þessum leik. Ég hitti ekki völlinn hjá honum," sagði Ivan- isevic, sem var raðað í fimmta sæti á styrkleikalista mótsins. Gabriela Sabatini tapaði fyrir Mar- ianne Werdel Witmeyer frá Banda- ríkjunum, sem er í 47. sæti á heims- listanum, 6-4 6-4. Sabatini, sem var talin ein af sigurstranglegustu stúlk- unum í mótinu, fann til í baki á meðan á leiknum stóð’ og þurfti að stöðva leikinn í fimm mínútur meðan læknir skoðaði hana. Hún hélt þó áfram og varð að játa sig sigraða. Verðlaunafé 453,5 millj. kr. VERÐLAUN AFÉ á opna ástralska tennismótinu er hvorki meira né minna en 453,7 milljón. ísl. kr. Keppendur fá 401 þús. kr. fyrir að taka þátt í fyrstu umferð, 638 þús. fyrir að vera með í annari um- ferð, eina millj. kr. fyrir þriðju umferð, 1,8 millj. kr. fyrir fjórðu umferð, 3,4 millj. kr. fyrir að leika í 8-manna úrslitum, 6,6 miljj. kr. fyrir að leika í undanúrslitum. Sigurvegarinn í úrslitaleik fær 26,4 millj. ísl. kr. fyrir úrslitaleikinn, en sá sem tapar fær 13,2 millj. kr. í sinn hlut. Þeir keppendur sem fagna sigri í karla- og kvenna- flokki, fá nær 54 millj. ísl. kr. í vasann fyrir að komast alla leið. mrgtmlifofeft 1995 MIOVIKUDAGUR 18. JANUAR BLAÐ Guðmundur verður ekki með Þór GUÐMUNDUR Benedikts- son, landsliðsmaður úr Þór á Akureyri, hefur ákveðið að leika ekki með liðinu í 2. deild næsta sumar, en liðið féll úr 1. deildinni í haust. Guðmundur, sem fór til Svíþjóðar í gær þar sem hann æfir með AIKI Stokk- hólmi þessa viku, í boði forráðamaima félagsins — síðan kannar hann aðstæð- ur hjá Frölunda, tilkynnti Þórsurum ákvörðun sína fyrir helgi. Skv. heimildum Morgunblaðsins eru mestar líkur á að hann leiki með 1. deildarliði hér heima næsta sumar, þrátt fyrir að hann hafi þegið boð sænska liðsins um að koma utan í nokkra daga. Guðmundur hefur átt í viðræðum við þrjú 1. deildarlið upp á síðkastið, ÍA, Fram og KR og eins og staðan er í dag eru mestar líkur á að hann leiki með einhveiju þeirra næsta sumar. Kristófer samdi KRISTÓFER Sigurgeii-sson, knattspymumaður úr Breiðabliki, hefur skrifað undir eins árs samn- ing við sænska úrvalsdeildarliðið Frölunda frá Gautaborg. Sveinn Ingvason, formaður Breiða- bliks, fór utan til Gautaborgar um sl. helgi til að skrifa undir félagaskiptin fyrir hönd Kópavogsl- iðsins. BIKARSLAGUR í HANDKNATTLEIK Á FJÓRUM VÍGSTÖÐUM / B3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.