Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 \ 1 FRÉTTIR VARIVIIR GEGN SNJÓFLÓÐUM Hafist handa við undirbúning endurmats á öllu er viðkemur snjóflóðavörnum U mhverfisráðherra vill kalla norska sér- fræðinga til aðstoðar Endurmat á snjóflóðavömum á landinu er nú talið nauðsynlegt í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og hefur ríkisstjómin skipað nefnd sem meðal annars á að taka það til umfjöll- unar. Umhverfisráðherra telur nauðsynlegt að kalla til erlenda sérfræðinga og beinast augu hans til Noregs í því sambandi. VARNARVIRKI hafa verið gerð ofan Flateyrar og eru þau hluti snjóflóðavarna sem þar eru fyrirhugaðar. í gærkvöldi höfðu fall- ið tvö snjóflóð og stöðvaðist hið fyrra á varnarvirkjunum, en hitt fór lengra og lenti á tveimur íbúðarhúsum sem voru mannlaus. AFUNDI ríkisstjórnarinnar í gærmorgun vegna nátt- úruhamfaranna í Súðavík var samþykkt að tillögu forsætisráðherra að skipa nefnd ráðuneytisstjóra ailra ráðuneyta til að meta atburðina, afleiðingar þeirra og hvernig koma mætti þeim sem best til aðstoðar sem þarna lentu í hörmulegum missi. Kom nefndin saman til fyrsta fundar í gær, en hún á jafnframt að fjalla um endur- mat sem nú er talið nauðsynlegt á snjóflóðavörnum um land allt. Á rík- isstjórnarfundinum greindi Ossur Skarphéðinsson umhverfisráðherra frá því að hann hefði falið veður- stofustjóra að gera sem ítarlegasta áætlun um hvernig bæta megi eftir- lit með snjóflóðum og aðkomu Veð- urstofunnar við gerð hættumats sem Almannavarnir annast. Össur óskaði eftir því á ríkisstjórn- arfundinum að reglugerð um hættu- mat vegna snjóflóða sem nú liggur fyrir í drögum verði frestað þar til farið hefur verið yfir forsendur og aðferðir við gerð slíks mats. Össur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði óskað eftir þessu vegna þess að nú hefðu í þijú skipti á tæp- lega einu ári fallið stór snjóflóð utan svokallaðra hættusvæða ogtvö þeirra krafist mannfórna. Þetta teldi hann leiða til þeirrar niðurstöðu að þær aðferðir sem beitt væri gætu ekki talist nægilega tryggar. „Eftirlitsdeild okkar á Veðurstof- unni er tiltölulega ung, en þar eru afskaplega hæfir sérfræðingar sem hafa staðið sig óaðfinnanlega und- anfarna daga. Ég hef engu að síður lýst því yfir við ríkisstjórnina og við mína starfsmenn að það sé nauðsyn- legt í þessari vinnu allri að kalla til erlenda sérfræðinga til að færa okkur í nyt yfirgripsmikla reynslu þeirra á þessu sviði. Við verðum að meta hvert ber að sækja þessi fræðilegu föng, en ég tel sjálfur að þótt ýmis lönd komi til greina, þá sé Noregur ef til vill það land sem hefur yfir að ráða reynslu sem nýtist okkur best. Þess vegna hef ég nú látið hafa sam- band við yfirmann norsku snjóflóða- stofnunarinnar, en jafnframt má geta þess að franska sendiráðið hefur boð- ist til að hafa milligöngu um komu franskra sérfræðinga hingað til lands. Þar um að ræða menn sem hafa komið hingað áður og hafa haft nokkra nasasjón af snjóflóðavörnum á íslandi," sagði Össur. Opinbert stjórnvald hafi frumkvæðisskyldu Samkvæmt gildandi lögum frá 1985 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, eiga Almannavarnir ríkisins, sem heyra undir dómsmála- ráðuneytið, að sjá um að hættumat vegna snjóflóða sé gert. Almanna- vörnum til aðstoðar