Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiski^rð heima i Alls fóru 198,2 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 23,5 tonn á 121,04 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 75,1 tonn á 116,28 kr./kg og um Fiskmarkað Suðumesja fóru 99,6 tonn á 118,42 kr./kg. Af karfa voru seld 32,4 tonn. I Hafnarfirði á 70 kr. (16 kg.), á Faxagarði á 82,44 kr. (17,71) og á 118,80 kr. (14,61) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 292,5 tonn. í Hafnarfirði á 65,00 kr. (2,71), á Faxagarði á 65,31 kr. (286,21) og á 48,28 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (3,61). Af ýsu voru seld 87,8 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 123,93 kr./kg. Fískverð ytra Þorskur Karfi Ufsi Eitt skip, Drangey' SK 1, seldi aflaí Bretlandi í síðustu vikusamtals 120,1 tonn. Þarafvoru 62.0 tonn af þorski á 188,31 kr./kg,og 22.1 tonn af ýsu á 200,74 kr./kg. Úr gámum voru seld 45,2 tonn. Þarafvoru12,8 tonn af þorski á 214,76 kr./kgog 16,8tonnaf ýsuá 196,80 kr./kg. Meðalverð á þorski var 192,40 kr./kg. Þrjú skip seldu afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Skagfirðingur SK 4 seldi 145,3 tonn á 191,66 kr./kg, Hegranes SK 2 seldi 144,1 tonn á 163,71 kr/kg og Haukur GK 25 seldi 127,5 tonn á 155,68 kr. hvert kíló. Samtals voru um 410 tonn af karfa seld í síðustu viku á 172,41 kr./kg, en ufsaverðs var ekki getið (Iftið magn). Stjórn fiskveiða í Ástralíu tekin miklu fastari tökum Brugðist við minni kvóta með aukinni fullvinnslu KJÖT hefur lengi verið uppistaðan í mataræði Ástrala en fískneysla hefur þó verið að aukast á síð- ari árum, meðal annars vegna áhrifa frá innflytjendum til landsins. Ástralir eru að vísu miklir útflytjendur á krabbadýrum og skelfiski en fiskveiðilögsagan, sem er níu milíjónir ferkílómetra, er frekar snauð og helmingur allra sjávarafurða, sem neytt er í landinu, er innfluttur. Heild- arveiðin í Ástralíu er 130.000 tonn af fiski og 80.000 tonn af skelfiski. Á síðustu árum hefur stjórn fisk- veiða í Ástralíu verið hert til muna og leyfum fækkað. Eru reglurnar nokkuð mismunandi frá einu ríkinu til annars og er ýmist eða hvort- tveggja í senn miðað við heildar- kvóta og framseljanlega kvóta. Hefur það Ieitt til þess, að meiri áhersla er nú á ferskan físk og fullunna vöru en áður og fjárfesting í fískeldi og sókn á fjarlæg mið hefur aukist. Fiskveiðarnar úti af suðaustur- strönd Ástralíu eru mikilvægastar og helsta uppspretta sjávarafurða fyrir stóru borgirnar í þeim lands- hluta. Þar er um að ræða 20 tegund- ir nytjafíska, sem margar eru of- nýttar, en verðmætastur er búrfisk- urinn. 1990 var landað alls 40.000 tonnum af búranum en kvótinn er nú ekki nema fjórðungur þess, sem hann var mestur. Túnfiskeldi Önnur verðmætasta tegundin er túnfiskur, sem Ástralir veiða í sam- vinnu við Japani en aflinn er næst- um allur fluttur til Japans ferskur eða frosinn. Var settur kvóti á tún- fiskinn fyrir nokkrum árum og í framhaldi af því hefur verið stofnað til túnfiskseldis í stórum sjókvíum. Niðursuðuiðnaðurinn í Ástralíu .er lítill en helstu tegundirnar þar eru sæeyra, sem er flutt til Asíu, og dálítið af túnfíski og áströlskum laxi fyrir innanlandsmarkað. Ástr- alski laxinn, sem svo er kallaður, er raunar ekki af laxfiskaætt, held- ur skyldur aborranum. Hinn eigin- legi lax á borðum Ástrala er fluttur inn frá Alaska, Kanada og Japan en auk þess ala Ástralir nokkuð af Atlantshafslaxi. Er framleiðslan um 3.000 tonn á ári og seld dýrum dómum innanlands og í Japan. Sardína og rækjueldi í Vestur-Ástralíu er vaxandi sardínuiðnaður og þar hafa verið smíðaðar vélar, sem hreinsa beinin úr sardínunni áður en hún er lögð niður. Á grunnslóðinni við Ástralíu IMoregur eru einnig veiddar meira en tíu teg- undir af rækju og er mikið af henni flutt út. Mestan hluta rækjuneyslu sinnar flytja Ástralir hins vegar inn frá Tælandi og Malasíu. Rækjueldi í Ástralíu er vaxandi og aðallega með útflutning í huga og hefur fengist mjög gott verð fyrir hana í Japan. Er búist við mikilli aukningu í þessu eldi á næstu árum enda hafa komið upp miklir erfiðleikar vegna sjúkdóma í eldinu í Kína, Tævan og Japan. Mesta arðsemin i humri Af einstökum greinum innan ástralska sjávarútvegsins hefur arðsemin lengi verið langmest í humrinum, jafnt fyrir veiðar sem