Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKI MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 C 3 „Bezta trollið er ávaUt það ódýrasta“ NETAGERÐIN Swan Net í Kylli- begs á írlandi, er þekktasta neta- gerð þar í landi og reyndar mjög víða um heim. Swan Net einbeitir sér að gerð trolla af ýmsu tagi, eink- um þó flottrolla og eru flestir írskir bátar með veiðarfæri frá þeim. Fyrirtækið hefur selt mikið af troll- um til útgerða á írlandi, Skotlandi, Hjaltlandi, til Bandaríkjanna, Suð- ur-Ameríku og Saudi Arabíu svo dæmi séu nefnd. Þá hefur Swan Net náð fótfestu hér á landi. Nú eru tvö skip að veiðum síldartroll frá fyrirtækinu og fimm flottroll fyrir karfa eru þegar seld. Tvö þeirra hafa verið afhent og búizt er við enn frekari sölu hingað fyrir úthafskarfavertíðina, sem hefst í vor. Verið heimsótti Swan Net í síð- ustu viku og kynnti sér starfsem- ina. Swan Net hefur starfað í 21 ár í bænum Killybegs á írlandi af Al- bert Swan, þekktum skipstjóra, sem nú er stjórnarformaður, en Seamus Hauden er framkvæmdastjóri. í upphafi voru netagerðarmenn þjálf- aðir á verkstæðum í Danmörku og Svíþjóð. Fyrst var byijað á fram- leiðslu botntrolla, en síðan hefur áherzlan í æ ríkari mæli verið lögð á flottroll. Netastykki og annað efni til að setja upp trollin er að mestu keypt frá Danmörku. Hvert troll, sem framleitt er, er sniðið að þörfum kaupandans. Troll fyrlr 30 og 9.000 hestafla vélar Þannig eru framleidd troll fyrir allra stærstu skipin, eins og Ver- onicu, sem er með 8.000 hestafla aðalvél og þá allra smæstu, niður í báta með 30 hestafla vélar. Það troll er notað í sérstökum tilgangi. Eigandi þess er kvæntur konu, sem rekur hótel fyrir stangveiðimenn og hann notar trollið til að fiska beitu, sandsíli og slíka fiska. Hann hefur náð mjög góðum árangri og það er aldrei beituskortur á hótel- inu. Auk þess fiskar hann flatfisk, makríl og ufsa í trollið. Trollin sniðin að þörfum hvers og eins „Það þýðir ekkert að láta skip eða báta fá trqll sem henta þeim ekki. Við förum að óskum kaupend- anna og setjum upp trollin í náinni samvinnu við þá. Við bjóðum beztu netin, tryggjum að gæðin séu í lagi og að trollin standist þær kröfur, sem til þeirra eru gerðar. Tveir þekktir skipstjórar hér á írlandi eru IMetagerð Netagerðin Swan Net á írlandi er þekkt víða um heim. Hún er einráð á heimaslóðunum og hefur selt troll til Norður- og Suður-Ameríku og Saudi Arabíu svo dæmi séu nefnd. Nú er hún að nema land á íslandi. Hjörtur Gíslason heimsótti neta- gerðina og ræddi við stjórnendur hennar, þá Albert Swan og Seamus Hayden Seamus Hayden í samvinnu við okkur og þeir fara um borð til þeirra, sem eru að taka trollin til að fara yfir meðferð þeirra með skipshöfninni. Við fylgjum trollunum frá okkur eftir, þar til allir eru ánægðir. Við bjóðum það besta sem við þekkjum, en fyrir vikið erum við ekki endilega ódý- rastir, enda höldum við því ekki fram. Aðal atfiðið er að menn nái árangri með trollin,“ segja þeir Al- bert Swan og Seamus Hayden. Þrjú troll á vlku „Við höfum selt um 1.500 troll alls frá byijun og við setjum nú upp að meðaltali þijú troll á viku, eða 150 á ári. Á þessu ári stefnir í enn meiri framleiðslu. En á þessu tíma hefa trollin stækkað gífurlega og því er vinnan hlutfallslega meiri nú af þeim sökum. Við höfum náð góðum árangri í sölu stórra trolla til verksmiðjutogara í Bandaríkjun- um og stórra skipa á írlandi, Skot- landi og Hjaltlandi og því fara troll- in frá okkur stækkandi. Við höfum náð fótfestu á íslandi gegn um tengsl okkar við netagerð- ina Ingólf í