Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gætum við Nonni fengið að vera skaupstjórar næst hr. útvarpsstjóri? Bókun Sjálfstæðisflokks við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Framkvæmdir og að- hald án nýrra skatta FYRRI umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1995 fer fram á fundi borgarstjórnar í dag. Ámi Sigfússon oddviti Sjálf- stæðisflokksins, segir að Sjálfstæð- isflokkurinn treysti sér til að leggja fram áætlun um framkvæmdir og aukið aðhald í rekstri án þess að leggja á nýja skatta, eins og tillög- ur R-listans geri ráð fyrir. Svik við borgarbúa „í bókun okkar, sem lögð verður fram á fundinum, mun koma fram að við treystum okkur til að leggja fram myndarlega uppbyggingar- áætlun í borgarmálum með auknu aðhaldi í rekstri og raunhæfri fram- kvæmdaáætlun, án þess að til komi ný skattheimta R-lista flokkanna,“ sagði Árni. „Þeir hafa í raun búið sér til tekjur með 550 milljón króna Nótt frá Kröggólfs- stöðum lifir LJÓST er nú samkvæmt áreiðan- legum fregnum sem Búnaðarfé- lagi íslands hefur borist að hryssa sú sem Grétar H. Harðarson hér- aðsdýralæknir á Hellu tók blóð- sýni úr skömmu fyrir jól er hin eina og sanna Nótt frá Kröggólfs- stöðum. Má því ljóst vera að sögusagnir um að Nótt væri fallin fyrir nokkrum árum séu ekki á rökum reistar. Meðal þeirra sem töldu að svo væri er starfandi kynbóta- dómari og sagði Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur með öllu ólíðandi að menn i slíkri stöðu væru að gefa svona sögusögnum byr í seglin án þess að um form- holræsaskatti, sem augljóslega fer aðeins að hluta til í holræsafram- kvæmdir. Þetta eru svik við borg- arbúa.“ Lækkun með pennastriki Árni benti á að R-listinn hafí ákveðið að hækka framlag veitu- stofnana til borgarsjóðs um 600 milljónir á árinu. Það fjármagn hefði annars augljóslega verið lagt til framkvæmda og viðhalds á veg- um veitustofnana. „Þá eru rekstrar- útgjöld borgarinnar lækkuð um 519 milljónir króna með einu penna- striki með því að minnka framlög til atvinnuátaksverkefna sem því nemur,“ sagði hann. „R-listinn ger- ir nánast ekkert í sparnaði, en legg- ur fram áætlun um framkvæmdir sem hafa þá helstu galla að fram- kvæmdatími er mjög skammur, þar Iega kæru væri að ræða. Sagði Kristinn að þvi miður væri það svo að ýmsir menn sem valist hefðu til dómstarfa gegnum sem undirbúningstíminn hefur ekki verið nýttur sem skyldi, eins og til dæmis í skólamálum. Það þýðir að framkvæmdir verða óhagkvæmar og álitamál hvort tekst að taka þær byggingar í notkun sem R-listinn ætlar sér á réttum tíma án mikils aukakostnaðar." Sérkennilegur undirbúningur Árni sagði að allur undirbúningur að fjárhagsáætluninni hafi verið sérkennilegur. „Það hefur verið mjög takmörkuð umræða og undir- búningsvinna í nefndum borgarinn- ar,“ sagði hann. „Venjulega voru lagðar línur af fagnefndum og í framhaldi lagðar fram tillögur til borgarráðs, en nú hefúr vinna nán- ast farið fram í borgarráði og treyst á rekstrartillögur borgarhagfræð- ings.“ árin væru á stundum með óviðeig- andi óg óábyrgar yfirlýsingar um ýmislegt er varðar kynbótahross og kynbótadóma. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson BÆRING Sigurbjörnsson með hryssuna Nótt. Italskt menningarfélag á íslandi Mikilvægt að rækta menn- ingarsérkenni ANTONIO Badini var viðstaddur stofnun íslandsdeildar al- þjóðlegs ítalsks menningar- félags 15. janúar síðastlið- inn sem sett er á fót í sam- vinnu við Stofnun Dante Alighieri. En félagið er nefnt í höfuðið á ítalska skáldinu Dante Alighieri (1265-1321). - Hvers vegrta er félag- ið stofnað hér? „íslendingar hafa sýnt ítölsku tungumáli og' ít- alskri menningu mikinn áhuga og félagið leggur áherslu á mikilvægi menn- ingar fyrir sérhvetja þjóð. Dante var talsmaður menn- ingarlegs fjölbýlis, ef svo má að orði komast, og við erum þeirrar skoðunar að vináttufélög fólksins auki á gagnkvæman skilning milli þjóða." - Hvað mættu margir á stofn- fundinn? „Það mættu um 130 manns, bæði ítalir og íslendingar. Það kom mér á óvart hversu miklar vináttutilfinningar Itala eru í garð íslendinga og við eigum margt sammerkt. Fólk heldur að mikill munur sé á þjóðunum vegna þess hversu langt er á milli þeirra. Auðvitað erum við ólík en það er bara hrífandi. íslendingar eru opn- ir fyrir nýjungum líkt og við. Við erum ennfremur stoltir af því að svo þekktur rithöfundur sem Thor Vilhjálmsson skuli vera formaður íslandsdeildar félagsins og munum koma bókum hans á framfæri á Ítalíu.