Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 4
UtémR FOLK ■ JÚRGEN Klinsmann gerði sig- urmark Tottenham gegn West Ham í ensku 1. deildinni um helg- ina. Það var 16. mark þýska lands- liðsmannsins í vet- ur, og leikurinn hans 400. deildar- leikur á ferlinum; með Stuttgart í Þýskalandi, Inter á Ítalíu, Mónakó í Frakklandi og Tottenham. Frá Bob Hennessy i Englandi ■ MEIRIHLUTI áhangenda Newcastle er greinilega sáttur við þá ákvörðun Kevins Keegans, stjóra liðsins, að selja markaskorar- ann Andy Cole á 7 milljónir punda til Man. Utd. Nokkrir stuðnings- menn Newcastle veittust að Keeg- an daginn sem salan var tilkynnt, en á leik liðsins um helgina hylltu áhorfendur á St. James’ Park Kee- gan — byrjuðu að kalla nafn hans er 20 mín. voru til leiks, og gerðu það stanlaust þar tii leikurinn hófst! ■ UNGUR sænskur framherji, Andreas Andersson frá Deger- fors, er til reynslu hjá Liverpool ,.,.og leikur með varaliði félagsins í vikunni. Hann er sagður „nýr Thomas BroIin“ — en Brolin er sem kunnugt er hjá Parma á ítal- íu, og þykir einn besti maður heims. Ef Svíinn ungu semur við Liver- pool borgar enska félagið 400.000 pund fyrir hann; andvirði um 43 milljóna króna. ■ TOTTENHAM gerði á dögun- um stærsta samning við styrkta- raðila sem um getur á Englandi, við bandaríska íþróttavörufyrir- tækið Pony. Samningurinn er til íjögurra ára og er hlutur Totten- ham metinn á 5 milljónir punda — andvirði um 520 milljóna króna — ; í fé og vörum. /PRMR ■ MARGIR af bestu leikmönn- um NBA-deildar- innar i körfu- knattleik eru óánægðir hjá lið- um sínum og vilja skipta um félag. Clyde Drexler hjá Portland er einn þeirra og hefur New York sýnt áhuga á að fá hann. ■ KENDALL GiII, skotframheiji Reinsdorf vill losna við Pippen ■ MEÐALALDUR leikmanna Denver var lægstur í deildinni á síðasta tímabili en liðið kom á óvart, fór í úrslitakeppnina og sigraði Se- attle í fyrstu umferð. Morgunblaðið/Einar Falur Karl Malone átti mjög góðan leik með Utah Jazzv sem hefur unn iö þrettán útfleiki í röA, sem er liAsmet. hjá Seattle er ekki kátur með hvað hann fær lítið að leika og hefur óskað eftir að fara annað. ■ LATRELL Sprewell hjá Golden State, sem er einn af bestu bakvörðum deildarinnar vill fara og hefur verið rætt um skipti á honum og Scottie Pippen. DAN Issel, yfir- þjálfari Denver Nuggets, sagði I upp í fyrrdag. Hann sagðist ekki hafa áhuga á starfinu lengur og þetta væri al- farið sín ákvörðun. „Ég held að ábyrgðin og þrýst- ingurinn sem fylgja starfínu hafi gert mig að einhveiju sem ég vil ekki vera,“ sagði hann. NBA NewYork-NewJersey.......107: 90 Washington - Chicago....109:101 Philadelphia - Detroit..110:116 Golden State - Denver... 77: 73 Atlanta - Miami......... 99: 95 LA Lakers - LA Clippers. 96: 88 Indiana - Utah.......... 98: 99 ■Eftir framlengingu. Minnesota - Houston..... 94: 75 FRJALSIÞROTTIR Erlendir umboðsmenn sakaðir um óheilindi gagnvarf Kenýamönnum ÞAÐ er byrjað að krauma undir hjá Chicago Bulls. Scottie Pip- pen er óánægður og á í deilum við framkvæmdastjóra félagsins, Jerry Reinsdorf sem vill losna við hann þegar samningurinn renn- ur út, en Pippen er þriðji launahæsti leikmaður Chicago. Ástand- ið er orðið það slæmt, að Pippen hefur sagt í sjónvarpsviðtölum að Reinsdorf væri lygari. Frjálsíþróttasamband Kenýa hef- ur hafíð rannsókn á afskiptum bandarískra umboðsmanna af ung- um hlaupurum frá Kenýa eftir að hafa fengið ábendingar um að íþróttafólkið væri platað til Banda- ríkjanna með gylliboðum en þar væri síðan farið illa með það og jafnvel svindlað á því. í bréfi sem