Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 C 7 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir NÝJAR vörur hjá dótturfyrirtæki SH í París, Icelandic France S.A. Á myndinni eru Jóhanna Guð- mundsdóttir hjá Skoðunarstofu SH, Jón Ólafur Svansson, framleiðslustjóri hjá ísfélagi Vestmaiina- eyja, Gylfi Guðfinnsson, framleiðslustjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi og Sigurður Sigur- bergsson, framleiðslusljóri hjá Soffaníasi Cecilssyni í Grundarfirði. Vaxandi sérvinnsla hjá framleiðendum innan SH SÉRVINNSLA sjávarafurða jókst verulega hjá framleiðendum innan SH á síðasta ári. Mesta aukning sérvinnslu á árinu varð í karfaaf- urðum. Smásöluvörur og vörur til heimsendingarþjónustu náðu um 2.000 tonnum í þessari tegund. Aðalmarkaður er í Þýskalandi og séð er fram á mjög vaxandi þátt þessarar vinnslu karfaflaka. Fimm stórir framleiðendur SH taka þátt í vinnslu smásölupakkninga. Mikil aukning í rækju og hörpudfski Sérvinnsla ufsa jókst einnig verulega árið 1994. Mest áhersla er lögð á sérskorna flakabita fyrir veitingahús á meginlandi Evrópu í kjölfar vel heppnaðs markaðsá- taks hjá skrifstofum SH í Ham- borg og París. Á árinu 1994 hófst einnig vinnsla skarkola í smásölu- pakkningar. Gerðir hafa verið samningar við sölufyrirtæki innan stærsta matvælafyrirtækis Evrópu um sölu ufsa- og kolaflaka í smá- söluverslunum í Ungveijalandi. Framleiðsla og sala neytenda- pakkninga fyrir skelfisk jókst mik- ið árið 1994. Árið var fyrsta heila ár Hraðfrystihúss Sigurðar Ág- ústssonar hf. í Stykkishólmi í rækjuvinnslu fyrir smásölumark- að. Þessi vinnsla þar, svo og fram- leiðsla á sjófrystri rækju fyrir neyt- endamarkað, nam um 1.000 tonn- um á árinu. Hörpudiskur var á sama hátt seldur í umtalsverðu magni í Frakklandi í 500 g pakkn- ingum. Þessar upplýsingar komu meðal annars fram á verkstjórafundi SH í lok síðustu viku. Þróunarmál fengu þar einnig mikla umfjöllun. Sagt var frá verkefnum þróunar- deildar í samstarfi við framleiðend- ur um allt land og lýst árangri ýmissa sérverkefna en hjá SH vinna þróunardeild, markaðsdeild og innkaupadeild náið með fram- leiðendum að allri vöruþróun. Mest selt af karfa í markaðsmálum er bjartsýni ríkjandi. Karfi er nú sú fisktegund sem er unnin og seld í mestu magni. Karfi er seldur á öllum markaðssvæðum SH, en langmest er salan til Japans og Þýskalands. Karfavinnslan í fyrra hjá íslensk- um framleiðendum var rúm 22.000 tonn en erlend frystiskip framleiddu tæp 12.000 tonn að auki. Þorskframleiðslan í fyrra nam 20.400 tonnum, ýsuframleiðslan var um 5.800 tonn, ufsaframleiðsl- an um 7.200 tonn og grálúðufram- leiðslan 6.600 tonn. Sýning á nýjum afurðum Á verkstjórafundinum var sett upp sýning á um 40 nýjum fram- leiðsluvörum hjá Icelandic France í París. Vörurnar mynda heildstæð- ar línur undir Icelandic-merkinu og eru allar seldar á neytenda- markaði, þ.e. í smásölu, veitinga- húsum og með heimsendingarþjón- ustu. í þessum nýju afurðum eru þorskur, ufsi, karfi, steinbítur, grá- lúða, lax, rækja, hörpudiskur og kavíar. Sala þessara nýju afurða nam um 1.600 tonnum á síðasta ári og búist er við 2.000 tonna sölu í ár. Seljendur kyrrahafslaxins sækja á á mörkuðunum Á SÍÐUSTU Lá við markaðshruni í fyrra Saxin^fur veefna vinsælda eldislaxins Atiantshafs- ° laxinn, stoðugt verið að auka markaðshlutdeild sína á kostnað villta Kyrrahafslaxins og fyrir aðeins rúmu ári virtist sem laxaiðnaðurinn í Alaska væri að hruni kominn, Þá var brugðið á það ráð að vinna hann meira, gera úr honum alls konar