er ofanflóða- nefnd sem í eiga sæti fulltrúar ýmissa stofnana sem málinu tengj- ast, m.a. Veðurstofu Islands, og er vegamálastjóri formaður nefndar- innar, sem heyrir undir félagsmála- ráðuneyti. Nefndin gerir tillögur og fjallar um hugmyndir sem sendar eru Almannavörnum sem ganga endanlega frá tillögum og senda til staðfestingar hjá félagsmálaráð- herra. Hlutverk Veðurstofunnar er að annast faglega ráðgjöf, úttekt, gagnaöflun vegna snjóflóða, eftirlit með snjóalögum og alla útreikninga. Sveitarfélögum á þeim svæðum þar sem talin er hætta á snjóflóðum ber lagaskylda til að ráða eftirlits- mann til að fylgjast með landfræði- legum og veðurfræðilegum aðstæð- um með tilliti til snjóflóðahættu, en hann lýtur faglega fyrirmælum Veð- urstofunnar sem greiðir laun hans að hálfu á móti viðkomandi sveitar- félagi. Þá hvílir sú lagaskylda á sveitarfélögunum að hafa frum- kvæði að því að gera tillögur um varnarvirki á þeim svæðum þar sem talin er hætta á snjóflóðum. í frumvarpi til laga um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum, sem lagt var fram í desember síðastliðnum, er gert ráð fyrir að í þeim umdæmum sem Al- mannavarnir ríkisins telja þörf á skuli lögreglustjórar ráða starfs- menn til að kanna og fylgjast með landfræðilegum og veðurfarslegum aðstæðum með tilliti til hættu af ofanflóðum. Gert ráð fyrir að ofan- flóðasjóður greiði kostnað vegna at- hugananna sem gera skal í samræmi við vinnureglur og önnur fyrirmæli Veðurstofu íslands, en starfsmenn- irnir skulu starfa undir stjórn við- komandi lögreglustjóra. í frumvarpinu er gert ráð fýrir að fé ofanflóðasjóðs verði notað til greiðslu kostnaðar við varnir gegn ofanflóðum. Auk alls kostnaðar við athuganir, gerð hættumats og kaup á rannsóknartækjum, sem nýtast sem eftirlitstæki til að auðvelda snjó- flóðaspár og mat á skammtíma- hættu, má greiða allt að 90% af kostnaði við undirbúning og fram- kvæmdir við varnarvirki (80% í gild- andi lögum) og allt að 90% af kostn- aði við kaup og uppsetningu á tækj- um og búnaði (80% í gildandi lög- um), sem sérstaklega er aflað til rannsókna á snjóalögum með tilliti til snjóflóðahættu. Þá má greiða allt að 60% af kostnaði við viðhald varn- arvirkja. Félagsmálaráðherra skal ákveða úthlutun úr ofanflóðasjóði að fengnum tillögum Almannavarna ríkisins og er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að ráðherra verði heim- ilt að veita illa stöddum sveitarfélög- um lán úr sjóðnum, sem nemur þeim 10% kostnaðar sem þeim er ætlað að greiða við gerð varnai-virkja. Umhverfisráðherra segir að þau sveitarfélög sem hafa þurft á varn- arvirkjum að halda séu í mörgum tilfellum íjárvana og þau 20% kostn- aðar sem þeim hefur verið ætlaður því verið þeim ofviða. Þetta fyrir- komulag segir hann að hafi því frem- ur latt en hvatt til þess að ráðist hafi verið í gerð varnarvirkja. „Ég tel hins vegar sjálfur að það þurfi að ganga lengra heldur en gert er í frumvarpinu og færa frumkvæð- isskylduna til opinbers stjórnvalds frá sveitarfélögunum, t.d. til ofanflóða- nefndar. Það er af hinu góða í frum- varpinu að gert er ráð fyrir að rann- sóknartæki, sem hægt er að segja að séu jafnframt eftirlitstæki með snjóflóðum, verða alfarið greidd úr ofanflóðasjóði. Undir það falla, sam- kvæmt mínum skilningi