Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SWJOFLOÐIÐ I SÖOAVIIC Frosti Gunnarsson og fjölskylda hans björguðust naumlega úr snjófióðinu í Súðavík V orum heppin - við lifum öll FROSTI Gunnarsson, starfsmaður Súðavíkurhrepps, kona hans, Björg Valdís Hansdóttir, og dóttir þeirra, Elma Dögg Frostadóttir, voru graf- in úr snjóflóðinu. Frosti og Björg biðu í rústum heimilis síns í um fimm tíma, en Elma Dögg fannst eftir að hafa legið undir snjó í um 16 tíma. „Við lágum í hjónarúminu þeg- ar snjóflóðið féll. Ég vaknaði við það að það var allt að koma inn á okkur. Það féll stór og mikill fataskápur yfir rúmið. Við hentust eitthvað með því. Svo þyngdist þetta smám saman eftir því sem snjórinn kom meira yfír. Fyrstu viðbrögð mín voru að bijótast um, sem ég hefði betur sleppt því að ég átti vont með andardrátt. Erfiðleikamir við að ná andanum jukust við það að bijótast um. Ég áttaði mig síðan á að þetta brölt þýddi ekkert og reyndi að slaka á. Mér fartnst einhvemveginn að það yrði ekkert farið að leita að okkur strax. Mér fannst vera há- nótt og að enginn mundi vita neitt um að þetta hefði skeð. Maður var því mjög vonlítill. Ég svaf ábyggi- lega stóran hluta af þessum fimm tímum.“ Heyrði ekki í konunni -Heyrðir þú í einhverjum? Heyrðir þú í konunni þinni? „Nei, fyrstu viðbrögð mín vora að kalla, en ég fékk aldrei neitt svar. Það varð til þess að maður varð enn vonminni. Ég fór hins vegar að heyra köll björgunar- sveitarmanna lengst í burtu og snjór fór að falla niður rifumar. Þá vissi ég að það var eitthvað að gerast í björgunarmálunum. Þegar loksins opnaðist hola fannst * Eg svaf ábyggilega stóran hluta af þessum fimm tímum mér þeir vera mjög hátt uppi. Mér fannst þeir standa mörgum metr- um fyrir ofan mig. Það var síðan farið með mig niður í frystihús. Þá var ég orðinn mjög kaldur, enda óklæddur. Þar hitti ég konuna mína, en hún hafði fundist skömmu áður og gat leið- beint björgunarmönnum um hvar mig væri að finna.“ -Heyrði konan þín aldrei í þér? „Jú, hún segist hafa heyrt mig kalla, en hún gat ekki svarað. Hún var svó andstutt og það hijáir hana enn. Hún gat því ekki eytt orkunni í að svara mér.“ - Var dóttirykkar langt frá ykk- ur í húsinu? „Það var eitt herbergi á milli. Við höfðagaflinn á rúminu hennar var stór fataskápur og ég er á því að hann hafi bjargað lífi hennar. Hann lagðist yfir hana og hefur ábyggilega haldið í henni lífinu. Hún lá á dýnu í rúminu og eftir því sem hún segir komst dýnan einhvern veginn að hálfu leyti ofan á hana og svo skápurinn þar yfir. Það bjargaði lífi hennar. Það er engin spurning.“ -Hélstu enn í vonina um að hitta dóttur þína á lífi um 16 tímum eftir að snjóflóðið féll? „Já, maður hafði enn smá von, en ég var orðinn svolítið svartsýnn um að hún væri á lífi eftir allan þennan tíma. Það er ólýsanleg gleði að hún skyldi finnast.“ -Hvernig líður konunni þinni og dóttur? „Þeim líður þokkalega. Þær eru að jafna sig líkamlega, eh andlega eiga þær erfitt, eins og nærri má geta.“ Súðavík verður byggð upp -Hefur þú haft tíma til að velta fyrir þér framtíðinni? „Nei, við höfum ekki gert það. Ég hef alltaf verið mikill Súðvík- Morgunblaðið/RAX FROSTI Gunnarsson og Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir á sjúkrahúsinu á Isafirði í gær. ingur og mér finnst ótrúlegt að ég fari. Eg er fæddur og uppalinn í Súðavík og hef búið í þessu húsi mínu í 22 ár. Húsið er nú gjöró- nýtt.“ -Heldur þú að áfram verði búið í Súðavík eftir þetta mikla áfall 'sem íbúarnir hafa orðið fyrir? „Já, ég er sannfærður um það. Súðvíkingar era duglegt og sterkt fólk. Við munum byggja þetta upp aftur. Það er hægt að byggja upp á öruggu svæði inn við bamaskól- ann. , Ég hef stundað vinnu á ísafirði í 11 ár. Ég hef þvælst yfir snjó- flóð fram og til baka á leið í og úr vinnu. Ég hef í gegnum árin verið meðvitaður um hættuna af snjóflóðum. Núna þegar ég er loksins farinn að vinna heima þá lendi ég í þessu. En ég var hepp- inn. Við lifum öll.“ Frosti vildi koma á framfæri þakklæti til þeirra sem stóðu að björgunarstarfinu í Súðavík, leitarmanna, hjúkranarliðs og annarra sem leituðu að fólkinu í Súðavík. 