Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 BLAÐ Fyrirtæki 3 Swan Net á ír- landi heimsótt Aflabrögd 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Vidtal 5 Kevin McHugh skipstjóri á Ver onicu Markadsmál 0 Stjórn fiskveiða í Ástralíu tekin miklu fastari tök- um ÝSAN SKOÐUÐ Morgunblaðið/HG HUN er sjaldan stór ýsan, sem þeir draga úr sjó írar og Skotar. Eirík- ur Sigurðsson, skipstjóri á „smugutogaranum“ Hágangi komst að því í síðustu viku, þegar hann var á ferð í írska sjávarplássinu Killybegs. Hann var þar að kynna sér netagerðina Swan Net, en leit auðvitað við á fiskmarkaðnum á staðnum. Að baki hans má grilla í Sigurbjörn Guðmundsson frá Grindavík. Síldarvinnslan hf. tekur afurðalánin í Islandsbanka STJÓRN Síldarvinnslunnar Ákvörðun um breytingu «rfe“rSrííifaa4SfPti var tekin í kjölfar útboðs g" f1sSí„tnumÆ ákvörðun er tekin í kjölfar útboðs á afurðalánum. Síldarvinnslunni bárust tilboð í þessi lánaviðskipti frá 5 aðilum, meðal annars eitt erlent fyrir milligöngu inn- lends aðila. Síldarvinnslan hefur frá upphafi tekið afurðalán hjá Landsbanka íslands, en árleg afurðalán fyrirtækisins nema 200 til 250 milljónum króna. Onnur bankaviðskipti fyrirtækisins verða áfram við Landsbankann. Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, segir að af- urðalánavextir séu snar þáttur í út- gjöldum fyrirtækisins og því eðlilegt að leitað sé tilboða í hagstæðustu kjör- in. Miklvægt sé að lækka vextina og það hefði tekizt með þessu útboði. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hver kjörin séu, segir það einkamál fynrtækisins og bankans. íslandsbanki er ekki með útibú í Neskaupstað, en Landsbankinn hefur verið þar með útibú um áraraðir. Hins vegar var öll afgreiðsla afurðalána Landsbankans á Austfjörðum flutt á Eskifjörð á síðasta ári, að undanskild- um Hornafirði, sem sækir þessa þjón- ustu nú til Selfoss. Finnbogi segir að það skipti litlu máli, þó íslandsbanki sé ekki með útibú á staðnum. Það breyti engu hvort skjöl vegna afurða- lána séu send með símbréfi til Eski- fjarðar eða Reykjavíkur. Samkvæmt lauslegri áætlun nema afurðalán sjávarútvegsins í heild allt að 10 milljörðum króna að jafnaði. Er þá miðað við heildarútflutningsverð- mæti sjávarafurða um 86 milljarða króna og að fyrirtækin séu að jafnaði með um tveggja mánaða framleiðslu í birgðum. Vextir eru mjög misháir eftir því um hvaða erlenda mynt er að ræða, en þeir eru á bilinu 6 til 9%. Vextir af afurðalánum alls allt að 900 milljónum króna Utflutningsverðmæti tveggja mánaða birgða gæti að meðaltali verið um 14 milljarðar króna og heimilt er að taka lán sem svarar til 70% að verðmæti birgða. Því gætu lánin að jafnaði num- ið allt að 10 milljörðum og vextir af þeim 600 til 900 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Versins eru fleiri fyrirtæki að íhuga útboð á þess- um lánaviðskiptum, sem Landbankinn hefur að mestu annazt til þessa. Nú er einnig heimilt að leita út fyrir land- steinana eftir lánaviðskiptum af þessu tagi. Fréttir Markaðir SÍF hf. eykur saltfisköluna • SÖLUSAMBAND ís- lenskra fiskframleiðenda hf. flutti út 29.230 þúsund tonn af saltfisk- og skreiðaraf- urðum árið 1994 sem er 10% meira magn en árið áður. Utflutningsverðmætið nam 7,3 milljörðum króna en var 6,5 milljarðar árið 1993. Verðmætisaukningin nam því 12,3%. /2 írskt risaskip á makrílveiðar • STÆRSTA fiskiskip íra, Veronica, er nú að hefja sína fyrstu veiðiferð. Veronica er 106 metra löng og 18 metra beir. Frystigeta er um 200 tonn á sólarhring. Skip- ið er byggt í Noregi og kost- ar um 2,5 milijarða króna. Kevin McHugh, skipstjóri og eigandi Veronicu, segist þurfa að fiska að minnsta kosti 25.000 tonn á ári að verðmæti um milljarður króna. Hann segir í samtali við Verið, að til greina komi að stunda veiðar í „Síldar- smugunni“ eða fara á karfa á Reykjaneshrygg. Framtíð- in leiði í ljós hvort hefðbund- in makrílmið dugi./5 Stöðva ólöglegar veiðar Spánverja • „ÞAÐ væri of djúpt tekið í árinni að segja að ég sé ánægður með samkomulag- ið um Irska hólfið. Við náð- um þó viðunandi niðurstöðu við erfiðar aðstæður og ég ætla mér að stöðva allar ólöglegar veiðar Spánveija með þeim meðulum, sem samkomulagið heimilar okkur. Við höfum aukið eft- irlit og þyngt viðurlög við fiskveiðibrotum og ég tel að það dugi,“ segir Hugh Co- veney, sjávarútvegsráð- herra írlands í samtalið við Verið./8 Hjónavígsla umborðítogara • FÓLKI, sem langar til að gera hjónavígsluna eftir- minnilegri og öðruvísi en venja er til, býðst nú að láta gefa sig saman um borð í enskum togara og í fullum herklæðum ef svo má segja, í stakki og stígvélum og með sjóhatt á höfði. Hjónavígsl- urnar fara fram um borð í togaranum Ross Tiger en hann er fljótandi safn og hluti af Sjóminjasafninu í Grimsby./8 Fiskilýsið fer til Norges og Hollands • TVÖlöndskerasigúr hvað varðar kaup áfiskilýsi (búklýsi) héðan frá íslandi. Það eru Noregur og Hol- land, sem samtals eru með þrjá fjórðu hluta alls út- flutnings á síðasta ári. Til Noregs fóru tæplega 28.000 tonn og rúmlega 23.000 til Hollands. Nánast engin loðnu veiði og vinnsla var í Noregi í fyrra og hefur þörf þeirra fyrir lýsi þess vegna aukizt. Önnur ástæða auk- innar þarfar er mikill vöxtur í fiskeldi. í Hollandi fer lýs- ið mikið í smjörlíkisgerð og fleira þvíumlíkt. Af öðrum löndum má nefna Frakk- land, Bretland, Danmörku og Spán. Útflutningur á lýsi frá Íslandi1994 Til- Magn í tonnum - Hlutf. Noregs Hollands Frakklands Bretlands Oanmerkur Spánar Kanada Annarra ríkja 27.690-34,8%| 23.444 - 29,4%| I 8.792-11,0% | 6.762 - 8,5% □], 3.747- 4,7% □] 3.622 - 4,6% ]] 2.680- 3,4% □ 2.862-3,6% fej tonn Mest flutt utan í marz Útflutningur á lýsi frá Íslandi1994 • ÚTFLUTNINGUR á lýs- inu er eðlilega misjafn eftir mánuðum í samræmi við veiðina. Mest fór utan í marz, enda mest veitt í febr- úar og marz í fyrra. Þá fóru tæplega 14.000 tonn eða nærri fimmtungur allrar framleiðslunnar utan. Einn- ig fór mikið út í desember, þrátt fyrir að veiðin væri lítil í haust, en þokkalega veiddist seinnipart sum- ars./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.