og félags- málaráðherra, meðal annars vélsleð- ar. Það er mjög mikilvægt því áhöld hafa verið um það hver eigi að greiða slíkt, en ein mikilvægasta vömin gegn manntjóni ef snjóflóð vofa yfír er einmitt að það séu menn sem geta komist á staðinn og mælt snjóþykkt og eðli snjólaga í þekjunni. Á síðustu árum höfum við svo í æ ríkari mæli verið að setja upp sjálfvirkar mæli- og rannsóknarstöðvar, sem mæla t.d. vindátt og vindstyrk í ofan'komu og mjög mikilvægt er að geta fengið í gegnum fjarsendi. Þetta verður líka greitt að fullu úr ofanflóðasjóði," sagði Ossur. Áætlaður heildarkostnaður 1,6 milljarðar Ofanflóðasjóður er í vörslu Við- lagatryggingar íslands og eru helstu tekjur sjóðsins 5% af árlegum heild- ariðgjaldatekjum Viðlagatryggingar auk árlegs framlags af fjárlögum. Að því er fram kemur í greinargerð með umræddu lagafrumvarpi er gert ráð fyrir sjóðnum verði tryggt aukið fjármagn á árunum 1995-1999 með 10% álagi á iðgjald, sem hefði skilað 50 milljónum króna á síðasta ári. Frá því lög um snjóflóðavarnir voru sett 1985 hefur ofanflóðasjóður varið að meðaltali 2,5 milljónum króna á ári til hættumats í snjóflóða- byggðum. Til rannsókna, hönnunar og framkvæmda við varnarvirki hef- ur verið varið 22,5 milljónum króna, en áætlanir í nóvember síðastliðnum hljóðuðu upp á 545 milljónir króna. í greinargerðinni segir að varlega áætlað sé þarna um að ræða 30% af heildarvarnarþörf þeirra svæða sem búa við snjófióðahættu, þannig að áætla megi að heildarkostnaður ofanflóðasjóðs vegna snjóflóðavarna verði um 1,6 milljarðar króna. í nóvember síðastliðnum var búið að gera hættumat fyrir Patreksfjörð, Flateyri, ísafjörð, Súðavík, Seyðis- fjörð og Neskaupstað, en undirbún- ingsvinnu var þá lokið fyrir flesta aðra þéttbýlisstaði. Hættumat vegna Siglufjarðar var þá einnig að mestu frágengið, en það hefur beðið útgáfu reglugerðarinnar sem umhverfisráð- herra hefur nú óskað eftir að verði frestað, og einnig hefur verið beðið með að gera hættumat fyrir Ólafs- vík, Tálknafjörð, Bíldudal og Suður- eyri. Samkvæmt upplýsingum Jóns Gunnars Egilssonar hjá snjóflóða- vörnum Veðurstofunnar er fátt um mannvirki til snjóflóðavarna við þéttbýlisstaði hér á landi. Ofan Pat- reksfjarðar er 30 ára gamall varnar- garður, tiltölulega lítið varnarvirki er við „Kubbinn" ofan ísafjarðar og á Flateyri hefur verið komið upp hluta þeirra snjóflóðavarna sem ráð- gerðar hafa verið. Þar er um að ræða tvö 5-6 metra há og um 125 metra löng varnarvirki, en eftir á að koma upp varnargrindum í hlíðina fyrir ofan. Tvö snjóflóð höfðu fallið á Flateyri í gærkvöldi og stöðvaðist hið fyrra á varnarvirkjunum, en hið síðara féll á tvö hús við Olafstún og Goðatún sem voru mannlaus, en búið var að rýma rúmlega 30 hús á Flateyri vegna snjóflóðahættu. Keil- ur til varnar snjóflóðum eru einnig á Flateyri og víðar frá fyrri tíð, en þeim er ætlað að splundra snjóflóð- um. Hins vegar koma þær að litlu gagni við svoköiluð kófhlaup, en að sögn Jóns Gunnar koma slíkar varn- ir að ágætum notum ef mikill massi er í flóðunum. Flutningur íbúa í stað varnarvirkja Því hefur verið haldið fram að jafnvel geti borgað sig að aðstoða þá íbúa sem búa á skilgreindum hættusvæðum að flytja sig um set, annað hvort innan viðkomandi sveit- arfélags eða úr því, í