Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fréttir vikunnar Hlutabréf í ÚÁ eftirsótt ¦ MIKIL eftirspurn er eftir hlutabréfum Akureyrarbæj- ar í Útgerðarfélagi Ak- ureyringa. Kaupfélag Ey- firðinga á AkureyrL Sam- herji, Scandía ogfleirí aðilar hafa óskað eftir kaupurn á hlutabréfunum. Einnig hefur starfsmannafélagið óskað þess að starfsfc-lkíð fái að kaupa eitlh vað af bréfum. Varar okkur við ¦ BRIAN Tobin, sjávarút- vegsráðherra Kanada var hér i opinberri heimsókn í siðustu viku. Tobin hétt er- indi á ráðstefnu am viðreisn þorskstofnsins. Þar 1 ýsti hann því hvernig fiskistofn- arnir við Kanada hmndu og varaði íslendinga við. Sagði þá geta niikið lært af mistök- um stjóravalda í Kanada, sem hann sagði hafa gripið of seint i taumana, Umdeilt samkomulag ¦ KANADA og Noregur uiidiiTÍtuðu samkomulag um yfirráð Norðmanna yfir Svalbarðas væðinu áður en ráðherrau kom hingað tíl lands. Þessi samningur vaktí mikla óánægju og reiði me ð- al ísienzkra ráðamanna og neitaði utanríksiraðherra Jón Baldvin Hannibalsson að hitta kanadíska ráðherrann vegna þessa. Ðavíð Oddsson, forsætisráðherra, ákvað að hætta við að hlýða á erindi Tobins á ráðstefnunni af somu sök u m. Verðmætin aiikiii með pokkun ¦ SAMHERJl hf., Strýta hf., og Söltunarí'élag Dalvíkur h f. hafa gert samning við grænlenzka sjávaraf urða- sblufyrirtækið Royal Green- land um samstarf á svíði markaðsmála og vöruþróun- ar. Samkvæmt því verðu rækju hjá Strýtu og Söltun- arfélaginu pakkað í neyt- endaumbúðir og mun Royal Greenland sjá um söl una. Gert er ráð fyrir því að við þetta fjftlgi störf um við- rækjuvinnsluna verulega, en pökkunarstöð verður sett upp hjá St rýtu. Þá er áætlað að útfJutníngsverðmæti rækjunnar geti aukizt veru- lega með þessura hættí. shipmate:^ RS 5900 GPS/PLOTTER Str«iight ahéad... • 6 tpmmu skjár • Svart/hvítur skjár • C/Map sjókort • Þrívíddarmynd • Vero kr. 115.000 én/vsk. ^j^ Fri&rik A. Jónsson hf. Fiskislóð 90, sími 552-2111. HROGNASOLTUN 1 EYJUM wtí- ÆmBSM Er^ B ** ^e ii W^A B % f wBíhB H ^SVHRBn v- jr ' ^^i^B IjJ^B"^^, -^X - --ý«r ' ^ W^" ¦IISI ¦¦¦¦¦1 ™-,———¦¦-¦.¦¦¦.¦¦.¦¦...¦—.---------------------------_-------------------------------------,----------------------------------------------------------,---------------------------------------------~—--------------------------------------—¦¦—---------------...........~—„______,_________________¦..—.¦¦— Morgunblaðið/Sigurgetf MARÍN Eiðsdóttir og Ásmundur Friðríksson hjá Aðgerðarþjónustuuni í Vcstmannaeyjum voru í essinu sínu við söltun ufsaiirogna þegar Sigurgeír ljósmyndara bar að garði enda hefur verið gÓð hrognafylling í ufsanum siðasla kastið. Hrognin eru úr afla Sigurbáru VE sem hefur landað um 115 tonnum ai' ufsa á þessu ári, eins og fram kemur í spjalti við Óskar Kristiiisson skipstjóra á bls. 4 í ¥erina. SIF jók söluna um 10% SÖLUSAMBAND íslenskra fiskframleiðenda hf. flutti út 29.230 þúsund tonn af saltfisk- og skreiðarafurð- um árið 1994 sem er 10% meira magn en árið áður. Útflutningsverðmætið nam 7,3 milljörðum króna en var 6,5 milljarðar árið 1993. Verðmætisaukningin nam því 12,3%. Útflutningsverðmæti nam 7,3 milljörðum SÍF flutti út til nítján landa á nýliðnu ári. Frakkar voru stærstu kaupendurnir en þeir festu kaup á 7.160 tonnum að verðmæti 1.776 milijónir króna. 