Morgunblaðið - 18.01.1995, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 18.01.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 C 5 VERONIKA við bryggju í Kyllibegs á írlandi Stærsta fiskiskip íra tílbúið tíl makrílveiða STÆRSTA fiskiskip Ira, Veronica, er nú að hefja sína fyrstu veiðiferð. Veronica er 106 metra löng og 18 metra beir. Frystigeta er um 200 tonn á sólarhring. Skipið er byggt í Noregi og kostar um 2,5 milljarða króna. Kevin McHugh, skipstjóri og eigandi Veronicu, segist þurfa að fiska að minnsta kosti 25.000 tonn á ári að verðmæti um milljarður króna. Hann segir í samtali við Verið, að til greina komi að stunda veiðar í „Síldarsmugunni" eða fara á karfa á Reykjaneshrygg. Framtíðin leiði í ljós hvort hefðbundin makrílmið dugi. Skipið byggt í Noregi fyrir 2,5 milljarða króna Ákvörðun um byggingu skipsins var tekin árið 1992, en þá brann skip með sama nafni í eigu McHugh í skipasmíðastöð í Belfast. Það var þá flaggskip írska flotans og hafði kostað um 1,2 milljarða er það var bygtt í Noregi á áratugnum áður. 10O manns í fullri vinnu McHugh gerir út frá smábænum Kyllibegs, sem er þó ein stærsta fiskihöfn íra. Útgerðin er bænum gífurlega mikilvæg því Veronica mun skapa að minnsta kosti 100 manns beina vinnu, 44 verða í áhöfn og 55 í landi. Auk þess er óbein vinna mikil í bænum, viðhald, veið- arfæri, kostur og svo framvegis. Veronica er stærsta og glæsilegast skip írska flotans, meir en tvöfalt stærri en stærstu og nýjustu ís- lenzku togararn- ir. Skipið er smíð- að í Noregi, hjá Hellesoy Shipy- ard. Skipið er 106 metrar að lengd og tæpir 18 metr- ar á breidd. Hún mun stunda veið- ar á makríl, síld, hrossamakríl, kolmunna og slíkum fiskiteg- undum, bæði inn- an lögsögu ESB og á alþjóðlegum hafssvæðum. Fiskurinn verður heilfrystur í blokk um borð og seldur þannig á mark- aði í Evrópu, Japan og Afríku. Jafn- framt kemur til greina að landa aflanum til frekari vinnslu hjá frystihúsum í landi. Aðalvélin um 8.000 hestöfl Skipið kostar um 2,5 milljarða króna og var að öllu fjármagnað með láni frá norska Útlfutningsl- ánasjóðnum, en með ábyrgð frá írlandsbanka. Kaupverðið var greitt niður um 11,5% af norskum stjórnvöldum. Aðalvél er frá Werts- ila, 7.956 hestöfl og ljósvél frá sama fyrirtæki er 3.305 hestöfl. Áætluð ollíueyðsla er um 20 tonn á dag, en skipið tekur 1.500 tonn af olíu í geyma. Skipið notar troll ÚR vinnslusalnum. Öll frystitæki eru lóðrétt og ráða við 200 tonn á sólarhring frá netagerðinni Swan Net, sem starfar í Kyllibegs. Gert er ráð fyrir að hver túr taki tvær til þtjár vikur. Mest af búnaði til vinnslu um borð og og siglingar- og fiskileitartæki eru norsk, japönsk og hollensk, en at- hygli vakti við skoðun á skipinu að þar voru að minnsta kosti þrjár vogir frá Póls í vinnslusalnum. 200 tonna frystlgeta á sólarhring Verksmiðjan um borð ræður við frystingu á 200 tonnum á sólar- hring, en allur fiskur er heilfrystur í plasti og pappakössum, en frysti- lest tekur um 3.000 tonn. Fiskinum er dælt úr trollinu um borð í sjókælitanka, sem geta hald- ið fískinum ferskum í tvo sólar- hringa fyrir vinnslu. Dælur eru síð- an notaðar til að flytja fiskinn úr kælitönkunum inn í verksmiðjuna, þar sem hann er flokkaður í fjórar stærðir fyrir frystingu. Öll frysti- tæki eru lóðrétt og er fiskurinn fluttur á færiböndum til frystingar og sömuleiðis úr tækjunum til pökkunar og í frystilestirnar. íbúðir eru fyrir 44, 15 tveggja manna klefar og 14 eins manns. Allir klefar eru með salerni, sturtu, sjónvarpi og útvarpi. Unnið verður á þremur 6 tíma vöktum við vinnsluna. Verka- skipting er þann- ig, að 30 verða við vinnsluna, 6 verða á dekki og vélstjórarar 5, en tveir í