Vestmannaeyjum og Albert Swan veiðarfæraverzlunina Ellingsen í Reykjavík. Samvinnan við þau hef- ur gengið mjög vel. Þar eru af- bragðsmenn við stjörnvölinn og við hlökkum til áframhaldi samstarfs við þessi fyrirtæki. Við erum sér- staklega ánægðir með að hafa kom- izt inn á íslenzka markaðinn. Við héldum að það væri vonlaust. Fyrir okkur hefur ísland verið í farar- broddi fiskveiðiþjóða og því er það heiður fyrir okkur að komast þar að. Því er það eins og við séum að kenna meisturunum og það er mik- ill heiður. Flmm karfatroll seld tll íslands Við seldum 3 troll til Islands árið 1993, en það voru flottroll fyrir síld og loðnu. Fyrsta flottrollið fyrir karfa fór til íslands síðari hluta síð- asta árs. Við erum að afhenda. fyrsta karfatollið á þessu ári fyrir Breka VE og eigum eftir að af- henda þijú til viðbótar. Við eigum síðan von á staðfestum pöntunum á 6 trollum til viðbótar við það. Þá verður fullbúið troll sent upp til íslands fyrir karfavertíðina { vor, þannig að það verður til reiðu strax, TROLLIÐ skoðað. Sigurbjörn Guðmundsson, Leifur Þormóðsson, Morgunblaðið/HG Haukur Þorvaldsson, og Birkir Agnarsson. , Morgunblaðið/HG ÁIRLANDI er það algengast að konur sjái um að stykkja trollin saman. vilji einhver kaupa. Það verður stefnan að hafa alltaf fullbúið troll á lager þar, en það er vissara fyrir þá, sem ætla á karfann í vor að panta sem fyrst, því eftirspurnin er mikil. 1.200 tonn í hali 6 slnnum í röð Alls vinna manns 46 við neta- gerðina og veltan um 400 milljónir króna. „Við værum ekki að selja öll þessi troll, nema þau væru góð. Sjómenn vita hvort trollin eru í lagi og þeir vilja alltaf það bezta, sem fáanlegt er. Sem dæmi um það, hvað gera má með makríltrollunum frá okkur, má nefna, að í 6 hol í röð tóku tvílembingar hér frá Killy- begs undir stjórn Martin Howley og John Bach 1.200 tonn, éða rúm 7.000 tonn alls. Það er ekki alltaf hagkvæmast að taka það ódýrasta. Bezta trollið er alltaf það ódýrasta, þegar upp er staðið. Sparnaður I veiðarfærum borgar sig sjaldnast,“ segja þeir Swan og Hayden. Höfum gert 28 útgerðum tílboð ■„SAMSTARFIÐ við Swan Net hefur gengið mjög vel og við erum búnir að ná fótfestu á markaðnum hér. Það hefur skipt miklu að trollið frá þeim, sem við köllum Heklu, hefur komið mjög vel út hjá Mar- gréti EA. Ahugi manna er þvi að aukast og alls hafa verið seld 5 troll hér heima. Þá höf- um við gert ýmsum útgerðum 28 tilboð og eru nokkuð bjart- sýnir á framhaldi,“ segir Birk- ir Agnarsson, framkvæmda- stjóri Netagerðarinnar Ing- óUFs, í samtali við Verið. Birkir segir að áhuginn sé mikill og nú muni þeir hætta að gera útgerðunum tilboð og sjá frekar hvað setur. „Við verðum ánægðir með að ná að selja 6 til 7 troll fram að vertíð. Betra flottroll er ekki til í dag, þeir eru fremstir í heiminum á þessu sviði. Það sést meðal annars á þvi hve mikia markaðshlutdeild þeir hafa í makrflnum og víðar og hve víða um heiminn trollin frá þeim fara. Það sýnir áliugann, sem ír- arnir hafa á sölunni hingað, að John Peter Duncan, skip- stjóri á Altaire, hinu nýja flaggskipi Hjaltlendinga, er tilbúinn til að koma hingað til lands til að kenna mönnum að fara með trollið. Hann er með þrjú troll frá Swan Net og hefur aldrei notað annað. Við erum mjög ánægðir með þessa heimsókn til Swan Net. Skipstjóramir og netagerða- mennirnii* voru ánægðir með það, sem þeir sáu, enda eru þetta góð troll og frágangur- inn hvergi vandaðri. Við erum vissir um að þessi heimsókn á eftir að skila árangri," segir Birkir Agnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.