Fijálsíþróttasambandi Kenýa barst var greint frá þarlendu íþróttafólki sem hefur verið í Banda- ríkjunum í meira en ár og byggi við mjög slæmar aðstæður í tómu húsi án húsgagna en 12 dýnum. „Það fer betur um hundinn minn,“ sagði Lisa Buster í bréfinu. Hún nafn- greindi ekki íþróttafólkið en sagði að tvær stúlkur í bandarískri æfing- amiðstöð hefðu verið sorgbitnar og með heimþrá og hún hefði fengið á tilfínninguna að þeim væri haldið þar gegn vilja þeirra. David Okeyo, framkvæmdastjóri Fijálsíþróttasambands Kenýa, sagði að sambandið hefði miklar áhyggjur af málinu og hefði hafið rannsókn á því í kjölfar upplýsinganna. Hann sagði að á undanförnum mánuðum hefðu erlendir umboðsmenn haft samband við efnilega hlaupara og lofað þeim peningum íyrir að koma til Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 15 íþróttamenn hefðu verið plataðir á þennan hátt og þegar hefði einn heimamaður, sem hlut hefði átt að máli, verið kærður og krafínn um skýringar. Buster sagðist hafa skotið skjóls- húsi yfir 14 íþróttamenn, sem hefðu komið til Bandaríkjanna í fyrra á vegum bandarísks umboðsmanns og þjálfara frá Kenýa en þeir hefðu haldið eftir 35% af verðlaunafé íþróttafólksins og öllum peningum sem það hefði átt að fá fyrir þátt- töku í mótum. Bandaríski mótshaldarinn Ric- hard Ronalter sagði í öðru bréfi til Okeyos að hann hefði látið banda- rískt félag fá 4.000 dollara fyrir hlaupara frá Kenýa á þess vegum en honum hefði verið sagt að íþróttamennirnir hefðu ekki fengið eyri. Hann sagði að íþróttamennirn- ir væru verðugir fulltrúar þjóðar sinnar, heiðarlegir og legðu mikið á sig en aðgátar væri þörf þegar bandarískir umboðsmenn væru með klærnar í þeim. Það eru mörg félög sem hafa áhuga að fá Pippen til liðs við sig, en það sem stendur í veginum er hvað þessi snjalli prá leikmaður kostar og Gunnari þá hvað hafa félögin Valgeirssyni í að bjóða Chicago í Bandaríkjunum gtaðin. Eina félagið sem á nægilegt fjármagn og marga góða leikmenn í skiptum, er Se- attle. Félagið er tilbúið að láta Kendall Gill fara. Þá er ljóst að Seattle hefur meiri áhuga að fá Clyde Drexler frá Portland en Pippen. Gengi Chicago-liðsins hefur ekki verið gott að undanförnu og mátti liðið þola tap, 101:109, fyrir Wash- ington í fyrrinótt. Það gengur aftur á móti betur hjá Utah Jazz, sem vann sinn þrett- ánda sigur á útivelli í röð — nýtt liðsmet, þegar félagið heimsótti Indiana, 98:99. Karl Malone skoraði 42 stig fyrir Jassarana. Staðan var 93:93 eftrir venjulegan leiktíma, en í framlenginu skoraði gamla brýnið, hinn 34 ára Antoino Carr öll sex stig Utah. Petrik Ewing fór á kostum með New York sem lagði nágrannaliðið New Jersey 107:90. Hann skoraði 32 stig og tók fimmtán fráköst, þrátt fyrir að hann var hvíldur í fjórða leikhluta ásamt nokkrum öðrum leikmönnum byijunarliðs New York, sem mætir Orlando í vikunni. Meistarar Houston máttu þola tap í Minnesota 94:75 og skoraði Hakeem Olajuwon 22 stig fyrir gestina. Nick Van Exel, bakvörður og leikstjórnandi, skoraði 24 stig fyrir Los Angeles Lakers sem vann ná- grannaslaginn gegn Los Angeles Clippers 96:88. Joe Dumars skoraði 35 stig fyrir Detroit, sem vann, 116:110, í Phijadelphia. Óvænt úrslit voru þegar Golden State vann Denver, en það var fyrstu leikur Denvers síðan að Dan Issel sagði starfi sínu lausu sem þjálfari um helgina; sagðist vera orðinn þreyttur að standa í þjálfun og á þeirri pressu sem henni fylgdi. Latrell Sprewell, bakvörður og besti leikmaður Golden State, meiddist á ökkla og verður frá í nokkurn tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.