brú. Skip- stjóri og eigandi er Kevin McHugh. Morgunblaðið/HG RÆKJUBA TAR Nafn StaarA Afli Flskur SJéf Löndunarst. ÁfíNI ÓLA ÍS 81 17 3 0 3 Bolungarvik BRYNDÍS ÍS 69 14 3 0 4 Bolungarvík HÚNIIS 68 14 5 0 3 Bolungarvik NEISTIIS218 15 4 0 4 Bolungarvík PÁLL HELGIÍS 142 29 4 0 4 Bolungarvik SÆBJÖfíN ÍS 121 12 1 1 4 Bolungarvík SÆDlSlS 67 15 4 0 3 Ðolungarviic SÍGURGEIR SIGUfíDSSON ÍS 533 21 4 0 4 Bolungarvik ÓSKAR HALLDÓfíSSON RE 1B7 242 19 0 1 ísafjördur ÖRN IS 18 20 4 0 2 ísafjöröur BÁRA ÍS 66 25 5 0 3 Isafjörður DAGNÝ ÍS 34 11 4 0 4 ísafjörður . FINNBJÖRNIS 37 11 2 0 4 Isafjöröur FRAMNES IS 708 407 33 0 1 ísafjörður GISSUR HVlTI ÍS 114 18 6 0 3 Isöfjörður GUÐMUNDÚR PETUÍÍS ÍS 45 231 18 0 2 isafjörður 1 GUNNAR SIGURDSSON Is 13 11 3 0 2 Isafjörður HÁLLDÓR SIGURÐSSON ÍS 14 27 6 0 2 ísafjöröur SÆFELL GK 820 162 7 0 1 Isafjörður STYRMIR KE 7 190 9 1 2 ísafjöröur VERIS 120 11 4 0 3 Isafjörður ÁSBJÖRGST9 50 7 0 2 Hólmavík ÁSDÍS ST 37 30 8 0 2 Hólmavik HAFSÚLA ST 11 30 2 0 1 Hólmavík HILMIR ST 1 28 2 0 1 Hólmavik SÆBJÖRG ST 7 76 6 0 2 Hólmavík SIGURBJÖRG STBS 25 7 0 2 Hólmavik BÁRA BJÖRG HU 27 30 7 0 3 Hvammstangi HÚNIHU 62 29 3 0 1 Hvammstangi JÖFUR ÍS 172 254 17 0 1 Hvammstangi RÆKJUBA TAR N»fn itwrð Afll | Flskur fíéf | Löndunarst. PÓRIRSK 16 12 5 0 2 Sauðórkrókur JÖKULL SK 33 68 11 0 3 Sauðárkrókur SANDVÍK SK 188 15 4 I 0 2 Sauðárkrókur BERGHILDUR SK 137 29 6 0 ' 2 Hofsós í HÉLGA RF 49 199 24 ! o 1 Sigluflörður SIGLUVlK Sl 2 450 31 0 1 Siglufjörður STÁLVlK St 1 364 40 1 1 Siglufjörður GUDMUNDUR ÖLAFUR ÓF 91 294 28 ö 1 ólafsfjörður STOKKSNES EA 410 451 33 1 1 Dalvik ARON ÞH 105 76 7 0 1 Húsavík ÖXARNÚPUR ÞH 162 17 2 0 1 Kópasker ÞINGEYÞH 51 12 2 0 1 Kópasker ÞORSTEINNGK 15 , 51 2 0 1 Kópasker KRISTEY ÞH 25 50 7 0 2 Kópasker HUMARBA TAR Nafn btarö I Afll I Flskurl 8|óf| Löndunarmt. ERUNGUR SF 65 | 101 | 1 | I | 2 | Hornafjörður SILDARBATAR Nafn Staarö Afll Sjéf. Lfindunarst. GUOMUNDUR VE 29 486 36 1 Neskaupstaður SIGHVATUR BJARNAS. VE 81 370 72 1 Neskaupstaöur HÚNARÖST RE SSO 334 249 1 Homafjörður Af Islandsmiðum á stærsta skip Ira „Eg var á sjónum við ísland upp úr 1960. Fyrst á bát frá Akureyri og síðan Stjömunni RE, sem Einar Kristinsson í Sjöstjörnunni gerði út. Það var miklvæg reynsla að stunda sjóinn við strendur íslands og ég ráðlegg ungum sjómönnum að reyna fyrir sér þar, ætli þeir að öðlast góða reynslu sem skipstjórnarmenn,“ segir Kevin McHugh í samtali við Verið. Verið ræddi við McHugh í Kylli- begs nú í janúar, er hann var að búa hið glæsilega skip, Veronieu, til sinnar fyrstu veiðiferðar. Hann er þekktur útgerðarmaður í heimalandi sínu og afar vinsæll í Kyllibegs, þar sem hann er eigandi að ýmsum fyrir- tækjum auk útgerðar Veronicu. Hugurinn alltaf á sjónum Veronica er sjöunda skipið, sem Kevin McHugh á og stjórnar, en hann tæplega fimmtugur. Síðasta skip hans eyðilagðist í miklum bruna sumarið 1992 í skipasmíðastöð í Belfast, en það var þá flaggskip írska fiskveiðiflotans. „Ég hefði getað lát- ið mér nægja önnur umsvif og sleppt því að byggja nýtt skip, en hugur minn hefur alltaf verið á sjónum. hijá írskar makrílútgerðir, er að fisk- urinn hefur verið að breyta göngu sinni undanfarin ár og heldur sig nú norðar og austar en áður. Því þarf að sækja hann lengra norður til Noregs og Færeyja. Þá hefur verið tekin ákvörðun um fjórðungs lækkun á makrílkvóta Irlands, en Coveney, sjávarútvegsráðherra, seg- ir þá ákvörðun byggða á afar vafa- sömum vísindum og reynt verði að fá henni breytt. Loks standa fyrir dyrum erfiðir samningar við Norð- menn um skiptingu makrilkvóta og veiðiheimilda. McHugh segist viss um að þrátt fyrir þetta gangi útgerð- in upp. Hann hefur fylgzt með göngum