Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 1
H2SIÐURB/C/D STOFNAÐ 1913 15.TBL.83.ARG. FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fárviðri víða um land í gær • Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu • Tvö snjóflóð féllu á Flateyri • 23 hús rýmd á Siglufirði • Rafmagnstruflanir og símasambandslaust á nokkrum stððum Feðga leitað eftir snjó- flóð í Reyk- hólasveit LEIT var hafin að feðgum á bænum Grund í Reykhólasveit eftir að snjóflóð féll á útihús við bæinn á tíunda tímanum í gærkvöldi. Feðgarnir voru í fjárhúsinu við gegningar þeg- ar flóðið féll. „Við vitum ekki hversu mikið eða víðtækt snjóflóðið var en það voru tveir menn þarna við gegningar. Við erum að kalla allt lið út hérna og láta veghefilinn skafa hér," sagði Bjarni P. Magnússon sveitarstjóri Reykhóla- hrepps í gærkvöldi. Leitin hafði ekki borið árangur þegar blaðið fór í prentun í nótt. „Maður hugsar um að gefast ekki upp" „Þetta steypist yfir mann í bylgj- um," segir Þorsteinn Örn Gestsson, sem bjargaðist úr snjóflóðinu í Súða- vík á mánudag ásamt eiginkonu sinni Sigríði Rannveigu Jónsdóttur. Þau misstu eins árs gamla dóttur sína og foreldrar Þorsteins Arnar voru einnig meðal þeirra sem fór- ust. Sigríður Rannveig og Þorsteinn Örn segjast hafa náð sér vel af þeim líkamlegu áverkum sem þau hlutu en þau segjast vera tilfinningalega dofin eftir áfallið og missinn. „Það er ólýsanlegt hvernig manni líður yfír missinum og hvernig líðanin var meðan maður var að bíða. Fréttirnar voru ekki verstar heldur biðin. En það er ekki hægt að útskýra svona tilfmningar," segir Þorsteinn Örn. (Sjá viðtal á bls. 4.) Hafsteinn Númason og Berglind M. Kristjánsdóttir misstu börnin sín þrjú í snjóflóðinu. Hafsteinn talaði við blaðamenn á Fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði í gær eftir samráð við lækna. „Maður hugsar um að gefast ekki upp, flytja suður og byrja upp á nýtt einhvers staðar annars staðar. Við bíðum núna eftir að fá lík barnanna okkar. Við eigum ást- vini annars staðar á landinu sem standa við bakið á okkur og mér hefur þótt vænt um þá almennu hlut- tekningu sem við höfum fundið fyrir um allt land í þessari miklu sorg," sagði hann. (Sjá viðtal á baksíðu.) Fárviðri var á landinu í gær og mældist meðalvindhraði 80-85 hnútar um miðjan dag á Vestfjörð- um. Bátur sökk vegna ísingar í höfn- inni á Skagaströnd í gærkvöldi. Snjóflóð féllu á Vestfjörðum og Norðurlandi. Snjóflóðahætta við byggð var yfirvofandi á nokkrum stöðum og björgunarsveitir í við- bragðsstöðu. Víða hafa orðið miklar rafmagnstruflanir og símasamband við nokkur byggðarlög hefur rofnað. Þá var farið að gæta skorts á nauð- («« (Grurttífr* Miðhúsa-'/' Bjargfjsll^ hyrná;// Grund, B Miðhús Reykhólar^* lj synjum fyrir vestan. Einar Svein- björnsson veðurfræðingur segir að veðrið í gær sé með allra verstu veðrum sem geri hér á landi, í það minnsta í norðaustanátt. í dag er hins vegar gert ráð fyrir að dragi úr vindi til landsins og inn á fjörðum. Tvö snjóflóð féllu á Flateyri í gær. Hið síðara um kl. 18 í gær- kvöldi og rann það að tveimur mann- lausum húsum og urðu nokkrar skemmdir. 100 manns á Flateyri þurftu að yfirgefa hús sín í fyrradag vegna snjóflóðahættu og hafa ekki fengið að snúa til heimila sinna. Þá féll snjóflóð úr Strengsgili á Siglu- firði um kl. 21 í gærkvöldi en flóðið stöðvaðist áður en það náði byggð. Almannavarnanefnd Siglufjarðar ákvað að rýma 23 hús með 90 íbúum fyrir neðan gilið. Tálknafjarðarlína slitnaði eftir hádegi í gær og hafði öll byggð á sunnanverðum Vestfjörðum ein- göngu rafmagn frá dísilrafstöðvum á hverjum stað. Rafmagnslaust er í Gufudalssveit og stefnir í neyðar- ástand á nokkrum bæjum, m.a. vegna kulda. ¦ Fréttir og viðtöl: 2/4/6/10/11/12/13/14, leiðari og baksiða. Fjölskyldan saman á ný FROSTI Gunnarsson og Björg Valdís Hansdóttir með börnum sínum Gunnari og Elmu Dögg í sjúkrahúsinu á fsafirði í gær. Þau Frosti og Björg voru graf in úr snjóflóðinu í Súðavík eftir fimm tíma og Elma Dögg eftir 15-16 klukkustundir, en Gunn- ar var ekki heima við, þegar snjóflóðið féll. Á ísafirði ríkti í gær ferða- bann vegna fárviðris, en á neðri myndinni er flaggað í hálfa stöng þar sem annars staðar á landinu eftir að forsætisráð- herra hafði mælzt til slíks í virð- ingarskyni við þá sem létust í snjóflóðinu á Súðavík. Múlafoss enn við Horn MÚLAFOSS, skip Eimskipafélags íslands, var enn austur af Horn- bjargi skömmu fyrir miðnætti í gær vegna fárviðris og stórsjóa og var ekki búist við að það héldi til hafnar fyrr en í dag. „Veðrið hefur aðeins gengið niður núna, er svona 10-11 vind- stig, en fyrr í dag var þvílíkt fár- viðri að ég hef aldrei lent í öðru eins," sagði ívar Gunnlaugsson, skipstjóri, í samtali við Morgun- blaðið rétt fyrir miðnætti. Múlafoss lagði af stað frá Skagaströnd seint á mánudags- kvöld en um borð eru 32 björgun- arsveitarmenn og 10 manna áhöfn, auk tveggja leitarhunda. ívar sagði að ástandið um borð væri nokkuð gott, en sumir björg- unarsveitarmannanna væru sjó- veikir. Aðspurður hvort nægar vistir væru um borð þegar ferðin hefði dregist svo mjög sagði ívar að ekki væri undan vistaskorti að kvarta. „Þegar 90% af mann- skapnum um borð hafa litla lyst, þá skortir ekki vistirnar. Björgunarsveitarmenn voru með skrinukost og hafa þegið hjá okk- ur súpu, svo það sveltur enginn hér." Varðskipið Týr var á leið fyrir Horn um miðnætti í gær, en Ivar sagði aðspurður að varðskipið væri ekki að koma Múlafossi til hjálpar, enda engin þörf á slíku. Þrátt fyrir haugasjó væri skipið ekki í neinni hættu og hefði ekki verið. „Við höfum reynt að halda sjó, en ofsarokið hefur verið svo mikið að okkur hefur rekið undan vindi. Við ætlum ekki að reyna að sigla í land fyrr en á morgun, þegar veðrið á að ganga niður og förum líklega á Skagaströnd. Núna höldum við sjó og erum enn að átta okkur á þeim lúxus að aðeins eru 10-11 vindstig," sagði ívar Gunnlaugsson, skipstjóri á Múlafossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.