Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 8
FOLK SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 18. JAIVUAR 1995 Morgunblaðið/Guðlaugur Albertason ÞAÐ eru mörg handtökin í fiskvinnslunni. Það þarf að hausa, flaka, roðfletta og svo framvegis. Hér er Jenný Ríkharðsdóttir að snyrta þorskflökin í Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. ÞORSKFLÖKIN SNYRT Munum stöðva ólöglegar veiðar Spánveija við Irland Verið hitti Coveney að máli í írska sjávarútvegs- bænum Kyllibegs nú í jan- úar og spurði fyrst hvað honum fyndist um að Norð- menn felldu inngönguna í ESB: „Það voru okkur von- brigði að Norðmenn skyldu ekki ganga inn í Evrópu- sambandið. Það er ljóst að við eigum erfiða samninga við Norðmenn og aðrar þjóðir framundan til að fá nægilegar aflaheimildir og því hefði verið betra að hafa þá innan sambandsins. Ég held að öllum aðildar- þjóðunum hafi þótt það verra að þeir höfnuðu inn- göngu. Það er hins vegar ákvörðun norsku þjóðar- innar og ekki hægt að áfellast hana fyrir það,“ sagði ráðherrann. Of mikið að segja að ég sé ánægður Miklar deilur hafa staðið um kröfu Spánverja um aðgang að Irska hólfinu og hefur nýlegur samningur þar að lútandi vakið takmarkaða hrifningu í írskum sjávarútvegi. En telur Coveney að niðurstaðan sé viðunandi? „Það væri fullmikið að segja að ég væri ánægður með niðurstöðuna sem fékkst innan Evrópusambandsins um írska hólfið. Við teljum okkur þó hafa náð eins hagstæðri niðurstöðu og unnt var við afar erfiðar aðstæður. Framkvæmd þessa samkomulags mun eiga eftir að skipta írskan sjávarútveg miklu máli, en við verðum að tryggja að þau ákvæði, sem samþykkt voru, verði að lögum og verði framfylgt. Aukið eftirlit og hert viðurlög Við verðum að treysta því að eftirlitsþættirnir, sem koma inn í tveimur áföngum reynist fullnægj- andi. Fyrsta janúar 1996 verða skipin skyldug til að tilkynna sig til írskra stjórnvalda um leið og þau koma inn í lögsöguna eða fara út úr henni. 1998 verða þau að tilkynna afla sinn til okkar. Spánveijarnir hafa lagzt gegn því eins og við var að búast. Geta okkar til eftirlits er vaxandi, þar sem við höfum nú yfír að ráða tveimur eftirlitsflugvélum, sem svo vill til að voru smíðaðar á Spáni, en úr þeim er hægt að staðsetja fiskiskip í um 100 mílna íjarlægð. Þannig getum við leiðbeint eftirlitsskipum okkar á þá staði, þar sem þeirra er þörf. Þá hafa nýlega tekið gildi afar ströng lög um sektir og upptöku ólöglegs afla og töku skipa. Spánverjar undfr brezkum „hentifána" Allir þessir þættir verða væntanlega til þess að veiðar Spánveija verða ekki sama ógn við afkomu írska sjávarút- vegsins og menn hafa óttast. Þar sem ég er einnig varnarmálaráðherra er ég í aðstöðu til að beita mér af fullum krafti fyrir því að ekki verði um ólög- legar veiðar að ræða og það mun ég gera. Við höfum átt í vandræðum vegna ólöglegra veiða Spánveija og ég mun stöðva slíkar veiðar. Þegar ég tala um vændræði vegna Spánveija, tek ég með í reikninginn þau skip, sem þeir gera nú út undir brezkum „hentifána". Við verðum að láta það sama ganga yfir öll spænsk skip, hvort sem þau sigla undir spænsku flaggi eða ekki. Við höfum yfirlit yfir þau skip, sem brotið hafa reglur um veiðar innan írsku lögsög- unnar. Skip undir brezkum fána voru ekki á þeim lista, fyrr en Spánveijar fóru að kaupa sig inn í útgerðir í Bret- landi. Nú eru þeir jafnslæmir Spánveij- um, enda spænskir í raun.“ íslendingar velkomnir írski ráðherrann, sem er frá Cork tók einnig fram,_ að góð reynsla væri af heimsóknum íslendinga til írlands, en mikið af þeim heimsækir Cork. „Mig langar til að biðja þig að segja jslendingum að þeir séu velkomnir til írlands. Ég hef heyrt það á hóteleig- endum og verzlunarmönnum að heim- sóknirnar frá íslandi hafi hleypt nýju lífi í efnahag þessa svæðis. Þeir eyða miklum peningum og eru ævinlega velkomnir,” sagði Hugh Coveney. ^■■■■■■l^^^^^^■l^^^^^^■■■■■■■■■■ „ÞAÐ Rætt við sjávarútvegsráðherra 2*^ L« Irlands um „Irska hólfið“ és ánfgður með samkomu- lagið um írska hólfið. Við náðum þó viðunandi niðurstöðu við erfiðar aðstæður og ég ætla mér að stöðva allar ólöglegar veiðar Spánveija með þeim meðul- um, sem samkomulagið heimilar okkur. Við höfum aukið eftirlit og þyngt viður- lög við fiskveiðibrotum og ég tel að það dugi,“ segir Hugh