“ Badini segir ennfremur að ítölsk stjórnvöld leggi sérstaka áherslu á starfsemi Stofnunar Dante Al- ighieri, sem er sjálfseignarstofn- un. „Við ætlum að bregðast við og styðja íslenska félagið því ís- lendingar vilja nánari tengsl við Italíu. Sem stendur starfar ítalsk- ur sendikennari í viðskiptadeild Háskóla íslands og við höfum á pijónunum að manna kennara- stöðu við Háskóla til að kenna viðskiptaítölsku. Á þann hátt geta íslendingar og ÍLalir átt samstarf á viðskiptasviðinu líka.“ - Hvað annað er á pijónunum? „í október verður ítölsk vika í Perlunni, þar sem kynnt verður ítölsk menning, listir, matargerð og framleiðsla. Haldin verður kvik- myndahátíð í samvinnu við Kvik- myndasjóð og við munum í sam- vinnu við Ferðamálaráð velja eitt til tvö héruð sem best eru til þess fallin að kynna á ís- landi.“ „Við viljum sýna að við erum þess meðvit- andi hvað ítölsk menn- ing á mikil ítök hér á landi og viljum bregðast við þess- um áhuga. Það er grundvallarat- riði að hver þjóð leggi rækt við menningarsérkenni sín. Ef Evrópa viðurkennir niarbreytileika hverr- ar menningar og tungumáls er jafnrétti smærri og stærri þjóða tryggt. Þetta er mikilvægt." Sendiherrann segir ennfremur í þessu samhengi að bókasöfnun vegna Þjóðarbókhlöðu hafi mætt miklum skilningi á Ítalíu af þess- um sökum. „Við sjáum hana sem mikilvægt innlegg til þess að styrkja menningarlega sérstöðu landsins. Við höfum gefið fjölda vandaðra bóka til marks um þá virðingu sem við berum fyrir þessu framtaki. Auk þess mun ég heim- sækja safnið til þess að skoða ► ANTONIO Badini er sendi- herra ítala á íslandi með aðset- ur í Ósló. Hann afhenti emb- ættisbréf sitt í febrúar síðast- liðnum og hefur komið til ís- lands nokkrum sinnum, meðal annars í tilefni af lýðveldisaf- mælinu, útkomu íslensk-ítal- skrar orðabókar og nýjum há- þrýstiklefa á Borgarspítala. bókakostinn, kynna mér hvað safnið vantar og og koma á sam- bandi við ítalska landsbókasafnið." Badini segir að einkum hafí ver- ið gefnar listaverka-, sögu-, landa- fræðibækur og vísindarit. „Þjóð- bókasafnið vekur athygli á þörf íslendinga fyrir að leggja áherslu á menningarhefðina. Og að okkar mati eruð þið dæmi um þjóð sem vill njóta sannmælis í menningar- legu tilliti og dæmi um það sem við eigum við þegar við tölum um Evrópu þar sem menningararfleifð allra ríkja er jafn rétthá. Hver þjóð gerir sér grein íyrir menningarleg- um uppruna sínum en blandar geði við menningu annarra þjóða á jafn- réttisgrundvelli. Við viljum ekki Evrópu þar sem áherslan er öll á einn möndul. Við viljum Evrópu sem er að sönnu lýðræðisleg; Evr- ópu sem öllum líkar. Þess vegna viljum við leggja aukna áherslu á starfið hér.“ Antonio Badini segir ennfremur að þjóðirnar eigi skap saman sem gefí góð fyrirheit um annars konar samstarf. „Við höfum þegar átt samstarf í sambandi við háþrýsti- klefann á Borgarspítala og það gefur góða vísbendingu um góða samvinnu okkar í milli á öðrum sviðum. Menn- ingarsamstarf er mikil- vægt því það opnar möguleika á samvinnu á öðrum sviðum. Einnig má geta útgáfu, orðabókarinnar sem leggur grunninn að sterkari menningarböndum og við höfum auk þess hug á að opna sendiráð hér. Þótt það verði ekki gert um sinn vegna niðurskurðar.“ „Þrátt fyrir það höfum við ákveðið að veija helmingi meiri fjármunum en áður til að styrkja menningartengslin við ísland, sem segir mikið um hversu mikla áherslu við leggjum á þau. Loks má nefna að við höfum fengið góð viðbrögð frá þeim stofnunum sem við höfum leitað til á ítalíu með samstarf við íslendinga. Það kem- ur á óvart og gefur góða vísbend- ingu. Vonandi verður sett á fót íslensk skrifstofa fyrir menningar- tengsl á ftalíu." íslendingar hafa mikinn áhuga á Ítalíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.