1 I Morgunblaöiö/bvemr FRÁ fundi hópsins sem stendur að landssöfnuninni Samhugur í verki sem hefst kl. 20 í kvöld. Landssöfnunin hefst í kvöld LANDSSÖFNUNIN Samhugur í verki til styrktar fjölskyldum í Súðavík hefst í kvöld kl. 20. Gefend- ur hringi í síma 800 500. Skulu þeir tilgreina fjárhæð sem annað hvort er sett á greiðslukort eða heimsendan glróseðil. Eins og fram hefur komið standa ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær að nafn féll niður á eftirlifandi syni Sveins Gunnars Salómonssonar, Nesvegi 7, Súðavík. Sonur hans heitir Sveinn Þór Sveinsson, 13 ára, og á heima í Reykjavík. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. að söfnuninni Rauði krossinn, Hjálparstofnun kirkjunnar og ljós- vaka- og prentmiðlar. Á samráðsfundi þessa hóps í gær var lögð áhersla á að ekki verður gengið í hús né hringt út til fólks í þessari söfnun. Söfnun fer ein- vörðungu fram með því að væntan- legir gefendur hringja í áðurnefnt númer. Þá kom fram að í guðsþjón- ustum um helgina hvarvetna um landið verður tekið á móti framlög- um kirkjugesta og renna þau fram- lög rakleitt í söfnunina. Þá eru nokkrir tónlistarmenn að undirbúa tónleika í Borgarleikhúsinu þann 23. janúar til styrktar Súðvíkingum. Loks má benda á að upplýsingar um söfnunina eru á bls. 850 í texta- varpi RÚV. Nafn féll niður Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir á ísafirði Vona að ég eigi ekki eftir að upp- lifa þetta aftur fsafirði. Morgunbiaðið. „ÉG HEF aldrei lent í öðru eins og vona að ég eigi aldrei eftir að upp- lifa þetta aftur. Þetta er lífreynsla sem er mjög þungbær,“ sagði Þor- steinn Jóhannesson, yfirlæknir á Sjúkrahúsi ísafjarðar, en hann var í hópi björgunarliða frá ísafirði sem fyrstir komu til Súðavíkur til að leita í snjóflóðinu. Þorsteinn vann að björgun mannslífa samfleytt í á annan sólarhring. Engin læknir er í Súðavík, en læknisþjónustu þar er sinnt frá ísafirði. Það var því enginn læknir til að hlú að fólki fyrstu klukku- tímana eftir að slysið varð. Þor- steinn sagðist efast um að það hafi skipt sköpum í þessu tilviki. „Við tókum strax til starfa þegar við komum á staðinn. Björgunar- sveitarmenn fóra til leitar með hundana og læknar og hjúkrunarlið fór til starfa við að hlú að þeim sem höfðu bjargast úr snjófióðinu. Fólk kom til okkar hrakið og kalt. Við veittum fyrstu hjálp og sendum þá sem á lífí vora áfram til ísafjarð- ar,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn var kallaður til um leið og granur var um að fólk væri að finnast í snjóflóðinu. Eitt barn lést í höndunum á björgunarliðum eftir að það hafði verið flutt í hús í Súða- vík. „Það er miklu sorglegra þegar fólk deyr eftir að því hefur verið bjargað heldur en þegar fólkið finnst látið,“ sagði Þorsteinn. Fólk var í sálarlegu losti „Maður sættir sig aldrei við dauð- ann, en einhvern veginn lítur maður öðrvísi á þegar um fullorðið fólk er að ræða heldur þegar um blessuð börnin er að ræða. Það er miklu erfiðara fyrir hvern og einn að kom- ast yfir það. Fólk var þarna í sálar- legu losti eins og maður segir. Samt voru allir á fullu við að reyna að bjarga, reyna að leita að þeim sem týndir voru og mér fannst þeir hafa óbilandi kraft. Allt björgunarstarf gekk mjög snurðulaust fyrir sig þrátt fyrir þessar erfiðu aðstæður. Stjómunin á staðnum fannst mér vera til fyrirmyndar.“ Eins og kunngt voru flest allir Súðvíkingar sendir í burt af staðn- um eftir að snjóflóðið féll. Þorsteinn sagði að það hefði verið nauðsyn- legt fyrir Súðvíkinga að komast í burt frá staðnum, ekki aðeins vegna yfírvofandi snjóflóðahættu heldur einnig vegna þess að það hefði ekki haft gott af því að vera í þessu umhverfi eftir þessa hryllilegu at- burði. Þorsteinn sagði að björgunarfólk hefði sett sig í mikla hættu við leit- ina. „Hjálparsveitarmenn, sem leit- uðu ofarlega í byggðinni sögðu mér að það hefði alltaf öðru hveiju ver- ið að falla spýjur niður úr fjallinu allt í kringum þá. Þetta voru ekki stór flóð, en flóð engu að síður.“ Endurskoða verður hættumat „Það er ljóst að við verðum að endurskoða okkar snjóflóðahættu- mat. Ég sé ekki að okkur sé fært annað en að endurskoða þetta mat og setja upp mjög strangar reglur. Þetta eru hlutir sem ekki mega koma fyrir.“ Þorsteinn vildi koma á framfæri þakklæti til allra sem unnu að björgun í Súðavík. Þar hefði verið unnið starf við erfiðar aðstæður og hver og einn hefði leyst sitt verk- efni frábærlega úr hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.