rétti, sem unnt er að hafa á boðstólum allan ársins hring, og hafa viðtökurnar við þeim verið ákaflega góðar. Standa vonir til, að með þessu hafi tekist að snúa vörn í sókn. Villtum laxi við vesturströnd Bandaríkjanna og Kanada hefur fækkað mikið en í Alaska er ástand- ið allt annað og betra. Var vertíðin á síðasta sumri mjög góð en gallinn er bara sá, að markaðurinn fyrir ferskan og frosinn Kyrrahafslax hefur horfið með uppganginum í laxeldinu. Lax verður sífellt vin- sælli í veitingahúsum um allan heim en þar er um að ræða alinn Atlants- hafslax, ekki Kyrrahafslax. Eldið meira en veiðarnar Síðasta áratuginn liefur gengið á ýmsu fyrir Kyrrahafslaxinum. Einu sinni komu 40% allrar laxa- framleiðslunnar frá Norður-Kyrra- hafssvæðinu og 90% framboðsins í Bandaríkjunum en á síðasta ári fór eldið fram úr villta laxinum um all- an heim. Japanir hafa lengi verið helstu kaupendur Kyrrahafslaxins en þeir hafa verið að snúa sér að eldislaxin- um í æ ríkari mæli. Afleiðingin er sú, að Kyrrahafslaxinn hefur ekki gengið út og í Alaska hafa allar frystigeymslur verið fullar síðustu tvö árin. Það bætir svo ekki úr skák, að áhugi bandarískra neytenda á niðursoðnum bleiklaxi hefur minnk- að mikið en þessi laxategund hefur aðallega verið soðin niður. Þegar vertíðin hófst í Alaska á síðasta ári virtist raunar sem iðnað- urinn væri að hruni kominn en ýmislegt varð þó til að bjarga hon- um fyrir horn. Veiðin var mikil og verðið hækkaði örlítið en það, sem gerði gæfumuninn, var, að menn áttuðu sig loksins á, að þeir hefðu gleymt að laga sig að breyttum tíma. Það er ekki aflamagnið, sem öllu máli skiptir, heldur fullvinnsl- an, nýir réttir, sem hægt er að bjóða upp á allan ársins hring. Árstíða- bundið framboð af Kyrrahafslaxin- um á ekki minnstan þátt í, að hann hefur farið halloka fyrir Atlants- hafsláxinum eða eldislaxinum. Tímarnótaár Nýju laxaréttirnir eru ákaflega fjölbreyttir og þeim hefur verið afar vel tekið meðal almennings og í mötuneytum skóla og annars stað- ar. Síðasta ár verður því vafalaust skráð í annála laxaiðnaðarins í Al- aska. Það hófst með horfum á hruni í greininni en lauk með von um nýja og betri tíma. Staðsetningartæki og leiðréttingarbúnaður KBR-90 leiðréttingarbúnaður algjörlega sjálfvirkur, leiðréttir staðsetningu, stefnu og hraða. Tengist öllum GPS tækjum. KGP-98 nýtt GPS tæki, sýnir staðsetningu hvort sem er í lengd og breidd eða lóran- tölum. 6 rása GPS viðtæki. fyrir þd sem gera kröfur radiomidun Grandagarði 9 • 101 Reykjavík • Sími (91) 62 26 40 RAÐ/AUGí ÝSINGAR Verkstjóranámskeið fiskvinnslunnar Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar boðar til námskeiðs fyrir verkstjóra í fiskiðnaði. Fjallað verður um öryggisvinnugreiningu og vinnusálfræði. Leiðbeinendur: Ágúst Þorsteinsson, öryggis- ráðgjafi, og Guðfinna Eydal og Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingar. Námskeiðið verður haldið 26.-28. janúar nk. í Hótel Stykkishólmi. Upplýsingar og skráning: Sjávarútvegsráðuneytið, sími 560 9670 (Gissur Pétursson eða Sigurbjörg Óladóttir). t ' Starfsfræðslunefnd fiskvinnslunnar KVáíftTABANKINN Vantar þorsk til leigu og sölu. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson. Þorkskvóti Tilboð óskast í leigukvóta, þorsk, 15-20 tonn. Tilboðum sé skilað til afgreiðslu Mbl. merkt: „K - 123“ fyrir 20. janúar. KVttftTABANKINN Hagræðingasjóður Leigjum fyrir þig aukategundir svo sem karfa, grálúðu og skarkola. Sími 656412, fax 656372, Jón Karlsson. Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.