makrílsins í meira en 30 ár og er viss um að þar sé um að ræða eins konar hringrás, þannig Morgunblaðið/HG KEVIN McHugh skipstjóri á Veronicu. Ég byijaði sem unglingur á sjónum, fyrst á írlandshafi og öðlaðist þar dýrmæta reynslu af veiðum á síld, rækju og bolfiski. Síðan lá leiðin til íslands, en þar var ég í rúmt ár, bæði á netum og trolli, mest með Einar í Sjöstjörnunni en einnig bát frá Akureyri. Við vorum þá á veiðum út frá Grindavík og Vestmannaeyj- um og lönduðum gjarnan í Grimsby. Að því loknu kom ég heim aftur og tók skipstjórnarpróf,“ segir McHugh. Engir opinberir styrkir Á þeim árum bjó hann á lítilli eyju, Achill, og keypti sinn fyrsta bát 1968. Næsta bát lét hann smíða fyrir sig í Hollandi og hannaði hann bátinn að hluta til sjálfur. Sá bátur, Albacore, var þá á stærsti og bezt búni í írska flotanum og kostaði þá 120 milljónir króna. Síldveiðin við írland brást árið 1979 og þá hlutti hann til Kyllibeg til að geta stundað veiðar á makríl við strendur írlands og Skotlands. Fljótlega kom í ljós að stærra skip var nauðsynlegt til að ná árangri og lét hann þá byggja fyrir sig nýtt skip í Noregi, rúmlega 40 metra langt skip með sjókælitönkum, sem bar 500 tonn. Hann lét þó lengja það fjórum árum síðar um 14 metra og loks lét hann smíða fyrri Veronicu um 1985 og kostaði hún þá um 1,2 milljarða króna. Þegar hún brann 1992, ákvað McHugh að leggja ekki árar í bát og er nú kominn 106 metra langa Veronicu, að sjálfsögðu flaggskip írska flotans. Hann nýtur engra opinberra styrkja eða aðstoðar vegna skipa- kaupanna, annarra en hefðbundinnar niðurgreiðslu norska ríkisins til greiða fyrir norskum skipasmíðum, og segist reikna með að borga skipið upp innan átta og hálfs árs. „Ég þarf að fiska anzi mikið, um 25.000 tonn eða ná- lægt 1.000 tonnum á úthaldsdag, en skipið er öflugt og á að vera fært um slíka veiði,“ segir hann. Gengurupp Vandamálið, sem hefur verið að að innan fárra ára haldi hann sig í miklum mæli innan írsku lögsögunn- ar á ný. Síldarsmugan og Reykjaneshryggur koma til grelna „Við vitum lítið um veiðina í „Síld- arsmugunni". Eftir því, sem ég bézt veit er þar um sumarveiði að ræða og á þeim tíma erum við venjulega á hrossamarkríl. Komi til þess að við þurfum að reyna fyrir okkur þar, munum við gera svo. Allir reyna þar sem bezt gengur og verðmæt- asti fiskurinn er hveiju sinni og þeir þekkja eitthvað til. Þá koma veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg til greina. Við vitum að það er markaður fyrir karfann í Japan. Þessar veiðar koma þó tæp- ast til greina, meðan við fáum nóg af makríl og skyldum tegundum, því það þarf að breyta verksmiðjunni til að geta unnið karfann um borð. Ennfremur þyrfti að fá sérstakt troll til þess og jafnvel gera breytingar á skipinu. Ég held að það sé mjög erfitt að dæla karfanum um borð, en á Veronicu er engin skutrenna. Það eru ýmsir möguleikar sem koma til greina. Fiska fyrri milljarð á ári Við þurfum að fiska um 25.000 tonn á ári og við ráðum við það. Til þess þurfum við að ná um 10 veiði- ferðum á ári ekkert bendir til ann- ars en það verði hægt. Aflaverð- mæti verður þá 800 til 1.000 millj- ónir króna, en verðmæti úr einstök- um túr getur auðveldlega náð 80 til 90 milljónum króna. Verð á heilfrystum makríl er um 40 krónur á kíló um þessar mundir og markaðir fyrir hann vlða um heim. Það eru einnig góðir markaðir fyrir síld og hrossamakríl, meðal annars nýir markaðir í Kína, svo markaðssetningin á ekki að vera vandamál. Þetta er mjög dýrt skip, en til að ná árangri þarf skip af þessu tagi. Við höfum reiknað dæm- ið fram og til baka og útkoman er jákvæð,“ segir Kevin McHugh.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.