Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SNJÓFLQÐAHÆTTA Snjóflóða- hættusvæði ÍSiú/ Urðargata Aðalstræti ög Strandgata Barnaskólinn y- Sjúkrah úsið StekkarJHjallar, Sigtún og Brunnar Hafa verið þrjá sólarhringa frá heimilum sínum á Patreksfirði Með allra verstu veðrum FÁRVIÐRI var á landinu í gær og mældist tíu mínútna meðalvind- hraði á Vestfjörðum um miðjan daginn 80-85 hnútar, en 64 hnúta meðalvindhraði jafngildir tólf vind- stigum. Einar Sveinbjörnsson, veð- urfræðingur, segir að þetta sé með allra verstu veðrum sem geri hér á landi í það minnsta í norðaustan átt. Veðrið náði hámarki seinnipart- inn í gær. Klukkan þijú var lægðin sem veðrinu olli út af Hornafirði, 945 millibör að dýpt, og var útlit fyrir að hún færi norðnorðvestur yfir Austurland og myndi grynnast hratt fyrir norðan landið. Vind- strengur var áfram yfir landinu norðvestanverðu í nótt, 10-11 vind- stig, og vindáttin snerist meira til norðurs. Ekki er gert ráð fyrir að það dragi úr vindstrengnum fyrr en í dag. Einar sagði að klukkan 15 í gær hefði verið 80 hnúta meðalvind- hraði í Æðey og 70 hnútar á Hrauni á Skaga. Á Reykhólum í Barða- strandasýslu voru tíu vindstig á sama tíma, en á heiðum uppi á Vestfjörðum, eins og á Dynjandis- heiði og Þingmannaheiði, þar sem væru sjálfvirkar veðurathugunar- stöðvar, hefði vindhraðinn verið 80-85 hnútar. í hviðum væri vind- hraðinn meiri og það væri ekki úti- lokað að mælamir hefðu slegið í botn í einstaka hviðum. Ekki er mældur meiri vindhraði en 120 hnútar. Hitamunur orsökin Einar sagði að ástæðan fyrir ill- viðrunum að undanförnu og þessum mikla vindhraða væri mikill hita- munur. Mikill kuldi og 1030 milli- bara öflug hæð yfir Grænlandi gerði það að verkum að mjög kalt loft væri meðfram strönd Grænlands út af Vestfjörðum og þetta kalda loft stæði á móti heitara lofti að sunnan. Þess vegna yrði vindhrað- inn svo mikill. Einar sagði að fljótlega í dag færi að draga úr vindi til landsins og inn á fjörðum. Síðan væri ný lægð að myndast suður í höfum, en ekki væri gert ráð fyrir að hún myndi valda sérstöku illviðri hér. Áttin yrði hins vegar áfram norð- austanstæð um mest allt landið. Ástandið veldur spennu og við finnum til vanlíðunar KIRKJAN við Súðavík. Aætlað eigiiatjón 1 Súðavík 150-200 milljónir MATSMENN Viðlagatryggingar ís- lands munu að öllum líkindum halda til Súðavíkur í lok næstu viku til að kanna það tjón sem varð í snjó- flóðinu. í samráði við almanna- vamanefndir og fulltrúa áfallahjálp- ar, var ákveðið að fresta tjónskönn- un þar til þeir sem fórust í flóðinu hafa verið kvaddir hinstu kveðju. Heildartjónabætur eftir snjóflóðin í Tungudal og á skíðasvæði ísfirð- inga í apríl í fyrra, námu um 128,6 milljónum króna sem Viðlagatrygg- ing íslands greiddi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er brunabótamat flestra einbýlishús- anna sem lentu í snjóflóðinu í Súða- vík á milli 8 og 10 milljónir króna, og innbú húsa af þeirri stærð sem þar eru, yfirleitt vátryggð fyrir 3-4 miiljónir króna. Þeir húseigendur sem standa allslausir uppi eftir nátt- úruhamfarirnar á Súðavík geta ósk- að eftir innborgun á tjón sitt, en enginn hefur óskað enn. Skýrist fyrst í vor Matsmenn segja erfitt að gera sér grein fyrir heildartjóni fyrr en snjóa leysir með vorinu, og meðal annars sé erfitt að meta tjón vegna skemmdra bifreiða og hlutatjón, en lauslegt mat á efnahagslegu tjóni er áætlað talsvert meira en á ísafirði í fyrravor, eða um 150-200 milljón- ir króna. Bifreiðir sem eru húf- tryggðar verða bættar. 