5.415 tonn að verð- mæti 700 milljónir króna fóru til Kanada og 5.210 tonn að yerðmæti 1.720 milljónir til Spánar. ítalir eru næstir á blaði með 3.695 tonn keypt og nam verðmætið 1.310 milljónum króna. Fimmta stærsta viðskiptaland SIF á síðasta ári var síðan Portúgal sem keypti 3.095 tonn að verðmæti 746 milljónir króna. SÍF á lelð í Hafnarfjörð Ákveðið hefur verið að SÍF flytji höfuðstöðvar sínar til Hafnarfjarðar og eru kaup á 880 fermetra hús- næði í nýja miðbænum í farvatninu. SÍF hefur verið til húsa í Aðalstræti 6 í Reykjavík en þau húsakynni, sem eru um 720 fermetrar að stærð, rúma ekki lengur starfsemi þess sem skyldi. Gunnar Örn Kristjánsson framkvæmdastjóri segir að málið standi þannig að sér og stjórnar- formanni SÍF hafi verið falið að leita eftir samningum um kaup á um- ræddu húsnæði í Hafnarfirði en að gefnu því skilyrði að unnt verði að selja í Aðalstræti 6. „Takist okkur að selja er nokkuð víst að við flytjum í Hafnarfjörðinn." Um 57 þúsund tonn seld hjá Islandsmarkaði 1994 VERÐMÆTI aflans sem seldur var á fiskmörk- uðum tengdum íslandsmarkaði hf. nam á síð- asta'ári ríflega 4.516 milljónum króna. Selt magn var 57.065 tonn sem þýðir að 79,13 krónur hafi að meðaltali fengist fyrir hvert kg. Mest var salan á Fiskmarkaði Breiðafjarðar eða 17.285 tonn að verð- mæti 1.548 milljónir króna. Fiskmarkaðurinn Hafnarfirði kom næstur með 15.242 tonn seld, að verðmæti 1.133 milljónir króna. Mest selt í Breiðafirði þriðja sæti náði Fiskmarkaðurinn í Þorlákshöfn en þar nam verðmæti sölu á 8.196 tonnum 634 milljónum króna. 7.112 tonnum að verðmæti 511 milljónir króna var komið í verð á Fiskmarkaðf Vestmannaeyja og 6.166 tonnum að verðmæti 466 milljónir króna á Faxamarkaði. Þá voru 3.074 tonn að verðmæti 233 milljónir króna seld á Skagamark- aði. 24 þúsund tonn af þorski Langmest var selt af þorski á mörkuðum tengdum íslandsmark- aði á nýliðnu ári; rúm 24 þúsund tonn að verðmæti 2.311 milljónir krónur. Ýsa var einnig mikil ryrir- ferðar en rúm 8 þúsund tonnum af henni að verðmæti 835 milljónir var komið út. Rúm 7.600 tonn seld- ust af ufsa og nam verðmætið 324 milljónum króna. Þá voru seld rúm 2.300 tonn af karfa að verðmæti ríflega 113 milljónir króna, um það bil sama magn af Ioðnu að verð- mæti 57 milljónir og liðlega 2.200 tonn af steinbít og nam verðmætið 132 milljónum króna. Hæst meðalverð fékkst fyrir harðfisk - 1.648,40 krónur á kg. en lægst fyrir þorskhausa - 4 krón- ur á kg. 95,68 krónur fengust að meðaltali fyrirkg. af þorski, 102,94 fyrir sama magn af ýsu, 48,03 fyr- ir karfa, 102,94 fyrir ufsa og 24,66 fyrir loðnu. „Selurinn étur ekki hjá McDonald's" NÚ HEFUR tekizt samvinna milli fyrirtækis í Kanada og annars í Sjanghæ í Kína um nýtingu á sel. Á síðasta ári voru tekin um 40.000 dýr til tilraunavinnslu fyrir markaði í Kína og á þessu ári verða teknir um 70.000 selir. „Getum við byggt upp arðbæran markað með þessum hætti munum við gera svo. Mótstað- an gegn selveiðum fer minnkandi í Kanada og síðasta herferð friðar- sinna mistókst algjörlega. Förum við varlega og gætum þess að gefa ekki tilteknum hópum tækifæri, hópum sem leggja meiri áherzlu á hagnað en skynsemi, ættum við að fá frið til skynsamlegrar nýtingar á sel," sagði Brian Tobin, sjávarút- vegsráðherra Kanada, meðal ann- ars á ráðstefnunni um viðreisn þorskstofnins „Kanada er ekki meðlimur í Al- þjóðahvalveiðiráðinu og hefur því lítið að segja um hvað þar gerist," sagði Tobin. „Frumbyggjum Kanada er leyfilegt að veiða nokkra hvali á ári. Þar fyrir utan eru eng- ar hvalveiðar í ábataskyni stundað- ar við Kanada og við hyggjumst ekki