Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 D 3 Jólakertið Jólin eru búin, en ennþá er eitthvað eftir af rauðu kertaljósunum, eins og þessi mynd sýnir okkur. Arna Rún Gústafsdóttir, 7 ára, sendir þessa fallegu mynd. Haltu fast í hatt og gleraugu! Jörðin snýst eins og allir vita á öxli sínum, og yfir- borð hennar hreyfist um það bil 30 km á sekúndu. Það segir með öðrum orðum, að maður sem tekur ofan hattinn til að heilsa kunningja sínum á götunni, á að baki um 200 km — á þeim tíma sem hann notar til að taka ofan hattinn og setja hann á sig aft- ur! Hrekkjóttar talnamýs! kessar þrjár litlu mýs geta stillt sér upp þannig, að þær myndi saman talnaröð sem hægt er að deila í með 7. En hvernig eiga mýsnar að stilla sér upp? — Gætið ykkar nú, krakkar, því að ein músin er býsna hrekkjótt! Lausn í næsta blaði. LITA- OG SOGUSAMKEPPNIN Hitabylgjan Iskógi einum, sem menn hafa aldrei augum litið, voru 3 dýr; api, gíraffí og froskur. Þeim var allt- af strítt vegna þess að í hverri viku fóru þau út í Kuldaey til að búa til frostpinna. En dag einn kom svaklegur hiti. Allir flúðu. Áin meira að segja þornaði upp og allir fisk- arnir flúðu út í sjó. A endanum varð skógurinn líflaus. En froskurinn, apinn og gíraffinn sváfu bara úti í Kuldaey. Svo vaknaði gíraffinn og honum brá svo mikið, þegar hann sá að allir voru farnir, að hann datt um apann og froskinn. Apanum - dauðbrá líka, en froskurinn sagði bara: „Verið rólegir. Við borðum bara fullt af íspinnum.“ „Já,“ sagði apinn strax, „þá lifum við þetta örugglega af.“ Þegar dýrin komu aftur, urðu allir hissa að sjá þá félagana þarna. Eftir þetta var gíraffan- um, froskinum og apanum aldr- ei framar strítt. Og öll dýrin í skóginum fóru að borða frostp- inna. Sesselja María Mortensen, Skipasundi 13, 104 Reykjavík. Hvar er boltinn hansAra? Ari er búinn að týna boltanum sín- um. Hann er kominn á stað, þar sem safnað er saman týnd: um hlutum. í hillunni er fullt af boltum. Og Ari er í vand- ræðum með að finna boltann sinn. „Hann er skreyttur með hvítum þrí- hyrningum, svörtum og hvítum kúlum, en engum ferhyrningum,“ segir Ari. Getur þú hjálpað Ara að fínna boltann sinn? CLICK CLICK CUCK CUCK CLICK CLICK r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.