80 m breitt snjóflóð hefur fallið innan við Patreksfjörð seinustu sólarhringa SIGURRÓS Sigurðardóttir er í hópi tæplega 300 Patreksfirðinga sem þurftu að yfirgefa heimili sín um hádegi á mánudag og vörðu þriðju nóttinni fjarri heimilum sínum í nótt sem leið. Hún býr í Aðalstræti en heldur nú til ásamt fjölskyldu sinni í Sigtúni, sem er talið utan hættusvæða. Í íbúðinni í Sigtúni, sem er fjögurra her- bergja, eru staddir 15 manns, þar af sex börn, en þar býr kona ásamt tveimur börnum sínum. Sigurrós segir veðrið vont og lítið hafa sést út. Fólk sé þó almennt vel haldið og stytti sér stundir við lestur, sjónvarps- gláp, handavinnu og spjall, ásamt því að leika við börnin. Óneitanlega væri þó óhugur í fólki, bæði vegna atburðanna í Súðavík og hugsanlegrar sjóflóðahættu á Patreksfirði og annars staðar. „Börnin langar út og finnst skrýtið að fá það ekki, en við reynum að hafa ofan af fyrir þeim. Ástandið veldur spennu og auðvit- að finnum við til hræðslu og vanlíðunar,“ segir Sigurrós. „Ekkert hefur gerst ennþá, sem betur fer, og gerist vonandi ekki. Við reynum að taka ástandinu með jafnaðar- geði.“ Aldrei flúið heimilið áður Hún hefur átt heima á Patreksfirði í fjög- ur ár en þar áður bjó hún á ísafirði. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef þurft að flýja heim- ili mitt og það er ansi slæmt að þurfa að lenda í því. Það getur allt gerst og við vitum af hættunni. Harmleikurinn í Súðavík er öll- um hér ofarlega í huga og umræðuefnin bera því vitni. Við höfum ekkert heyrt um hvenær við megum fara aftur heim, og bú- umst allt eins við að þurfa að vera hér fram að helgi.“ Óbreytt hættuástand ÓBREYTT ástand ríkti á Patreks- firði í gærkvöldi en 300 manns þurftu að yfirgefa heimili sín á mánudag vegna snjóflóðahættu. Jónas Sigurðsson, aðalvarðstjóri á Patreksfirði, segist vona að versta veðrið væri afstaðið enda margir orðnir þreyttir á ástandinu. Við eftirlit í gær korn í ljós að um 80 metra breitt snjóflóð hafði fallið inn í Litladal, sem er innan og ofan við bæinn, einhvern tímann seinustu sólarhringa. Það svæði er óbyggt. Jónas býr svo að segja á miðju því svæði sem telst í snjóflóða- hættu, og var fjölskylda hans því í hópi þeirra sem þurftu að finna sér aiinan samastað. Hús voru rýmd eftir þar til gerðu skipulagi og gekk það verk snurðulaust fyr- ir sig að sögn Jónasar. Vikið var verulega út frá skipulagi því sem staðfest var í eldra hættumati og fleiri hús rýmd en þar sagði til um. Ýmsir yfirgáfu hús sín einnig af sjálfdáðum. Þessar götur voru rýmdar; Hólar að fullu, Urðargata að fullu Mýrar að fullu, Sigtún 1-12, Hjallar að fullu, Hlíðavegur að fullu, Stekkar að fullu, Strand- gata 11-17, Aðalstræti frá 14-51 og frá 65-83, og Brunnar frá 1-9. Viðhafa ber gát Jónas fór eins langt og unnt var að snjóflóðahættusvæðinu í gær til að kynna sér ástandið í fjallinu, og segir hann menn telja að hætt- an hafi tæpast aukist en hún hafi hins vegar ekki minnkað. „Það er snjómugga og erfitt að kanna svæðið úr fjarlægð, þannig að reynsla og aðrar aðstæður verða að liggja þar til grundvallar. Við metum ástandið svo að það sé óbreytt frá því að við lýstum yfir snjóflóðahættu, og viðhafa beri SIGURRÓS ásamt Jóhanni Jakobi syni sínum og öðrum Patreksfirðingi, Álfheiði Gunnsteinsdóttur. PATREKSFIRÐINGAR hafa neyðarsamband í gegnum almanna- varnakerfið við Stykkishólm fyllstu gát áður en slakað er á núverandi fyrirkomulagi," segir hann. Jónas sagði fjarskipti ganga með ágætum, og hafi Patreksfirð- ingar neyðarsamband í gegnum almannavarnarkerfið við Stykkis- hólm þar sem er sólarhringsvakt meðan snjóflóðahætta ríkir. „Við höfum það upp á að hlaupa ef allt annað þrýtur, og auk þess fjar- skiptakerfi lögreglunnar,“ segir hann. Fólk komst hvorki til né frá Patreksfirði og rólegt var yfir at- vinnustarfsemi í bænum, þar sem meðal annars pósthúsið og bankar voru lokuð. Lítillega var þó unnið í frystihúsinu í gærmorgun. Ibuðabyggð su sem rýmd hefur verið vegna snjóflóðahættu PATREKSFJÖRÐUR 300m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.