hefja slíkar Veiðar. Við fylgj- umst hins vegar með miklum áhuga hver framvindan verður í Noregi og hverjar niðurstöður hvalarann- •sókna og talninga verða. Selveiðar í Kanada hafa legið niðri í langan tíma, en við eigum við umtalsverðan vanda að etja, þar sem sel hefur fjölgað mikið. Akveð- in hefur verið ráðstefna í byrjun marz um það, hvernig leysa megi þennan vanda og hefja á ný ábata- sama nýtingu selsins. Sel í St. Lawrenceflóa hefur fjölgað um 13% á ári undanfarin ár. Þessir selir taka 40.000 tonn af þorski á ári í flóanum á sama tíma og við höfum bannað veiðar. 8 mllljónlr útsels Útselurinn er enn stærra vanda- mál, en nú er talið að sá stofn sé allt að 8 milljónir dýra og hann stækkar hratt. Rannsóknir á stærð stofnins og áhrifum hans á umhverf- ið, meðal annnars fiskistofnana stendur enn yfir, en það er ljóst að þessi selur étur ekki hjá McDonalds. Við spyrjum okkur því hvernig við getum byggt upp atvinnu byggða á nýtingu selastofnanna, atvinnu sem geti staðið. undir sér og veitt fólki atvinnu um leið og stofnunum er haldið í skynsamlegu jafnvægi," sagði Brian Tobin. Fiskaði fyrir 470 milljónir Skagaströnd - FRYSTITOGARINN Arnar HU aflaði alls 3.800 tonna á síðasta ári að verðmæti 470 milljónir króna. Örvar HU var með 3.170 tonn að verðmæti 360 milljónir. Báðir tog- ararnir eru í eigu Skagstrendings, en kvóti dróst verulega saman milli ára. Arnar var í slipp í heilan mánuð í fyrra auk þess sem verkfall í upphafí árs tafði sókn togaranna. Minna selt en verðið hærra Tæplega 41.000 tonn af fiski voru seld á fiskmörk- uðum sem tengdir eru tölvukerfi Reiknistofu fisk- markaða hf. árið 1994. Það er 5% minna magn en árið áður. Verðmæti aflans jókst hins vegar um 324 milljónir króna eða 11,1% og var á nýl- iðnu ári 3.243 milljónir króna. Aukninguna má rekja til þess að meðalverð hækkaði á síðasta ári úr 70,91 krónu á kg í 79,18 krónur á kg. Langsöluhæsti markaðurinn innan vébanda RSF í fyrra var Fiskmarkaður Suðurnesja en þar voru seld 26.464 tonn að verðmæti 1.999 milljón- ir króna. Á Fiskmarkaði Snæfellsness var 5.875 tonnum komið í verð og nam verðmætið 520 millj- ónum króna og 3.656 tonnum að verðmæti 324 milljónir króna var komið út á Fiskmarkaði Isa- fjarðar. Þá voru 3.288 tonn seld á Fiskmarkaði HornaQarðar og nam verðmætið 253 milljónum króna auk þess sem Fiskmarkaður Dalvíkur var vettvangur sölu á 796 tonnum til viðbótar að verðmæti 74 milljónir króna. Nokkuð minni sala var annarsstaðar; 335 tonn að verðmæti 28 millj- ónir á Fiskmarkaði Vopnafjarðar, 277 tonn að verðmæti 22 milljónir á Fiskmarkaði Hólmavíkur, 166 tonn að verðmæti 14 milljónir á Fiskmarkaði Tálknafjarðar og 100 tonn að verðmæti 9 milljón- ir á Fiskmarkaði Faxalóns. Suðurnesjamenn söluhæstir Mest magnaukning varð á Snæfellsnesi eða 19,8% sem skilaði sér í 36,3% verðmætisaukn- ingu og á Hornafirði þar sem magnið jókst um 18% og verðmætið um tæp 19%. Fiskmarkaðir Dalvíkur, Hólmavíkur og Vopnafjarðar komu nýir inn í RSF-kerfið á síðasta ári. Sá á Dalvík tók við af Fiskmiðlun Norðurlands en hinir voru stofnaðir. Af þeim 40.957 tonnum sem seld voru á fisk- mörkuðum tengdum RSF voru 64% seld frá Suðurnesjum, 14% frá Vesturlandi og 9% frá Vestfjörðum. Suðurnesingar voru jafnframt sólgnastir í fiskinn því þeir festu kaup á 50% af framboðinu á RSF. Reykvíkingar keyptu 25% en þeir seldu nær engan fisk og Vestfirðingar festu kaup á 8%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.