vinnslu. Hún hefur hins vegar minnkað í vinnslunni vegna þess, að útflutningur á lifandi humri hef- ur aukist mikið. Áður var næstum allur útflutningurinn frystir humar- halar, sem fóru til Bandaríkjanna og Japans, en á tveimur árum hefur útflutningur á Hfandi humri vaxið úr 13% í 30% af afla. Japan er enn Gjaldþrot í fiskeldi aUs 225 á síðasta ári SAUTJAN eldisstöðvar urðu gjaldþrota í Noregi á síðasta ári en 1993 voru gjaldþrotin 20. Voru sex stöðvanna í eldi fyrir neytendamarkað en hinar í seiðaeldi eða með sjávarfisk. Þrátt fyrir þessi gjaldþrot er útkoman á síðasta ári ein sú besta í Noregi frá upphafi en frá 1986 hafa alls 225 eldisstöðv- ar orðið gjaldþrota. Urðu þau flest 1991 eða 87 alls. Hér er átt við eldi fyrir neytendamark- að en í eldi lax- og silungsseiða hafa orðið 125 gjaldþrot frá 1986 og flest 1990, 34. Eftir landshlutum eru gjaldþrotin langflest í Norðlandi. stærsti markaðurinn en Tævan er komið fram úr Bandaríkjunum í öðru sæti. Vaxandi fiskneysla Fiskneysla er ekki mikil í Ástral- íu eins og áður segir og hún er að langmestu leyti bundin við veitinga- staði. Hún er þó vaxandi og fyrst og fremst fyrir áhrif frá innflytjend- um frá Asíu og Evrópu en auk þess eru stórmarkaðirnir farnir að sýna sjávarafurðum meiri áhuga enn áður. Varð mikil breyting hvað það varðar með tilkomu Big Fresh- verslananna í Sydney fyrir tveimur árum og síðan hafa aðrar verslanir komið í kjölfarið. Þá var fiskmark- aðurinn í Sydney, sá stærsti í land- inu, einkavæddur í nóvember sl. en hann hafði verið ríkisrekinn frá því á sjötta áratugnum. Er búist við, að það muni leiða af sér aukna markaðskynningu og líflegri við- skipti með sjávarafurðir innanlands. Flestir stof nar fullnýttir Langflestir fiskstofnar við Ástr- alíu eru fullnýttir eða ofnýttir ef undan eru skildir nokkrir á fjarlæg- um miðum fyrir sunnan og norðan álfuna. Meðal þeirra eru smokkfisk- ur og stóri bramafiskur en fiski- fræðingar telja, að af honum megi veiða miklu meira en gert er. Stóru togaranir eru aðallega á alþjóðlegu hafsvæði milli Ástralíu og N£ja Sjá- lands en ekki er búist við, að þar muni finnast nein ný mið. Mesti vaxtarbroddurinn í ástr- alskri fiskframleiðslu er í eldinu. Eldi á Atlantshafslaxi, Kyrrahafs- ostru og rækju eykst ár frá ári og túnfisks- og sæeyraeldi er komið vel af stað. Miklar vonir eru einnig bundnar við silfuraborrann, ástr- alskan vatnafisk, sem vex mjög hratt, og sumir telja, að hann muni jafnvel geta skákað ameríska vatnasteinbítnum. Tonn af óslægðum fiski Botnfiskafli í september-desember 1994 eftir löndunarhöfnum Kaupendur Utflutningur á fiskimjöli frá Íslandi1994 Til- 0_______40.000 8 Bretlandsp 69.117 -42,1% tonn 0.000 : Danmerkur Finnlands Frakklands x 41.746125,4% 16.557-10,1% 10.029-6,1% Noregs]§ 9.996-6,1% J 8.342 - 5,1% Þýskalands Annarrari 8.290-5,1% ríkja |- Alls 164.097 tonn •BRETAR eru langstærsti kaup- andi fiskimjöls héðan frá íslandi. Þeir keyptu alls nærri 70.000 tonn af mjöli héðan í fyrra, en heildarútflutningur nam þá 164.000 tonnum. Danir kaupa einnig mikið af mjöli, þó þeir framleiði einhig mikið mjtfl. Þangað fóru alls um 42.000 tonn árið 1994. Þá kaupa Finnar tölu; vert, Norðmenn og Þjóðverjar. I þessum löndum er mjölið notað í skepnufóður og fisk- og loð- dýraeldi séu gæði mjölsins nægi- leg. Annars fer mjölið héðan víða, meðal annars Suður-Kóreu og Grænlands. Að mestu leyti er um loðnumjöl að ræða, en síldar- mjöl er einnig nokkur hluti út- flutningsins. Tímabil Utflutningur á fiskimjöli frá Íslandi1994 Tonn 25000] 20000 — 15000 10000 5000 Loínumi. 123.2281. Þorskml. 2.2551. Annaðmj. 38.6141. JFMAMJJÁSOND J •UTFLUTNINGUR á mjölinu dreifist misjafnlega á mánuði ársins í samræmi við veiðar á loðnu og síld. Langmest af mjöli fór utan í febrúar, marz og apríl, enda mest veitt þá mánuði. At- hylgisvert er að í nóvember nam útflutningur um 13.000 tonnum. Þar af voru aðeins 2.000 tonn af loðnumjöli, en 10.000 tonna af öðru mjðli, væntanlega sfldar- mjöli, en þá stóð síldarvertíð sem hæst. Minnst fór utan í.júní, að- eins 4.700 tonn. Það er veiðin og framleiðslan, sem ræður miklu um útflutninginn, en verð og eft- irspurn ytra hefur auðvitað mik- il áhrif líka. Það er því samspil þessara tveggja þátta, sem ræður útflutningnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.