Coveney, sjávarút- vegsráðherra írlands í samtalið við Verið. Morgunblaðið/HG Coveney, sjávarút- vegs- og varnarmála- ráðherra írlands. Nýr Verkstjóri hjá HG á Grundarfirði ■ TÓMAS Árdal hefur verið ráðinn til starfa hjá Hrað- frystihúsi Grundarfjarðar, sem verkstjóri í frystihúsi. Tómas leysir Þórð Svein- björnsson af hólmi, en Þórður hefur starfað hjá HG í 35 ár, þarf af 25 ár sem verkstjóri. Tómas er Akureyringur og vann hann mest til sveita áður en leið hans lá í Fiskvinnslu- skólann í Hafnarfirði. Það- an lauk hann prófi árið 1982 og síðan vann hann á Breiða- dalsvík og hjá Sæfangi í Grundarfirði en 1984 lá leiðin til Fiskvinnslunnar hf. á Bíldudal. Þar var hann verk- stjóri í 10 ár unz leiðin lá á Tómas Þórður Svein- Árdal björnsson ný til Grundafjarðar, en nú til Hraðfrystihúss Grundar- fjarðar. Tómas er 25 ára að aldri, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann hóf störf um áramótin og hefur verið stöðug vinna síðan, átta tímar á dag. Hann segir að sér lítist vel á starfið hjá HG. Stjórn- endur fyrirtækisins og starfs- fólk sé áhugasamt og að gera góða hluti. Meðal annars megi nefna að fyrirhuguð sé mikil vinnsla á úthafskarfa á sumri komanda í samvinnu við Guð- mund Runólfsson hf., en á síðasta ári var vinnsla á út- hafskarfa hjá HG fremur lítil. Nýir skipstjórar á þremur togurum UA ■ BRAGI Ólafsson sem verið hefur skipstjóri á Sól- baki, togara Útgerðarfé- lags Akureyringa hf., hefur látið af störfum hjá félaginu og haldið suður á bóginn. Arftaki hans er Árni Ing- ólfsson en hann hefur starf- að lengi innan vébanda ÚA og var síðast skipstjóri á öðrum togara félagsins Ár- baki. Við Árbaki tekur Stef- án Aspar sem er einnig flestum hnútum kunnugur hjá ÚA en hann hefur verið skipstjóri á Hrímbaki. Loks mun Stefán Sigurðsson 1. stýrimaður á Hrímbaki fær- ast upp í brú og leysa nafna sinn af hólmi. Hjónavígslur í togarastíl ■ FÓLKI, sem langar til að gera hjónavígsluna eftirminnilegri og öðruvísi en venja er til, býðst nú að láta gefa sig saman um borð í enskum togara og í fullum herklæðum ef svo má segja, í stakki og stíg- vélum og með sjóhatt á höfði. Hjónavígslurnar fara fram um borð í togaranum Ross Tiger en hann er fljótandi safn og hluti af Sjóminjasafninu í Grimsby. Það er fyrrver- andi togaraskipstjóri í bænum, Alf Hodson, sem annast vígsluna, en Ric- hard Doughty, forstöðu- maður safnsins, stefnir að því að bjóða síðar upp á hjónavígslur úti á rúmsjó og gefa hjónunum kost á brúðkaupsferð norður fyr- ir heimskaustbaug. Þessi nýjung hefur vakið mikla athygli í Bretlandi og eru hjónavígslurnar um borð í Ross Tiger nú orðnar 27. Eiga nokkur pör pantaðan tíma. Doughty er raunar að hugsa um að færa út kvíarnar og sinna ekki aðeins giftingum, heldur einnig hinstu kveð- justundinni. Þá er átt við ferðir út á sjó þar sem ösku látinna yrði sökkt í saltan mar. Bakaður saltfiskur frá Nýfundnalandi LÍFIÐ er saltfiskur! Það á bæði við á íslandi og Ný- fundnalandi. Þó líklega sé enn minna af þorski þar vestra rWflfflfH en *,ðr’ *iefur mönnum þar þó verið leyft að fiska í soðið ákveðna daga í mánuði. Kannski salta þeir aflann. Að lokinni heimsókn kanadíska sjávarútvegsráðherrans Brians Tobin hingað til lands í síðustu viku, má segja að við hæfi sé að kynna fyrir lesendum Versins eina af leiðum Nýfundlendinga til að elda saltfiskinn. Þennan rétt kalla þeir einfaldlega saltfisk, en uppskriftin er fyrir 4 til 6. I réttinn þarf: 750 gr saltfisk 4 til 5 soðnar kartöflur, sneiddar 3 sneidda lauka 125 ml ólivuolíu 4 harðsoðin cgg, sneidd 3 lauf af hvítlauk Steinselju svartar olívur Salfiskinn þarf að útvatna (liægt er að fá hann keyptan útvatnaðan). Fiskurinn er siðan soðinn í 20 til 25 míuút- ur. Að lokinnu suðu er hann leystur upp i flðgur og beinhreinsaður cf það þarf. Olían er hituð á pönnu og sneiddur laukur og hvitlaukurinn svissaður i tvær til þrjár mínútur. Þá er tekið eldfast mót og smurt og í það er raðað kartöflum, fiski, og lauk i eins mörg lög og þarf. Efst eru eggin svo sett ásamt svörtum oiivum og steiuselju. Þetta er svo bakað í 180 gráðu heitum ofni í um 20 mínútur eða þar til allt. er orðið heitt í gegn, Með þessum rétti fara nýjar soðnar kartöflur nyög vel, en annars er meðlæti að sjálfsögðu valfrjálst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.