stað þess að ráðast í gerð kostnaðarsamra varn- arvirkja. Ossur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra, segist telja að þar sem hús séu á hættusvæðum komi vel til greina að hið opinbera aðstoði íbúana sem þess kjósa til að flytja sig til. „Sem dæmi nefni ég að í Hnífs- dai eru 11 hús sem menn þurfa stöð- ugt að vera að yfirgefa og þar hafa verið uppi tillögur um að setja upp varnargarð, sem bæði yrði lýti á umhverfinu og feikilega dýr, eða á annað hundrað milljónir króna. Ég tel að ef t.d. þessir íbúar myndu frekar óska eftir því að fá aðstoð ríkisins til þess að flytja sig um set, þá ætti að að gera það fremur en að reisa þennan varnargarð. Mér finnst að í framtíðinni þurfi að hugsa þann möguleika að t.d. Ofanflóða- sjóður verði efldur og hann komi inn í þetta verk. Þetta verður þó allt að gera í fullri samvinnu við íbúana á hverjum stað. Núna þegar fluttar er um eitt þúsund manns af heimil- um sínum á Vestfjörðum sýnir okkur að þessa hluti verður að hugsa alla upp á nýtt. Þetta kann að kosta mikið fjármagn, en þjóðin verður að standa saman tii að leysa þennan vanda,“ sagði Össur. Rannveig Guðmundsdóttir, fé- lagsmálaráðherra, segir í þessu sam- bandi að hún hljóti að minna á sjálf- ræði og sjálfstæði sveitarstjórnanna til að taka á sínum málum. „Ég er sjálf sannfærð um það að þessi umræða verður mjög öflug núna og það verður vafalaust mikið endurmat á viðhorfum til þess hvern- ig byggðirnar hafa þróast. Ef við lítum á Vestfirðina þá var það þann- ig að eyrarnar byggðust fyrst en síðan var farið að þokast upp hlíð- arnar. Þegar núna kemur í ljós að hættumatið er annað en menn héldu, þá er ég sannfærð um að umræða kemur upp um það hvaða staðir það séu þar sem þarf að skoða hvort hreinlega eigi að flytja byggð. Þetta er auðvitað eitthvað sem ríkisvaldið verður að að vera tilbúið til að taka þátt í með sveitarfélögunum, en ég held að frumkvæðið og umræðan verði að koma þaðan,“ sagði hún. Össur sagðist álíta að þegar litið væri til framtíðar gæti reynst nauð- synlegt að breyta byggingarskilmál- um í byggingarreglugerð á svæðum þar sem einhver líkindi geta verið á snjóflóðum, t.d. varðandi byggingar- efni og byggingarhætti. Þannig myndi hann leggja til að Rannsókn- arstofnun byggingariðnaðarins yrði t.d. falið að gera úttekt á húsum í Súðavík og kanna hvenig þau hefðu farið í snjóflóðunum í þeim tilgangi að draga af því lærdóm varðandi betri byggingar á þeim svæðum þar sem hætta er á snjóflóðum. Sagðist hann ætla að beita sér fyrir því að RB fengi fjármagn til þess að ann- ast þetta verkefni. Aðspurður um hvað hann áliti um uppbyggingu i Súðavík sagði Össur að samkvæmt lögum mætti ekki byggja á hættusvæðum nema að þar séu reist tilskilin varnarvirki, og í byggingarreglugerð væri kveðið skýrt á um að þar sem snjóflóð hefðu fallið mætti ekki byggja nema gerð- ar væru þær öryggisráðstafanir sem stjórnvöld tækju gildar. Það yrði hins vegar að meta í framhaldinu eftir að samráð hefði verið haft við heimamenn hvernig staðið yrði að því að hjálpa byggðarlaginu. „En ég ítreka það að ríkisstjórnin er albúin til þess að styðja af öllum krafti við skynsamlega uppbyggingu á Súðavík i náinni samvinnu við heimamenn," sagði Össur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.